Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2L DESEMBER1995 7 aldrei náð nokkrum árangri í slíkri ríkisstjórn. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk þannig niður- stöðu úr kosningunum að hann réð ferðinni. Þeir völdu okkur til samstarfs og okkur þótti mikilvægt miðað við fyr- irheitin sem við gáfum í kosn- ingunum að komast í ríkis- stjórn. Hér er ekki ríkisstjórn stöðnunar á ferð. Við sjáum miklar breytingar nú þegar. Störfum er byrjað að fjölga, eitt álver er í höfn og hagvöxt- ur að aukast.“ Nú er formaður Framsóknar- flokksins tiltölulega ungur í embætti; hvernig kanntu við hans stíl samanborið við Stein- grím Hermannsson? „Ég he/ alltaf kunnað vel við Halldór Ásgrímsson, álít hann mjög ábyrgan stjórnmálamann og bind vonir við störf hans. Steingrímur Hermannsson var náttúrlega einstakur stjórnmálamaður sem náði miklum árangri. Hann var hér lengi fremstur meðal jafningja. En ég sé ekki annað en að Hall- dór geti á einhverjum ákveðn- um tíma náð stöðu Steingríms. í stefnufestunni sem er styrk- leiki Halldórs liggur einnig veikleiki hans. Foringjar verða alltaf að kunna aka seglum eft- ir vindi. Þeir verða að hlusta, en maður sem fær annan hvern mann í sínu kjördæmi til að kjósa sig og sinn flokk býr yfir miklu. Ekki eru það bara bændur því þorpin á Austur- landi eru mörg og Egill á Selja- völlum segir að bændurnir kjósi sig. Þetta er allt að koma hjá Halldóri. Við höfum hins- vegar séð að svonalagað tekur sinn tíma. Davíð Oddssyni gekk til dæmis illa fyrstu tvö árin, en nú hefur hann náð svipaðri stöðu og Steingrímur hafði á tímabili." Framsóknarflokkurinn er félagshyggju- og jafnaoarmannaflokkur Talandi um stjórnmálaleið- toga eins félagshyggjuflokksins: sérðu sameiningu félagshyggju- flokkanna verða að veruleika í framtíðinni? „Ég segi bara einsog Krist- inn H. Gunnarsson, að ég sé hana ekki verða að veruleika án þátttöku Framsóknarflokks- ins. Ég er hinsvegar jafnaðar- maður, á rætur meðal jafnað- armanna og Framsóknarflokk- urinn er félagshyggju- og jafn- aðarmannaflokkur. Og ég get tekið undir það með jafnaðar- mönnum á íslandi, að auðvitað er flokkaskipan á íslandi með mjög óeðlilegum hætti og hlýt- ur að breytast. í þeim efnum sé ég fyrir mér, að hér rísi upp verkamannaflokkur sem nái verulegu fylgi. Framsóknar- flokkurinn yrði þá miðjuafl hins hógværa fólks og áfram í svipaðri stöðu og nú. Auðvitað er það fullkomlega óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er íslenski íhaldsflokkurinn, skuli vera hér með sama fylgi og jafnaðarmenn í öðrum Évrópu- löndum. Og vitaskuld er mikið af félagshyggjufólki í Sjálfstæð- isflokknum; stærstu regnhlífar- samtökum þessa lands; sam- tökum sem einsog guðshús rúma allar skoðanir." Nokkrir alþýðuflokks- uppar hafa staðið fyrir pólitískri aðför / kosningabaráttunni á Suður- landi síðastliðið vor börðu al- þýðuflokksmenn óspart á þér og raunar beindu þeir um land allt spjótum sínum í miklum mœli gegn Framsóknarflokkn- um. Rœtt var til að mynda um óvild þína og flokksins alls í garð útlendinga. Hversvegna heldurðu að slíkt hafi komið til? „Ég held að það sé orðum aukið að kratar hafi eitthvað sérstaklega barið á mér. Ég er í góðum vinskap við fjölda al- þýðuflokksmanna. Flestir þing- menn þeirra eru mjög góðir vinir mínir og Lúðvík Berg- vinsson er til dæmis perluvin- ur minn. Þetta snýr bara að einum Hrafni [Jökulssyni] og engir aðrir alþýðuflokksmenn en hann og nokkrir alþýðu- flokks-uppar hafa staðið fyrir pólitískri aðför að mér. Þetta hafa þeir gert með mjög ómerkilegum hætti og mætti kannski einna helst líkja við aðförina að Ólafi Jóhannes- syni sem Alþýðuflokkurinn stóð fyrir forðum." En er það tilviljun að þessar meiningar um óvild Framsókn- arflokksins — eða að minnsta kosti hluta hans — í garð út- lendinga voru notaðar? Var bara gripið til nœstu tiltœku ráða...? „Auðvitað sjá það allir sem áhuga hafa, að orð hafa verið afflutt og misskilningur nýttur útí ystu æsar til að ráðast á persónu mína. Ég get sagt þér einsog er, að Einar S. Jónsson, formann Norræns mannkyns, hef ég aldrei