Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 31
FlMMnJDAGUR 23. DESEMBER1995 31 Höndin á Truman Capote \ María — konan bak við goð- sögnina Ingólfur Margeirsson Vaka/Helgafell ★ Milan Kundera er höfundur sem er frekar í nöp við ævi- sögur og á vísum stað skrifar hann eitthvað á þá leið að smátt og smátt munum við drekkja hvert öðru í ævisögum þangað til allir tala í síbylju um Bækur „Þungur textinn líkt og hlammar sér ofan á sögu- efnið og öllu því smálega sem gœti gefið frásögn- inni eitthvert lífeða sannferðugleika errutt burt; það eru mörg orð en maður er ósköp litlu nœr því að vita hvernig María Guðmunásáóttir hugsar. “ Egill Helgason sjálfa sig og enginn hlustar leng- ur á neinn. Ingólfur Margeirs- son hefur ekki legið á liði sínu í ævisöguritun og er sjálfsagt á öðru máli en Kundera; í blaða- greinum hefur hann raunar gert j)ví skóna að ævisaga þurfi ekki að vera síðri list en skáldskapur og það getur sjálfsagt verið satt í einhverjum tilvikum. En í raun er þetta óskhyggja, því ævisög- ur hafa með örfáum undantekn- ingum reynst afar forgengilegur litteratúr, einnota, á meðan eðli skáldskapar er að ummynda það óskipulega efni sem manns- ævin er. Þessi bók hefur verið kynnt á hástigi lýsingarorða. Það er tal- að um „konuna á bak við goð- sögnina". Þetta hefur náttúr- lega verið uppleggið í óteljandi ævisögur — maðurinn og mýt- an — og kannski ekki furða þótt spurt sé: Hvenær verður maður annars goðsögn? Þarna er til dæmis frásögn af því að María Guðmundsdóttir hafi verið á götu í New York og gengið fram á Gretu Garbo sem sendi henni bros, allsendis óvænt. Svo er ögn sagt frá ein- faranum Garbo; hún fær þessa sömu einkunn, að hún sé „goð- sögn“, og ég get vel kvittað upp á það. En María Guðmundsdótt- ir, er hún goðsögn eða er þetta kannski bara stysta leiðin gegn- um lífshlaup hennar, að láta sál- fræðina hverfast um andstæð- urnar einkalíf/frægðarlíf og kæra sig kollóttan um að fólk er samsettara en svo? Bókin hefst á afar innfjálgum lýsingum á uppeldi Maríu í Djúpuvík á Ströndum. Þar er margt ágætlega skrifað, og Ing- ólfur má eiga það að þarna nær hann skáldlegu flugi á pörtum. En líkt og síðar í bókinni, til dæmis í átakanlegum nauðgun- arkafla, er hann ekki fyrr búinn að lyfta sér af jörðinni en hann fellur í gryfju auðveldrar tilfinn- ingasemi sem virðist honum óviðráðanleg. Þungur textinn líkt og hlammar sér ofan á sögu- efnið og öllu því smálega sem gæti gefið frásögninni eitthvert líf eða sannferðugleika er rutt burt; það eru mörg orð en mað- ur er ósköp litlu nær því að vita hvernig María Guðmundsdóttir hugsar. Allt skáldflug fær svo snögg- an enda undireins og María sest upp í flugvél og hverfur út í lönd. Þá verður frásögnin, og það er reyndar lunginn úr bók- inni, varla annað en röð atvika sem tolla ekki saman; það er mikið fjölyrt um hvað lífið gangi hratt og um frægt fólk eða fólk sem höfundurinn fullvissar les- andann um að sé frægt. Lýsingar á fallandi laufblöð- um í París ná ekki að lyfta upp köflum þar sem úir og grúir af marflatri tímaritafíjósófíu: Mar- ía er sögð ein af „Öskubuskun- um sem höfðu komist á dans- leik í höllinni"; hún hrærist í „hinum firrta heimi tísku og frægðar" og hinum „hraða takti borgarlífsins". Hún hittir „ýmsa úr menningargeira hins ritaða orðs“ og menn úr „hröðum heimi blaðamennsku". Lesand- inn fær að vita að „enginn fór ósnortinn gegnum sjöunda ára- tuginn“ en að samt sé „París alltaf París“. I útlöndum þykir frekar hvim- leiður siður að ástunda „name- dropping“ og það eru mikil lýti á bókinni hvernig alls staðar er sætt færis að læða inn nöfnum á fólki sem kemur meginfrá- sögninni ekki hót við. Nokkuð dæmigerð er ljósmynd þar sem María stendur við annan mann og heilsar upp á rithöfundinn Truman Capote. Eða réttar sagt, það stendur í myndar- texta að hún sé að heilsa Ca- pote, því í raun sést ekki annað af rithöfundinum fræga en önn- ur höndin