Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 27
HMMTUDAGUR 2L DESEMBER1995 27 situr hann við stjórnvölinn og bregður sér í flest hlutverk, tekur meira að segja lagið af miklum krafti. í lagasmíðunum kveður við ferskan tón í hljómauppbyggingu og gott til þess að hugsa að enn finnast menn sem reyna að semja ný lög — þegar þeir semja á ann- að borð. Botnleðja Drullumall Dreifing Japis Botnleðja er sveitin sem var ótvíræður sigurvegari í Músík- tilraununum síðasta vetur. Tit- illinn gefur kannski til kynna hvað hér er á seyði; þetta er pönkskotið nýbylgjurokk með gamansömum undirtóni. Það eru ekki margar hljómsveitir núorðið sem eru svo harðar að unglingar geti notað þær til að hrella foreldra sína, en svoleið- is hljómsveitir eru alveg nauð- synlegar. Og kannski fer Botn- leðja langleiðina. Fram og aftur blindgötuna Megas Skífan Á þessari endurútgefnu plötu frá 1976 birtist Megas með snarpa rokksveit á bak við sig eins og hann varð ósvífnastur, grófastur og sukk- aðastur, en textarnir eins og endranær miðja vegu milli bókmenntaarfsins og göturæs- isins. Görótt blanda og einstök og góð gjöf fyrir þá sem þver- skallast við að vera jólalegir. Implosions Kolbeinn Bjarnason Japis Plötuhulstrið minnir raunar meira á reykmettaða jass- klúbba bebop-tímans en Skál- holtskirkju, en þegar platan er sett í spilarann er áhorfandinn staddur inn í helgidómnum og heyrir tæra flaututóna sem flytja hann inn í ævintýraver- öld. Mörgum kann að finnast músíkin nýstárleg, en sá sem leggur við hlustir uppsker ríku- lega. Kolbeinn fær plús fyrir dirfskufullt efnisval. Serenade Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Pétur Jónasson Japis Plata sem er full af elsku- legri, skemmtilegri og fallegri tónlist sem flautuhjónin Guð- rún og Martial flytja ásamt Pétri gítarleikara. Verkin eru mestanpart eftir frönsk og spænsk tónskáld sem voru í blóma lífsins um og eftir alda- mót; fáir hafa samið þokka- fyllri músík en snillingar á borð við Fauré, Satie, Debussy, Ravel og Granados. Schwanengesang Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson Mál og menning Samstarf Kristins og Jónasar hefur verið afar frjótt og sam- an hefur þeim tekist að gæða ýmsar perlur söngbókmennt- anna lífi og þokka, það þekkja allir sem hafa sótt ljóðatón- leika hjá þeim. Hér flytja þeir sönglögin fimmtán úr laga- flokknum Svanasöngur eftir Schubert og að auki fjögur önnur Iög. Félagarnir fara á kostum og ekki spillir að með fylgir vandaður bæklingur þar sem ljóðin eru prentuð á frum- málinu og í íslenskri þýðingu. Tár úr steini Tónlist úr bíómyndinni um Jón Leifs íslensk tónverkamiðstöð Jón Leifs hafði sérstakt lag á að koma sér út úr húsi, líka í tónleikasölum. En eftir að hafa verið hérumbil gleymdur í marga áratugi hefur hann ver- ið enduruppgötvaður með fyr- irgangi í blaðagreinum, tón- leikum og margrómaðri kvik- mynd. Menn hafa misjafnar skoðanir á músík Jóns, sumir þykjast ekki heyra neitt annað en hávaða og belging, öðrum finnst hann vera stórbrotið tónskáld í heimsklassa. Á disk- inum er tónlistin úr bíómynd- inni, hentugur inngangur að tónverkum Jóns. Hlustið sjálf. tíðindum, enda hefur hann sér til fulltingis stórleikarana Jon- athan Pryce í hlutverki rithöf- undarins og hómósexúalistans Lytton Strachey og Emmu Thompson í hlutverki málar- ans Dora Carrington sem fellur flöt fyrir þessum furðufugli. Pocahontas Háskólabíó/Sambíóin Börnin biðja um Pocahont- asdót, og varðar auðvitað ekki hót um þótt indíánar í Ameríku gefi þessu langt nef og segi þetta móðgun við menningu sína. Pocahontas er svona dúkkulísuindíanastelpa— hún er reyndar sniðin eftir frægri súperfyrirsætu — og kærast- inn hennar er dúkkulísuland- nemastrákur. Disneyfyrirtækið hefur unnið meiri afrek, en bregst ekki bogalistin í væmn- inni fremur en fyrri daginn. Benjamín dúfa Stjörnubíó Fólki er gjarnt að halda að myndir um börn hljóti í eðli sínu að vera snotrar