Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 21
bókmenntir eins og bækur En- id Blyton en í þeim bókum finnst mér vera mjög sérstæð- ur heimur.“ Skáldsagnagerð er eins og að byggja hús Áður en sagan um Guðjón kom sendirðu frá þér Ijóðabók- ina Loftræstingu, en síðan hefur ekki komið frá þér Ijóðabók... „Ég er fagidjót og var lítið við að skrifa prósa meðan ég gerði þessi ljóð en fór meira að fást við prósatexta eftir að bókin kom út og hef ekki snert á ljóðagerðinni síðan. Ég er mjög lengi að skipta um gír og er því ekkert að því. Ef ég skoða mína uppáhaldshöfunda þá eru þeir lítið í ljóðagerð. Þetta er kannski fyrst og fremst afstaðan til vinnunnar.“ Lýstu þá þinni afstöðu til uinnunnar? „Já, mér finnst erfitt að skrifa. Ég þarf að beita mig hörðu og næstum því líkam- legu afli. Þetta er ekki ósvipað því og að byggja hús. Áður fyrr var enginn maður með mönn- um nema byggja yfir sig hús minnst einu sinni á ævinni. Þar unnu menn myrkranna á milli og höfðu stöðugar fjárhags- áhyggjur. Engin stund dagsins var undanskilin hugsunum um hvern ætti að fá til að nagl- hreinsa og það þurfti að út- vega timbur. Mér finnst skáld- sagnagerð ekki ósvipuð því að byggja hús.“ Þú ert semsagt að dunda þér einn ofan í grunni? „Já, og því fleiri persónur þeim mun fleiri þræðir og erf- iðara verður að halda öllu saman. Maður er fullur efa- semda allan tímann." En oftast rís húsið, fólkið flyt- ur inn. Eða bókin klárast og kemur volg úr prentsmiðjunni? „Áður fyrr hélt ég að þetta væru bestu stundir lífsins. Að bókin kæmi úr prentsmiðjunni og yrði lesin og rædd, það yrði skrifað um hana í blöðin og maður gæti snúið sér ótrauður að næsta verki. En þetta er breytt í dag og þessi jólamark- aður getur orðið erfiður og leiðinlegur tími í aðra röndina. Þetta fer stundum út í læti og vitleysu þegar allt er gert til að etja fólki saman og fólk verður þá því reiðara ef manni mis- lukkast ekki. Sumir sem ekki hafa tækifæri til að hnýta í mann dagsdaglega fara að gera það eftir allskyns krókaleiðum, og taka þá upp hjá sjálfum sér að ákveða í blaðagrein hvað eru bestu bækurnar það árið og hefur mann ekki með og allskyns aðrar vinsældakosn- ingar dúkka upp. Eða þá að það hrósar einhverjum í hás- tert og bætir svo við: „Þetta er nú eitthvað annað en drengja- sögurnar." Dimmrödduð börn í yfir- lætistón Tekurðu bókmenntagagnrýni nœrri þér? „Já, kannski eitt augnablik, svo er það rokið út í veður og vind. Enda á ég í það heila tek- ið ekkert sökótt við gagnrýn- endur. En það getur verið þreytandi þegar fólk sem er í nöp við mann persónulega af einhverjum ástæðum er að setja sig í slíkar stellingar. Og maður les það strax ef það vill aðeins svekkingar. Gagnrýn- endur ættu að forðast að vera á persónulegum nótum. Þessi besserwisser-tónn sem þeir sem hafa lítið vit á hlutunum temja sér helst í gagnrýni á það til að fara í taugarnar á mér. Það er jafnvel stundum hlægilegt þegar dimmraddað barn dúkkar upp á einhverjum fjölmiðli og fer að segja þraut- reyndum höfundum fyrir verk- um í yfirlætistón — þótt það hafi kannski náð sér í BA-próf í Háskóla íslands. Maður les jafnvel dóma eftir