Helgarpósturinn - 23.05.1996, Síða 15
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996
15
Igri Framundan er enn ein keppnin um fegurstu konu landsins.
Til aö kynnast stúlkunum í réttu (dags)ljósi — utan Hótels
IM íslands — settust þau Jim Smart og Guðrún Kristjánsdóttir
upp í flugvél og flugu til Vestmannaeyja, þar sem þau fylgdust með
stúlkunum innan um Heimaklett og háhyrninga.--------;• _
eeenum tann
Vélin drífur ekki upp, við er-
um allar svo feitar,“ gall í
ónefndri fegurðardís — sem
vissi þó betur — í þá mund er
Flugleiðavél á leið til Vest-
mannaeyja tókst á loft um
miðja síðustu viku með 21 feg-
urðardís innanborðs — og fá-
einar ekki fegurðardísir. Mað-
ur á náttúrulega ekki að leyfa
sér að láta þá hugsun reika, en
án þess hreinlega að ráða við
það skaut þeirri vangaveltu
niður í kollinn á mér við flug-
tak hvort það myndi vekja
meiri athygli ef flugvél með öll-
um þessum fegurðardísum
innanborðs lenti í hrakningum
en ef í henni væru bara „venju-
legir“ farþegar?! Auðvitað, ekki
spurning. Alveg eins og það
yrði saga til næsta bæjar ef í
vélinni væru nokkrir ráðherrar
landsins, — þó ekki væru
nema fáeinir færir knatt-
spyrnumenn.
Kannski örlaði á þessari
hugsun vegna flughræðslu, en
ég vissi sem var að slíkt gat
auðvitað aldrei gerst í öðru
eins blíðviðri og var þennan
dag; þegar maður ímyndar sér
að maður geti snert Hekluna. í
Vestmannaeyjum lenti vélin
skömmu eftir hádegisbil; tutt-
ugu mínútna flug er náttúru-
lega enginn tími. Rétt búinn að
losa sig úr beltunum þegar í
hátalaranum hljómar að mað-
ur eigi aftur að fara í spenni-
treyjuna og brjóstsy.kurinn
sem boðið var upp á er ekki
svo mikið sem soginn til hálfs.
Þótt blíðviðrinu slotaði ekki
var eins gott að hvíti lamba-
krullujakkinn (ljósmyndarinn
var öllu bjartsýnni) var með í
för, ella hefði maður þrátt fyrir
allt króknað úr kulda. Óþarft er
að lýsa nánar skoðunarferð-
inni um Eyjar. Bæði hefur það
komið fram í flestum fjölmiðl-
um og svo má lesa það það út
úr myndatextunum hér að
neðan. Þó má svona til gamans
geta þess að um borð í
Herjólfi, sem fór hringferð um
Eyjarnar, fengu tvær stúlkn-
anna léttan kitiing í magann og
í skammá stund leit út fyrir að
sjóveiki væri að ná á þeim tök-
um. Og viti menn; báðar tvær
voru þær úr Reykjavík. Þær
voru þó fljótar að gleyma
flökurleikanum þegar út á þil-
far kom, þar sem þær önduðu
að sér fersku sjávarloftinu.
í lok ferðarinnar var svo
henst um borð í PH Víking og
siglt sem leið lá að næstu síld-
hann rúmlega níu og lent eins
og lög gera ráð fyrir tuttugu
mínútum síðar. Á meðan sum-
ar fengu sér fegurðarblund í
flugvélinni heyrðist snökt úr
fremsta hluta hennar, þar sem
tvær stúlknanna sátu í faðm-
lögum. „Það getur ekki verið
svona erfitt að skilja eftir dag-
inn,“ hugsaði ég með mér,
„jafnvel þótt hann hafi verið
skemmtilegur." Ég komst að
því skömmu síðar að ástæða
snöktsins var að þennan sama
dag hafði kærasti annarrar
þeirra sagt henni upp og hin
var að hugga hana. Én sú sam-
heldni sem myndast hafði í
hópnum. Við skulum bara
vona að sú hin sama og lenti í
þessari raun geti brosað í
gegnum tárin á úrslitakvöldinu
um „Ungfrú ísland", sem fram
fer á Hótel íslandi annað kvöld.
Þar verður, eins og við er að
búast, mikið um dýrðir, enda á
ekki bara að sýna beint á Stöð
3 (sem nýlega fékk keppnina á
silfurfati frá Stöð 2) heldur hef-
ur MTV hug á að sýna frá
keppninni. Kynnar kvöldsins
verða Unnur Steinsson og
Hinrik Ólafsson.
artorfu. Ekki til þess að draga í
net eitthvað af silfri hafsins
heldur til að kanna hvort þar
væru háhyrningar á ferð. Mik-
ið vorum við; ég, ljósmyndar-
inn, fegurðardrottningarnar,
dómnefndarmeðlimirnir og
aðrir um borð, nú kát með líf-
ið; flest vorum við í fyrsta sinn
að sjá „Willy“, eins og einhver
hrópaði, með berum augum,
eða Killer-Whale eins
og þeir heita á ensku. •?
Flestir stóðu í þeirri '
trú að þarna færu af-
ar ljúfar skepnur, t
sem má ímynda sér ; T":. j
að byggist á því að
háhyrningum og
höfrungum er oft
ruglað saman, en sú Jsf®;
er greinilega ekki
raunin. Öll fengum
við að minnsta kosti 4
hroll þegar því var | *
lýst fyrir okkur af
bráðskemmtilegum ,y ^ "
leiðsögumanni að
háhyrningar ættu til
að fara upp á land,
ná sér í selkópa og "
fleygja þeim upp í loftið í þeim
tilgangi að brjóta í þeim hvert
bein, svo þeir væru auðveldari
til átu!
Eftir stutt stopp á Mánabar
var nú ferðinni heitið heim eft-
ir ánægjulegan dag. Lagt var í
Þær námu nýtt land í Vestmannaeyjum
þar sem þær yljuðu sér á heitri jörðinni.
Hver annarri
fegurri — ekki
bara að utan
heldur að inn-
brostu þær á
móti Eyjasól-
Förðunarfreyjur eru ómissandi í ferð
sem þessari, en það eru þessar tvær
fremstu á myndinni, sem voru stúlk-
unum til halds og trausts.
Þrátt fyrir að
vera í miðjum
stúdentspróf-
um í MR gaf
Ásta Andrés-
dóttir (Indriða-
sonar) sér tíma
til að koma.
lííhaaa... Suðurnesja-Sólveig
Lilja fór eins og þær flestar létt
með að spranga. Þarna er lík-
amsræktarpúlið að skila sér.
Skvísurnar:
Hjördís Sigurðardóttir frá Akranesi
og Vigdís Jóhannsdóttir úr Keflavík.
Vestmannaeyjasjarmörinn er þarna fremst á myndinni. Thelma Róbertsdóttir
heitir hún og tók hinar í nefið í spranginu, þótt allar sýndu þær fína takta.
Ef þarna fer ekki rétt kona
í réttu umhverfi: Ungfrú
Akureyri, Auður Geirsdótt-
ir, stillir sér upp fyrir MTV,
sem heimtar að fá að
skoða allar dísirnar.
Þetta var nú ekki alveg
hola í höggi en ansi hreint
nálægt því. Tvær úr hópn-
um sýndu það og sönnuðu
að þær höfðu báðar áður
snert golfkylfu.
Aðalheiður Millý Steindórsdóttir og Auður Geirsdóttir
um borð í Herjólfi, þar sem boðið var meðal annars upp
á sjávarrétti af hlaðborði; gellur og fleira gott.
• 1 L*Jj i
|