Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 8
8 RMMTUDAGUR ZL DESEMBER1995 Óskabækur Leikkona, verkalýðsforingi, söngkona, forstjóri, sóknarprestur, íþróttaforkólfur, borgarfulltrúi, alþingiskonur, hljómborðsleikari, prédíkari, leikhússtjóri, háskólanemi, gamalvanur ritstjóri og borgarstjórinn í Reykjavík. Hvað vilja þau lesa yfírjóiin? Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona „Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur og bókin henn- ar Kristbjargar Kjeld, og bíddu aðeins — Paula eftir Isabel Al- lende; þessar þrjár bækur ætla ég að lesa og er reyndar komin með þær í hendurnar. Steinunni fékk ég í afmælisgjöf, Tómas R. gaf mér Paulu og bókina hennar Kristbjargar keypti ég sjálf. Annars er ég ekkert sérstaklega dugleg að lesa yfir jólin, en ég ætla að reyna að taka mig á.“ lesa bókina hans Þórs White- head án þess að þurfa að vera honum sammála. Svo hefur mér sýnst áhugaverð bókin um þessa konu sem lenti í hörmungum þarna í Þýska- landi en fór svo til Finnlands, ævisaga Ástu Sigurbrands- dóttur." Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona „Mig langar að lesa bókina Vetrareld, mér finnst hún mjög girnileg. Ég hef líka áhuga á bókinni um hana Maríu Guð- mundsdóttur og heyrist á allri umfjöllun að hún hafi lifað mjög spennandi lífi. Annars reyni ég að lesa eins mikið af bókum og ég get, en auðvitað les maður aidrei eins mikið og maður vildi. Jólin eru einmitt tími til að slökkva á sjónvarp- inu og lesa smá. Einhvern veg- inn líður manni svo miklu bet- ur eftir að hafa lesið en eftir að hafa horft á sjónvarpið.“ Óskar Magnússon forstjóri „Þær eru ekki mjög margar. Eru þetta ekki mest orðnar svona smjörlíkis- og smuroiíu- bækur sem eru seldar í mat- vörubúðum og lesnar upp á bílaverkstæðum? Það geta varla verið merkilegar bók- menntir. En af þeim bókum sem hafa sloppið við mestu smjörlíkis- og smurolíufituna dettur mér helst í hug að lesa bók um Stein Steinarr, og svo trúi ég að Bjöm Th. Björasson standi upp úr sem fyrr með Hmunfólkið. Ég man ekki eftir mikið fleiru, enda er ég lítið gefinn fyrir fólk sem veltir sér upp úr frægð sinni og vand- ræðagangi, og enn síður fólki sem kvartar undan vondum foreldrum sínum og mökurn." Geir Waage prestur í Reykholti „Ég gæti vel hugsað mér að lesa bókina um Ólaf helga sem fyrrverandi menntamálaráð- herra Noregs var að gefa út. Hana ias ég um í bókatíðindum Morgunblaðsins og líst vel á. Mér sýnist bókaútgáfan vera fjörleg og skemmtileg um þess- ar mundir, þótt ég muni reynd- ar ekki eftir neinum titlum sem standa upp úr. Vídalínspost- illal Hana á ég reyndar í þrem- ur útgáfum, frá 1731, 1927 og svo í útgáfu frá fimmta ára- tugnum. Ég nota mest útgáf- una frá 1731, það er skemmti- legast að lesa þetta á fraktúr- unni, gotneska letrinu. Annars verð ég viðþolslaus ef mig vantar bækur og þarf helst að eiga helstu undirstöðurit í sagnfræði og guðfræði. Maður hleypur ekki út á bókasafn hér — ekki ennþá.