Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 2L DESEMBER1995 18 Egill Helgason veltir fyrir sér nokkrum staðreyndum um jólapóstinn sem Póstur og sími kýs að þegja um. \ „Hvaða Guðbran Þið haldið ef til vill að það sé einfalt mál að senda jólakort. Það er ekki svo. Jólakort segja nefnilega mikla sögu um sendandann, stund- um sögu sem hann hefði helst ekki viljað að kæmi fram í dagsljósið. Maður getur nefni- lega komið upp um sig með jólakortum. Jólakortasending- ar eru semsagt nákvæmnis- vinna sem útheimtir vand- virkni og umhugsun, hvort sem einstaklingur eða fyrir- tæki á í hlut. Að öðrum kosti getur farið illa. Hugum að nokkrum leiðbein- ingum um jólapóstinn sem Póstur og sími hefur svikist um að birta ár eftir ár. Það er til dæmis hvenœr maður sendir jólakortið. Alls ekki of snemma, það er ein meginreglan. Það er öruggt að sá sem fær jólakort í hendurn- ar snemma í desember hugsar með sér að sendandinn hafi í raun ekkert þarfara að gera en að senda jólakort. Eigi fyrir- tæki í hlut er slík fljótfærni næstum örugg vísbending um að fyrirtækið hafi engin verk- efni og sé því nánast farið á hausinn. í slíkum tilvikum get- ur ótímabært jólakort beinlínis alið á óþægilegum grunsemd- um og eftir það er fljótséð fyrir endann á rekstrinum. Sá sem sendir jólakort of snemma getur líka virst óör- uggur og fullur af efasemdum um eigið ágæti og vinsældir. Hann gefur í skyn að hann sé fullkomlega vantrúaður á að nokkur vilji senda sér jólakort; hann vill semsagt gefa viðtak- andanum nægan tíma til að svara með öðru korti fyrir jól- in, svo ekki verði úr hin vand: ræðalegasta uppákoma. í reynd er hann að heimta að sér verði sent jólakort, sem er náttúrlega argasti dónaskapur. Regla 1: Aldrei senda jólakort sem berst viðtakanda fyrir 15. desember. Ekki of seint Það gefur augaleið að önnur regla er sú að senda jólakortin ekki of seint. Kunn er hrakfalla- saga ráðherra í einni af vinstri stjórnum fortíðarinnar sem steingleymdi að senda jóla- kort, en vaknaði svo upp við vondan draum daginn fyrir Þorláksmessu og sá fyrir sér að hann yrði ekki vinsæll mað- ur næsta árið. Engin kort farin út, allt í óefni, pólitíski ferillinn í voða. Svo ráðherrann — við getum vel látið uppi að hann var í sjávarútvegsráðuneytinu — lét kaupa kort og umslög í dauðans ofboði, kallaði á konu sína til að kvitta undir kortin, „Kjartan og Irma“; setti svo starfslið ráðuneytisins frá ráðuneytisstjóra niður í sendil í að skrifa utan á umslög langt fram á nótt. Að því búnu, á sjálfan Þorláksmessudag, lét hann leigubílstjóra keyra kort- in út. Þetta hefði ráðherrann betur iátið ógert. Þessi vinnubrögð urðu honum náttúrlega ekki til frægðarauka, enda bera þau í besta falli vott um sakleysis- legar gleymskuyfirsjónir, í versta falli algjört skipulags- leysi og glundroða. Regla 2: Aldrei senda jólakort sem berst í hendur viðtakanda á Þorláksmessu, hvað þá eftir jól. Tvær ofantaldar reglur get- um við svo notað til að koma okkur upp einni reglunni enn og hún er auðvitað þeirra mik- ilvægust: Regla 3: Jólakort skulu send með þeim hœtti að þau berist viðtakanda á bilinu 16. til 20.desember. Varla degi fyrr, helst ekki degi síðar. Útvarpið kemur til bjargar í framhjáhlaupi er reyndar rétt að geta þess að ekki er al- veg víst að öll sund séu lokuð