Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2L DESEMBER1995 Líf dönsku fatafellunnar á Bóhem er nú loks farið að brosa við henni: framvegis. Svo getur maður alltaf leitað tii hans ef eitthvað kemur upp á. Það blæddi til dæmis inn á annað brjóstið á mér með þeim afleiðingum að það varð eins stórt og á Dolly Parton og því þurfti ég að fara í aðra aðgerð. En það kom ekki að sök og nú er allt í himnalagi. Og vel að merkja: aðgerðin kostaði ekki nema 140 þúsund krónur." Blaðamaður HP hafði líka heyrt því fleygt að Angel væri „Ég er sko ekkert að grínast; mig langar í eins brjóst og Dolly Parton og á örugglega eftir að láta stækka þau enn meir ein- hvern tíma í framtíðinni," segir Angel, sem er ánægð með lífið á íslandi og hyggst setjast hér að. að íhuga að fara í „ódýra“ and- litslyftingu á íslandi. „Það er rétt: ég var að íhuga það en er komin að þeirri niðurstöðu að það megi bíða betri tíma, eða þar til ég verð eldri, ef ég verð ekki komin að annarri niður- stöðu þá. Ég ætla nú ekki að verða nákvæmlega eins og Dolly Parton, þótt mér líki brjóst hennar," segir Engillinn í jólaskapi. Angel heitir dönsk fatafella sem undanfarna þrjá mánuði hefur haft lifibrauð sitt af að dansa á hinum umtalaða skemmtistað Bóhem. Upphaf- lega stóð til að hún dveldi hér- lendis í aðeins þrjár vikur en svo fór lífið að brosa við henni, eins og hún orðar það sjálf, og nú er svo komið að hún hefur í hyggju að setjast að hér á landi. „Ég er mjög hrifin af þessu litla samfélagi á íslandi, en það, sem hins vegar hefur haft mest fyrir mig að segja, er að hér á landi býr mjög skilnings- ríkt fólk. Ég er nefnilega þeim gáfum gædd að sjá meira en aðrir, ég sé ýmislegt og hef eitt og annað á tilfinningunni. Ólíkt því sem gerist á íslandi er slíkt fólk álitið geðveikt í Kaup- mannahöfn. Þess vegna var ég óörugg með mig í Danmörku. Íslendingar eru hins vegar miklu opnari og ég get ekki sagt annað — þrátt fyrir kuld- ann — en að hér á landi hafi ég upplifað stórkostlega hluti.“ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem það hvarflar að Angel að setjast að á íslandi. Allar götur síðan þessi 31 árs stúlka dans- aði nektardans á Hótel íslandi fyrir rúmum áratug hefur land- ið verið henni hugleikið, en síðan hefur hún komið fjórum sinnum hingað. „Þótt ég sé ekki mikið fyrir að fara í kirkju hef ég upplifað stórkostlega hluti í Landakotskirkju, farið í heilum og talað við mikið af næmu og góðu fólki. Mér finnst ég núna fyrst farin að rækta í mér það góða í staðinn fyrir að vera alltaf að eltast við púkann í mér. Það kemur meðal annars til af því að ég hef verið í heil- un, en í gegnum hana hefur mér verið kennt að verja sjálfa mig og hleypa ekki neinu illu að mér. Með öðrum orðum þá er ég í miklu betra jafnvægi en ég hef nokkru sinni verið.“ Afar stoK af starfi mínu Áður en „Engillinn“ kom til íslands í þetta sinn hafði hún á tilfinningunni að eitthvað gott myndi henda hana. „Ég stóð á ákveðnum tímamótum í lífi mínu; hafði átt við lungna- bólgu að stríða og var í erfiðu sambandi sem ég bókstaflega sá fyrir að myndi enda með ósköpum. Að minnsta kosti vissi ég að þarna var kominn tími til að taka mark á sjálfri mér og breyta til, og ég segi bara sem betur fer.