Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR ZL DESEMBER1995 ri. • •• • •• c Stjomugjof iglgarpóstsins Frú Bovary Gustave Flaubert Pétur Gunnarsson þýddi ★★★★★ Þýðing Péturs heyrir til stór- tíðinda — maður tekur ofan. Hún er á íslensku sem er full- komlega sannferðug, en um leið kemur hún til skila hárná- kvæmum og geirnegldum stíl Flauberts. (EH) Ljóölínuskip Sigurður Pálsson Forlagið ★ ★★★ Hafi einhver verið í vafa um að Sigurður væri eitt af okkar allra fremstu skáldum ætti þessi bók að eyða þeim vafa með öllu. (FB) Mefistó Klaus Mann Bríet Héðinsdóttir islenskaði ★★★★ Ein allra skemmtilegasta bók sem skrifuð hefur verið á þýska tungu, og þótt víðar væri leitað. Bríet Héðinsdóttir hefur leyst sitt verk af hendi með stakri prýði. (ÞE) Dyrnar þröngu Kristín Ómarsdóttir ★ ★★★ Hér er leikið á alla strengi mannlegra tilfinninga og þótt það takist reyndar misvel og ýmsa agnúa megi finna í texta og stíl þá er hér komin merki- leg bók og nýstárleg. (FB) Milli vonar og ótta Þór Whitehead ★★★★ Þessi bók er góður jólaglaðn- ingur fyrir alla áhugamenn um sögu og stjórnmál. Verkið er faglega unnið; könnun heim- ilda er ítarleg og tilvísanir í heimildir nákvæmar. (JBFf) Þaö talar í trjánum Porsteinn frá Hamri ★★★★ Ljóðin eru að sjálfsögðu meitl- uð og fáorð sem fyrr, málið máttugt og hljómmikið og meistari myndlíkinganna sam- ur við sig á því sviði, en ljóðin eru að mörgu leyti opnari og persónulegri en fyrr, ástin sýnilegri, treginn dýpri og gleðin heitari. I umfjöilun sinni nota gagn- rýnendur Helgarpóstsins stjörnugjöf, lesendum til glöggvunar. Slík stjörnugjöf hefur oft verið umdeild; hún þykir af einhverri ástæðu sjálfsögð þegar kvikmyndir eiga í hlut, en síður þegar fjall- að er um bækur. Auðvitað er hún enginn algildur mæli- kvarði, heldur aðeins aðferð til að sýna ákveðna megin- drætti og til að lesendur eigi hægara um vik að átta sig. ★ ★★★★ (fimm stjörnur). Frá- bært verk sem enginn ætti að missa af. Kannski meistara- verk, en tíminn verður líklega að skera úr um það. ★★★★ (fjórar stjörnur). Framúr- skarandi ágætt verk og full ástæða til að taka á sig krók eftir því. ★ ★★ (þrjár stjörnur). Prýðilega gott verk og vel þess virði að kynna sér það. ★ ★ (tvær stjörnur). í meðallagi gott verk sem þó á sína ljósu punkta. Enginn þarf þó að missa svefn yfir að sjá það ekkl eða heyra. ★(ein stjarna). Verk fyrir neðan meðallag. Líklega er ráðlegt að eyða ekki tíma sínum í það. ® (hauskúpa). Afleitt verk. Ber að forðast. Tilfinningatengsl og smáþjóðakomplexar Hver vegur aö heiman... (íslendingar í útlöndum) Guömundur Árni Stefánsson Skjaldborg 1995 ★ ★★ Ekkert er illa gert í þessari bók Guðmundar Áma Stef- ánssonar. Hér eru tekin viðtöl við sex íslendinga sem hafa dvalist í lengri eða skemmri tíma í útlöndum, allt frá 12 ár- um og upp í 30. Öllum viðmæl- endum hefur vegnað ágætlega í lífinu, engin sárindi eða bit- urð. Guðmundur Árni er ágæt- lega ritfær og skannar lífsferil þeirra með vönduðum spurn- ingum sem þó eru lausar við mikla gagnrýni. En hugmyndin að bókinni og framkvæmdin er hins vegar lýsandi fyrir smá- þjóðarkomplexa íslendinga. Fyrirsögnin á formála bókar- innar af Guðhíundar hendi er „OKKAR fólk í útlöndum", og seinna í formálanum er sagt: ,,Það er sannarlega ljóst að við Islendingar eigum víða góða „sendiherra" úti í heimi." Þessi hugmynd um að hver íslend- ingur sé sendiherra landsins þegar hann stígur á erlenda