sem teygir sig inn í mynd. Svona er um flest af fræga fólkinu, það glittir í hönd eða fót á leiðinni upp í flugvél eða út af restauranti; maður er ekki miklu vísari þótt maður viti að Vidal Sassoon, sem bregður fyrir eitt andartak, „flutti síðar til Bandaríkjanna til að sinna framleiðslu hárþvottaefna og varð sjampóstórveldi“. María Guðmundsdóttir hefur greinilega átt erfiða ævi að mörgu leyti og hún er alls góðs makleg. Hitt er svo annað að ef maður klórar í yfirborðið á hvaða manneskju sem er finnur maður einhvern harmleik sem býr undir; það er ekki efniviður- inn sjálfur sem gefur ævisögu gildi fremur en í skáldskap, heldur fyrst og fremst hvernig tekst að koma honum á bók. Þetta er ekki skrifað til að gera lítið úr lífshlaupi Maríu, heldur til að árétta hvílíkur galli það er á bókinni að einatt sé reynt að ná hámarksáhrifum með ein- földunum og tilfinningasemi fremur en íhygli. Fyrir vikið er maður ekki miklu nær um per- sónu Maríu en hefði maður les- ið tímaritsgrein sem hefur hlaupið í ofvöxtur. Fjallkonan skemmtir sér Partý Fjallkonan Dreifing: Japis ★★ Fjallkonan er nýleg hljóm- sveit sem gefur hér út sína fyrstu plötu. Sveitin er skipuð nokkrum vel kunnum tónlistar- mönnum sem koma úr ólíkum áttum. Þeir fóstbræður Jón Ól- afsson og Stefán Hjörleifsson hafa margt brallað saman um Plötur f 1 Bjöm Jörundur ævina og eru hér á ferð ásamt söngvaranum Pétri Emi Guð- mundssyni, Jóhanni Hjörleifs- syni trommuleikara og Róbert Þórhallssyni bassaleikara. Allt eru þetta hljóðfæraleikarar ýmsu vanir og skila sínu í sam- ræmi við það. Öll lögin eru eftir þá Jón, Pét- ur og Stefán, en textasmíðin skiptist nokkuð jafnt milli Pét- urs Arnar og Bergs Þórs Ing- ólfssonar. Þorsteinn Eggerts- son á síðan einn texta við lag Jóns, Atlot, og Jón á heiðurinn af tveimur textum ásamt Pétri. Yfirskrift plötunnar, Partý, gefur góða hugmynd um inni- haldið, léttleikandi og áhyggju- laust yfirbragð þar sem húmor- inn er undirtónninn. Lagasmíðar félaganna eru vönduð, áreynslulaus popplög með viðeigandi alvörulausum textum sem hæfa hugmyndinni vel. Það kemur svolítið á óvart að í þessu partýi er ekki mikið spilað af stuðlögum, eins og oft vill verða, nema þegar gestirnir taka óvænt uppá að bömpa af krafti í félagi við erlenda mær sem sungin er af Emilíönu Torrini. Eins og áður segir er partýið frekar yfirvegað en nær botnin- um í rólegheitunum þegar við heyrum sögu gæjans sem nær ekki í neina píu og er á nettum bömmer í nokkuð góðu lagi Pét- urs Thule woman og laginu Lifandi lúðranammi Acid jass og funk Sælgætisgeröin Útgefandi: Kisi hf. ★ ★ Sælgætisgerðin er stuð- blásturssveit sem leikið hefur um skeið á veitingahús- inu Glaumbar við vinsældir Plötur Bjöm Jörundur Glaumverja. Hér hafa þeir gert — að því er virðist í snarhasti — sína fyrstu hljómplötu: Acid jass og funk. Á plötunni kennir ýmissa grasa gamalla fönk- og soul- standarda í útsetningum sæl- gætismannanna. Platan er tek- „ Tónn blásaranna er nokkuð misgóðuren það skrifast eflaust á stuttan upptökutíma og eitthvað sem hefði mátt laga í hljóðveri. Þetta erengu að síður eiguleg plata fyrirþá sem unna lúðra- fjöri“. in að mestu upp live og kemst í gegn sú spilagleði sem virðist einkenna bandið. Helsta að- finnsla skrifast á ryþmagrunn- inn, sem þrátt fyrir að vera þéttur og sannfærandi er alltof negldur í bítið — eða liggur framarlega í því. Þar sem um gamalt fönkístöff er að ræða þarf að liggja aftarlega á bítinu með hæfilegu kæruleysi svo dæmið svíngi. Tónn blásaranna er líka nokkuð misgóður en það skrif- ast eflaust á stuttan upptöku- tíma og eitthvað sem hefði mátt laga í hljóðveri. Best tekst til í Kool & the Gang/Gene Redd-laginu Give it up. Þá kem- ur við sögu í einu lagi söngvar- inn Bergsveinn Árelíusson og smellur poppsánd bassa og trommuleikarans vel inn í myndina þar. Þetta er engu að síður eigu- leg plata fyrir þá sem unna lúðrafjöri eða hafa skemmt