Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 28
28 HMMTUDAGUR ZL DESEMBER1995 Spariföt á Stein Steinn Steinarr Ævi og skoðanir Vaka/Helgafell ★★ „Þessiyfirborðskennda mœrð hœfirSteini sérdeilis illa, enda uarhann einhuer minnst hátíðlegi maður sem ísland hefuralið, orðhákur, bóhem, kuikindi í aðra röndina. “ Stjömugjöf Hvítur ísbjörn isak Haröarson Forlagið 1995 ★★ í bókinni er því miður lítið um slík listræn átök við ljóðform- ið sem maður býst við af ein- um af meisturum ljóðlistarinn- ar. En það yljar manni samt að heyra frá skáldinu. (BG) íslenskar tilvitnanir Hannes Hólmsteinn Gissurarson Almenna bókafélagið ★ ★ Ljóst er að bók sem þessi get- ur hæglega orðið dægradvöl pedantsins á löngum vetrar- kvöldum. Þetta er jólabók last- arans. (ÞE) Letrað í vindinn — Þúsund kossar Helgi Ingólfsson Mál og menning ★ ★ Staðgóð þekking á sögulegum bakgrunni kemur ekki í veg fyrir að frásögnin verði á köfl- um í anda gamaldags ævin- týrabókar fyrir drengi. Stund- um á maður jafnvel von á að Charlton Heston stigi fram á sjónarsviðið í fullum herklæð- um. (ÞE) Ég skrifaði mig inn í tukthúsið Endurminningar Valdimars Jóhannssonar Gylfi Gröndal skráöi Forlagið ★★ Gylfi virðist jafnan vinna undir þeim merkjum að vera varkár við viðmælendur sína og sýna enga frekju. Það er ekki laust við að maður sé hálfsvekktur í bókarlok að hafa ekki fengið að komast nær svo áhuga- verðum manni. (BG) Þriðja ástin Nina Björk Árnadóttir Iðunn ★ Lengst af er stíllinn einfaldur og barnalegur án nokkurra töfra. Og kynlífslýsingarnar eru með þeim pínlegustu sem sést hafa í íslenskri bók. (FB) í auga óreiðunnar Einar Már Guömundsson ★ Hæfileiki Einas Más til ljóða- gerðar virðist vera í sorglegri rénun. Við verðum bara að vona að hann snúi sér sem fyrst aftur að sagnaritun. (FB) Vetrareldur Friörik Erlingsson ★ Yfir allt saman er svo stráð slíkri tilfinningasemi og væmni að maður bara roðnar fyrir höfundarins hönd og er gráti nær yfir slíkri sóun á greinileg- um hæfileikum til skrifta. Eftir Benjamín dúfu áttti maður von á miklu betri bók frá Friðriks hendi. (FB) Bókin inniheldur smágreinar eftir Stein Steinarr sem varla hefur verið neitt laun- ungarmál að væru til, því nær allar eru þær prentaðar í heild- arsafni Steins frá 1964, auk þess sem flestar komu út í kveri sem Menningarsjóður gaf út fyrir margt löngu. Þessi útgáfa bætir litlu við, en að auki inniheldur hún eins konar æviágrip skáldsins eftir Inga Boga Bogason bókmennta- fræðing. Það er þrálátur misskilning- ur að Steinn Steinarr hafi verið mikill formbyltingarmaður, jafnvel mestur helgimynda- brjótur í íslenskri ljóðlist. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft var hann alþýðlegt skáld sem ís- lendingum veittist alla tíð auð- velt að skilja, þótt hann ætti það raunar til að bregða út af staðnaðri ljóðahefð og veitti yngri skáldum liðsinni í barátt- Endist varla Piltur & stúlka — Tómas Hermannsson og Ingunn Gylfadóttir Útgefandi: Tónsmiðja Tómasar og Ingunnar Dreifing: Skífan ★ ★★ Tómas Hermannsson og Ing- unn Gylfadóttir eru eins og liggur í hlutarinns eðli „piltur og stúlka" og er það einmitt nafnið á hljómeyki þeirra skötuhjúa. Á sinni fyrstu plötu sýna þau góða tilburði með ró- legheitatónlist við vandaða texta eftir Odd Bjama Þor- kelsson, Sjón og Þorvald Þor- steinsson og þau Ingunn og Sverrir Páll