Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 25
FlMIVmjDAGUR 21. DESEMBER1995 25 Hilmir Snær Guðnason og Magnús Ólafsson leika ógleymanlegt tvíeyki í íslensku kvikmyndinni „Agnesi“. Leikur þeirra þykir svo eftirminnilegur að rætt er um senuþjófnað í því samhengi... Imyndir eru nokkuð sem Helgarpóstinum er tamt að fjalla um. Hvað finnst fólki um annað fólk og hvernig myndar það sér skoðanir á því? Eru þessar ímyndir tóm vit- leysa eða er raunverulega hægt að þekkja fólk án þess að kynn- ast því? í kvikmyndinni Agnesi eftir Egil Eðvarðsson og Snorra Þórisson, sem frumsýnd verð- ur 22. desember, leika Hilmir Snær Guðnason og Magnús ÓI- afsson samstarfsmenn sem gjörsamlega sýnast eins og svart og hvítt... Hvernig stend- ur á því að enn einu sinni er slíkt tvíeyki sett saman og hvernig skyldi samstarfið hafa gengið? Blaðið gerði Hrein Hreinsson, félagsráðgjafa og áhugamann um mannlegt eðli, út af örkinni aðra vikuna í röð og fékk honum núna það hlut- verk að kynna sér örlítið kvik- myndina og ræða við Magnús og Hilmi Snæ. Agnes fjallar annars um örlög Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar, en þau voru tekin af lífi árið 1839 síð- ust íslendinga. Atburðirnir sem leiddu til aftökunnar eru uppi- staðan í söguþræði myndarinn- ar, en frekar mun þó vera farið frjálslega með söguna og ekki eingöngu byggt á vísindalegri sagnfræði. Agnes (María El- lingsen) er bráðmyndarleg vinnukona í þjónustu sýslu- mannsins í Húnavatnssýslu (Egils Ólafssonar). Til sögunn- ar kemur Natan Ketilsson (Balt- asar Kormákur) sem er lækn- ingakuklari er reynt hefur ýmis- Iegt — ekki síst í kvennamál- um. Agnes fellur náttúrlega kylliflöt fyrir flagaranum Natani og leiðir ástríðuþrungið ástar- samband þeirra smám saman til voveiflegra atburða og loks aftöku Agnesar og Friðriks. Hilmir Snær leikur Guðmund, bróður Natans, og Magnús leik- ur Eyfa, sem er hálfeinkennileg- ur vinnumaður á bænum og er undir vernarvæng Guðmundar. Þeir félagar fara á kostum í myndinni og er rætt um senu- þjófnað í því samhengi. Það vakti sérstaka athygli hversu ólíkum mönnum og leikurum er þarna stillt upp saman: Hilmir Snær er ungur leikari sem skot- ist hefur upp á stjörnuhimininn á aðeins rúmlega ári á meðan Magnús er miðaldra og hefur verið viðloðandi leiklist síðan hægri umferð komst á. Hilmir Snær er í laumi titlaður kyn- tröll, en Magnús jafnan talinn líkari hefðbundnu trölli. Hilmir er þekktur á sviði sem sjarmör á meðan Magnús er þekktastur sem Bjössi bolla. Hilmir er lærður leikari, en Magnús ekki. Hilmir Snær: „Ég fer með hlutverk Guð- mundar sem er bróðir Natans og þeir búa á Illugastöðum ásamt Eyvindi — eða Eyfa — sem Magnús leikur. Guðmund- ur er maðurinn sem Agnes leit- ar til þegar Natan hefur verið vondur við hana og milli þeirra myndast vinskapur. Reyndar er Guðmundur frekar hrifinn af Agnesi, en þær tilfinningar koma ekki í ljós í fyrstu. Guð- mundur og Eyfi gegna ýmsum skítverkum fyrir Natan, svo sem bústörfum og matseld. Natan stundar skottulækningar með ágætum árangri, en sýslu- maður er á eftir honum vegna þess að þannig lækningar eru bannaðar. Natani tekst samt oft ágætlega að lækna fólk en það er ekki vel liðið af yfirvöldum." Hvernig fannst þér að leika með Magnúsi? „Ég og Magnús erum eigin- lega saman í öllum senum og þar fyrir utan sátum við yfirleitt tveir og kjöftuðum. Ég get ekki annað sagt en mér hafi líkað það vel.