Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 24
24 FIMIVmJDAGUR 21. DESEMBER1995 V Stjömugjöf öilgarpóstsins Manneskja meðal mannanna Mávahlátur Kristín Marja Baldursdóttir Mál og menning y ★★★ Hér er verið að segja sögu og ekkert tóm fyrir ljóðrænar krúsídúllur og sálarlífspæling- ar. Og ekki nokkur vafi á því að íslensk skáldsagnaritun hefur hér eignast nýjan höf- und sem eftir verður tekið. (FB) Hólmanespistlar Stefán Sigurkarlsson ★★★ Sögurnar eru vel byggðar og mynda sannfærandi heild. Fal- lega skrifuð bók þar sem hið ósagða skiptir veigamiklu máli. (BG) Kyrjálaeiði Hannes Sigfússon ★★★ Það læðist að manni illur grun- ur um að Hannes sé að kveðja lesendur sína með þessari bók. Hann sannar það hér enn og aftur að hann er eitt besta skáld okkar og leikni hans með orðin engu lík. (FB) Hraunfólkið Björn Th. Björnsson ★★★ Höfundur er býsna orðmarg- ur, en það er misskilningur að það sé galli á ritstíl hans. Veik- leiki bókarinnar miðað við Falsarann og Haustskip er að hér ber skáldskapurinn heim- ildasöguna ofurliði. (ÞE) Á valdi örlaganna Börkur Gunnarsson ★ ★★ Sigurður Demetz Franzson hefur leiðbeint flestum fræg- ustu söngvurum landsins í seinni tíð og átt stóran þátt í aukinni söngmennt íslendinga. í heild er þetta áhugaverð bók um áhugaverðan einstakling. (BG) Híbýli vindanna Böövar Guömundsson ★ ★★ Lýsingar á lífi frumbyggjanna í Vesturheimi eiga sér ekki líka í íslenskri skáldsögu. Þetta er sagan okkar allra, sagan sem okkur ber að skila áfram til barnanna okkar. (FB) Konan með Botticelli andlitið William D. Valgardson ★★★ Valgardson byggir upp sann- færandi persónur í þessu verki. Kynning Ormstungu á þessum kanadíska höfundi er lofsverð og munu fáir verða sviknir af því að lesa bók hans. (BG) Hjartastaður Steinunn Siguróadóttir ★ ★★ Margir kaflarnir hér eru þeir einlægustu og tærustu sem Steinunn hefur skrifað. Og ekki spurning þrátt fyrir brota- lamirnar í persónulýsingu Hörpu að hér er á ferðinni eitt albesta verk sem Steinunn hef- ur sent frá sér. (FB) Þannig virkar tölvan Ron White (Kristán Leósson og Hiidigunnur Sverrisdóttir íslenskuóu) ★★★ Þetta er bók um vélbúnað, ekki hugbúnað. Bók sem er skrifuð fyrir áhugamenn um sjálfa tæknina en síður fyrir hinn almenna, ráðvillta hug- búnaðarnotanda sem klórar sér skilningsvana í hausnum. (SHH) Lát hjartað ráða för Susanna Tamaro Þýöing: Thor Vilhjálmsson Setberg 1995 ★ ★ Bókin Lát hjartað ráða för eft- ir Susönnu Tamaro hefur verið kynnt sem meistaraverk sem jafnist á við Nafri rósarirm- ar eftir Umberto Eco og það Bækur r « Friðrika Benónýs var með mikilli eftirvæntingu sem ég hóf lesturinn. Og ekki spillti það fyrir að þýðandinn er Thor Vilhjálmsson, sem oft hefur verið kallaður mesti stíl- istinn af þeim höfundum sem nú eru að rita bækur á ís- lensku. En vonbrigðin urðu sár. Umgjörð sögunnar er sú að gömul kona við dauðans dyr rifjar upp í bréfum til dótt- urdóttur sinnar ævi sína og reynir að koma þeim boðskap á framfæri við ungu stúlkuna að hún megi ekki verða þræll yfirborðsmennskunnar. Að það sem mestum