Erlendsson gera svo sitt hvorn. Upptökustjórn og útsetning- ar eru í höndum Kristjáns Ed- elstein. Lagasmíðar Ingunnar og Tómasar eru þægilegar og vandaðar. Textarnir eru óvenjugóðir og fer Þorvaldur á kostum í vel tvíræðri samfara- lýsingu í textanum Hugar- smuga, þá eru hinir tveir textar Sjón smellnir. Ingunn syngur alla plötuna nema síðasta lagið, sem Tóm- as gerir skemmtilega skil. Vel gæti maður hugsað sér að meira hefði komið frá Ingunni ef Tómas hefði hellt í hana smáviskíi, því þótt um rólega tónlist sé að ræða hefði verið gaman að heyra hana gefa að- eins í. Allur pakkinn er mjög vel fluttur af hljóðfæraleikurunum en ber þar hæst Kristján Edel- unni við afturhaldsseggi. Þessi alþýðleiki Steins kem- ur ágætlega fram í ritgerðun- um, ræðustúfunum og viðtöl- unum sem hér hafa verið sett á bók. Þetta eru fráleitt djúpar skáldlegar eða heimspekilegar pælingar, heldur stuttar dæg- urgreinar þar sem Steinn veit- ist oftar en ekki að heims- kunni, hræsninni og tepru- skapnum sem honum var svo meinilla við. Safnið er ekki yfirmáta stórt; lausamálsgreinarnar eftir Stein eru í raun furðu rýrar að vöxt- um og losa ásamt fáeinum við- tölum við hann sem þarna birt- ast ekki nema svona 130 síður með stóru letri og spássíu. Greinarnar eru slitróttar og af- ar misjafnlega góðar eða skemmtilegar. Sumt getur varla kallast annað en kvább, á tíðum skemmtilega níðangurs- legt, sérstaklega greinarnar þar sem Steinn er að skemmta sér á kostnað manna sem hafa talað í útvarpið. Greinar um málaralist hafa látið allnokkuð á sjá og hafa í besta falli eitt- hvert heimildagildi, en í sam- hengi stjórnmálasögunnar eru merkilegar greinar og viðtöl sem birtast eftir að Steinn hafði skandalíserað í boðsferð til Sovétríkjanna og var út- hrópaður sem undanvillingur af kommúnistum. Steinn segir í einhverju við- talinu í bókinni að hann hafi ort flest ljóð sín á tíu ára tíma- stein sem fer á kostum við að spila nostursamar útsetningar sínar. Hlutur Kristjáns er reyndar svo stór partur þessa verks að erfitt er að ímynda sér lögin í höndum einhvers annars. Þar að auki á Kristján tvö laganna á plötunni og er annað þeirra, Töfrar dagsins, eitt það besta hér. Hljómurinn er ekki slæmur, en einhvers misræmis gætir í hljóðbiönduninni þar sem að- greining milli einstakra bili og varla neitt eftir 1943. Máski voru þetta ólíkindalæti í karli, en það getur tæpast tal- ist hending að langbestu lausa- málsgreinarnar hans eru frá þessu tímabili; fremur þung- búnar Reykjavíkurlýsingar sem hann skrifar í fjölmiðil sem nefndist Hádegisblaðið í upphafi stríðs, haustið 1940. í þessum greinum birtist manni Steinn eins og kjaftfor og háðskur auðnuleysingi sem ranglar um borgina, gengur tromma í settinu er fullmikil og rafgítarar ísilagðir svífa út úr heildinni. Sigfús Óttarsson trommari er í góðu lagi hér sem áður, enda helsta grúvperla Eyja- fjarðar. Eflaust væri þjóðráð að skipta um nafn á bæði plötunni og dúettnum og gefa hana út aftur fyrir næstu jól. Þá næði hún kannski til fleiri eyrna, sem hún á svo sannarlega skil- ið. fram á furðufugla og fyllibytt- ur, hermenn og konur í ástand- inu og horfir á þetta allt líkt og sjálfur sé hann ekki þátttak- andi: „Ég hitti vin minn í Pósthús- stræti. Við reyndum að tala dá- lítið um liðnar stundir, en gáf- umst upp við það og stað- næmdumst snöggvast and- spænis lögregluvarðstofunni. — Þeir eru alltaf að taka menn, sagði vinur minn. — Já, sagði ég og hljóðnaði við. — Hafa þeir ekki tekið þig ennþá? sagði vinur minn. — Jú, það er búið að taka mig, sagði ég. Svo kvöddumst við og héldum hvor sína leið.