grund hélt ég að hefði dáið út á síðustu tíu árum eða svo. Flest þeirra þúsunda sem hafa yfirgefið þetta land á undan- förnum árum hafa nefnilega ekki yfirgefið það upptendruð af þeirri hugsjón að ger- ast góðir sendiherrar landsins á erlendri grund og farið til þess eins að ná að kynna þetta land elds og ísa, fegurðar og frænd- semi. Þau hafa þvert á móti flest yfirgefið landið af því að þeim hefur fundist ólifandi hér, þjökuð af veðrátt- unni og verðbólgunni eða illa útleikin af Gróu á Leiti. Þau hafa sýnt það sem góðir fulltrúar þess flokks spendýra sem maðurinn er, að víða annarsstaðar er hægt að lifa góðu lífi en í þessari hálfyfirgefnu verstöð lengst norður í ballar- hafi. Sendiherrastaðan kemur upp víða í viðtölum Guðmund- ar. Þar segir meðal annars hinn annars góði drengur Gunnar Fríðþjófsson, útvarps- maður í Noregi, svo frá: „Ég lendi iðulega í umræðum um fiskveiðideiluna og tek þá alltaf upp hanskann fyrir íslendinga, þótt innst inni finnist mér ís- lenskir stjórnmálamenn hafa verið klaufalegir í málinu.“ Þessi dæmigerða sendiherra- hugsun, að verja ísland í einu og öllu þrátt fyrir að innst inni finnist fólki það ekki rétt, er kolröng stefna. ísland er orðið nógu stórt og sterkt til að þola gagnrýni og vantar í raun gagn- rýni svo það fari að haga sér eins og fullvaxin þjóð á meðal þjóða. í stað þess að líta á sig sem sendiherra íslands ættu menn að líta á sig sem sendi- herra réttlætis og sannleika. Guðmundur gerir „hver veg- ur að heiman er vegurinn heim“ að meginstefi þessarar viðtalsbókar því flestir þess- ara íslendinga eru með einum eða öðrum hætti alltaf á leið- inni heim og sársakna heima- haganna með allri sinni óstjórn og óveðrum. Það er skiljanlegt því það er sama í hverskonar holum fólk elst upp; það binst þeim stöðum tilfinningaleg- um böndum sem aldr- ei slitna. Þannig hef ég heyrt íbúa í blokk við Vesturberg lýsa þeim ömurlega litlausa skúlptúr sem hún býr í sem fallegasta hluta hverfisins. Hér er um tilfinningatengsl við æskuna að ræða, frek- ar en hlutlaust fegurð- armat. Húsið er vernd- ar- og griðastaður hennar og því sést henni yfir hversu hræðileg symformía þessi hluti Reykjavíkur er. Þannig sýna viðtöl Guðmundar ljóslega að aldrei slitna bönd mannanna við ættjörð- ina algjörlega, þvert á móti virðast þau styrkjast með lengri tíma og meiri fjarlægð- um. Mjög áhugavert er viðtalið við Astþór Magnússon at- hafnamann sem hefur staðið að hinu þekkta átaki „Peace 2000“. Enginn veit hvernig það endar, en það eitt að fá svona brjálaða hugmynd og reyna að framkvæma hana er virðingar- vert. indæl eru viðtölin við Rannveigu óperusöngvara og Gunnar Friðþjófsson útvarps- mann enda virðist það vera in- dælt fólk. Þrjátíu ár eru síðan hjónin Þórður Sæmundsson og Drífa Sigurbjarnardóttir hleyptu heimdraganum. Ferð þeirra hefur legið um Evrópu alla leið til Suður-Afríku þar „Öllum viðmœlendum hefurvegnað ágœtlega í lífinu, engin sárindi eða biturð. GuðmundurÁrni er ágœtlega ritfær og skannar lífsferil þeirra með vönduðum spurning- um sem þó eru lausar við mikla gagnrýni. En hug- myndin að bókinni og framkvœmdin erhins vegar lýsandi fyrir smá- þjóðarkomplexa íslendinga. “ sem þau bjuggu í sjö ár og síð- an norður aftur. Þau eiga þrjú börn og athyglisvert er að sjá að þau hafa dreifst á þrjú lönd. Fróðlegar eru lýsingar þeirra á því hvernig íslendingar hafa rifið upp atvinnulífið í Lúxem- borg. Síðustu tvö viðtölin