séð eða hitt í eigin persónu." En nú staðhœfa fyrrverandi og núverandi formaður samtak- anna, að þeir hafi sent þér fund- arboð árum saman ánþess að þú hafi gert við það athuga- semdir... „Ég fæ fundarboð frá fjölda samtaka, meðal annars Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, og læt mér ekki detta í hug að þarmeð sé ég talinn þar félagi. Þetta mál er þannig vaxið, að Norrænt mannkyn er félagsskapur sem stofnaður var uppúr 1980 og þá var mjög lagt að mér að ganga í þann félagsskap. Ég gerði það afturámóti ekki af því að mér sýndust öfgarnar vera með þeim hætti að ekki væri hægt að koma nálægt fé- laginu. Og ég hef aldrei sótt fundi hjá þessu félagi. Fyrrver- andi formaður þess skráði mig hinsvegar í félagið að mér for- spurðum — eða af misskiln- ingi. En ég hafði ekki hugmynd um það fyrren í haust eftir að lætin hófust." Tók málið nærri sér og kveðst afar vinsamlegur í garo útlendinga Þú tókst þennan málflutning semsagt ákaflega nœrri þér? „Auðvitað gerði ég það — ekki síst þegar ég sá atburða- rásina. Tímasetningin var eng- in tilviljun. Þingið var sett um þetta leyti og tveimur dögum síðar var þessari umræddu forsíðu Alþýðublaðsins velt með djöfulskap inná báðar sjónvarpsstöðvarnar í um- ræðuþætti um rasisma þar sem mínu nafni var skellt fram. Auðvitað snertir slíkt mann og reynir á fjölskylduna. Svona óþverraskapur: að væna þá um skoðanir sem þeir hafa aldrei sett fram og hefja áróð- ur á mörgum vígstöðvum til að eyðileggja mannorð stjórn- málamanns. Sem betur fer er þjóðin hinsvegar skynsöm og sér gegnum svonalagað. Ég er það heppinn að margir þekkja mín viðhorf og vita sem er, að ég hef aldrei staðið í þeim fjandskap sem Hrafn og sálufé- lagar eigna mér. Ég er þvert á móti vinsamlegur í garð nýbúa og flóttamanna og legg áherslu á að þetta fólk fái þannig mót- tökur hér að því líki við að vera hluti af samfélagi íslend- inga. Ég vil ekki átök milli þjóð- arbrota einsog eiga sér stað í ýmsum löndum Evrópu." Hrafn hefur lýst eftir málsókn þinni á hendur sér. Ætlarðu að láta verða afþví? „Niðurstaða Siðanefndar blaðamanna var auðvitað sú að Hrafn fékk sinn dóm og ég vona að það lægi hans offors svo að hann verði meiri maður á eftir. í viðbrögðum hans í ieiðaraskrifum vegna úrskurð- ar Siðanefndar kemur þó fram einsog segir í Bibltunni, að gremja afglapans kemur þegar í ljós, en kænn maður dylur smán sína. Hann ætti að fara hægar þessi maður í glannaleg- um greinum sínum. Ég er ekki eina skotmark hans og það er vert að hafa í huga, að sá sem alltaf slær undir beltisstað ein- angrast fljótlega. En það er Jón Baldvin Hannibalsson sem kýs að hafa Hrafn áfram í þjónustu sinni, þráttfyrir að ég vilji taka fram að ég hef aldrei reynt Jón Baldvin að öðru en drengilegri framgöngu gagn- vart pólitískum andstæðingum sínum. Þessvegna hlýt ég að undrast hví hann stríðelur rit- stjóra sem þennan; ritstjóra sem augljóslega skaðar hús- bændur sína. Kannski er það tungutakið og hömlulaus stíll Hrafnsins sem gleður foringj- ann á köldum og leiðum dög- um í stjórnarandstöðu. Ég skal ekki um það segja...“ Ekki pláss fyrir mig sem ráðherra í þessari stjórn Hvað sýnist þér um starfs- hœtti þingsins núna á síðustu dögum fjárlagaumrœðu og -af- greiðslu þarsem allt er í hvell- sprengað vanda... „Ég tel að þingstörfum verði að breyta í þá átt að skipu- leggja vinnubrögðin betur. Það sést einna greinilegast í fjár- lagatörninni þarsem þarf nátt- úrlega að vinna með allt öðr- um hætti." Hvernig þá — kannski með fjárlagagerð til lengri tíma einsog ósjaldan hefur verið rœtt og reifað? „Jú, það þarf að leggja fjárlög fram til lengri tíma. Það gengur auðvitað ekki að lenda alltaf í þessari tímakreppu réttfyrir jólin. Menn þurfa að vinna fyrr og hraðar í þessum málum. Fé- lagslega sinnaðir einstaklingar þurfa líka að velta ýmsu fyrir sér ef þeir hafa einhverja sam- úð með litla manninum í þjóð- félaginu. Ég óttast nefnilega að menn séu að fara offari í heil- brigðismálunum. Það er ekki einleikið hvernig mætir menn í embætti heilbrigðisráðherra hafa farið í þessari umræðu. Þeim er ætlað að gera hluti sem vart eru framkvæmanleg- ir. Mér finnst að sjónum sé ef til vill beint í of litlum mæli að fjármálaráðuneytinu sjálfu, þaðan sem allar þessar mis- kunnarlausu kröfur koma.