illa stílandi ungmenni þar sem þau skrifa í þreytu- og lífsleiðatón um hvað íslenskir höfundar eigi margt ólært í skáldsagnagerð en sjálf hafa þau aldrei skrifað neitt eða unnið neitt til þess að einum einasta manni detti í hug að þau viti eitthvað um bókmenntir. Þeir sem fjalla um bókmenntir eiga að vera átor- ítet og maður hefur áhuga á að heyra frá þeim sem maður treystir til að hafa skilning á hlutunum. Þeir sem fjalla um fótbolta eru oftast gamlir leik- menn eða þjálfarar. Það dettur engum í hug að fara á næsta elliheimili og biðja gamla konu þar að fjalla um íslandsmeist- arakeppnina í fótbolta. Eins vil ég frekar vita hvað Helga Hálf- danarsyni finnst um þýðingar erlendra verka en einhverjum skólakrakka." Bannsungin með formælingum En hefurðu einhvern tímann fengið svohljóðandi ritdóm: „Hér hvílirEinarKárason rithöf- undur. Blessuð sé minning hans en betur vœri ef hann hefði aldrei sett hugsanir stnar á blað“? „Nei, aldrei.“ Ég bara spyr. Slíkir dómar eru komnir í tísku —, þó eru þerap- istarnir að taka við. Þeir ætla að bjarga vondu skáldunum og koma þeim á drykkjumanna- hœli eða í hormónameðferð. Það eru einkum Ijóðskáldin sem fá flengingu með þeim vendinum. „Gagnrýnendur fara gjarnan í föður- eða móðurlegar stell- ingar gagnvart ungum og veik- burða höfundum og hrósa þeim þá stundum af gæsku sinni meira en efni standa til. Komi hinsvegar sjóaðir höf- undar sem hafa sýnt að þeir brotna ekki undan mótlæti — ég tala nú ekki um ef þeir hafa unnið sér það til óhelgi að njóta velgengni — þá telja sömu gagnrýnendur það skyldu sína að þefa uppi allar misfellur. Dæmi um þetta er nýlegur dómur sem ég las í Al- þýðublaðinu um ljóðabók Ein- ars Más Guðmundssonar sem var hreinlega bannsungin með hinum svakalegustu formæl- ingum. Þarna átti að taka verð- launahöfundinn af lífi. Það þarf að vera svíng í texta, fólk finn- ur ekki alltaf músíkina; hvort það er póesía á ferðinni. Þeir sem eru ekki handgengnir bók- menntunum á þann hátt eru varla marktækir. Á móti kemur að það er áskorun fyrir gagn- rýnendur að skrifa sig inn í bókmenntasöguna, bæði hvað það varðar að uppgötva skáld- skap og sömuleiðis að vera í sporum barnsins í sögunni sem kvað upp úr með að keis- arinn væri ekki í neinum föt- um.“ Samkvæmt kenningu Guð- bergs um keisarann kemur barnið jafnan auga á hið aug- ljósa og skirrist ekki við að hrópa það uppi. Það sem býr undir er aðeins fáum gefið að sjá. „Hvað var í rauninni rangt við að keisarinn væri ber?“ Skáldskapurinn er jú nakinn gagnvart lesandanum en les- andinn að sama skapi stund- um með hjálm og hlífðargler- augu andspænis skáldskapn- um. Þeim hefur ekki verið boðið sæti Nú eru flestum í fersku minni átökin þegar þú fórst frá sem formaður Rithöfundasambands- ins og studdir Sigurð Pálsson sem eftirmann þinn. Þá reis upp sauðalit hjörð jafnaðarmanna á sviði skáldskapar og vildi jafna skiptingu verðlauna, starfs- launa og annarra rithöfundag- œða og þú brást við með þvf meðal annars að vitna í Thor Vilhjálmsson og tala um „skrif- andi" höfunda og „óskrifandi" höfunda. Um daginn sá ég blaðagrein eftir þig þar sem þú hrósaðir því hvað íslensk