Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER1995 11 Bjöminn rumskar Það var með nokkurri eftir- væntingu sem ég opnaði blað „Sjálfstæðra kvenna" sem kom út á dögunum. í leiðara blaðsins og í grein um kosn- ingaúrslitin vorið 1995 kemur það fram sem margir töldu sig Stjórnmál £ o teinunn V. skarsdóttir vita, að fleiri konur kusu Sjálf- stæðisflokkinn en oft áður. í kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræð- ings er þetta staðfest. Ástæð- an fyrir þessari fylgisaukningu er án efa sú ímynd eða öllu heldur þær áherslur sem „Sjálfstæðar konur“ lögðu upp með. Þær komu fram af krafti og vöktu athygli fyrir nýstár- legan málflutning varðandi réttindamál kvenna. Því miður var ljóst mjög snemma í kosn- ingabaráttunni að flokkurinn háði aðra kosningabaráttu. Flokkurinn og forystan ætlaði sér aldrei að setja réttinda- og launamál kvenna á oddinn í kosningabaráttunni. „Stærri og pólitískari" mál skiptu meira máli. „Sjálfstæðum kon- um“ var einungis att á foraðið og lykilorðið var viðhorfs- breyting. Forsætisráðherra er í opnu- viðtali í blaðinu og má segja að það sé út af fyrir sig merkilegt. I fyrsta skipti anno 1995 hefur formaður stærsta stjórnmála- flokks landsins upp raust sína til að tala um jafnréttismál. Ég hef það reyndar á tilfinning- unni að hann sé hvorki knúinn áfram af brennandi hugsjóna- eldi né innri þörf til að ræða þennan málflokk. Ástæðan er ill nauðsyn. Hann segir það meðal annars sjálfur að fylgi flokka sé eins og bensín á bíl, án fylgis geti flokkurinn ekki keyrt áfram. Þegar ég las umrætt viðtal við forsætisráðherra fékk ég staðfestingu á því sem mig hafði lengi grunað: að við- horfsbreytingin sem „Sjálf- stæðar konur“ tala um hefur látið Davíð Oddsson alls ósnortinn. Það er ljóst á öllu að forsæt- isráðherra hefur loks áttað sig á því að ekki væri lengur hægt að sitja hjá þegjandi í umræð- unni um jafnréttismál. Hann hefur séð sig knúinn vegna fylgis kvenna við flokkinn að ræða nú aðeins jafnréttismál. En það er einnig morgunljóst að þær konur sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn og ekki síst konur innan flokksins eiga ekki von á mikilli breytingu ef marka má orð forsætisráð- herra. Ég vil nú reyndar virða hon- um það til vorkunnar að hann er greinilega ekki á heimavelli þegar jafnréttismál og kvenna- pólitík er annars vegar. Engu að síður hljóta menn að leggja við hlustir. Allar þær aðgerðir sem hafa reynst vel til að jafna til dæmis hlut kynjanna í ráðum og nefndum — eins og tímabund- in jákvæð mismunun — fellur ekki í kramið hjá forsætisráð- herra. Það er til dæmis greini- legt að aðgerðir meirihluta Reykjavíkurlistans í borgar- stjórn hafa farið mjög fyrir brjóstið á forsætisráðherra. Honum finnast það sérstæð og afturhaldsleg viðhorf sem hafa birst þar, sérstaklega í ráðn- ingarmálum. Skoðum það að- eins nánar. Þegar umræddur forsætisráðherra sat í Ráðhúsi Reykjavíkur var til að mynda engin kona í hópi æðstu emb- ættismanna borgarinnar. Jafn- an var hlegið úr stól borgar- stjóra þegar til dæmis borgar- fulltrúar Kvennaframboðs með Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylkingar kvöddu sér hljóðs til að vekja athygli á kjörum kvenna í þáverandi borg Davíðs. Þegar kom að því að forsætisráðherra veldi sér sinn eftirmann í stól borgar- stjóra komu kvenkyns borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins aldrei til greina. Þarna erum við einmitt kom- in að þeim kjarna sem bæði ég og „Sjálfstæðar konur" erum sammála um. Viðhorfin. Það skiptir nefnilega máli hvernig við nálgumst umræðu um jafn- réttismál og kvennapólitík. Með ákveðna femíníska sýn í Eftir regnið Háskólabíó sýnir þessa dag- ana margverðlaunaða kvikmynd frá Makedóníu, Eftir regnið. Ég er alltaf tortrygginn á verðlaunamyndir, því að þær eiga það til að vera gerðar fyrir dómnefndarmenn um kvikmyndir, en ekki fyrir okk- ur, venjulega áhorfendur. Um þessa mynd gegnir öðru máli. Þetta er spennumynd með hugvitssamlegum söguþræði, afburða vel leikin. Leikstjóran- um tekst að ná miklum áhrif- um með því að setja gamla venju hins frumstæða ætt- bálkaskipulags, blóðhefndina, inn