“ Angel dansar sem fyrr segir svokallaðan strippdans á Bó- hem fyrir oftast nær fullu húsi frá miðvikudegi til sunnudags, en dansinn hefur hún haft að aðalstarfi í mörg ár. Ástæðuna fyrir því að hún leiddist út í þetta starf segir hún þá að fyr- ir nokkrum árum hafi hún tek- ið þátt í einhvers konar „hæfi- leikakeppni" þar sem keppend- urnir þurftu meðal annars að fækka fötum. Og það er skemmst frá því að segja að henni gekk vel í keppninni og fékk í framhaldi af henni samn- ing sem fatafella. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðin pínulítið þreytt á þessu starfi, énda verður það, eins og önn- ur störf sem maður er lengi í, að rútínu, Ég hef samt hugsað mér að halda áfram um sinn af því ég er afar stolt af starfi mínu.“ Angel segist þó ekki ýkja hrifin af að dansa „ofan í“ Is- lendingum á Bóhem og á þar við að henni finnst rýmið heid- ur lítið á skemmtistaðnum. „Mér líkar starfið vel og allt það, en kann því illa þegar karlmenn eru að snerta mig og troða einhverju ofan í nærbux- urnar mínar.“ Aðspurð um hvort hún hafi þó ekki mikið upp úr krafsinu grettir hún sig, dregur seiminn og neitar svo spurningunni að lokum. Voru eins og tepokar Annað og meira hefur gert hana hamingjusama á íslandi en hin andlega uppörvun; fyrir mánuði gekkst hún nefnilega undir brjóstastækkunarað- gerð. Er það í annað sinn sem hún fer í slíka fegrunaraðgerð. Þar sem hún á nokkurra ára gamalt barn, sem hún hafði á brjósti á sínum tíma, segir hún brjóst sín hafa verið orðin eins og tepoka. „Ef ekki væri fyrir þetta starf hefði ég aldrei látið setja í mig sílíkon, en fyrri að- gerðin sem ég gekkst undir í Danmörku var ekkert sérlega vel heppnuð og kostaði mig um 300 þúsund krónur. Svo komst ég að því að lýtalæknir- inn sem ég hafði farið til var bara skottulæknir án réttinda. Hann gaf mér kolrangar upp- lýsingar um hvernig ég ætti að meðhöndla á mér brjóstin eftir aðgerðina, en það sem var kannski öllu verra; hann setti sílíkonið undir brjóstvöðvann. Vegna þessarar leiðinlegu reynslu leitaði ég til margra lýtalækna hér á landi áður en ég ákvað hvern ég vildi láta stækka á mér brjóstin. Sá sem langar ein- mitt í jafnstór brjóst og Dolly Parton," eða fimm hundruð grömm í hvort. Sigurður samþykkti hins vegar ekki nema samtals 700 grömm. Ég er sko ekk- ert að grínast; mig langar í eins brjóst og Doliy Parton og á ör- ugglega eftir að láta stækka þau enn meir einhvern tíma í framtíðinni." En hvað um það, nú mánuði síðar er vart hægt að sjá að Angel hafi farið í brjóstaað- gerð, svo vel var að verki stað- ið. „Sigurður framkvæmdi að- gerðina rétt og gaf mér góðar ráðleggingar, sagði mér til dæmis að nudda á mér brjóst- in þegar þau væru hörð og svo varð fyrir valinu heitir Sigurður Þor- vaidsson og hefur reynst mér alveg frá- bærlega. Reyndar vorum við ekki á einu máli um hve stór brjóstin á mér ættu að vera. Þegar ég bað um risastór spurði hann mig hvort ég vildi líkjast Dolly Parton. „Já,“ sagði ég, „mig Engillinn sem vill líkjast Dolly Parton Kokkurinn kemur með hlaðborðið Þrátt fyrir að kaupmenn fagni örtröðinni í verslunum við Laugaveginn fyrir jólin