Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 6
6 1 ÆSS HMIVmJDAGUR 2L DESEMBER1995 Framsóknarþingmaðurinn Guðni Ágústsson er einn umtalaðasti stjórnmálamaður landsins. í samtali við Stefán Hrafn Hagalín ber Guðni alfarið af sér ásakanir um útlendingaandúð og rekur síðan skoðanir sínar sem sýnast frekar passa inní stefnuskrá Alþýðuflokksins en Framsóknarflokksins - enda segist maðurinn vera jafnaðarmaður að upplagi... förnum árum og mun halda því áfram hvað innlendar vörur varðar. Það liggur meðal annars í eðli búvörusamningsins. Þessi um- ræða hefur verið afvegafærð. Ég hef stundum bent á að steikin sé ekki á hærra verði hér en annarsstaðar í Evrópu, en rauðvínið og bjórinn hins- vegar á margföldu verði miðað við það þar. En enginn kærir sig um að taia um það. Það er ríkjandi siður hér að sækja allt- af að landbúnaðinum og segja hann verst rekinn af öllum. Það er að sjálfsögðu rangt. Þegar við skoðum ríkisfjármál- in — ég er til að mynda að koma af fundi heilbrigðis- og trygginganefndar þarsem menn þurfa að standa í alls- konar djöfulskap — þá sjáum við það glögglega, að eini sparnaðurinn í ríkisútgjöldum á síðari árum liggur í því að menn hafa skorið framlög til landbúnaðar niður við trog. Bændur hafa þurft að herða sínar sultarólar og takast á við nýja tíma í miklu meiri mæli en aðrar stéttir. Ég vil þó taka fram að ég er ekki bóndi og hef aldrei verið. Ég tel mér einfald- lega vera skylt sem þjóðfélags- þegni og þingmanni að styðja Í>ennan annan aðalatvinnuveg slendinga. Við værum illa stödd ef við færum að flytja þessar vörur allar inn — einsog mér sýnist reyndar að ýmis öfl vilji gera. Þá fyrst myndi atvinnuleysið magn- ast.“ Það er ekki hægt að sporna við Jjví að svæði leggist í eyði Við heyrum í síauknum mceli fregnir af byggðum sem eru að fara í eyði. Bœndur verða sérstaklega hart úti í þessum efnum. Er þetta eitthvað sem hœgt er að sporna við að þínu mati? „Byggðin í landinu hefur ver- ið að breytast frá upphafi land- náms og með hverri öld tekið miklum stakkaskiptum. Stund- um fjölgar og stundum fækkar, en vissulega sjáum við nú sí- fellt fleiri staði þar sem byggð er að fara í eyði og það er mjög erfitt að bregðast við því. Til dæmis er ung kynslóð í upp- eldi sem hreinlega vill ekki vera á þessum stöðum. Unga fólkið sér ekki möguleikana í því að búa þarna. Og við þessu getum við í rauninni ekkert gert. Ekki getum við bundið fólkið eða njörvað niður... En að sjálfsögðu saknar maður svona byggðarlaga og þessi dæmi sem við horfum uppá í dag eru ekki góð. Menn eru þarna að hverfa frá nýtingu á verðmætri auðlind. En vand- séðar eru leiðirnar og úrræðin til að koma í veg fyrir þær breytingar sem nú eiga sér stað.