í nútímalegt umhverfi. Nýj- ar útsetningar gamalla þjóð- laga af þessum slóðum auka síðan enn á áhrifin. Ég ætla ekki að fjölyrða um söguþráðinn hér, en læt þess eins getið, að jafnvel það, sem virðist við fyrstu sýn vera tímaskekkja í myndinni, er það ekki, þegar nánar er að gáð, heldur vísvitandi staðfesting þess, að hringurinn er aldrei hringur. En þessi mynd vakti mig til umhugsunar um einn skýring- arvanda, sem blasir við eftir blóðbaðið í Júgóslavíu. Getur verið, að kommúnisminn hafi haft það sér til málsbóta, að hann hafi haldið aftur af þjóð- ernisofstæki og ættbálkahatri? Er hugsanlegt, að hann sé skárri kosturinn af tveimur ill- um? Við fyrstu sýn virðist svarið vera játandi. Eftir að kommún- isminn hrundi, tóku við upp- lausn og staðbundin borgara- stríð víðs vegar í fyrri ríkjum kommúnista. Nægir auk Júgó- slavíu að minna á Kákasus- löndin og uppgang þjóðernis- sinna í Rússlandi og víðar. Svo virðist sem draugar úr fortíð- inni hafi vaknað aftur til lífs- ins. Múslimar og kristnir menn berast á banaspjót; Serbar úr rétttrúnaðarkirkjunni og kaþ- ólskir Króatar gjóta haturs- augum hvorir á aðra og nota hvorir sitt stafróf, þótt þeir séu í raun sama þjóð. Þegar nánar er að gáð, er þó til önn- ur skýring. Hún er sú, að kommúnisminn magnaði and- farteskinu hefur til að mynda borgarstjórn Reykjavíkur sýnt að hún vill leggja sitt af mörk- um til að skapa konum tæki- færi til jafns við karla. Konur hafa verið ráðnar í mikilvægar stöður í borgarkerfinu, meðal annars í æðstu embætti borg- arinnar þar sem alla tíð hafa verið karlar. Þessar konur voru ekki ráðnar af því að þær voru konur. Þær voru hins vegar látnar njóta sannmælis. Þær voru fremstar meðal jafn- ingja. Forsætisráðherra hefur ekki haft þá sýn á samfélagið að honum hafi þótt nauðsynlegt að konur kæmu þar að mótun ásamt karlmönnum og því miður hefur hann ekki borið gæfu til að sýna að hann meti konur að verðleikum. Hann hefur auðvitað haft í hendi sér að velja konur til trúnaðar- starfa en kosið að gera það ekki. í ráðherraliði flokksins er engin kona og í forystu flokks- ins er engin kona. Þessar staðreyndir um stöðu kvenna eru greinilega áhyggjuefni „sjálfstæðra kvenna" í umræddu blaði er að finna ýmsar staðreyndir um stöðu kvenna sem sjálf- stæðar konur vilja benda les- endum á. Til dæmis að á Al- þingi íslendinga sitji 16 konur af 63 þingmönnum, að einung- is hafi tvær konur verið ráðu- neytisstjórar frá upphafi og þær séu starfandi í dag. Að frá upphafi hafi 97 karlar gegnt embætti ráðherra hér á landi en einungis 5 konur. Að konur séu með 68% af launum karla þegar miðað er við jafnaðar- kaup. Að konur með fram- haldsskólamenntun séu með 78% af launum karla. Ekki það að þessar staðreyndir komi manni svosem á óvart en þó er rétt að hamra á þeim, ekki síst ef það má verða til þess að Björninn vakni af löngum svefni. Ég hlýt að skilja þessar bendingar þannig að aðgerða sé þörf strax til að rétta þessi hlutföll við. Þær aðgerðir hljóta að verða í þeim anda að láta konur njóta sannmælis og ráða þær í stöður í hæfileika sinna vegna. Varðandi launa- fram á með gildum rökum að eru einu raunhæfu leiðirnar til að jafna launamun kynjanna. Þrátt fyrir þessar stað- reyndaupptalningar og bend- ingar ungu kvennanna í flokkn- um er eins og forsætisráð- herra tali í austur þegar þær tala í vestur. Reyndar eru það gömul sannindi og ný að kon- ur hafa alltaf átt erfitt með að fá hlustað á sig innan Sjálf- stæðisflokksins. Gildir þá einu hvort hóparnir heita Hvöt, Landssamband sjálfstæðis- „Prátt fyrir þessar staðreyndaupptalningar og bend- ingar ungu kvennanna í flokknum er eins og forsœt- isráðherra tali í austur þegar þœr tala í vestur. Reyndar eru það gömul sannindi og ný að konur hafa alltafátt erfitt með að fá hlustað á sig innan Sjálfstœðisflokksins. Gildirþá einu hvort hóparnir heita Hvöt, Landssamband sjálfstœðiskvenna eða „Sjálfstœðar konur“. “ málin er það auðvitað spurn- ing um grundvallarmannrétt- indi að borga karli og konu sömu laun fyrir sömu vinnu miðað við sömu menntun. Svar forsætisráðherra þegar hann er spurður út í kynbund- inn launamun hljóta að vera mér og sjálfstæðum konum nokkurt áhyggjuefni. Grípum niður í svar forsæt- isráðherra við spurningu um hvað ríkisstjórnin hyggist gera til að stuðla að jöfnum rétti karla og kvenna í launamálum: „...