“ Á þessum tíma sýnir Steinn semsé ágæta hæfileika sem prósahöfundur, gáfu sem hann hefur bersýnilega ekki nennt að rækta, enda stenst ekkert þessu samjöfnuð sem hann skrifaði síðar í óbundnu máli. Ef til vill er ástæðan sú hversu Steinn var úr hófi fram félags- lyndur; listgreinar hans voru skáldskapurinn annars vegar og hins vegar samræðulistin sem hann stundaði við slímusetur á kaffihúsum. Smágreinar Steins Steinarr eru auðvitað merkileg heimild. Hins vegar er höfuðgalli á Tríó Jóns Leifssonar er rokk- hljómsveit sem byggir á djóki og eftirhermum. Fjögur frumsamin lög plötunnar eru holdgervingar tónlistar hljóm- sveitanna Sálarinnar, SSSólar, Vina vors og blóma og Jet Black Joe. Eftirlíkingin gengur ótrúlega vel upp og er bráðfyndin. í heildina er platan portrett af kvöldstund með hljómsveit- inni á Gauknum. Stemmning- unni er leyft að halda sér með rugli milli laga og í lögunum miðjum, sem flest eru bítla- og fiftísrokk. Þessi plata er sérhönnuð fyr- ir menn sem ekki eiga heiman- gengt en vilja samt fá sér bjór niðrá Gauk. Þá fara þeir úr að ofan, upp á borðstofuborð, þessari bók hversu illa þær eru studdar af formála Inga Boga, curriculum vitae væri raunar nær að kalla það. Hér eru greinarnar ekki settar í neitt samhengi við líf skálds- ins, það er hvergi sagt hvernig þær urðu til eða af hvaða til- efni, eða — sem kannski er enn meira vert að vita — hvers vegna maður sem augljóslega hafði svo ágæta hæfileika var svona líttskrifandi á óbundið mál. Formálinn er semsagt úr sambandi við meginefni bókar- innar og það er raunar eins og hann hafi verið saminn af allt öðru tilefni. Annar galli er hversu Ingi Bogi virðist þurfa að setja sig í hátíðlegar stell- ingar þegar hann fjallar um Stein. Þessi yfirborðskennda mærð hæfir Steini sérdeilis illa, enda var hann einhver minnst hátíðlegi maður sem ís- land hefur alið, orðhákur, bó- hem, kvikindi í aðra röndina. Sú saga hefur verið sögð af Steini að einhverju sinni hafi hann verið beðinn að tala í út- varpið, en verið allsendis ófá- anlegur til þess. Hann bar því við að hann ætti ekki spariföt. Það er engin ástæða til að fara að finna á hann spariföt löngu eftir andlátið. „Þessi plata ersérhönnuð fyrirmenn sem ekki eiga heimangengt en uilja samt fd sér bjór niðrd Gauk. Þd faraþeirúrað ofan, upp d borðstofuborð, opna einn sixpakk og djöflast þar til blokkin hringir lögregluna yfirþd.“ opna einn sixpakk og djöflast þar til blokkin hringir lögregl- una yfir þá. Tríóið fær stjörnuna fyrir að sinna þessum mönnum. Að öðru leyti er eðli plötunnar þannig háttað að krítík á hana er hálfkjánaleg. Sem á nú kannski við um allar plötur. Endist bam víst PILTUR &? STULKA „Piltur & stúlka: Tómas Hermannsson og Ingunn Gylfadóttir—„Eflaust uœri þjóðrdð að skipta um nafn d bæðiplötunni og dúettnum oggefa hana út aftur fyrir nœstu jól. Þd næði hún kannski til fleiri eyrna, sem hún d suo sannarlega skilið. “ Gaukurinn heima í stofu Komdu í byssó Tríó Jóns Leifssonar Útgefandi: Geimsteinn ★ SyíELG^ETISGERÐin <K€((I IQZl & FUNK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.