eru við Gunnlaug Stefán Baldurs- son, arkitekt í Þýskalandi, og Lindu Finnbogadóttur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hafa þau samlagast landinu sem þau búa í kannski ívið meir en aðrir. Bókin er engin skyldulesning en verkið er ágætlega unnið af Guðmundi og því áhugavert fyrir þá sem ekki þekkja marga sem búa í útlöndum og vilja því kynnast viðhorfum þeirra. Svo og þeirra sem þekkja við- komandi fólk, sem virðist allt vera drengir góðir og landi og þjóð til sóma. Saga fyrirþá sem enn finna til Um ástina og annan fjára Gabríel García Marquez Þýölng: Guöbergur Bergsson Mál og menning 1995 ★★★★ essi saga Gabríel García Marquez á að gerast fyrir rúmum tvö hundruð árum og fjallar um ævi lítillar stúlku og ástir og ástleysi fólksins sem henni tengist. Hún dansar í nánd við þá fast dregnu línu sem Marquez hefur lagt með fyrri bókum sínum. Þarna eru að því er virðist raunsæjar lýs- ingar á íbúum þorps eins í Suð- ur-Ameríku og brotnar upp með óraunsæjum en auðgandi atburðum. Eins og þegar Donna Olalla eiginkona markgreifans er lostin eldingu í miðju rifrildi við eiginmann sinn. Strax eftir jarðarför hennar „kom él úr pappírssnifsum sem breiddist yfir appelsínutrén í aldingarðin- um. Hann greip eitt af tilviljun, opnaði það og las: Þessi elding var frá mér“. Bókin er, eins og við er að bú- ast, listilega samansett. Persón- ur eru litríkar og eiga sér jafnan skemmtilegar andstæður í sög- unni. Þannig er hinn trúlausi læknir Abrenúncio mótvægi við hinn heitttrúaða prest Delaura og mynda þeir í raun tvær hlið- ar sömu persónunnar. Hver persóna er í átökum við frjó- „Bókin er, eins og við er að búast, listilega saman- sett. Persónureru litríkar og eiga sérjafnan skemmtilegar andstæður í sög- unni... Petta er skringileg ástar- og ástleysissaga sem stílarsig beint í hjörtu þeirra sem enn finna til. “ korn andstæðu sinnar; frjókorn sem býr bæði í þeim sjálfum og samferðamönnum þeirra. Leik- ur með þess háttar andstæður er oftlega mjög velheppnaður, eins og þegar markgreifinn eignast dótturina sem sagan gengur út á: „Dominga de Advi- ento söng sigri hrósandi: „þetta verður heilög mey!“ Mark- greifinn var minni spámaður þegar hann sá hana þvegna og klædda. „Hún verður púta,“ sagði hann.“ Þessi skemmtilega stúlka sem þarna fæðist er síðar grun- uð um að vera setin illum anda. Lokuð innan múra klausturs þarf hún að þola þjáningar og píslir fyrir þessar sakir. En inn- an sem utan veggja klausturs- ins eru menn heillaðir af henni. Presti, áðurnefndum Delaura, er falið að vinna með stúlkuna. En hann fellur gersamlega fyrir henni og ástin skríður inn í kropp hans og sálu. Presturinn á erfitt með að gera greinarmun á því hvort djöfullinn sjálfur hafi komist inn í hann eða eitt- hvað annað. Enda eru ástin og djöfullinn án nokkurs vafa af sama meiði. Gabríel García Marquez hef- ur hæfileika til þess að segja margar sögur í að því er virðist einföldum texta. Þótt maður sé stöðugt á varðbergi gagnvart höfundi kemur hann aftan að manni aftur og aftur og þrýstir sér inn með nýrri sögu, nýrri hlið. Stundum er þetta ástar- saga Delaura og stúlkunnar, stundum ástleysissaga mark- greifans og Bernarda eða öfugt. Stundum átakasaga trúarinnar við skynsemina. Eða bara saga manns sjálfs. Hver manneskja er fangelsuð í eigin líkama og ófær um að tengjast virkilega annarri, nema í gegnum ímynd- un eða draumheima. Þannig eru líka staðreyndir þessa