Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 10
10 RMMTUDAGUR ZL DESEMBER1995 Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Líf og dauði íslenskrar þjóðar Enn einu sinni hafa stjórnendur Háskóla íslands og stúdentar séð sig nauðbeygða til að krjúpa á kné og grát- biðja stjórnvöld um auknar fjárveitingar skólanum til handa. Grátbiðja. Þráttfyrir að sitjandi ríkisstjórn hafi enn ekki fundið dugandi ástæðu til að sjá aumur á þjóð sinni í þessum málum nýtur bón háskólamanna almenns stuðn- ings annarsstaðar í þjóðfélaginu. Og kemur það reyndar nokkuð á óvart, því blessaðir háskólaborgararnir hafa sjaldan verið ýkja háttskrifaðir hjá þessum harðskeytta þjóðflokki sjósóknara. Nema kannski á tyllidögum. Samkvæmt þrengstu áætlunum stjórnenda Háskólans skortir að lágmarki 70 milljónir til að halda uppi kennslu með viðunandi hætti þarsem deildir Háskólans búi nú sem síðustu ár við skelfilegan fjármagns- og tækjaskort. Meira að segja stefni í greiðsluþrot að óbreyttu ástandi. Stúdentaráð segir síðan fjárveitingu á hvern nemanda hafa verið skorna niður um fjórðung á fjórum árum. Raun- ar benda þeir sem til þekkja á, að býsna margar deildirnar innan skólans hafi á síðustu árum hætt að rísa undir nafni sem sjálfstæðar háskóladeildir vegna þrenginganna. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld beitt ýtrustu nið- urskurðaraðgerðum til að koma böndum á útgjöld ríkis- ins og stöðva sjálfvirka og innbyggða þenslu kerfisins. Þensluna er þó tæknilega ekki hægt að stöðva nema upp- að ákveðnu marki og flatur niðurskurður hefur einungis áhrif til skamms tíma. Og niðurskurðar- og aðhaldshlut- verkið er vitaskuld hörmulega vanþakklátt, og grátlegt fyrir stolta þjóð sem lifað hefur við velmegun að horfa uppá leiðtoga sína blóðuga uppað öxlum. Glögglega er ljóst að öllu lengra verður ekki gengið á hlut heilbrigðis- kerfisins. Hvaðan á að taka peningana fyrir háskólann ef ekki frá heilbrigðiskerfinu, stærsta útgjaldaliðnum? Á að hækka skatta launafólks? Á að þyngja gjöld fyrirtækja og velstæðra einstaklinga? Á að herða enn sultarólar iðnað- arins? Á að hrekkja sægreifana okkar fínu og flottu með auðlindaskatti? Á að klípa vænan spikbita utan af velmeg- unarístru landbúnaðaryfirbyggingarinnar? Má hagræða þó ekki væri nema ögn betur í velferðarkerfinu? Væri hugsanlegt að hætta að byggja upp endalausa skóla á framhalds- og háskólastigi og drita niður víðsvegar um landið? Er mögulegt að skipuleggja fjárlagaumræðuna betur og festa inní hana langtímamarkmið svo forðast megi kostnaðarsamar skyndireddingar og mínútuplástr- anir á síðustu dögunum fyrir jól? Af nógu er altént að taka áðuren frekar verður höggvið að Háskólanum. Undirritaður vill ganga svo langt, að segja það spurn- ingu um líf eða dauða fyrir hina íslensku þjóð að hafa hér „alvöru" háskóla; háskóla sem stendur fyllilega undir nafni sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar; háskóla sem er samkeppnisfær við erlenda háskóla upp að fyrir- fram ákveðnu marki — meðal annars til að draga úr flótta okkar efnilegasta fólks á grænni grundir erlendis; háskóla sem hefur skilning ráðamanna á því að bókvitið verður svo sannarlega í askana látið; háskóla þar sem tækniþekk- ing, framþróun, rannsóknir og öflugt vísindastarf fá að dafna og blómstra öllum til heilla. Þessi atriði eru algjörar forsendur þess, að hér fái lifað þjóð á viðunandi menning- arstigi. Hvar er nú hinn víðsýni og framsýni menntamálaráð- herra sem jafnvel hatrammir andstæðingar treystu til skörulegra verka og framkvæmda í brýnustu málum síns umráðasviðs? Hvar er nú hinn afkastamikli menntafröm- uður þjóðarinnar? Hvenær kemur hann askvaðandi inná ríkisstjórnarfund, lemur knýttum hnefanum mynduglega í borðið og segir; Hingað og ekki lengra! Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númen Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 5524777, auglýsingadeild: 552-221 l,símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Opinber eftirlitsiðnaður - frelsi fjölmiðla Bankaeftirlitið hefur krafist þess, að blaðamaður á Morg- unblaðinu gefi upp heimildar- menn sína í Landsbankanum, til þess að eftirlitið geti komist að raun um hvaða opinber starfs- maður bankans rauf þagnar- Stjórn mál Björn Bjamason skyldu sínu. Héraðsdómari hef- ur komist að þeirri niðurstöðu, að svo mikið sé í húfi, að blaða- manninum sé skylt að svara spurningum um þetta. Málinu hefur verið vísað til Hæstarétt- ar. Eftirlitskerfi hins opinbera verður sífellt víðtækara. Raunar leiðir það af minni ríkisafskipt- um, að óskir um eftirlit af ríkis- ins hálfu verða meiri. Sam- keppnisstofnun hefur þegar sýnt og sannað, hve mikilvægt slíkt opinbert eftirlit getur verið. Raunar eru það helst ríkisfyrir- tæki, sem kvarta undan eftirliti Samkeppnisstofnunar. Hafa raddir heyrst, um að ákvæðin í samkeppnislögunum séu of ströng fyrir opinber fyrirtæki. Þeir, sem þannig tala, virðast ekki átta sig á því, að ríkisstofn- unum er einmitt til góðs að fara að kröfum um aukna samkeppni og þjónustu. Geti þær ekki sinnt því hlutverki vegna einokunar- aðstöðu sinnar á krafan ekki að vera á þann veg, að Samkeppnis- stofnun sé lögð niður heldur um hitt, að ríkisfyrirtækjunum sé breytt í einkafyrirtæki og starfi á sama grundvelli og þau. Áhrif á skólakerfið Á undanförnum árum hefur orðið gjörbreyting í starfsum- hverfi opinberra stofnana og fyrirtækja. Hér hefur verið minnst á hlutverk Samkeppnis- stofnunar. Einnig má geta um umboðsmann Alþingis og störf hans og stjórnsýslulögin, sem samþykkt voru á síðasta kjör- tímabili. Allt stuðlar þetta að því, að almenningur eigi skýra og lögverndaða leið til að koma málstað sínum á framfæri, telji hann opinbera aðila beita sig ranglæti. Umboðsmaður barna tók ný- lega til starfa. Fyrir nokkru sendi hann mér sem menntamálaráð- herra álit, er laut að framkvæmd samræmdra prófa í 10. bekk grunnskóla. Taldi umboðsmað- urinn óeðlilegt, að starfandi kennarar í 10. bekk semdu þessi próf. Þetta álit kallaði á endur- skoðun á því, hvernig að þess- um málum er staðið. Er henni lokið og hefur breytingu verið hrundið í framkvæmd. Ný stjórnsýslulög kalla á end- urskoðun á ýmsum þáttum er varða töku ákvarðana í skóla- málum. Lýtur það meðal annars að því, hvernig brugðist er við agabrotum innan skóla. Um það efni er nauðsynlegt að setja op- inberar reglur, svo að skóla- menn, nemendur og foreldrar átti sig á réttarstöðu sinni. Frelsi fjölmiðla í ljósi þess, að hlutverk ríkis- ins er mikið og vaxandi við eftir- lit með, stóru og smáu, verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu málsins gegn blaða- manni Morgunblaðsins. Eins og áður sagði snýst málið um það, að bankaeftirlitið vill, að blaða- maðurinn aðstoði sig við að upplýsa, hverjir það eru í Lands- bankanum, sem létu honum í té trúnaðargögn um samskipti bankans við Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Blaðamaðurinn braut ekki trúnað. Viðskiptavinur bankans, SÍS, sem um er fjallað í trúnaðar- gögnunum, hefur ekki farið fram á upplýsingar um heimildar- mann blaðamannsins. Það er hin opinbera eftirlitsstofnun, bankaeftirlitið, sem felur ríkis- saksóknara og hann síðan Rann- sóknarlögreglu ríkisins, að knýja einkaaðila til að upplýsa, hver rauf þagnarskyldu hjá Lands- banka íslands. Þetta er gert, eftir að rannsóknarlögreglan hefur yfirheyrt bankaráðsmenn og starfsmenn Landsbankans. Bankaeftirlitið er sem sagt í leit að sökudólgi innan opinbers fyrirtækis. Blaðamanni utan hins opinbera kerfis er gert skylt að varpa ljósi á meint trún- aðarbrot innan þess. Blaða- menn telja, að með þessu sé vegið að frelsi sínu, því að rétt- urinn til að vernda heimildar- menn sé hvarvetna talinn meg- inforsenda heilbrigðrar blaða- mennsku. Héraðsdómarinn tel- ur hins vegar meiri hagsmuni í húfi en felast í þessum rétti. Niðurstöðu Hæstaréttar er beðið með nokkurri eftirvænt- „Bankaeftirlitið ersem sagt í leit að sökudólgi innan opinbers fyrirtœkis. Blaðamanni utan hins op- inbera kerfis ergert skylt að uarpa Ijósi á meint trúnaðarbrot innan þess. Blaðamenn telja, að með þessu sé vegið að frelsi sfnu, þuí að rétturinn til að uernda heimildarmenn séhuaruetna talinn