“ Þekktirðu Magnús ekkert fyrr en þarna? „Nei, og ég var í raun ekki bú- inn að mynda mér sérstaka skoðun á honum, enda dæmi ég fólk ekki áður en ég kynnist því. Ég er reyndar alls ekki dóm- harður á aðra en sjálfan mig. Magnús er góður drengur og það býr miklu meira í honum en Bjössi bolla. Annars hefur hann leikið fullt af fjölbreyttum hlutverkum — mörgum reynd- ar á gamansviðinu. Mér þætti gaman að sjá hann í fleiri alvar- Iegum hlutverkum eins og Eyfa. Þrátt fyrir kómíska ímynd býr í Magnúsi alvarlegur undirtónn." Er það rétt að þið hafið náð svo vel saman á töku- stað að hlutverk ykkar hafi stœkkað? „Að minnsta kosti náðum við mjög vel saman og vorum oft að fíflast milli skota. Þá bættust auðvitað við ýmsar smáhug- myndir eins og gengur, en hvort hlutverkin stækkuðu við það veit ég ekki.“ Nú eru ímyndir ykkar Magnúsar frekar ólíkar, heldurðu að það hafi ráðið vali í þessi hlutverk? „Það er í öllu falli fyndin hug- mynd að setja okkur svona saman þar sem ég er miklu yngri, en samt sterkari persóna í myndinni, og auk þess er vaxt- arlagið auðvitað gerólíkt. En það er vitaskuld aukaatriði. Mér finnst þetta skemmtilega djarft leikaraval.“ Nánar að Magnúsi: Hvern- ig myndirðu lýsa honum? „Ég myndi lýsa honum sem góðum karli fyrst og fremst. Maður er glaður að hitta hann þegar til vinnu er komið. Hann er mjög góður leikari, en það hef ég reyndar alltaf vitað. Mér finnst mjög gott að vinna með svona eídri Ieikara sem gefur sér tíma til að grínast með manni eins og jafningja." Finnst þér þið eiga margt sameiginlegt? „Ég komst altént að einu for- vitnilegu: hann á nefnilega prentsmiðju og ég vann í prent- smiðju í mörg ár; Prentsmiðju Reykjavíkur. Þannig að ef illa gengur í bransanum þá förum við bara saman út í prentverk.“ En svo við snúum okkur nú að þér: Hvernig myndirðu lýsa þér? „Ég er nú ekkert rosalega góður í svonalöguðu. Ég hugsa að bæði í starfi og einkalífi sé ég ennþá að leita uppi og læra á styrkleika mína og veikleika. Ég geri miklar kröfur til sjálfs mín í starfi, get verið dálítið harður og óvæginn, og yfirleitt aldrei ánægður með það sem ég geri á sviði. Kannski er það kostur því þá heldur maður áfram að þró- ast. Ég gæti þó notað meira af slíku í einkalífinu.“ Talandi um einkalífið... Þú ert sagður kvennagull? „Er það? Ég held að það hljóti að vera einhver vitleysa. Að minnsta kosti hef ég aldrei litið á mig sem slíkan mann. Þetta tengist örugglega bara þeim hlutverkum sem maður er að leika hverju sinni. Ég veit til dæmis um ungar stúlkur sem komu að sjá Hilmi Snæ í Rocky Horror en sáu hann aldrei af því þær voru alltaf að leita að Hilmi Snæ sem var í Hárinu. Þar leik ég allt aðra týpu. ímynd manns er hugsanlega framar öðru byggð á þeim hlutverkum sem maður fer með.