“ Ellert B„ Schram forseti ISI „Ég er búinn að panta mér Hmunfólkið hans Björas Th. og bókina hans Matthíasar Jo- hannessen langar mig líka tii að iesa, Hvíldarlausa ferð inn í dmuminn. Svo ætla ég náttúr- lega að kíkja í Pétur vin minn Sigurðsson og Steinunni er ég búinn að kaupa handa dóttur minni, sem þarf á góðum bók- menntum að halda. Þetta er það helsta sem ég man eftir, en mér finnst vel hugsanlegt að ég sé að missa af einhverjum perlum sem þarna leynast." Árni Sigfússon borgarfulltrúi „Ég er hræddur um að þetta verði frekar barnajól hjá mér en bókajól, ég geri mér ekki vonir um að lesa margar bæk- ur. Ég er raunar búinn að lesa Karlar em fró Mars, konur eru fró Venus, og gerði það á undir- búningsstigi bókarinnar. Ég er búinn að kaupa bókina Paula eftir Isabel Allende handa konunni minni og vona að hún vilji lána mér hana, ætli ég nái þá ekki að klára hana svona í febrúar eða mars. Annars er helst að ég leggi fram óskalista um hvaða bækur ég vildi fá. /s- landssögu eftir Einar Laxness gæti ég hugsað mér að eiga og það væri gaman að glugga í Is- lenskar tilvitnanir eftir Hannes Hólmstein. Siðfrœði Nikómak- kosar vildi ég líka gjarnan fá og bókina eftir Þór Whitehead. Hún er skyldulesning. Ef þú getur komið því á framfæri að ég fái þessar bækur yrði ég sáttur og lofa að lesa þær á ár- inu.“ Siv Friðleifsdóttir alþingismadur „Tröllasögur. Álfar og tröll, ég ætla að lesa þá bók fyrir börnin mín, það er mikill tröllaáhugi hjá þeim þessa dagana. Sá yngri er tveggja ára. Sjálf ætla ég hins vegar að lesa blöð um húsgögn og gard- ínur og þess háttar, vegna þess að ég var að flytja í nýtt hús. Ég hef annars haft lítinn tíma til að kynna mér hvaða bókmenntir eru að koma út fyrir jólin, svo ég les bara það sem ég fæ í jólagjöf. Ég verð víst að treysta öðrum fyrir því.“ Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður „Ég er nú að upplifa þennan hamagang í þinginu fyrir jólin í fyrsta skipti og það er eins og himinn og jörð séu að farast. Svo skilst mér að yfirleitt komi í ljós að það gerist ekki og þá vona ég að ég fái tíma til að lesa og slaka á með fjölskyld- unni. Eg gæti helst hugsað mér að lesa bókina hennar Stein- unnar Sigurðardóttur, Vetrnr- eld eftir Friðrik Erlingsson og Ekkert að þakka eftir Guðrúnu Helgadóttur. í svipinn man ég helst eftir þessum bókum — þú mátt kannski bæta við Ströndinni í ndttúru íslands.“ Magnús Kjartansson tónlistarmaður „Þær eru nokkrar bækurnar sem mig langar í. Náttúrlega bókin hans Jóhanns G. Berg- þórssonar, Satt að segja, og svo kveikir hún líka í mér bók- in um hann Ragnar í Skafta- felii. Annars er svo misjafnt hvað ég hef gaman af að lesa. í fyrra fékk ég bókina hans Gunnars Dal, Að elska er að lifa, og las hana lengi og vel og hlakka til að lesa hana aftur. Bókin Valdatafl í Valhöll fer svo aldrei af náttborðinu hjá mér og hana nota ég sem upp- flettirit um erjur fyrri tíma og hvernig hlutirnir hafa tilhneig- ingu til að falla í ljúfa löð þótt mikið gangi á. í fyrra lá ég á spítala og þá las ég ævisögu Keiths Richards. Við vorum fimm á stofu og sífellt verið að dæla í okkur lyfjum, en ég huggaði mig við hvílíkt smott- erí þetta var miðað við það sem karlinn kom ofan í sig sjálfur á hverri blaðsíðu — og lifði af!“ Gunnar Þorsteinsson í Krossinum „Saga gyðinga held ég að sé áhugaverð bók og ég hef heyrt vel af henni látið svona í fram- hjáhlaupi. Svo er önnur bók sem ég held að sé mergjuð af- lestrar, Kóngur um stund, ævi- saga Gunnars Bjarnasonar, skráð af Öraóifí Amasyni. Þá sá ég í blaði í dag að vinur minn, ljóðskáldið ísak Harðar- son, er að gefa út nýja bók og hana líst mér vel á. Hann er öngvum Iíkur, drengurinn. Hann talar til dæmis um ykkur fjölmiðla sem „mjölfiðla“.