í annan stað hefur það reyndar verið svo að af þeim kjarasamningum sem hann ( fjármálaráðherra) hefur ver- ið að gera, hafa samningar svokallaðra kvennastétta ver- ið hagstæðari en aðrir. Það tel ég út af fyrir sig ekki vera hag- stæða leið til langframa því þá er verið að horfa á þetta hóp- bundið". Þarna er sama upp á ten- ingnum og í ráðningarmálun- um. Ekki orð um raunhæfar aðgerðir, svo sem ókynbundið starfsmat og gagnsætt launa- kerfi sem sýnt hefur verið kvenna eða „Sjálfstæðar kon- ur“. Hvort sem hugmyndir koma frá eldri konunum í flokknum eða þeim yngri fá þær allar sömu meðhöndlun. Svar for- sætisráðherra þar sem hann er spurður um álit sitt á þeirri hugmynd Landssambands sjálfstæðiskvenna að stofna annað varaformannsembætti í þeim tilgangi að gefa konum aukin tækifæri til að komast í áhrifastöður: „Við höfum haft hitt fyrirkomulagið í áratugi og það er nú megininntak þessa flokks að ef við höfum eitt- hvað sem hefur reynst vel þá skulum við ekki breyta því nema við séum alveg örugg um að það sem kemur í stað- inn sé betra.“ Miðað við þessi ummæli er ljóst að Björninn hefur ekkert gert nema rumskað þrátt fyrir köll úr öllum áttum. Þægileg- ast er að leggjast til svefns aft- ur því aldrei er að vita hvað mætir manni ef maður opnar augun of mikið. Höfundur er Kvennalistakona og borgarfulttrúi fyrir Reykjavíkurlistann. „Eina leiðin til þess, að ólíkir hópargeti búið saman í friði, er, að þeirgrœði nóg hverjirá öðr- um, hafi matarást hverjir á öðrum, efsvo má segja. Þarsem náungakœrleikanum sleppir, tekur ávinningsvonin við, og þarsem henni erekki til að dreifa, myndast siðferðilegt tóm, og þar er frjósamur jarðvegur fyrir hatur, illindi og úlfúð. “ stæður hinna ólíku hópa, sem byggðu ríki kommúnista, því að hann sleit í sundur þau hagsmunabönd, sem ein dugðu til þess að halda ólíkum mönnum saman. Einn frjálshyggjumaður ní- tjándu aldar sagði einmitt, að tilhneiging okkar til að skjóta á aðra menn minnkaði, ef við sæjum í þeim væntanlega við- skiptavini. En í löndum, þar sem viðskipti manna eru stór- lega torvelduð, geta slík hags- munabönd varla myndast. Hvað getur sameinað fólk með ólíka sögu, ólíka trú, ólíkt staf- róf, ólíka siði? Það er í raun og veru aðeins eitt, eins og Adam Smith benti á fyrir tveimur öldum: Gagnkvæmur hagur þeirra af viðskiptum. Eina leiðin til þess, að ólíkir hópar geti búið saman í friði, er, að þeir græði nóg hverjir á öðrum, hafi matarást hverjir á öðrum, ef svo má segja. Þar sem náungakærleikanum sleppir, tekur ávinningsvonin við, og þar sem henni er ekki til að dreifa, myndast siðferði- legt tóm, og þar er frjósamur jarðvegur fyrir hatur, illindi og úlfúð. Hin miklu átök, sem blossað hafa upp í fyrri ríkjum komm- únista, eiga því að miklu leyti rót sína að rekja til þess, að kommúnistar reyndu að upp- ræta ávinningsvonina. Ef menn geta ekki verið vinir, þá geta þeir þó að minnsta kosti verið viðskiptavinir, en það máttu þeir ekki einu sinni vera í ríkjum kommúnista. Höfundur er rithöfundur og dósent í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. uppleið Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Öðrum finnst hann kannski stefna niður en sjálfur stefn- ir hann upp. Að tala í fjóra tíma í þinginu um álmálið; það er kannski ekki per- sónulegt met, en hérumbil. Hjörleifur hefur náð sínu fyrra formi. Jón Múli Árnason þulur Gamlir kommar gleðjast yfir sigrum kommúnista í Rúss- landi. Er kannski von um ný Sovétríki og nýtt kalt stríð? Emilíana Torrini söngkona Bara átján og á toppi vinsældalistans. niðurleið Lögreglan Þeir ræna banka í gríð og erg og löggan er alltaf skref- inu á eftir. Magnús Scheving þolfimbnaður Ekki nema fimmta sæti á heimsmeistaramótinu. Menn drúpa höfði í Latabæ. Þjóðkirkjan Ásatrúarmenn ætla að elsk- ast, drekka og éta um jólin. Getur Ólafur boðið betur?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.