“ Truflar frœgðin þig? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Ég fæ að mestu að vera í friði og fólk stoppar mig ekki á götu. Það eru helst kjaftasögurnar sem fylgja sviðsljósinu sem fara í taugarnar á mér og hafa nokk- ur áhrif án þess að ég vilji sér- staklega fara út í það. Þetta er nokkuð sem maður verður að lifa með og taka á.“ Manstu eftir einhverju skemmtilegu atviki á töku- stað? „Það var ef til vill ekkert til- takanlega skemmtilegt þegar það gerðist, en Maggi kom eitt sinn þeysiríðandi á hesti í hlað, datt við aðkomuna af baki og svo illa vildi til að hann rifbeins- brotnaði. Þetta var að vísu erf- iðasti hesturinn og alveg snar- brjálaður. Á endanum var tamningamaðurinn látinn leika atriðið allur bólstraður upp og enginn mun taka eftir því þar sem fjarlægðin er svo mikil. — Þær sögur tóku fljótt að ganga að ég hefði keypt þennan ákveðna hest, en það er ekki allskostar rétt, því ég keypti annan hest, sem sýslumaður- inn í sveitinni átti.“ Magnús Ólafsson: „Ég leik Eyfa sem er vinnu- maður hjá Natani Ketilssyni. Guðmundur, sem Hilmir Snær leikur, heldur verndarhendi yfir Eyfa af því að hann er þroska- heftur —, að minnsta kosti ekki eins og fólk er flest. Natan kem- ur fram við þennan einfeldning eins og skepnu. Eyfi er stór og mikill maður, en er í raun of- boðslega lítill í sér. Þessa sögu- persónu er ekki að finna í raun- verulegu sögunni, en hann var samt til og kallaður Varp-Eyfi af því hann sá um varpið á Illug- astöðum. Handritshöfundur setur hann inn í söguna sem fulltrúa hálfgerðra vesalinga á þessum tíma sem lifðu bara fyr- ir að vinna og sofa. Ekki mikið um tilfinningar þar.“ Menn sem gerðu ekki kröf- ur til neins? „Akkúrat, gerðu engar kröfur. Bara að vera úti í horni og fá sinn ask eftir erfjðan vinnudag var nægilegt. Ég man eftir svona mönnum frá því ég var ungur í sveit. En þar sem Eyfi er þarna á bænum verður hann sem sagt ágætur félagi Guð- mundar. Guðmundur er undir lokin látinn taka Agnesi af lífi, sem er honum mjög erfitt, vegna þess að hann hefur hugs- anlega borið heitar tilfinningar til hennar. Mjög mikið drama í kringum þetta.“ Hvað með samstarfið við Hilmi? „Við Hilmir höfðum ekki kynnst mikið áður. Ég vissi af honum í Leiklistarskólanum, auk þess sem við talsettum saman eina barnamynd fyrir Sjónvarpið. En við kynntumst mjög vel við gerð þessarar myndar og skemmtileg tengsl mynduðust. Mér þykir vænt um Hilmi. Hann er mjög einlægur og góður leikari. Ég fann strax að þetta var ljúfmenni. Mikill prófessjónal-maður. Enda virð- ist allt sem hann tekur sér fyrir hendur verða að gulli.“ Nú hefur þú leikið í ótal ís- lenskum myndum, en ég hef lítið tekið eftirþér... „Já, ég hef leikið í fjórtán myndum. Vissirðu það? Og er nú að fara að leika í þeirri fimm- tándu að öllum Iíkindum: Djöflaeyjurtni. Ef af verður mun ég fara með hlutverk Hreggviðs kúluvarpara.