Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2L DESEMBER1995 Egill Helgason, sem telur sig hafa vit á öllu milli himins ogjarðar, lagði á ráðin með krítíkerum Helgarpóstsins, skrapp í bíó og las smáaletrið í sjónvarpsdagskránni. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann þurfi ekki að örvænta úr leiðindum yfir jólin. um Mávahlátur Kristín Marja Baldursdóttir Mál og menning Minnir allnokkuð á verk Isa- bel Allende og Einars Kárason- ar, jafnvel svo að haft er á orði að hér sé komin út bók eftir Kristínu Isabel Kárason. Helsti styrkur þessarar sjávarþorps- sögu er frásagnagleðin; hér er verið að segja sögu og ekkert tóm fyrir ljóðrænar krúsidúllur og sálarlífspælingar. texta og stíl, þá er hér komin merkileg bók og nýstárleg. þýlyndi og siðblinda plægja ak- urinn fyrir gerræði Þriðja ríkis- ins. Hraunfólkið Björn Th. Björnsson Mál og menning Það reynist tvíbent hversu vel Björn þekkir söguslóðiir þegar hann segir frá langvinnu stríði blóðlítilla Þingvalla- klerka við atorkusaman hrepp- stjóra í Skógarkoti, stríði sem snýst út af illviðráðanlegum kjötsins kveikingum. Það er eins og rás atburðanna skipti minna máli fremur en sú stað- reynd að sagan gerist — þrátt fyrir allt — á Þingvöllum, og því má velta fyrir sér hvort nokkrum hefði fundist þess virði að segja slíka sögu ef sviðið hefði verið annað. jrongu Kristín Omarsdóttir Mál og menning Skemmtileg bók, full af glettni og húmor. en undir ligg- ur strengur djúprar sorgar og trega og hláturinn stöðvast í hálsi lesandans þegar minnst varir og víkur fyrir þungum kekki. Hér er leikið á alla strengi mannlegra tilfinninga og þótt það takist reyndar mis- vel og ýmsa agnúa megi finna í Hjartastaður Steinunn Sigurðardóttir Mál og menning Þótt brandaraflaumurinn í upphafi verði ansi þreytandi, dregur úr honum og margir kaflarnir eru þeir einlægustu og tærustu sem Steinunn hefur skrifað. Híbýli vindanna Böðvar Guðmundsson Mál og menning Saga sem segir frá fátækt- arbasli sem er alþekkt úr ís- lenskum bókmenntum, en ger- ir það í svo sterkum og tærum stíl að mann langar að heyra meira um söguhetjurnar Olaf fíólín og Sæunni og hvernig þeim reiðir af í Vesturheimi. Kannski má segja að Böðvar máti þarna fötin af Birni Th. Björnssyni, en þau fara honum ansi vel. Frú Bovary Gustave Flaubert Pétur Gunnarsson þýddi Bjartur Bók sem nálgast, líkt og fáar aðrar bækur, einhvers konar fullkomnun í heild sinni, en kemur líka sífellt flatt upp á lesandann með næstum ofur- mannlegu innsæi og meinlega háðskum smámyndum. Það fer illa fyrir hérumbil öllum, enda ljóst að ömurlegt bjástur sögu- persónanna hefur ekki vakið kærleiksþel hjá höfundinum. Þýðing Péturs Gunnarssonar kemur frábærlega til skila hár- nákvæmum og geirnegldum stíl Flauberts. Mefistó Klaus Mann Bríet Héðinsdóttir þýddi Ormstunga Þýskar bókmenntir hafa kannski ekki beint orð á sér fyrir að vera brakandi skemmtilegar, Þjóðverjum er víst annað betur lagið, en þetta er frábærlega fyndin og illkvittnisleg bók. Engu að síð- ur fjallar hún um mikla dauð- ans alvöru: Þýskaland nasism- ans. Klaus Mann lýsir á óvið- jafnanlegan hátt hvernig aðlög- unarhæfni mannskepnunnar, Ljóðlínuskip Sigurður Pálsson Forlagið Það er aldeilis með ólíkind- um að í áttatíu síðna ljóðabók skuli nánast ógjörningur að finna veikan punkt. Eða eins og sagt er á máli auglýsinganna: Hér er Sigurður betri en þegar hann er bestur. Þorsteinn frá Hamri Það talar í trjánum Iðunn Þorsteinn er í hópi höfuð- skálda og sjálfum sér líkur. Þó kveður við nýjan tón. Ljóðin eru meitluð og fáorð sem fyrr, málið máttugt og hljómmikið, en ljóðin eru að mörgu leyti opnari og persónulegri en áð- ur, ástin sýnilegri, treginn dýpri, gleðin heitari. Ástin ljóðlistin Paul Éluard Sigurður Pálsson þýddi Mál og menning Paul Éluard var eitthvert merkasta skáld tuttugustu ald- arinnar, súrrealisti sem var lagið að bregða upp furðulega óvæntum myndum á auð- skildu og skýru máli, ekki síst í sindrandi fallegum ástarkvæð- um. Sigurður þýðir af mikilli list. fram að klisjulegir og gatslitnir orðaleppar geri málið blæ- brigðaríkara. En hitt má svo- sem segja að ef