Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 2
2 gefe^ •'i'f FIMIVmiDAGUR ZL DESEMBER1995 aldrei í sömu stretsbuxunum á hest- bak og á böll. Hins vegar geng ég aldrei í gallabuxum nema til þess að mála í heima hjá mér, ég nota þær bara til upprunalegs brúks. Ætli ég noti ekki svona mikið stretsbuxur því ég þarf að iiafa rými til þess að hreyfa mig.“ Skórnir? „Þessir eru líka frá Bandaríkjun- um. Þegar ég verð ástfangin af skóm slít ég þeim út þar til þeir deyja. Þessa rakst ég á fyrir tilviljun í mót- orhjólabúð fyrir tveimur árum og hef verið í þeim allar götur síðan, sem verður að teljast gott, því venjulega slít ég skóm á sjö til átta mánuðum.“ Stígvélin sem Helena er í á mynd- inni eru ákveðið breik frá hælastíg- vélunum sem hún hefur notað í mörg ár. „í þessum stígvélum dansaði ég allar sýningarnar í Súperstar. Það kemur mér því enn meira á óvart að ég skuli ekki enn vera búin að slíta þeim út.“ Ein af sérstæðari bókum ársins er óneitanlega „Karlar eru frá Mars — Konur eru frá Venus“. Djarfur blaðamaður Helgarpóstsins af karlkyni gluggaði í bókina og fann meðal annars að því er virðist óbrigðula ráðagerð fyrir karlmenn til að koma sér í mjúkinn hjá konum. Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum. Hyggilegast er að fara með gát til að verða ekki óvænt uppáþrengjandi... 101 aðferð við að heilla konu Helena Jónsdóttir dansari, sem átt hefur hvað stærstan þátt í aðliðka leikara Borgarleikhússins að undan- förnu, er þessa dagana í fyrsta sinn í fríi frá söngleikjafárinu síðan í janúar á þessu ári. Hún hefur því í hyggju að njóta jólanna í botn. Nóg er samt fram- undan því um áramótin skemmtir hún ásamt Hamingjupakkinu (hluta Súperstargengisins) á Hótel Ork, í framhaldi af því fer hún svo að undir- búa kennslu og sýningu sem á að setja upp í febrúar. Helena segist ekki vera tískufrík í venjulegri merkingu þess orðs. Vissu- lega kaupi hún sér oft fatnað en hann þurfi þá yfirleitt að vera klassískur og ekki dýr. „Ég er ekki tískufrík í þeim skilningi að ég kaupi mér fatnað sem ég bara nota í fjóra mánuði og hendi svo, heldur fer ég oft á flóamarkaði og kaupi mér föt sem ég á í mörg, mörg ár. Og ef svo ber undir tek ég upp nál og tvinna; laga sniðin og svo framveg- is.“ Gallajakkinn? „Hann keypti ég í Bandaríkjunum í kringum ‘85, ‘86. í þau tíu ár sem ég hef átt þennan gallajakka hefur hann alltaf verið eins, með tóbaksblettunum á vasanum eftir upprunalegan eiganda. Mér líður einmitt mjög vel í fatnaði með karakter." Buxumar? „Ég hef verið í eins stretsbuxum frá því í gaggó, beinum og þröngum, sem ég jafnt dansa í, fer í á böll og á hest- bak, en ég tek það þó fram að ég fer 19. Þegar hún talar viö þig skaltu leggja frá þér tfma- ritið eöa slökkva á sjónvarpinu og veita henni óskipta athygli þína. 20. Ef það er hún sem þvær upp skaltu stundum bjóöast til þess, sérstaklega þegar hún er þreytt. 21. Taktu eftir þegar hún er miður sín eöa þreytt og spurðu hvaö hún þurfi að gera. Síöan skaltu bjóðast til aö gera eitthvaö af því fyrir hana. 22. Spuröu hana hvort þú getir keypt eitthvað fyrir hana þegar þú ferö út og mundu svo eftir því að gera þaö. 23. Láttu hana vita þegar þú ætlar þér að fá þér lúr eða fara eitthvað. 24. Faðmaðu hana að þér fjórum sinnum á dag. 25. Hringdu f hana úr vinnunni til að spyrja hana hvernig hún hafi það, til að segja henni frá einhverju skemmtilegu eða til að segja henni að þú elskir hana. 26. Segðu henni að þú elskir hana að minnsta kosti tvisvar á dag. 27. Búðu um rúmið og lagaðu til í svefnherberginu. 1. Þegar þú kemur heim skaltu fara til hennar og taka utan um hana. 2. Spurðu hana sérstakra spurninga um hvað á dag hennar hefur drifið sem gefa vfsbendingar um að þú vitir hvað hún hatði á prjónunum (til dæmis: „Hvern- ig gekk hjá lækninum?") 