bóka- útgáfa vœri afkastamikil. Manni flýgur í hug setning úr skáldsögu eftir Pétur Gunnarsson um að fremsti bekkur fslenskra rithöf- unda væri annað hvort óheyri- lega langur og þéttskipaður eða þá að höfundarnir sœtu hver undir öðrum... „Það er okkar styrkur og gæfa að það er mikið til af góð- um höfundum sem eru að skrifa í dag og ef einum tekst vel upp er það hvatning fyrir hina. Bókmenntirnar rísa og hníga í bylgjum og síðustu tíu til fimmtán árin hefur verið jöfn og góð stígandi. Þú nefnir að fremsta röð höfunda sé þétt setin, en þar eru þó kannski ekki nema 30 til 40 manns sem fólk þekkir sem starfandi nú- tímahöfunda. Það eru margir fleiri sem vildu gjarnan komast á þennan bekk en hefur aldrei verið boðið sæti. Á einum stað eiga þeir hinsvegar nákvæm- lega jafn mikinn rétt og aðrir höfundar frægir sem ófrægir, það er í Rithöfundasamband- inu. Þangað koma menn með fullgild skírteini sem þrátt fyrir góða viðleitni eru aldrei taldir með. Skírteinin sanna að þeir eigi þangað erindi og kannski er skiljanlegt að þeir noti þennan vettvang til að gera sig gildandi í þessu göfuga fagi. Það voru mistök að Sigurður skyldi falla í þessum kosning- um því hann hefði getað af- stýrt miklu klúðri.“ Vinsældir hjá edrú og vinnusömum þjóoum Nú hafa bækurnar þínar notið vinsœtda erlendis ekki sfst f Danmörku þar sem þú bjóst sem ungur maður. Varðstu fyrir áhrifum af dönskum bókmennt- um? „Nei og mér hefur lengst af þótt danskar nútímabók- menntir heldur lítið spenn- andi. Bækurnar mínar hafa reyndar notið mestrar vel- gengi í Svíþjóð og Þýskalandi og ég hef stundum velt því fyr- ir mér hvernig á því standi að þær gangi jafn vel í svona edrú og vinnusamar þjóðir eins og Svía og Þjóðverja. Þeir sjá kannski í þessu annað og meira en blasir við augum ís- lenskra lesenda." Heldurðu að sú aðferð þfn að sœkja efnivið bóka þinna í ís- lenskt nútfmasamfélag og draga fram ýmislegt klúður hafi hreyft einhverjar viðkvœmar taugar í íslendingum? „Það má vel vera, ég hafði það sérstaklega á tilfinning- unni með Kvikasilfur að menn létu þessar hliðstæður úr sam- tímaveruleika trufla sig.“ Yggdrasill eða ScaniaVabis Hvar finnst þér íslenskar bók- menntir standa í samfélagi nor- rœnna bókmennta? „Það er erfitt að tala um þá hluti án þess að fara út í ein- hverjar klisjur. En það hefur verið í tísku á undanförnum ár- um að leita eftir norrænum sagnastíl og þá nefnir fólk gjarnan hluti eins og húmor og tærleika íslendingasagnanna. Á árunum um og eftir 1970 sóttist bókmenntamarkaður heimsins eftir einhverju suð- rænu þar sem litadýrð, hiti og lykt voru í hávegum höfð ásamt frumskógarmistri og skorkvikindatísti. Margir höfðu á tilfinningunni að þetta myndi snúast 180 gráður og menn færu að leita að and- stæðunni, kaldri og skýrri heimskautastemmningu. Ég man eftir því að fyrir tíu árum var þessi skoðun viðruð á fundi með ungum norrænum höfundum og þá var það haft á orði að bók um grænlenskan mann með frumstæðan nátt- úruskilning og tærleika ætti eftir að taka sæti Hundrað ára einsemdar á metsölulistunum. Peter Hoeg var hinsvegar svo klár að sjá að auðvitað hlaut þessi grænlenski