lífs, menn tengjast fyrst með fjar- lægðum en fjarlægast við ná- lægðina. Ekki kann undirritaður orð í spænsku og því ekki unnt að segja hvort þýðandinn Guð- bergur Bergsson fylgir texta Garcia í einu og öllu. En eitt er víst: bókin er frábærlega stíluð í þessari útgáfu. Erfitt er aftur á móti að átta sig á því hvort um er að ræða merkingarþrunginn árekstur eða bara einföld mis- tök í ósamræminu á bókarkápu og formála bókarinnar. Það er samt smáatriði í þessari góðu bók. Þetta er skringileg ástar- og ástleysissaga sem stílar sig beint í hjörtu þeirra sem enn finna til. Mjúkur, djúpur, hlýr og eolilegur Stóri draumurinn Orri Haröar Útgefandi: Jepsen Dreifing: Japis ★★★ Orri Harðar hefur verið dug- legur að spila sem trúbador undanfarin ár. Þetta er önnur platan sem hann gerir, og er á svipuðum slóðum og síðast. Orra hefur tvímælalaust farið fram frá fyrra verki sem laga- smiður. Hann kýs yfirleitt að fara rólyndislegar leiðir með lögin sem hann útsetur í félagi við Sigurð Bjólu. Á fyrri plöt- unni fékk Orri Jón Ólafsson til þeirra verka. Útsetningarnar eru allar byggðar kringum hina hefð- bundnu hljóðfæraskipan og er smekkvísi líklega rétta orðið um þá tilhögun og minna verið að rannsaka óvæntar leiðir. Hljóðið er afgreitt á sömu nót- um, hljóðfærin njóta sín og hljóma djúp, hlý og eðlileg. Hljóðblöndunin fer vel með tónlistinni hjá Bjólu eins og við var að búast. Hljóðfæraleikur er í höndum þeirra Jakobs Magnússonar bassaleikara, Ingólfs Sigurðs- sonar trommuleikara, Eðvarðs Lárussonar gítarleikara, Jó- hönnu G. Þórisdóttur Þver- flautuleikara og Péturs Hjalte- sted sem spilar á píanó í einu lagi. Þess utan spilar Orri á gít- ara og píanó ásamt því að syngja og bakradda. Syngur Orri reyndar alla plötuna að undanskildu viðlagi í laginu Uppgjörið þar sem Bubbi Mort- hens tekur að sér afleysingar. Orri semur öll lögin nema tvö. Þar er annarsvegar einhver Marcussen með honum í öðru laginu og Sigurður Bjóla í hinu. Misvel tekst upp við smíðarn- ar en ótvíræðra framfara frá fyrri plötunni gætir þó víðast hvar eins og fyrr var nefnt. Orri á nokkur stórgóð lög hér; lög sem sanna að í honum býr metnaðarfullur lagasmiður og þrátt fyrir að ekki sé hægt að segja að það eigi við í öllum til- fellum leyfir hann sér aldrei að fara út í að búa til uppfyllingar- efni. Orri er söngvari af heimilis- legu gerðinni og minnir oft mjög á Jón Ólafsson með þessa þýðu og vinalegu söngrödd. Þó svo að þetta teljist seint til stór- virkja í sönglistinni er alltaf flottast þegar höfundar treysta sér til að syngja tónlist sína sjálfir, sérstaklega á sólóplöt- um sem þeir gefa út undir eigin nafni. Hljóðfæraleikararnir standa sig í stykkinu: Jakob er löngu orðinn traust vörumerki og Eð- varð kemur á óvart með fram- sæknum sprettum. Til Ingólfs hefur lítið heyrst á plötum síð- an hann var í Orgli og SSSól, „Orri semur öll lögin nema tvö... Misvel tekst upp við smíðarnaren ótvírœðra framfara frá fyrri plötunni gœtirþó víðasthvar.“ hann á góðan leik og gaman að heyra aftur til hans hér. Sjálfur er Orri alvanur kassagítarnum eftir trúbadorstússið, sem heyrist gjörla í fínum ryþmagít- urum og kemur síðan á óvart með ágætis píanói og hljóm- borðum. Yfir heildina er þetta stillt og vönduð plata sem gefur fyrir- heit um áframhaldandi framlag Orra til plötuútgáfunnar, því hann virðist vera búinn að finna sinn stíl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.