3. Æfðu þig í aö hlusta og spyrja spurninga. 4. Þú skalt standast þá freistingu að leysa vandamál hennar, þess f stað skaltu sýna hluttekningu. 5. Sinntu henni óbeðinn í tuttugu mtnútur og veittu henni óskipta athygli þfna (ekki lesa blaðið eöa vera með hugann við eitthvaö annað á meðan). 6. Færðu henni blóm án tilefnis jafnt og við sérstök tækifæri. 7. Ráðgerðu að fara með henni út með góðum fyrirvara en bíddu ekki þangað til á föstu- dagskvöldi með að spyrja hana hvað hún vilji gera. 8. Ef hún sér yfirleitt um matargerö- ina eða ef röðin er komin að henni og hún virðist þreytt eða eiga annrfkt skaltu bjóðast til þess að elda. 9. Segðu henni að hún Ifti vel út. 10. Þegar hún er f uppnámi skaltu láta hanafinna að henni leyfist aö Ifða illa. 11. Þú skalt bjóðast til að hjálpa henni þegar hún er þreytt. 12. Gerðu ráö fyrir góðum tfma þegar þið feröist saman svo hún þurfi ekki að flýta sér. 13. Hringdu f hana og láttu hana vita þegar þú verður seinn fyrir. 14. Þegar hún biður um stuðning skaltu segja já eða nei án þess að henni finnist hún ekki hafa átt að biðjaumhann. 15. Vertu samúöarfullur þegar henni sárnar og segðu: „Mér þykir leitt að hafa sært þig." Vertu svo hljóður, láttu hana finna að þú skiljir sárindi hennar. Ekki koma með úrræöi eða reyna að útskýra að það sé ekki þér að kenna að hún er særð. 16. Þegar þú þarft að losa þig frá henni, láttu hana vita að þú munir koma aftur eða að þú þurfir tíma til að hugsa. 17. Þegar þú ert búinn að jafna þig og ert köminn aftur skaltu tala um það sem angraði þig á vinsam- legan hátt sem felur ekki f sér ásökun svo hún ímyndi sér ekki það versta. sjálfur svo hún þurfi ekki að gera það. 29. Taktu eftir þegar ruslafatan er full og tæmdu hana. 30. Skildu eftir sfmanúmer þar sem hægt er að ná f þig þegar þú ferð úr bænum og láttu hana vita að þú hafir komist heilu og höldnu á áfangastað. 31. Þvoðu bílinn. 32. Þvoðu bílinn og þrffðu hann að innan áöur en þú ferð út með henni. 33. Þvoðu þér áður en þið stundið kynlff og settu á þig ilmefni ef hún er hrifin af því. 34. Taktu hennar málstað þegar hún er reið út í ein- hvern. 36. Vefðu hana örmum og hjúfraðu þig stundum að henni án þess að vilja kynlíf. 37. Vertu þolinmóður þegar hún segir frá. Ekki Ifta á klukkuna. 38. Ekki skipta um stöðvar með fjarstýringunni þegar þiö horfið saman á sjón- varp. 39. Sýndu væntumþykju innan um aðra. 40. Ekki vera máttlaus í hendinni þegar þiö haldist í hendur. 41. Mundu hvað henni þykir best að drekka svo þú getir boðið henni að velja sér það sem henni þykir gott. 42. Þegar þið farið út að borða skaltu stinga upp á veitingastöðum; láttu hana ekki þurfa að hafa fyrir því að finna stað. 43. Kauptu árskort í leikhúsið, á sinfónfutónleika, óperuna, ballett eða eitthvað annað sem hún er hrif- in af. 44. Skapið ykkur tækifæri til að klæða ykkur upp á. 45. Vertu skilningsríkur þegar hún er sein eða ákveður að skipta um föt. 46. Veittu henni meiri athygli en öðrum í fjölmenni. 47. Láttu hana vera mikilvægari en börnin. Láttu börnin sjá að það er hún sem fær athygli þína fyrst og fremst. 48. Kauptu handa henni litlar gjafir - eins og litla konfektkassa eða ilmvatn. 18. Þú skalt bjóðast til að kveikja upp í arninum á veturna. 28. Ef hún þvær sokkana þina skaltu snúa þeim við 49. Kauptu handa henni föt (farðu með mynd af henni ásamt stæröinni sem hún notar í búðina og biddu um aðstoð við að velja þau). 50. Taktu myndir af henni við sérstök tækifæri. 51. Stingið af saman til að kynda undir rómantlkinni. 52. Láttu hana sjá að þú geymir mynd af henni ( veskinu þínu og endurnýjaðu hana annað slagið. 