meg- inforsenda heilbrigðrar blaðamennsku. “ ingu. Víðar í hinu opinbera kerfi kunna menn, þegar eftirlits- skyldan eykst, að vilja fara þessa leið og knýja blaðamenn til að skýra frá því, hverjir segja þeim frá hlutum, sem sam- kvæmt trúnaðarskyldu eiga að fara leynt innan hins opinbera kerfis. í Landsbankanum eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Á öðrum vettvangi kunna enn meiri og viðkvæmari atriði, sem snerta einstaklinga og fyrirtæki, að vera til umfjöllunar. Höfundur er menntamálaráðherra og al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins. Ég fór í áfengis- meðferð í sumar og er sannarlega breyttur maður ... Ég hef átt við áfengisvandamál að stríða í gegn- um tíðina og frammistaða okk- ar á HM ýtti aldeil- is undir það. Ég hrasaði hrapal- lega og lenti í tímabundnu rugli. í dag hef ég ekki smakkað áfengi í fimm mánuði og mér líður rosalega vel. Patrekur Jóhannesson handknattleikssnillingur er ekki að skafa utanaf hlutunum í opinskáu við- tali og veltir upp Ijótri ásýnd vel falinnar sukk- hliðar íþróttanna. (íþróttablaðið, 6. tölublað 1995.) [Ég þrælaði] í trefjaplastbátasmíð á Patreks- firði síðastliðinn vetur ... Ekki bætti úr skák að ég bjó á svoköll- uðu hættusvæði ... Mér varð því ekkert úr svefni í nokkra mánuði, sem skilaði sér í gríðarlegum þunga og drama- tík í tregafullum flutningi. Tónlistarmaðurinn Pétur Einarsson kallar sig P6 og líkaði ekki alls- kostar við veruna fyrir vestan. (Morgunblaðið, 20. desember.) Árið 1995 hefur að flestu leyti verið farsælt fyrir okkur íslendinga og ársins verður minnst sem tíma- mótaárs á mörg- um sviðum. Eimskipsmaðurínn Þorkell Sigurlaugsson fer á kostum í lofræðu sinni um „stöðugteikann". (Viðskiptablaðið, dagsett 20.-26. desember.) í [þessu sjón- varpsviðtali] lýsti Berkovsky yfir að sál hans hefði yfirgefið lík- ama hans á tón- leikum á Akureyri þegar hann var að leika verk eftir Frans Liszt. Furðulegt nokk hélt búkur- inn áfram að spila á meðan hann sjálfur sveimaði frjáls um himin- geiminn. Vikan í ummælum Tónlistarblaðamað- urinn og píanóleikar- inn Jónas Sen stendur þessa dagana í athygl- isverðri rítdeilu við Freyju Jónsdóttur sem er ekki sátt við um- mæli af ofangreindu tagi um meistara Berkovsky. (Alþýðu- blaðið, 20. desember.) Á undanförnum árum [hefur] almenningur búið við falskt flug- öryggi vegna gríðarlegrar yfir- vinnu dauðþreyttra flugumferð- arstjóra. En dæmi munu vera um flugóhöpp sem rekja má til óhóf- legrar yfirvinnu flugumferðar- stjóra. Kárí Alvarsson, varaformaður samninga- nefndar Félags íslenskra flugumferðarstjóra, er ómyrkur í máli um hina örþreyttu félaga sína sem þó stjórna og stjórna. (Tíminn, 20. des- ember.) Það er þörf á stéttarfélagi jóla- sveina til þess að endurreisa heiður Sveinka og sjá til þess að jólasveinar kunni jólalögin, geti stjórnað jólaskemmtunum og komið á framfæri undirbúnu skemmtiefni. í þessum efnum hefur orðið mikil afturför. Leiðarahöfundur hafði miklar áhyggjur af heiðri jólasveina sem nú þurfi á endurhæfingu að halda. Menn skulu ekki láta sér detta það í hug að nægilegt sé að bregða sér í búning og þá verði menn jólasvein- ar „med det samrne". (Vikublaðið, 15. desemb- er.) H a r ð f y 1 g i þeirra frænda er löngu þekkt og um það eru til margar sögur. Þegar fréttamað- ur Sjónvarps spurði hvort þeir slægjust aldrei þá svaraði Krist- ján Vilhelmsson að bragði: „Nei, því miður." Úr ítarlegri umfjöllun um baráttu akur- eyrsku Samherja- frændanna við norskan út- gerðarrísa. Bræðurnir höfðu sigur. Halda menn. (Frjáls verslun, 9. tölublað 1995.) Dvölin á Akureyri er þó ekki frumraun hans í að vera fjarri fjölskyldu sinni því í Rússlandi er tveggja ára herskylda og hann fór í herinn þegar hann var átján ára. „Það er nú ansi mikið betra að vera á Akureyri en í hernum," segir hann brosandi. „Hér eru engar byssur.“ Rússinn Alexander Korneev var fyrir árí ráð- inn þjálfarí blakliðs KA. I skemmtilegu viðtali útskýrír hann meðal annars muninn á heima- borg sinni, Murmansk, og Akureyri. (Dagur, 16. desember.)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.