sársauka valdi þegar einhver hverfur úr lífi manns sé ekki söknuðurinn eftir því sem maður hefur átt Goldeneye — James Bond Bíóhöllin, Háskólabíó, Sagabíó Leikstjóri: Martin Campell Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Sean Bean, Izabella Scorupco, Famke Janssen ★★ Bond-myndirnar eru nú orðnar 17 talsins. Sú nýjasta, framleidd eftir sex ára hlé, er trú þeirri hefð sem sam- tals 2 milljarðar (áætlað) kvik- myndahúsagesta hafa fylgst með í gegnum árin. Árið 1962 fór Sean Connery með hlut- verk James Bond — 007 — fyrstur allra í Dr. No. í dag er Bond leikinn af Pierce Brosn- an í myndinni Goldeneye. Við höfum séð fjóra mismunandi Bonda í gegnum árin, Connery (6 stk.), George Lazenby (1 stk.), Roger Moore (7 stk.) og Timothy Dalton (2 stk.). Nú er sá fimmti mættur í flutningi Brosnan. Bondarnir hafa mismunandi stíl og séreinkenni en allir tákna þeir það sama: skemmt- un. í kjölfar þeirra fylgja alltaf ótrúleg áhættuatriði, flottar pí- ur, glæsilegir bílar, allt sem dreng dreymir um. Allt er leyfi- legt og því fáránlegra því betra. Bond-myndir eru fyrirbrigði sem tosa raunveruleikann yfir í heim vísindaskáldskapar en slíta hann ekki alveg frá sam- tímanum. Söguþráðurinn tengist pólitísku og félags- fræðilegu aðstæðunum sem ríkja þá stundina. Ef ekki er um að ræða sérvitra og brjálaða milljónamæringa, til dæmis Dr. No og Auric Goldfinger, þá eru vondu kallarnir í Bond-mynd- unum oftast frá þeirri þjóð sem ekki er í náðinni hjá vest- rænu ríkjunum á því tímabili sem myndin er gerð. Þessir með þeirri persónu, heldur sársaukinn yfir því sem maður ekki sagði henni. Því sem mað- ur hélt eftir af sjálfum sér í samskiptunum við hana. Gamla konan er rúmlega átt- ræð og hefur séð tímana tvenna, en umbrotin í veraldar- sögunni á þessari öld standa henni ekki næst hjarta heldur umbrotin í lífi hennar sjálfrar og þeirra sem næst henni hafa staðið. Tengslaleysið við ann- að fólk, óttinn við að gefa hefur markað allt líf hennar og nú sit- ur hún og syrgir það sem hún ekki gaf. Hún er mikil unnandi gróðurs og dýra og getur þar sýnt sínar réttu tilfinningar, en siðalögmál manneskjunnar hafa gert hana að fanga sínum og aðeins einu sinni á ævinni hefur hún leyft sér að fylgja rödd hjartans og þá ekki nema til hálfs. Hún og dótturdóttirin, sem hún hefur alið upp, eru ekki sem bestir vinir á þeirri stundu sem bréfin eru skrifuð, stúlkan hefur snúist gegn henni á unglingsárunum og for- dæmt blekkingar þær sem hún lifir eftir, alveg eins og móðir hennar, dóttir þeirrar gömlu, gerði á sínum tíma. Samt eru þessar frjálsu, sjálfstæðu kon- ur, dóttirin og dótturdóttirin, ekkert hamingjusamari. Þær eru sömu þrælar siðaregln- anna þótt siðareglurnar sem slíkar hafi kannski breyst. Og amman gefur barnabarninu sömu heilræðin og jesúíta- presturinn, vinur hennar, hafði þrjótar eru misskemmtilegir en það sama gildir um þá og annað í Bond-myndunum; því ýktara því betra. Mynd númer 17 er Golden- eye. Hún fylgir í fótspor hinna myndanna, áhættuatriði, píur og bílar, en tekst ekki að skapa sér sérstöðu eins og aðrar betri Bond-myndir líkt og Goldfinger, The Spy Who Loved Me, For Your Eyes Only og fleiri. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Handritið er líflaust og fer ekki nógu langt í því að skapa þann ævintýraheim sem James Bond lifir í. Brosnan er ekki sannfærandi Bond. Hann er ekki fyndinn (Roger Moore) gefið henni sjálfri þegar hún var veik og ráðvillt: „Sitjandi undir eikinni skuluð þér ekki vera þér sjálf, heldur eikin, í skóginum vera skógurinn, á grasinu vera grasið, meðal manna verið með mönnunum.“ (bls. 147) Ástæðan sem sú gamla gefur fyrir þessum skrifum er sú að hún segist vita að barnabarnið geti ekki orðið heil manneskja nema það þekki rætur sínar, þekki sögu þeirra sem á undan eru farnir, einkum kvennanna. Þetta er mjög algengt þema í bókmenntum nútímans bæði erlendum og innlendum, (Villt- ir svanir, Leikur hlœjandi láns, Hýbýli vindanna') og mér finnst Lát hjartað ráða för langt frá eða nógu harður (Connery og Dalton), heldur einhversstað- ar inná miili, fastur sem útgáfa af karlmanni níunda áratugar- ins. Illmennið er síðan of aumkunarvert og mennskt til þess að maður geti dæmt hann réttdræpan. En það eru góðir sprettir inná milli engu að síð- ur. Upphafsatriðið er mjög gott, við fylgjumst með 007 og 006 (Sean Bean) ráðast inní sov- éska efnaverksmiðju og eyði- leggja allt fyrir vondu komm- únistunum. Þetta gerist um 1986, áður en járntjaldið hefur fallið, svo það afsakast. Svo virðist sem tæknimennirnir því að vera besta bókin sem ég hef lesið um þetta þema. Stíll- inn er mildur og látlaus og maður stendur sig að því að sakna stílþrifa Thors, en auð- vitað verður hann að fylgja frumtextanum og að því leyti er bókin eflaust ágætlega þýdd, að minnsta kosti getur enginn sagt að stíll þýðandans taki ráðin af stíl höfundarins. Persónurnar finnst mér ógreinilegar og lítið eftirminni- legar. Allar þessar bældu kon- ur frá mismunandi tímum, þjáðar jafnt í hjónaböndum sem utan þeirra og fangar eigin ótta og yfirborðsmennsku eins og svo fjölmargar konur í bók- menntum síðustu áratuga. Lífs- speki þeirrar gömlu sem bókin „Mikið hefur verið lagt í Goldeneye tœknilega og kostnaðurinn eflaustgíf- urlegur. Pað nœgirað nefna eltingaleikinn í gegnum Pétursborg á skriðdreka sem dœmi, hann er vel útfœrður og nógu fáránlegur til þess að geta orðið klassískt atriði í sögu Bond- mynda. Hinsvegar verður ekki hjá því litið að hér er á ferðinni miðlungs Bond-mynd sem tekst að kveikja upp ímanni en gleymir að kynda.“ hjá MI6 (ensku leyniþjónust- unni) hafi átt hugmyndina að teygjustökki fyrstir allra, því það er með þeirri aðferð sem James kallinn kemst inní verk- smiðjuna. Eftir miklar spreng- ingar og læti sleppur hann einn út og telur félaga sinn lát- inn. í kjölfarið á þessari ágætis byrjun, sem er a la Bond í alla staði, fylgja titlarnir. Þeir hafa verið aðalsmerki Bond-mynd- ana frá upphafi. Það er á þess- um stað sem „Bond-lagið“ byrj- ar og nöktu (?) stúlkurnar með byssurnar fara á stjá. í Golden- eye hefur þetta atriði tekist gíf- urlega vel og allir