þótt þessi árstími sé runninn upp og engin jólakort komin í póstinn. Jólakveðjuþjónusta Ríkisútvarpsins getur leyst ýmsan vanda í slíkum neyðar- tilvikum og gæti þá texti kveðj- unnar verið eitthvað á þessa leið: „Sendum öllum landsmönn- um til sjávar og sveita bestu jóla- og nýárskveðjur. Fjöiskyld- an Mururima 12. “ Smekkleg og ósmekkleg jolakort Annað sem getur vafist fyrir mörgum er hvers eðlis hún á að vera myndin sem prýðir jólakortið. Þetta var náttúrlega ekkert vandamál á þeim árum þegar sama myndin skreytti öll íslensk jólakort, með örfáum tilbrigðum: kaldir og kafloðnir smáhestar norpandi í vetrar- haga. Nú er fjölbreytnin meiri og í raun vandasamt að gefa ein- hver einhlít ráð. Þó má ef til vill greina ákveðna megin- drætti: Jólakort með myndum af englum, jólasveinum, jóiabjöll- um, kirkjum og hreindýrum eru ekki í tísku. Þau þykja full- almúgaleg. Jólakort með myndum af börnunum eða fjölskyldunni eru ekki móðins, en kannski ekki úr tísku heldur. Vart getur talist ráðlegt að senda slík kort nema til allra nánustu skyld- menna og vandamanna, en síð- ur til vina og alls ekki til kunn- ingja, viðskiptavina eða ann- arra óskyldra aðila. Engum skal ráðlagt að fylgja fordæmi sendiferðabílstjórans sem sendi út um allar jarðir jólakort með mynd af sendi- ferðabílnum sínum. Fyndin kort eru góð til síns brúks, en vandmeðfarin og ekki ailtaf smekkleg á jólunum. En úr því það eru jólin er þó líklega kristilegast og í mestu samræmi við anda hátíðarinn- ar að senda jólakort frá ein- hverju góðgerðarfélagi eða hjálparstofnun — við getum nefnt Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna eða psorias- issamtökin. Svoleiðis jóla- kort vekja upp góðar kenndir hjá hvort tveggja viðtakanda og sendanda. Virðuleg jólakort Ríkisstofnanir og stór- fyrirtæki senda náttúr- lega ekki fyndin jólakort eða kort með engla- myndum. Þvert á móti virðast stofnanir á borð við Seðlabank- ann, Landsvirkjun, fjármálaráðuneytið og Eimskip hafa tilhneig- ingu til að senda jóla- kort með myndum sem eru ekki vitund jólalegar. Það gefur af einhverjum ástæðum þau skila- boð að viðkomandi sé næstum hafinn yfir jólaamstrið. Stundum eru þetta myndir af upp- ijómuðum kirkjum, stór- brotnu landslagi, en virðuleg- ast þykir þó að senda eftir- prentanir af málverkum eftir stórmeistara sem allir geta fall- ist á að séu alveg ágætir: Kjar- val, Ásgrím, Gunnlaug Sche- ving, en Jón Stefánsson er þó allra vinsælastur, kannski af því hann þykir svo stásslegur. Viðtakandinn getur svo ráð- ið hug fyrirtækisins eða stofn- unarinnar til sín af því hvort forstjórinn eða ráðherrann hefur skrifað undir jólakortið sjálfur. Honum er óhætt að álykta að hann sé talinn til sér- stakra mektarmanna ef skrifað hefur verið undir kortið með þykkum Mont Blanc-sjálfblek- ungi. Undirskrift með kúlu- penna táknar að hann sé álit- inn sómasamlegasti náungi, en ekkert meira og ekkert minna. Snautlegast er auðvitað að k o r t með fjölfaldaðri und- irskrift; svoleiðis sending get- ur beinlínis eyðilagt jólin fyrir viðtakandanum og þá er kannski betra að fá ekkert kort. Hversu mörg jólakort? Önnur brýn spurning er hversu mörg jólakort er æski- legt að senda — eða fá. Auðvit- að gefur það augaleið að sá sem fær ekki nema svona þrjú jólakort getur ekki reynt að ljúga