menn vilja á annað borð hroða mál sitt orð- tökum, orðatiltækjum og máls- háttum er skárra að þeir fari rétt með og viti nokkurn veg- inn hvað þeir eru að segja. Því er þessi bók gagnleg og eins systurbók hennar, íslenskir málshættir. Á valdi örlaganna Æviminningar Sigurðar Demetz Þór Jónsson skráði Iðunn Demetz var að debútera á Scala. Svo skall stríðið á. Ljós- in slokknuðu og söngfrægðin var úti. Þá kom Demetz upp á ísland, þetta land þar sem „veður eru svo vond að allir ibúar þess eru með asma“. Hér hefur hann skilað ómetanlegu starfi sem Iærimeistari, vinur söngvara og drengur góður. Þetta er merkilegt lífshlaup þar sem leiðin liggur frá Ítalíu fasismans, um Þýskaland nas- ismans og til íslands molbú- ans. Vídalinspostilla Mál og menning Það hefur verið viðtekin skoðun að Jóni Vídalín hafi fremur verið sýnt um að hræða fólk en fræða það. En séra Gunnar Kristjánsson og Mörður Árnason hafa lesið Ví- dalin upp á nýtt og komast að því að það hafi verið rangt að telja hann dómsdagsprédíkara sem spúði eldi og brennisteini yfir söfnuð sinn, heldur hafi hann í aðra röndina verið milt yfirvald sem hafi líka flutt boð- skap um réttlæti og miskunn. Ekki beinlinis nein skemmti- lesning sem maður les í einni lotu, en mælskulistin er ósvik- in og stríð. íslensk orðtök Sölvi Sveinsson Iðunn Gamaltuggin orðtök eru frek- ar til óþurftar i máli og því mið- ur er alltof sjaldgæft að mennt- aðir íslendingar átti sig á því; í almennilegum menntastofnun- um í útlöndum er fremur varað við stöðluðu orðfæri, en hér er sífellt verið að hvetja fólk til að nota orðtök — til dæmis er rekinn áróður fyrir því á mjólk- urhyrnum — og því haldið Fegursta kirkjan á fslandi Jón Ögmundur Þormóðsson Fróði Kannski sérviskulegasta bók sem kemur út fyrir þessi jól. Jón Ögmundur er embættis- maður í ráðuneyti og hefur líka þennan brennandi áhuga á kirkjum. Hann þræðir kirkjur um allt land, tekur af þeim myndir, yrkir um þær ljóð og skrifar um þær fróðleiksgrein- ar. Ásetningur hans er að finna fegurstu kirkju á íslandi og þær eru ófáar sem koma til álita. Niðurstaðan kemur raun- ar ekki mjög á óvart, en þetta er gert af einlægum áhuga sem vekur góða kennd. Allur er var- inn góður og í bókarlok birtir höfundur gagnrýni á verk sitt — eftir séra Heimi Steinsson. Ströndin í náttúru íslands Guðmundur P. Ólafsson Mál og menning Bókagerðarmenn hnykla vöðvana, á kraftamóti bóka- gerðarinnar fara litprentuðu náttúrulífsbækurnar eftir Guð- mund P. Ólafsson einatt með sigur. Þær eru margrómaðar, viðurkenndar og verðlaunað- ar, enda bera ljósmyndirnar vott um þrotlausa ástundun en textinn er passlega alþýðlegur. Þetta er ekki bara bók, heldur líka f járfesting — og rándýr eft- ir því. Gleðifólkið KK Japis Kristján skartar sínu fínasta pússi, jafnt sem höfundur og flytjandi. Það er hvergi snögg- an blett að finna, allt fullt af svingi og góðum fílingi. Þótt legið sé yfir upptökunum er af- urðin ekki niðursoðin eins og oft vill fylgja slíkum vinnu- brögðum. Kannski er líka meira en að segja það að nið- ursjóða fílinginn úr Kristjáni; hann er eiginlega eins konar fílingur á fæti. Zebra Zebra Rymur Guðmundur Jónsson og Jens Hansson úr Sálarpoppvélinni slá nýjan og óvæntan tón og dúkka upp með plötu þar sem er ekki smellunum fyrir að fara, heldur er hún full af óvenju metnaðarfullum laga- smíðum. Músíkina flytja þeir mestanpart á hljóðgervla og hermikrákur, auk gítars og sax- ófóns, en Guðmundur sannar að hann er ekki einasta góður lagasmiður heldur lika af- bragðs söngvari. Bubbi Morthens í skugga Morthens Skífan Bubbi heiðrar minningu Hauks frænda. Einhverjum kynni kannski að finnast ástæðulaust, og jafnvel helgi- spjöll, að syngja gömlu lumm- urnar hans Hauks upp á nýtt — það fer varla neinn í fötin hans. En Bubbi gerir þetta af lofsverðri alúð, gætni og smekkvísi og gamli frændi hans gæti verið stoltur af strák. Veröld smá og stór Ásgeir Óskarsson Dreifing Japis Valinkunnur trommuleikari leggur aleinn úr vör með vand- aða plötu sem inniheldur tón- smíðar sem hafa safnast upp hjá honum í þrjátíu ár. Sjálfur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.