“ Hafa þetta ekki verið smá- hlutverk fram til þessa? „Jú, mest hafa þetta nú verið lítil hlutverk, nema kannski í Óðali feðranna, þar sem ég fékk sæmilegt hlutverk, og í Pappírs- Pésa, þar sem ég lék vonda kall- inn sem krakkarnir voru alltaf að hrekkja. Sjálfur hef ég alltaf sagst hafa verið fótatak í fjarska í flestum myndanna. En nú er þetta einhvern veginn að breyt- ast allt saman hjá mér, bæði í leikhúsi og kvikmyndum." Ertu að öðlast hœrri sess eftir öll þessi ár? „Já, á miðjum aldri, eins og maður segir. Ég fór aldrei í leik- listarnám á sínum tíma. Ætlaði að gera það, en hætti við og lék svo ekkert í 25 ár. Hugsaðu þér: ég byrjaði ekki aftur fyrr en 1979 þegar ég datt óvart inn aft- ur. Ég er bara amatör. Annars var einhvern veginn sú skrýtna trú í gangi að það væri betra að nota amatöra í kvikmyndir. Núna er það breytt sem betur fer. Kannski af því að það eru svo miklir peningar f þessu núna. Menn verða að vanda sig meira en áður og það er gott mál.“ Aftur að ímyndinni: þor- irðu að lýsa þeirri ímynd sem þú heldur að fólk hafi afþér? „Hrokakenndur, grobbinn, erfiður í samvinnu og frekur. Þetta hef ég heyrt. En ég er samt klár á því að þeir sem kynnast mér þekkja allt aðrar og betri hliðar á mér.“ Skiptir annars nokkru máli hvað öðrum finnst? „Það er skrýtið að vera dæmdur af fólki sem þekkir mann ekki og veldur því að maður einangrast á ákveðinn hátt. Til dæmis er óþolandi að fara út í búð: það er fylgst svo grannt með manni. Almenning- ur setur mann í skúffu og þar verður maður að dúsa. En ég hef grun um að Egill hafi huns- að þessa fyrirfram ákveðnu skilgreiningu og ákveðið að velja mig í hlutverkið eftir að hafa séð mig leika í Hvað um Le- onardó?. Ég lék þar þroskaheft- an eða geðveikan mann sem kunni óperuaríur og gat reikn- að allan fjandann út. Og vann eiginlega rosalegan leiksigur. Jafnvel kallaður senuþjófur. Ég hef ekki spurt Egil að þessu, en mig grunar að þetta sé ástæðan fyrir hlutverkavalinu. Að mínu mati er þetta hlutverk mjög vandasamt. Ég þekki söguna reyndar alveg sérlega vel, enda var ég í sveit þarna í Vatnsdal í Húnavatnssýslu nálægt þeim stað þar sem þessir atburðir gerðust. Árið 1986 var ég síðan í sumarfríi á þessum slóðum og heimsótti staðina þar sem ég var að lesa söguna á þeim tíma. Ég reyndar bjó mig undir hlut- verkið með því að spá aðeins í Gaukshreiðrið.“ En aftur að Hilmi, hvernig karakter er Hilmir í raun- veruleikanum? „Ég held að hann sé einn af þessum ungu mönnum sem eiga eftir að gera alveg stór- kostlega hluti í framtíðinni. Væri mikið til í að leika meira á móti honum. Hilmir er mikill prófessjónal-maður eins og ég sagði áðan og þar að auki kvennagull. En þegar ég kynnt- ist honum þá einhvern veginn fann ég að þetta var mjög góður strákur. í hreinskilni sagt þá átti ég ekki von á því. Ég átti al- veg eins von á því að hann liti stórt á sig, eins og menn vilja oft gera þegar þeir verða snöggvinsælir. Þá verða menn oft þannig að maður nær ekki sambandi við þá almennilega. Það var mjög mikill léttleiki yfir því þegar við vorum saman að bíða, en 95% af kvikmyndaleik felast eimmit í því að bíða eftir því að komast í töku. Við náð- um mjög vel saman og rugluð- um og fífluðumst alla daga.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.