því að sjálfum sér að hann sé vinsæll maður eða eft- irsóttur. Hann getur náttúrlega reynt að bregðast við vandan- um með því að senda út jóla- kort í gríð og erg, en tekur um leið þá áhættu að viðtakand- inn bregðist illa við þegar hann fær það á tilfinninguna að það sé verið að heimta af sér jólakort á móti. Þótt viðkomandi bregði til dæmis á það ráð að senda öllum alþingismönnum eða borgarfulitrúum jólakort gæti uppskeran reynst heldur betur rýr. Engum skal semsagt ráðið að senda of mörg jólakort, því þá er viðbúið að maður fari að líta út eins og eitthvert allra- gagn. Eða hvað er óþægilegra, í kyrrð aðfangadagskvölds, en að opna jólakort sem er til dæmis undirritað: „Með þökk fyrir allt gamalt og gott. Guð- brandur Gíslason." Og spyrja þá, forviða og gramur: „Hvaða Guðbrandur?" Ja, hver röndóttur! Plötur „ Útsetningar þeirra sebrahesta eru útpœldar og fullar afóuœntu góðgœti á bak uið öll horn. Pað uar löngu kominn tími til að einhuer tœki til hendinni í þessum málum, þyrði að prófa ný meðul og fara nýjar og betri leiðir með lögin sín. “ Zebra Zebra Útgefandi: Rymur Dreifing: Japis *★★★★ Hér er komin ný hljómsveit skipuð félögunum Guð- mundi Jónssyni og Jens Hanssyni sem jafnframt eru saman í Sálinni hans Jóns míns. Guðmund þekkja allir sem útungunarvél Sálar-smellanna sem fólk hefur skemmt sér við um langa hríð. Hér kveður við nýjan tón og heldur betur óvæntan frá poppvélinni. Leitað er á alveg nýjar slóðir, í það minnsta miðað við fyrri verk þeirra fé- laga. þeir annast sjálfir allan flutning, útsetningar og upp- tökustjórn. Allt er þetta vel úr garði gert og að mestu leyti spilað á hljóðgervla og hermi- krákur auk gítars og saxófóns, sem eru þeirra aðalhljóðfæri. Björn Jörundur Guðmundur syngur alla plöt- una með eindæmum glæsilega og á örugglega eftir að koma mörgum á óvart í þessu nýja hlutverki sínu. Tölvuvinnslan er faglega frá- gengin og þeir eru hvergi bangnir að nýta sér hina ýmsu möguleika þess umhverfis, leyfa sér tilraunamennsku og nýjungagirni, sem gefur plöt- unni mikið. Hérna er Guðmundur ekki að framreiða smellina sem hann er sérfróður í, heldur metnað- arfullar hágæðalagasmíðar og sýnir með því að hann er í hópi okkar langbestu lagasmiða. Jens kemur einnig við sögu í tónsmíðadeildinni: hann er með Guðmundi í tveimur lög- um en einn skrifaður fyrir lag- inu Black fiction, sem er meist- aralegt framlag. Lag Guðmund- ar The Jigsaw stendur upp úr í annars harðri samkeppni við systkini sín ásamt Iaginu So- unding Seabed ofMy Soul, sem er í algjörum sérflokki. Popp- lagið Paradise er einnig sérlega glæsilegur fulltrúi feðra sinna. Eina lagið sem er að einhverju marki síðra en hin er Waiting for Mercy en það skrifast þó kannski á textann og langloku- lega útsetningu frekar en lagið sem slíkt. Útsetningar þeirra sebra- hesta eru útpældar og fullar af óvæntu góðgæti á bak við öll horn. Það var löngu kominn tími til að einhver tæki til hendinni í þessum málum, þyrði að prófa ný meðul og fara nýjar og betri leiðir með lögin sín. Það er gaman að hlusta á plötur þegar þú veist ekki upp á hár hvað gerist í næsta takti. Þá hefur maður á tilfinningunni að eitthvað hafi verið búið til en ekki tekið og gert á auðveldasta, kunnugleg- asta hátt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.