“ Stefnufestan er bæði veikleiki og styrkleiki Halldórs Asgrimssonar Að loknum alþingiskosning- um síðastliðið vor myndaði Framsóknarflokkurinn ríkis- stjóm sem hefur verið núið því um nasir að vera stjórn stöðn- unar og lognmulluleiðinda. Af- hverju völduð þið þessa leið? „Það var náttúrlega ekki möguleiki að fara í stjórn með fjórum eða fimm flokkum — og þar innanum eru sprengifram- boð sem eru að deyja út — við þær aðstæður sem eru ríkjandi í þjóðfélaginu. Við hefðum á villigötum? Ég er ósáttur við kvóta- kerfið: Bændur eru menn frelsis Kosningasigur Framsóknar- flokksins síðastliðið vor vannst að miklu leyti með nýrri ímynd- arvinnu — Framsókn sýndist loksins komin á mölina. Ertu sáttur við þá þróun? „Framsóknarflokkurinn er al- mennilegur flokkur sem á heima jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Það er ein þjóð sem byggir þetta land og ekkert stjórnmálaafl verður hér sterkt án góðrar stöðu um land allt. Framsóknarflokkurinn hefur gegnum tíðina staðið með dreifbýli og landbúnaði og fyr- ir vikið orðið fyrir ómaklegum árásum frá höfuðborgarsvæð- inu, eða öflum þarv Eins held ég að erfið staða SÍS og afleit ímynd hafi skaðað flokkinn á níunda áratugnum — ekki síst hér á suðvesturhorninu. Þaraf- leiðandi hlýt ég að gleðjast innilega yfir því að Framsókn- arflokkurinn sé orðinn næst- stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík og á Reykjanesi." En er búnaðarforinginn ham- ingjusamur með hvernig ríkis- valdið býr um þessar mundir að landbúnaðinum? „Auðvitað er ég ekki sáttur við stöðu landbúnaðarins. Bændur eru að ganga gegnum miklar hremmingar og á alvar- legri hátt en nokkur önnur stétt. Ég held hinsvegar að nýr búvörusamningur muni breyta stöðunni mikið. Ég var aldrei sáttur við það sem gerðist þeg- ar þrengingarnar tóku að ganga yfir bændur og kvóta- kerfinu var komið á sem nauð- vörn og hefði þurft fyrir löngu að afnema það. Bændur eru í eðli sínu menn frelsis. Þeir njóta sín ekki í fjötrum. Kvóta- kerfið hefur reynst mönnum mjög erfitt og búvörusamning- urinn gefur mönnum færi á að vinna sig útúr því og sjá aðra möguleika sem eru hér fyrir hendi. Þetta snýst nefnilega ekki bara um ær og kýr því bændur landsins eru náttúr- lega lykillinn að margri annarri atvinnuuppbyggingu. Þar get- um við tekið ferðaþjónustuna sem dæmi. Bændur eru stærstu aðilarnir á því sviði. „Loðdýra- og fiskeldið eru dæmi um tvennskonar mistök. í fiskeldinu voru öll sterkustu öfl og helstu fjármálamenn ís- lands á ferðinni. Og þetta lið hálsbraut sig í málinu vegna þess, að það var algjörlega far- ið offari og engum lögmálum hlítt um eðlilega þróun. Það var bara anað áfram. Loðdýra- ræktin er síðan annað mál. Henni var ætlað í bráðræði að leysa vanda sauðfjárræktar- innar. Og eftir að miklar hvatn- víg frjálsrœði í landbúnaðar- málum. Hverju viltu svara þessu til? „Útgjöld fólks vegna mat- vörukaupa eru aðeins um átta prósent af heildarútgjöldum á heimili blessaðrar vísitölufjöl- skyldunnar. Og hér á landi eru landbúnaðarvörur bara alls ekki á ósvipuðu verði og geng- ur og gerist í Danmörku, Noregi og víðar. Matvöru- kostnaður hefur vitaskuld snarlækkað hér á undan- Ihuga undirritaðs er Guðni Ágústsson, alþingismað- ur Framsóknarflokksins á Suðurlandi, erkitýpa af „gamaldags“ framsóknarmanni. Maðurinn er sonur alþingismanns, einn af sextán systkinum og alinn upp í dreifbýli. Menntaður í sveit og útskrifaður sem búfræð- ingur. Var formaður ungmennafélags, sat í stjórn SUF og endaði á Alþingi. Er í bankaráði Búnaðarbankans og gegnir embættum í Bændahöllinni. Öllu dæmigerðara verður það ekki. Aukþess