“ En ef við getum ekki gengið frekar á velferðarkerfið í niður- skurði stendur eftir spurningin: hvar á þá að skera niður? „Vitaskuld þurfum við að ná fram ákveðnum sparnaði og breytingum á heilbrigðiskerf- inu — þessum risastóra út- gjaldalið ríkisins. En menn þurfa einfaldlega að leggjast yf- ir þessi mál og skoða með langtímamarkmið í huga. Ég hygg að það sé rétt sem kunn- ugir segja, að allar þessar skyndibreytingar og mínútu- reddingar kosti mikið fjármagn og séu stundum allt að því óframkvæmanlegar. Ég óttast það, að samansaumaðir frjáls- hyggjumenn séu farnir að stjórna hér fjármálum ríkisins. Ég vil ekki spyrja spurninga um hvort hætta eigi að gera allt til að bjarga mannslífum. Ég vil ekki sjá dyraverði við sjúkrahúsin sem rukka þá sjúku. Ég treysti hinsvegar Ingibjörgu Pálmadóttur til að ná þjóðarsátt um þessi mál, en hún þarf kannski að glíma við sendisveina Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra.“ Nú langar mig til að smella mér örstutt afturyfir til stjómar- myndunarinnar síðastliðið vor þarsem þú komst meðal annars til álita sem ráðherra. Hvers- vegna varð ekki afþví? „Það var bara einsog gerist í einum þingflokki þarsem sætta verður mörg sjónarmið sem tekist er á um; dreifbýli/þétt- býli, karlar/konur og svo fram- vegis. Það var hreinlega ekki pláss fyrir mig og ég gekk eng- an veginn sár í bragði frá þeim leik.“ Kosningafyrirkomulagið & fiskveiðakerfið þarfnast endurskoðunar Hvað með hluti á borð við kosninga- og kjördœmafyrir- komulagið og þá almennu óánœgju sem virðist ríkja varð- andi það? Dreifbýlishöfðingj- arnir í Framsóknarflokknum hafa mátt sitja undir því að vilja viðhalda misvœgi atkvœð- anna, en hvað finnst þér um málið? „Auðvitað er ég ekki sáttur við núverandi fyrirkomulag og það er til marks um það, að kosningalögin séu óneitanlega dálítið einkennileg þegar svo skrýtnir hlutir gerast að eng- inn skilur þá. Eggert Haukdal í sérframboði fellir Drífu Hjart- ardóttur hjá Sjálfstæðisflokkn- um og kemur Lúðvík vini mín- um á þing. Engu að síður var Alþýðuflokkurinn á sama tíma að fá lægsta atkvæðahlutfall sem hann hefur fengið í kjör- dæminu um dagana. Þá gerist það jafnframt að Gunnlaugur Stefánsson fellur hjá Alþýðu- flokknum á Austurlandi meðan Sjálfstæðisflokkurinn nær tveimur mönnum þar inn með færri atkvæði en þeir hafa lengi fengið. Kosningalögin þarf því að sjálfsögðu að skoða og sömu sögu er að segja um kjördæmaskipanina og skipt- ingu vægis atkvæða milli dreif- býlis og þéttbýlis. Það er margt sem þarf að jafna út, en ég veit hinsvegar ekki hvort þarna er endilega fólgið mesta ranglætið. Það má til dæmis ekki gleyma því í þessari um- ræðu, að höfuðborgarsvæðið hefur allt framkvæmdavald og opinbera stjórnsýslu hjá sér. Margt byggðarlagið væri sterk- ara fyrir vikið ef eitthvað af þessum umsvifum færðist þangað." / stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun fiskveiðakerfisins. Hvaða tilfinn- ingar berðu til þess máls? „Fiskveiðakerfið þarf sífellt að vera í endurskoðun og menn verða að halda vöku sinni í sjávarútvegi einsog ann- arsstaðar — og vera tilbúnir að gera breytingar ef á þarf að halda. Sérstaklega á þetta við ef þær sögur eru sannar, að við séum á skaðlegri braut sóunar og mengunar; að menn séu að henda afla fyrir borð þarsem fiskurinn sé of lítill, af vitlausri tegund eða ólandanlegur á ein- hvern hátt. Slíkt kerfi er afar hættulegt. Einnig er mikilvægt að gæta þess, að kvótinn færist ekki á örfáar hendur og ein- hverjir fimm sægreifar eignist þannig auðlindina á fáum ár- um. Við framsóknarmenn stöndum til dæmis gegn því sem Þorsteinn Pálsson og Sjálfstæðisflokkurinn leggja til, að í veðlögum verði handhöf- um kvótans heimilt lögum sam- kvæmt að veðsetja fiskinn í sjónum. Mér skilst að Alþýðu- flokkurinn hafi stöðvað þessi áform ásíðasta kjörtímabili..."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.