53. Þegar þig gistið á hóteli skaltu biðja um eitthvað sérstakt í herbergiö, svo sem kampavínsflösku eða blóm. 54. Skrifaðu hjá þér eða merktu við hjá þér afmælis- daga og aðra merkisdaga. 55. Bjóddu henni að aka þegar þið farið langt. 56. Aktu hægt og örugglega, taktu tillit til þess sem hún vill. Hún situr eftir allt saman hjálparvana I framsætinu. 57. Taktu ettir hvernig henni llður og talaðu um það: „Þú ert hamingjusöm I dag,“ eða: „Þú ert þreytuleg," og spurðu síðan spurninga á borð við: „Hvernig var dagurinn?" 58. Þegar þú býður henni út skaltu vera viss um að rata svo hún þurfi ekki að bera ábyrgð á þvl að vísa veginn. 59. Faröu með hana út að dansa eða I dansskóla. 60. Komdu henni á óvart með litlu ástarbréfi eða Ijóði. 61. Komdu fram við hana eins og þú gerðir I upphafi sambandsins. 62. Þú skalt bjóðast til að lagfæra eitthvað í húsinu. Segðu: „Hvað þarf aö laga hér? Ég het tíma núna." Ekki ætla þér meira en þú getur gert. 63. Þú getur boðist til að brýna hnlfana I eldhúsinu. 64. Kauptu sterkt llm til að gra við brotna hluti. 65. Skiptu um Ijósaperur um leið og þær eru ónýtar. 66. Hjálpaðu til við að fara með rusl I endurvinnslu. 67. Lestu upphátt fyrir hana eða klipptu út greinar sem hún gæti haft áhuga á. 68. Skrifaðu vandlega niður öll skilaboð sem þú tek- urfyrirhana gegnumsíma. 69. Haltu baðherbergisgólfinu hreinu og þurrkaðu það eftir að þú hefur farið I sturtu. 70. Opnaðu dyrnar fyrir hana. 71. Haltu á innkaupapokunum fyrir hana. 72. Haltu á þungum kössum fyrir hana. 73. Sjáðu um farangurinn þegar þið ferðist og að hlaða bílinn. 74. Ef hún þvær diskana eða það er komið að henni skaltu bjóðast til að þvo pottana eða annað sem er erfitt að hreinsa. 75. Útbúðu lista yfir það sem þarfnast lagfæringar og hafðu hann I eldhúsinu. Þegar þú mátt vera að sinntu þá einhverju því sem á listanum er. Ekki láta langan tíma líða. 76. Hrósaðu henni fyrir máltfð sem hún hefur útbú- ið. 77. Horfðu (augun á henni þegar þú hlustar á hana. 78. Snertu hana með höndunum stundum þegar þú ert að tala við hana. 79. Sýndu áhuga á því sem hún gerir á daginn, bók- unum sem hún les og fólkinu sem hún tengist. 80. Þegar þú ert að hlusta á hana skaltu fullvisa hana um að þú hafir áhuga með því að gefa frá þér hljóð á borð við „Ummm", „Ó“, „Jamm" og „Nú“. 81. Spurðu hana hvernig henni Kði. 82. Hafi hún verið veik, biddu hana þá að segja þér hvernig henni líði eða hvort henni sé batnað. 83. Sé hún þreytt skaltu bjóðast til að útbúa te fyrir hana. 84. Háttið ykkur saman og farið í rúmið á sama tíma. 85. Kysstu hana og kveddu þegar þú ferð. 86. Hlæðu að bröndurum hennar og kímni. 87. Þakkaðu henni fyrir þegar hún gerir eitthvað fyr- irþig. 88. Taktu ettir þegar hún lætur laga á sér hárið og sláðu henni gullhamra. 89. Gerðu ráð fyrir tíma sem þið getið notiö saman tvö ein á sérstakan hátt. 90. Ekki svara i símann á persónulegum augnablik- um eða ef hún er að tala um viðkvæm tilfinningamái. 91. Farið saman í hjólreiðaferðir jafnvel þótt það sé aðeins stutt. 92. Skipuleggðu og undirbúðu lautarferð. (Mundu eftir dúknum.) 93. Ef það er hún sem sér um þvottinn skaltu fara meö föt (hreinsun eða bjóðast til að þvo. 94. Farðu með henni í gönguferðir án barnanna. 95. Semjið þannig aö hún sjái aö þú vilt að hún fái það sem hún vill og þú táir Kka það sem þú vilt. Vertu umhyggjusamur en ekki pfslarvottur. 96. Láttu hana vita aö þú saknaðir hennar þegar þú fórst í burtu. 97. Komdu heim með eitthvað sem henni þykir veru- lega gott. 98. Ef það er hún sem kaupir venjulega inn skaltu bjóðast til þess. 99. Borðaðu þig ekki saddan á rómantískum stund- um svo að þú veröir ekki úttroðinn og þreyttur seinna. 100. Biddu hana að bæta við þennan lista því sem henni finnst vanta. 101. Gættu þess að loka klósettskálinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.