Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 12
12 FIMIVrTUDAGUR 21. DESEMBER1995 Forsetaframbjóðandi vikunnar Haliur Hallsson, bókaút- gefandí og fyrrverandi fréttahaukur, hefur alia takta sem til þarf í forsetaembætt-' ið. Hver man ekki eftir hon- um á Stöð 2 þar sem hann talaði af mikiili einlægni til þjóðarinnar; lágróma en ákveðinn með sannleikann að leiðarljósí. Hann skilur þjóðina og ekki verður betur séð en sá skilningur sé full- komlega gagnkvæmur. Bókin efst á söluiistum er til vitnis um að hann skilur miklu bet- ur en nokkur annar að konur eru frá venus en karlar frá mars. Hann veit til dæmis að þegar kona segist vera svöng þá þýðir það að hana langi til að eiginmaðurinn bjóði sér út borða. Ef hann skilur kon- ur er honum í lófa lagið að skilja hið mismunandi merkjakerfi ólíkra menning- arheima. Hall upp á forsetastall! Tvífarar vikunnar eru Gennadí Zúganov, leiðtogi rúss- neskra kommúnista og ótvíræður sigurvegari nýafstað- inna kosninga þar í landi, og Friðbert Pálsson, leiðtogi Há- skólabíós. Það er margt líkt með skyldum þótt máske yfir- sjáist mörgum það svona í fyrstu. Zúganov segir það eitt af forgangsmálum kommúnista að reka utanríkisráðherrann, sem er að þeirra mati alltof hallur undir vestræn ríki: slíkt auðvitað ekkert annað en spilling í kokkabók kommúnista. Rak Friðbert ekki einmitt útvörð, það er að segja dyravörð, sinn til margra ára vegna meintrar spillingar? Ólíkt Genn- adí er Friðbert þó áhugamaður — að minnsta kosti um vestræna kvikmyndamenningu. Það breytir hins vegar ekki því, að þeir félagar halda óneitanlega um svipuð al- ræðisbatterí: Rússneska kommúnistaflokkinn og Háskóla- bíó. Og svo eru það auðvitað bindið, brosið og hárið... Sjúkdómar og sori hversdagsleikans í Kaffileikhúsinu Þeir félagar Jón Gnarr og Siguijón Kjartansson hafa ákveðið að endurtaka í eitt skipti til viðbótar „uppistands- grín“ sitt í Kaffileikhúsinu og hefur kvöldið föstudaginn 22. desember verið fastsett til uppákomunnar. Sýningin hef- ur fengið alveg hreint ljómandi viðtökur og svosem ætla mátti af dúettnum hefur hún komið ýmsum í opna skjöldu. Jón og Sigurjón hafa annars getið sér gott orð fyrir þættina Heims- enda á Rás 2 og sýnt glæsileg tilþrif í hinum ómissandi smá- þáttum sínum Hegðun, atferli, framkoma sem Dagsljósið hef- ur hýst um nokkurt skeið. „Kærkomið mótvægi við snyrtipinnann Heiðar og dúkk- una Onnu með útlitið sitt,“ hafði gjörkunnugur á orði. í sýningunni í Kaffileikhúsi Ásu Richardsdóttur í Hlaðvarpan- um er boðið uppá ýmsar mið- ur velhljómandi kræsingar: þeir félagar velta sér uppúr sora hversdagslífsins, tala fjálglega um kynni sín af fræga fólkinu og þotuliðinu og baða sig uppúr ógeðfelldum sjúk- dómum og guðlasti af ýmsum toga. Það er vissara að mæta tímanlega því sýningin hefst stundvíslega klukkan 22:00 og á undan er matur að hætti hússins. Leiðrétting vegna rangrar setningar á Ijóði eftir Þorstein frá Hamri i ritdómi 14. desember 1995. Utskúfun Margt sem þér fannst í meira lagi heimaríkt framseldir þú í hendur faríseum og æðstu prestum - en það glóði við glugg þinn að morgni! Það bregður áfram draumkenndu ljósi yfir dag þinn! Því rignir í koll þér öll kvöld! Það talar í trjánum! Og skefur um síðir í skafl yfir þitt hinzta var. una hér, leikmyndin er hönnuð frá grunni og svo framvegis. En kannski má segja að þessi upp- færsla sé að einhverju leyti framhald af þeirri í Finnlandi.“ Annað sem vekur athygli við sýninguna er að í henni er Don Juan eldri en að minnsta kosti ungar konur eiga að venjast, auk þess sem tvær leikkonur skipta með sér hverju kven- hlutverki þótt ekki séu þau stór í sniðum, að minnsta kosti ekki í samanburði við Don Ju- an, sem leikinn er af Jóhanni Sigurðarsyni, og þjón hans Saganarelle, sem Sigurður Sig- utjónsson leikur. Á þessu kann Ásdís skýringu: „Með Jóhann sem Don Juan hefur Rimas valið að gera hann eldri og leggur áherslu á ákveðin kaflaskipti í lífi manns sem orðinn er rúmlega fertug- ur. Þetta er saga um mann sem lítur um öxl og veltir fyrir sér hvaða vald himneskt eða jarð- neskt er þess umkomið að dæma hann fyrir þær syndir sem hann hefur drýgt. Don Ju- an og þjóni hans Saganarelle er stillt upp sem andstæðum pólum. Saganarelle er leikhús- ið á meðan Don Juan er and- leikhúsið. Saganarelle er full- trúi þeirra sem trúa á him- neskt vald þegar Don Juan ef- ast um tilvist þess. Don Juan ferst, en það sem bjargar Sag- anarelle er sá eiginleiki hans að aðlagast þeim siðferðislög- málum sem samfélagið krefst af honum sem kristinni mann- eskju. Samfélagið losar sig hins vegar við hina sem ekki falla undir kristin gildi og kem- ur á jafnvægi þess með fram- komu sinni, lífgildi og glæp- um.