frummaður að vera kona og kom fram með sína Smillu í bókinni Lesið í snjóinn. Einhvern tímann komu fram þær hugmyndir að stofna tímarit um norrænan skáldskap en ég var ekki spenntur fyrir þeirri hugmynd. Það var borin upp sú tillaga að skýra tímaritið Yggdrasil en ég sagði að þetta væri nú hin aumasta klisja. Þetta hljómaði eins og bæklingur frá Norrænu ráðherranefndinni. Mér var þá sagt að finna nafnið bara sjálf- ur ef ég þættist svona klár og ég fékk til þess nokkrar sek- úndur og bar fram tillöguna Scania Vabis.“ Semer hvað? „Það eiga allir að vita. Þetta eru sænskir vörubílar og hvert mannsbarn á að vita það.“ Nújá, en tímaritið, hvar er það? „Það varð sem betur fer ekk- ert af því enda er það alþekkt staðreynd að margar góðar hugmyndir hafa koðnað niður í eitt nýstofnað tímarit." Einar og mafían En nú höfum við ekkert rætt leikritið sem ég sá nú reyndar á œfingu í gœr og skemmti mér vel yfir. En þú vilt kannski upp- lýsa hvernig vill til að íslenska mafían er stigin á leiksvið og hver tengsl þín eru við mafí- una? „Þetta er leikrit sem ég skrif- aði ásamt Kjartani Ragnars- syni og byggist á persónum í bókum mínum um Killian-fjöl- skylduna. Kveikjan að þeim bókum var reyndar hugmynd um barn sem er alið upp í miklu öryggi en aðstæðurnar gera það að verkum að öllu er kippt undan fótum þess. Þetta var nú upphaflega hugmyndin og meðvitað treindi ég mér að láta stórviðburði gerast í bók- inni Heimskra manna ráðum en í seinni bókinni, Kvikasilfri, taka aðstæðurnar völdin en þá voru margir búnir að ráða af fyrri bókinni að þetta væri gamansaga um frekar hvers- dagslega tilveru. Kjartan Ragn- arsson hafði hinsvegar þessa sömu tilfinningu fyrir bókun- um og ég þegar við gerðum leikritið og okkur fannst nafnið vel við hæfi þar sem klímaxinn tengist þessari meintu glæpa- starfsemi Killian-fjölskyldunn- ar. Að öðru leyti en hvað varð- ar persónurnar í bókunum, þeirra hugmyndir, talsmáta og útgeislun og þessa hugmynd, er leikritið sjálfstætt verk.“ Kvikmynd og tvö leikrit Nú verður kvikmyndin um Djöflaeyjuna frumsýnd nœsta haust en ertu með aðra bók í smíðum? „Já, reyndar, en hún er ekki komin á það stig að ég geti tal- að um hana. Hinsvegar mun Leikfélag Akureyrar frumsýna nýtt leikrit eftir okkur Kjartan Ragnarsson í mars.“ Um hvað fjallarþað? „Leikritið gerist í sjávar- plássi úti á landi og fjallar um ólíkar manngerðir sem takast á. Annað verður bara að koma í ljós.“ Eigum við þá nokkuð eftir órœtt í þessu viðtali? „Nei, ætli það. Á ég ekki bara að þakka fyrir mig?“ Jslenska mafían mun stíga á stokk þann 28 desember og afhjúpa sig frammi fyrir alþjóð. Pessi illrœmda fjölskylda sem uílarekki fyrirsérmorð og eiturlyfjasölu, hefur aðsetur í bílaporti Frama, hinni sakleysislegu partasölu sem á skömmum tíma byggði upp œuintýralegt ueldi kringum eigendur sína“. „Þetta fer út í tóm læti og vitleysu út í gegn þegar farið er að að etja fólki saman og þetta fólk verður því reið- ara ef manni mislukkast ekki. Fólk sem ekki hefur tækifæri til að hnýta í mann dagsdaglega fer að gera það eft- ir allskyns krókaleiðum."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.