hef- ur hún haft í för með sér, að þeir komast ekki til að gæða sér á mat á jólahlaðborði eins og viðskiptavinir geta að lok- inni verslunarferð. Hörður Ingi Jóhannsson hjá Steikhúsi Harðar segist hafa fundið lausnina á þessu vandamáli: „Verslunarmenn slá einfald- lega á þráðinn til okkar og við komum með jólahlaðborðið til þeirra. Við byrjuðum á þessu á Þorláksmessu í fyrra og þetta vakti mikla lukku," segir Hörð- ur Ingi. „Við ákváðum því að vera fyrr á ferðinni þetta árið og síðastliðinn laugardagur var til dæmis miklu annasam- ari en Þorláksmessudagur í fyrra.“ Hann segist bjóða upp á svo- kallaðan kabarettbakka. „En á þeim er nokkurskonar míkró- jólahlaðborð með síldarrétti, rækjurétti, paté, reyktu svíni, kartöflusalati og að sjálfsögðu brauði og smjöri. Annars fer þetta allt eftir óskum við- skiptavinarins. Ef þeir vilja sleppa einhverju og fá annað í staðinn þá er það ekkert vandamál.“ Þeir sem panta alls tíu bakka hjá Herði fá auk þess flösku af rauðu eða hvítu víni í kaup- bæti á sjálfri Þorláksmessu, en Hörður Ingi segir ekkert betra en ljúfar veigar til að ná aðeins að slappa af eftir þennan mesta verslunardag ársins. Hörður Ingi Magnússon í Steikhúsi Harðar færir Magna Magnússyni í versl- uninni Hjá Magna kabarett- bakka yfir búðarborðið. Mynd: Jim Smart popp FIMMTUDAGUR Kolrassa krókriðandi, Botnleðja og Hljómsveit Kristínar Eysteinsdóttur halda jólatónleika í Leikhús- kjallaranum. Þetta eru einu tónleikar Kolrössu um sinn, því sveitin er á leið til Banda- ríkjanna í leit að frægð og frama og til að taka upp nýja skífu. 3 to One, Egill Ólafs og fé- lagar taka nokkra hátíðar- svöngva á Gauki á Stöng. Bogomil Font, alías Sig- tryggur, hreiðrar um sig í kæruleysislegu jólaskapi á Kaffi Reykjavík. Deep Jimi heldur tónleika á Tveimur vinum, eða öllu heldur rokkjól í tilefni dags- ins. FÖSTUDAGUR Tryggvi Hiibner og Rúnar Júl verða í jólaskapi þrátt fyr- ir meintan blús á Blúsbarn- Hálft I hvoni leikur fyrir dansi á Hótel íslandi í kvöld á áframhaldandi jólasjói skemmtistaðarins. Bryndís Ásmundsdóttir ásamt Þórði Högnasyni með píanóstemmningu á Café Ro- mance. Zebra og Kirsuber með sitt frábæra stöff, einkum fyrr- nefnda sveitin, á Gauki á Stöng. Danssveitin KOS og Eva Ásrún með góðan Brunaliðs- fíling á annan fyrir jól á Kaffi Reykjavík. Los, Tjalz Gizur og rokk- sveitin 13 spila seperntina- tónlist á Tveimur vinum. LAUGARDAGUR Rúnar Júl og Tryggvi Húbner í skötuskapi á Blús- barnum. T-world og Daníel Ágúst með áframhaldandi Gus-Gus-uppákomu í Tungl- inu, nú með trúarlegu ívafi. Borgardætur skyggja á alla hina sem koma til með að spila fyrir þær á Café Óperu- Romance. Bubbi Morthens með sína árlegu Þorláksmessutónleika á Hótel Borg. „í skugga Mort- hens“ verður eðlilega aðal- efni tónleikanna í ár. Tríó Jóns Leifs kemur öll- um í húmorískan jólafíling á Þorláksmessu á Gauknum. Kos og Eva Ásrún og allir hinir jólasveinarnir á Kaffi Reykjavík. ANNARí JÓLUM Hálft í hvoru með melting- artónlist á Gauki á Stöng. SVEITABÖLL Staðurinn Keflavík Bubbi Morthens með forjólaþor- láksmessutónleika fyrir Suð- urnesjamenn á föstudags- kvöld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.