“ Hvað það varðar, að tvær leikkonur séu um hvert hlut- verk, segir Ásdís það einfald- lega komið til af miklum áhuga á að taka þátt í vinnunni með Rimasi. „Við ákváðum ekkert að vera að horfa í það þótt hlutverkin væru lítil. Það er þetta ferli sem er spennandi; að fá að vera með, ekki endi- lega niðurstaðan, „ segir Ásdís sem að þessari meðtalinni hef- ur unnið við tíu leiksýningar, þótt enn sé hún vel innan við þrítugt. Ásdís nam einmitt í Rússlandi, sem kemur sér eðli- lega vel í aðstoðinni við Rimas og félaga. Svo skemmtilega vill líka til að Rimas og Ásdís sóttu tíma hjá sama kennaranum í Moskvu. En svo við snúum okkur aft- ur að elskhuganum fræga, hver er skýringin á því að hann hefur lifað svo lengi í leikriti Moliéres sem frumsýnt var ár- ið 1666 í París? „Þetta er eitt af þeim verkum Moliéres sem eru hvað opnust í túlkun og býður upp á ótelj- andi möguleika. Við vorum einmitt að ræða það hversu gaman er að fara yfir sögu sýn- inganna á þessu verki: Á tutt- ugustu öldinni hafa allir fræg- ustu leikstjórar Evrópu tekið þetta verk fyrir, bæði í leikhús- um og kvikmyndum, og hefur hver sína sérstöku túlkun." En svona fyrir þá sem ekki vita nær persóna Dons Juans langt út fyrir verk Moliéres. Burtséð frá því, eins og Ásdís gat hér að ofan, að öll séum við litlir „Donar“ í okkur, var það munkurinn Triso de Molina sem skapaði fyrstur þessa ódauðlegu persónu í verki sínu Flagarinn frá Sevilla og stein- gesturinn árið 1630. Leikrit þetta varð geysivinsælt en þó varð aðalpersónan enn vin- sælli og margir urðu til þess að smíða Ieikrit utan um hann all- ar götur síðan. Má þar nefna Don Giovanni í samnefndri óperu Mozarts, sem er í augum margra hinn eini sanni Don Ju- an. Ingvar Sigurðsson leikari, í aðalsbúningi í anda barokktímans sem Vytauas Narbutas hannaði sérstaklega fyrir sýninguna, ásamt Sigurði Sigur- jónssyni sem leikur þjón Don Juans. Mesti elskhugi allra tíma, Don Juan, birtist á fjölum Þjóðleikhússins á annan dag jóla í uppfærslu litháensku snillinganna sem settu þar upp verðlaunastykkið Mávinn fyrir tveimur árum. Guðrún Kristjánsdóttir svalaði forvitni sinni í samtali við aðstoðarleikstjóra þeirra og túlk, Ásdísi Þórhallsdóttur. Flagarinn frá Sevilla Síðast var það Fávitinn, nú Don Juan og í millitíð- inni Fernando Krapp í Sönnum karlmanni. Allir helstu kvennamenn leikbókmennt- anna á einu ári í Þjóðleikhús- inu fá mann óneitanlega til að ætla að tími kvennabósanna sé í algleymingi. Því neitar Ásdís Þórhallsdóttir, túlkur og að- stoðarleikstjóri hins lithá- enska leikstjóra Rimas Tumin- as, alfarið, — að minnsta kosti er varðar þessa nýju upp- færslu á 17. aldar verki Moliéres. „Þarna er ekki verið að feta þessa klassísku leið og draga upp þá mynd sem við höfum af Don Juan sem kvennagulli og gleðimanni, heldur er fyrst og fremst verið að draga upp mynd af manni sem hefur stóra sál...!“ ... og lœtur undan hvötum sínum? „Já eins og hvert okkar. Ætli það sé ekki Don Juan í okkur öllum." Þetta eru orð Ásdísar, sem í annað sinn á tveimur árum fær tækifæri til þess að vinna með þremenningunum Rimas Tum- inas leikstjóra, Vytautas Nar- butas leikmynda- og búninga- hönnuði og Faustas Narbutas tónlistar- stjóra. Það er skemmst frá því að segja að sýn- ing þeirra Mávurinn eft- ir Tjékov var lofuð í hástert og fengu þeir meðal annars Menning- arverðlaun DV fyrir. Ásdís segist ekki í vafa um að sýningin nú verði jafnsterk og sú fyrri. „Þegar farið er út að ystu mörkum og spurt stórra spurninga þarf mikinn kraft sem ég veit að á eftir að skila sér í sýningunni. Ég held að sýningin li verði í senn sterk og hrein. Og svo er leikmyndin listaverk út af fyrir sig. Það er ekki oft á íslandi sem maður sér eitthvað í líkingu við það sem Vytautas er að gera.“ Búningarnir eru hins vegar í barrokkstíl — að minnsta kosti þeir sem aðallinn klæðist — en hvað með tónlistina? „Þó að þessir snillingar hafi þegar sett upp Don Juan í Vasa í Finn- landi er þessi sýning alveg ný. Þar á meðal er tónlist sérstak- lega frumsamin fyrir uppfærsl- Ásdís Þórhallsdóttir leiðbeinir hér einum mesta „flagara" allra tíma sem Jóhann Sigurðarson leik- ur. „AEtli það sé ekki Don Juan í okkur öllum,“ segir Ásdís, sem er aðstoðarleikstjóri og túlkur lit- háensku þremenninganna. Myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.