Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR ZL DESEMBER1995 20 Einar Kárason í viðtali við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur um bókaskrif, gagnrýnendur, húsbyggingar, tómatarækt og hvers kyns glæpastarfsemi aðra Islenska mafían stígur á stokk Fyrir allnokkrum árum þóttu það sjálfsögð sannindi að Einar Kára- son væri alinn upp í Vogahverfinu og legði einkum gjörva hönd á að skrifa drengjasögur. Það athæfi eitt og sér hefði á sér kvenfjand- samlegan brag. Þessi saga var færð upp á æðra bókmenntalegt plan og þótti bera vott um óheyrilega nafia- skoðun og sjálfsdýrkun höfundarins og lags- bræðra hans. Þeir sem hafa lesið bækur Einars vita þó betur en reka samt upp stór augu þegar þeir heyra að hann sé í raun alinn upp í Hlíðahverfinu. Höfund- urinn hefur í raun lagt stund á margt, til dæm- is gulrótnarækt, sjó- mennsku, bókmennta- nám, og það sem meira er: hann les aldrei draslbókmenntir en hef- ur sérstakt dálæti á En- id Blyton. Nýjasta verk hans er leikrit byggt á bókunum Kvikasilfri og Heimskra manna ráðum sem fjalla um Killian- fjölskylduna og umsvif hennar í íslensku þjóð- lífi, en leikritið skrifar Einar ásamt Kjartani Ragnarssyni sem jafn- framt leikstýrir verkinu. Þú hefur einkum sérhœft þig í að fjalla um plebba og kverúl- anta eða hvað? „Ég veit ekki hvað skal segja um það. Sjálfsagt erum við öll plebbar og kverúlantar upp að einhverju marki. Ég vil að sögupersónur mínar séu merkilegar fyrir einhverjar sakir og forðast frekar þetta hversdagslega. Það er frekar tilefni til að segja sögur af fólki sem fer halloka í lífinu vegna þess að það hefur meira dram- atískt vægi. Menn finna sig sjálfsagt alltaf á einhverri hundaþúfu og ég hef hingað til líkega verið iítið í sál- fræðipælingum.“ En hvað þá með fyrstu skáld- sögu þína, Þetta eru asnar Guð- jón. Var söguhetjan þar eitt- hvað í líkingu við þennan Einar sem stýrði pennanum? „Já þeir áttu margt sameigin- legt utan það að ég lenti ekki í jafnmiklu klúðri. Áhugamál hans og umræðuefni í vinahóp voru ekki ósvipuð því sem gerðist í mínum kreðs en eðli málsins vegna varð Guðjón að lenda í meira krassandi lífs- reynslu. En margt frá Guðjóni var nú samt sótt í mitt líf, til dæmis vann ég eitt sumar við gulrótnarækt úti á landi ásamt Sigfúsi Bjartmars og fleirum og á þessum árum sótti ég líka sjó og þar komu jafnvel tímabil þar sem var lítið að gera og þá kviknuðu hugmyndir sem urðu mér tilefni til skrifta." En þú fórst ungur í sambúð og ert heilmikill barnakall er það ekki? „Ég var eitthvað 23 ára þegar ég fór að búa með konunni minni, Hildi Baldursdóttur, og á með henni fjórar dætur. En ég á reyndar líka eingöngu systur og til að vega upp á móti þessum kynjamismun á ég jafnan fressketti." Þú átt þetta barnalán sameig- inlegt með kollega þínum og vini Einari Má Guðmunds- syni. Eitthvert sinn heyrði ég sögu um að þið hefðuð sem ungir menn veðjað um hvor gœti komið sér upp fleiri börn- um? „Hann á reyndar fimm börn svo samkvæmt því hefði ég tapað en það er af og frá að slíkt veðmál hafi nokkurn tím- ann verið í gangi og þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þessa sögu.“ Lengi að skipta um gír Gekkstu alltaf með rithöfund- inn ímaganum? „Já síðan ég var barn. Þá fannst mér þetta vera ævin- týralegt starf, göidrum líkast. Á unglingsárunum las ég mikið og reyndar allir vinir mínir. Meistarar eins og Laxness og Guðbergur voru stúderaðir í þaula og eftir því sem ég las meira af góðum texta því smeykari varð ég við að ég hefði ekki erindi sem erfiði.“ En lastu þá aldrei vondan texta. Svokallaðar drasl- og sjoppubókmenntir? „Nei, ég komst aldrei upp á lag með það og það kann að hljóma sem hroki en er einfald- lega heilagur sannleikur. Eitt sinn lá ég í flensu hjá frænd- fólki mínu og fékk þá heilan stafla af hvers kyns leynilög- reglu- og hasarbókum en þær kveiktu engan áhuga hjá mér. Það sem ég þoli ekki við þær er kannski einna helst ^yfirþyrm- andi húmorsleysið. Eg hef þó oft gaman af slíkum bíómynd- um. Hinsvegar er ég mikill áhu<?amaður um barnabók- menriiir — nka þær sem al- mennt eru ekki taldar góðar „Þessi jólamarkaður getur orðið erfiður og leiðiniegur í aðra röndina," segir Einar Kárason meðal annars í viðtalinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.