er hann ekki ýkja málglaður, hefur þungt og alvarlegt yfirbragð og dimman og hæg- an talanda í samræmi við það. — Undanfarna mánuði hefur Guðni Ágústsson skipað öruggan sess sem einn af umtöluðustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar, en það kemur ekki allt til af góðu því hann hefur sérstaklega staðið í ströngu vegna ásakana um óvild í garð nýbúa, litaðra og flóttamanna. Helgarpósturinn ræddi við Guðna í rólegheitunum og komst meðal annars að því að hann er sannfærður jafnaðarmaður að upplagi. Og Guðni er þarað auki með ansi kratískar skoðanir í mörgum málum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Lítum á nokkrar af þeim meiningum hans sem hljóta að teljast í óhefðbundnari kantinum fyrir skoðanaflóru Fram- sóknarflokksins: Kvótakerfið í landbúnaði er vont kerfi sem þarf að frelsa bændur frá; bráðræðismistök voru gerð með loðdýra- og fiskeldi; staða og ímynd SÍS skað- aði Framsóknarflokkinn; endurskoðunar er þörf á hættulegu fiskveiðakerfinu; örfáir sægreifar mega ekki eignast auðlindina, markaðurinn á að ráða sér sjálfur; fyrirgreiðslu á ekki að hátta þannig, að menn gangi um með vasa fulla af skattpeningum borgaranna og dreifi í allar áttir; átthagafjötrar virka ekki og trauðla er hægt að koma í veg fyrir þá þróun að sífellt fleiri svæði legg- ist í eyði; kosninga- og kjördæmafyrirkomulagið verður að endurskoða; flokkaskipan á Islandi er óeðlileg; hér á að vera stór jafnaðarmannaflokkur ásamt Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki (sem er alltof stór); stefnu- festan er bæði mesti styrkleiki og veikleiki Halldórs Ás- grímssonar... Þarfnast málið frekari sannana við? Og það gildir hvort sem við lít- um útá land eða hingað til Reykjavíkur þarsem bændur eiga meðal annars Hótel Sögu og Hótel ísland. Bændur veita þéttbýlisbúum bæði afþrey- ingu og þjónustu. Þeir eru varðveislumenn auðlindanna og ferðaþjónustan er næst- stærsti skapandi gjaldeyris í landinu. Við þurfum að forða þjóðinni og bændum frá þess- ari rugluðu umræðu um land- búnaðinn og líta á málið í heild sinni. Ég held að þéttbýlisbúar séu mér flestir alveg sammála um það.“ Loðdýra- og fiskeldið mistök & matvaran mun áfram lækka Er ekki loðdýra- og fiskeldið á síðasta áratug klárt dœmi um misheppnuð ríkisafskipti líktog ferðaþjónusta bœnda sannar ágœtlega hvernig menn bjarga sér þegar þeir fá að vera í friði fyrir forræðistilhneigingum stjórnvalda? ingar höfðu verið uppi lentu menn á endanum í sömu gryfjunni og í fisk- eldinu. Það átti að græða og græða og alltof hratt farið. Þessi mistök eru ein- faldlega til að varast. Ég er þeirrar skoðun- ar að markaðurinn eigi að mestu leyti að fá að ráða sér sjálfur. Við eigum ekki að halda okkur við kerfi sem helst lfkjast því sovéska á sínum tíma. Og fyrir- greiðslu á ekki að hátta þannig, að menn gangi um með vasa fulla af skattpeningum borgar- anna og dreifi í allar áttir.“ Matvöruinnkaup eru einn stœrsti útgjaldaliður heimil- anna og Framsóknarflokkn- um lengi verið legið á hálsi fyrir að halda hér uppi mat- vöruverði með stefnu sem sé neytendafjandsamleg og and-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.