og smáar. Sú er alls ekki raunin um Benj- amín dúfu. Þegar allir þræðir renna saman í lokin uppgötvar maður að sagan hefur sína ep- ísku stærð — líkt og allar al- vöru riddarasögur. Fyrir utan hvað liggur í augum uppi ákaf- inn og ánægjan sem fór í að gera hana. Kannski ekki jóla- mynd en samt alveg mátulega snortin af hugarþeli jólanna fyrir allar fjölskyldurnar sem ætla aldrei að drífa sig í bíó. Fyrir regnið Háskólabíó Þeir sem fara í hæsta lagi ekki nema einu sinni á ári í bíó mættu íhuga vandlega að verja eins og tveimur tímum í þetta meistaraverk sem fjallar um hvernig siðblinda og forherð- ing magnast í stríðsátökum á Balkanskaga. Kvikmynd sem er full af vandlætingu yfir því hvernig ófriðurinn eyðileggur sálina í fólki, en dettur þó aldr- ei í það far að lesa yfir hausa- mótunum á áhorfendum. Kósý Sjónvarpið, 21. desember, kl. 23.15 Strákarnir í Kósý hafa fengið misjafna dóma fyrir plötuna sína, en þegar þeir koma sam- an og syngja opinberlega eru þeir sniðugir, skemmtilegir og frábærlega menntaskólalegir. Fyrir utan hvað prúðmennsk- an ríður ekki við einteyming. Gunga Din Sjónvarpið, 22.desember, kl. 21.55 Sú kenning hefur oft verið höfð uppi að þessi bíómynd frá 1939 sé skemmtilegasta æv- intýramynd fyrr og síðar. Hún er byggð á kvæði eftir Rudyard Kipling og segir frá breskum hermönnum sem berjast við innfætt illþýði og elska fagrar konur á Indlandi á síðustu öld. Hjartaknúsararnir eru ekki af verri endanum, Cary Grant og Douglas Fairbanks yngri, en kvennaljóminn er hún Joan Fontaine. It’s a Wonderful Life Stöð 2, aðfangadag, kl. 21.00 Jólamynd allra tíma, kannski hugljúfasta mynd meistara Franks Capra og full af þeirri glettni og hlýju sem einkennir verk hans. Sá frábæri leikari Jimmy Stewart er eins og hann á að sér að vera, sætur, skemmtilegur og passlega klaufskur. I lokin ríkir andi jól- anna, tær og ómengaður. Hafið Stöð 2, jóladag, kl. 20.35 Stöð 2 sýnir metnað sem Rík- issjónvarpið mætti taka sér til fyrirmyndar og sendir út í tveimur hlutum upptöku á leik- riti Ólafs Hauks Símonarsonar sem sýnt var við miklar vin- sældir í Þjóðleikhúsinu. Ástir og örlög í skugga kvótakerfis- ins. Seinni hlutinn er sýndur annan í jólum. The Remains of the Day Stöð 2, jóladag, kl. 23.25 Anthony Hopkins er næstum óhugnanlega sannferðugur í hlutverki einkaþjónsins Ste- vens sem uppgötvar alltof seint að líf hans var byggt á dapurlegum misskilningi og að hann lét ástina ganga sér úr greipum og sýndi blinda holl- ustu húsbónda sem var henn- ar ekki verður. Þymirós Sjónvarpið, annan íjólum, kl. 14.20 Klassískur ballett og einkar hugðnæmur í uppfærslu Helga Tómassonar sem þarna er kominn aftur í gamlar uppeld- isstöðvar sínar hjá Konunglega danska ballettnum. Lansinn Sjónvarpið, 27. desember, kl. 21.30 Óvættir smjúga um hverja glufu á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn, innandyra hafa læknarnir týnt sér í drambs- samri trú á að vísindin geymi öll svör. í lokaþættinum lokast hringurinn á hrollvekjandi hátt; tekur maður nokkuð of stórt upp í sig að segja að Lars von Trier hafi skapað ein- hverja frábærustu og frumleg- ustu þáttaröð í gervallri sögu sjónvarpsins? Goldeneye Háskólabíó/Sambíóin Tæknibrellur, illmenni, kokkteilar og fagrar konur. James Bond er afturgengin persóna frá tíma þegar karlar voru karlar, konur voru konur, bílar voru bílar og heimurinn var svo einfaldur að enginn þurfti að velkjast í vafa um muninn á réttu og röngu. Carrington Háskólabíó íslendingar þekkja líklega fæstir neitt til gáfumannahóps- ins sem kenndur er við Blo- omsbury-hverfið í London, en í hinum enskumælandi heimi hefur gengið á með endalaus- um ævisögum þessa fólks svo flestir eru að örmagnast. Þessi bíómynd, sem er verk leikrita- skáldsins Christopher Hamp- ton, þykir þó sæta nokkrum Botnleðja Gustave Flaubert James Bond Þyrnirós Þorsteinn frá Hamri

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.