“ Ása Richardsdóttir leikhússtjóri „Margar. Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur sem ég er reyndar búin að lesa og finnst góð og sérstök bók. Hún inniheldur margar litlar sögur sem leita á hugann og mér finnst ég þurfa að Iesa hana fljótt aftur. Eftir Kristínu Maiju Baldursdóttur langar mig að lesa Mdvahldtur og bókina hans Heiga Ingólfssonar, Letr- að í vindinn. Svo langar mig að lesa þýðingu Thors á ítölsku skáldkonunni, heitir hún ekki Susanna Tamaro?“ Flosi Eiríksson háskólanemi „í dag ætla ég bara að lesa þessar átján sannanir sem ég þarf að kunna fyrir morgundag- inn. Ég hef verið í prófum og er frekar blankó í þessu jólabóka- flóði. Ég veit samt að Steinunn Sigurðardóttir var að gefa út bók og langar að lesa hana. Eina smásögu las ég eftir Ágúst Borgþór Sverrisson og leist vel á hana og get vel hugsað mér að lesa bókina eftir hann. Það er kannski engin ástæða til að taka fram að mér finnst Isabel Allende leiðinlegur höfundur, en ætli ég segi það ekki samt og ég les hana ekki. En Mefistó eft- ir Klaus Mann — er það ekki skemmtileg bók?“ Helgi Sæmundsson fyrrverandi ritstjóri „Ég er raunar þegar búinn að sjá nokkuð af bókum vegna þess að ég les ansi mikið af próförkum. En einna helst langar mig að lesa bækur með úrvali úr ljóðum eftir Hannes Pétursson og Þorstein frá Hamri, ekki vegna þess að ég þekki ekki ljóðin heldur til að sjá hvernig hefur tekist til með valið. Ég hef lesið fyrri bækur Þórs Whitehead og er forvit- inn að sjá nýju bókina hans, enda er hann að fjalla um tíma sem maður kannast vel við. Fyrirlestra um sdlkönnun eftir Freud langar mig í, og er reyndar þeirrar skoðunar að ásamt Marx hafi hann haft mest áhrif á bókmenntir í minni tíð. Mér hefur líka sýnst að hann sé einn af höfuðsnill- ingum þýskrar tungu og jafnist þar á við Lúter, Goetíie og Rilke. Svo eru þýðingar sem er óskaplega forvitnilegt að kom- ast í, til dæmis Frú Bovary, en mér er sagt að þar hafi Pétur Gunnarsson unnið mjög gott verk. Þýðingar voru lengi veiki hlekkurinn í íslenskri bókaút- gáfu, en það hefur sem betur fer breyst og sannar hversu mikilvægt var að koma þýð- ingasjóði á laggirnar á sínum tíma. Annars finnst mér fagn- aðarefni hvað bækur eru orðn- ar fallegar að allri gerð núorð- ið; ef þær væru jafnfallegar að innan og utan, þá værum við á heimsmælikvarða.“ borgarstjóri „Það er reyndar eins gott að þú spyrð ekki hvað ég er búin að lesa. En bókina hennar Steinunnar Sigurðardóttur, hana er ég staðráðin í að lesa, og Hmunfólkið eftir Björa Th. Björasson. Ég er raunar byrjuð að lesa í þýðingu Thors á Lót hjartað róða för og af öðrum þýðingum langar mig að lesa Mefistó eftir Klaus Mann. Ég get líka nefnt bók Ólínu Þor- varðardóttur, Álfar og tröll, og Móvahlútur eftir Kristínu Maiju Baldursdóttur. Svo eru tvær bækur um sagnfræði sem hafa ekki farið hátt: Hundrnð dra saga Hjdlprœðishersins, ég hef verið að glugga í hana og sýnist að það sé merkileg bók. Hin bókin tengist líka sögu Reykjavíkur, öðru hundrað ára afmæli, og félagsskap sem er ekki síður merkilegur en það er Saga Hvítabandsins. Ég veit svo ekki hvort ég kemst yfir þetta allt, en ég reyni að gera mitt besta."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.