sér við tóna þeirra á tónleikum. „ Tilgangur Fjallkonunnar ergreinilega ekki að reisa sérlistrœnan minn- isvarða með hljómplöt- unniPartý, heláurað skemmta samferða- mönnum sínum með léttu áœgurefni oggrípanái stórgóða, Atlot, þar sem Jón nær sér í píu. Merkilegt hvað þessar stelpur geta dregið nið- ur stuðið. Þó er einnig töluvert af mönnum dregið í lagi Stefáns Pjúk þar sem ógleðin er farin að láta á sér kræla eftir Iangvar- andi gleði næturinnar og gúst- afsbergi gefinn sinn lögboðni tollur af veitingunum. í fyrsta lagi plötunnar koma við sögu góðir gestir, þau Rósa Ingólfsdóttir og Eggert Þor- leifsson, sem fara á kostum í hlutverki foreldranna sem fljúga til útlanda svo bjóða megi í partý. Þetta er eitt betri laga plötunnar og sýnir Pétur Örn þar fram á að í honum leyn- ist margt fleira en góður söngv- ari. Önnur þau lög sem uppúr standa eru Loftbólur, Förum og berjurn þar sem Stefán er trúr sínum höfundareinkennum sem þekkjast úr margra kíló- metra fjarlægð og lagið Rúnar þrátt fyrir væminn textann. Síst gengur veislan upp þegar bræðurnir grína yfir sig í Hum- an League-skotnum búningi í laginu Fóní Jóni sem er hálfgerð synd, því hæfilegur fíflagangur heildarmyndarínnar virðist frekar vera málið. Strákarnir sjá sjálfir um út- setningar, upptökustjórn og hljóðblöndun. Hljómur plöt- unnar er með ágætis yfirbragði og ekkert mikið um stæla eða hátæknibrellur en hæfir ágæt- lega tónlistinni þó auðheyrilega sé hann ekki mjög dýr. Tilgangur Fjallkonunnar er greinilega ekki að reisa sér list- rænan minnisvarða með hljóm- plötunni Partý, heldur að skemmta samferðamönnum sínum með léttu dægurefni og grípandi poppmúsík. Stjömugöf Helgaipóstsins Gusgus Gusgus-flokkurinn Kjól og Andersen ★★★ Útkoman er í flesta staði frum- Ieg og grípandi. Lögin eru að sjálfsögðu misjöfn að innihaldi en útfærslan fjölbreytileg og skapar oftast j)á spennu sem þarf. (BJF) Hittu mig Vinir Dóra Straight Ahead Records ★★ Halldór hefði mátt flytja eitt- hvað af ákefðinni í gítarleiknum yfir í sönginn. (BJF) Serpentyne Hljómsveitin XIII Spor Platan hljómar nokkuð einsleit í heildina og meiri fjölbreytni í út- setningum hefði getað lyft stöku stað úr rokkniðnum sem þarfn- ast stilltra stunda til að ná há- marki sínu. (BJF) Serðir Monster Sverrir Stormsker Spor ® Hér eru soðnar saman klámvís- ur við tíðindalitlar lagasmíðar sem leiðast stundum út í eins- konar ísraelska júróvisjón-hóp- söngskórala og ætlar þá að því er virðist flest um koll að keyra í jörfagleðinni á Sorastöðum. (BJF) Double Talk Cigarette Skrfan ★★ Hér er greinilega á ferðinni hóp- ur sem getur gert popp sem virkar. Platan sýnir ágætan þverskurð af fjölhæfri hljóm- sveit. Það vantar samt herslu- muninn á þessari plötu og þarna eru of mörg lög sem ganga ekki upp. (BJF) í skugga Morthens Bubbi Morthens Skrfan ★ ★★★ Lagaval á svona verki verður alltaf smekksatriði, en hér er á ferðinni ágætasti pakki, sem að- dáendur Bubba, Hauks og sí- gildra dægurlaga ættu að kunna að meta. (BJF) Fjap Súkkat ★★★ Hinir bráðsnjöllu Súkkatbræður eru hér með sína aðra plötu. Dú- ettinn úr Búðarhrauni bregst ekki frekar en fyrri daginn og er hin mesta skemmtun. (BJF) Palli Páll Óskar Hjálmtýsson ★ Páll gerir sér dælt við saman- safn væminna ballaða og ferst það verk vel úr hendi. Helsti galli plötunnar er hins vegar að á henni er ekki að finna einn ein- asta spennandi eða nýja hlut. (BJF) Veröld smá og stór Ásgeir Óskarsson ★★★★ Ásgeir hefur gert vandaða plötu með efni sem hefur safnast upp hjá honum í þrjátíu ár og verður gaman að sjá hvað hann gerir árið 2025. (BFJ) Gleðifólkið KK ★ ★★★★ Merkilegast við plötuna er hversu jafngóðar lagasmíðarnar eru og hverfgi veikan blett að finna þar. Hér fullkomnar hann uppskriftina af vellingnum sín- um, sem er einhverskonar sveitabikkjublús. (BFJ) Apple-umboðið hf. Skipholti 21, simi: 511 5111

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.