þættir smella saman. Tina Turner syngur lagið, samið af Bono, og dansatriði stelpnanna með stóru byssurnar eru frumlegri en nokkru sinni áður (hvað hefði Freud sagt um þetta?). Á eftir titlunum byrjar myndin hægt og nær aldrei því flugi sem maður býst við. Bond er á höttunum eftir hinum dularfulla Janus sem starfar einhversstaðar í Rúss- „Petta erósköp látlaus bók, hljóðlát og mannleg en skilurekki eftirsig neina tilfinningu fyrir því að maðurhafi verið að lesa eitthvað nýtt, eitthvað sem fékk mann til að sjá eitthvert brot afveröldinni í nýju Ijósi. “ byggist á, hugleiðingar hennar um samskipti fólks, ástina, tengslin við náttúruna, trúna á æðri máttarvöld og tæknibrölt mannanna eru ósköp keimlíkar ótal slíkum hugleiðingum sem maður hefur lesið í öðrum bók- um og ég verð að viðurkenna að þessar geysilegu vinsældir sem bókin er sögð njóta í öll- um heimshornum er mér ráð- gáta. Þetta er ósköp látlaus bók, hljóðlát og mannleg en skilur ekki eftir sig neina tilfinningu fyrir því að maður hafi verið að lesa eitthvað nýtt, eitthvað sem fékk mann tili að sjá eitt- hvert brot af veröldinni í nýju ljósi, en það er nú víst einu sinni hinn eiginlegi tilgangur bókmenntanna, eða hvað? landi. Hann hefur rænt tækjum og tólum sem stjórna hættu- legu geimvopni hönnuðu af vísindamönnum fyrrverandi Sovétríkjanna. Bond gengur í starfið með hefðbundnum hætti en uppgötvar að það er persónulegra en hann hafði grunað. Inn í þetta fléttast svo undirmenn Janusar, þokkalega fyndinn Robbie Coltrane í hlutverki yfirmanns rússnesku mafíunnar, Bond-pían, hin pólska Izabella Scorupco sem er mjög falleg og getur leikið — og að sjálfsögðu starfsfólkið á MI6. Það er athyglisvert að nú er M, yfirmaður deildarinnar, orðinn kona (merki um til- raun til að jafna aðeins þá kynjamismunun sem gengur og gerist í hinni hefðbundnu Bond-mynd). Það er mjög góð hugmynd að hafa konu sem yf- irmann kvennabósa eins og Bond, en af hverju í ósköpun- um þarf hún að vera svona hörð tík sem allir á deildinni, sérstaklega karlmenn, hræð- ast? Geta konur ekki náð valda- stöðum án þess að vera leiðin- legar og í eilífri varnarstöðu gagnvart karlrembusvínunum? Það virðast vera skilaboðin í Goldeneye að minnsta kosti. Uppfinninga- og tæknimaður- inn, Q gamli, er sjálfum sér lík- ur, leikinn af Desmond Llewe- lyn í 15. sinn. Einhvað vantar upp á að handritið hrífi áhorfandann með sér og í lok myndarinnar er manni nokkuð sama hvað verður um hvern. Brosnan er sæmilegur Bond en þarf þenn- an venjulega aðlögunartíma (2- 3 myndir) til að fá samþykki mitt sem næsti 007. Mikið hefur verið lagt í Gold- eneye tæknilega og kostnaður- inn eflaust gífurlegur. Það næg- ir að nefna eltingaleikinn í gegnum Pétursborg á skrið- dreka sem dæmi, hann er vel úfærður og nógu fáránlegur til þess að geta orðið klassískt at- riði í sögu Bond-mynda. Hins- vegar verður ekki hjá því litið að hér er á ferðinni miðlungs Bond-mynd sem tekst að kveikja upp í manni en gleymir að kynda. Tilþrifamikill miðlungs-Bond.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.