Helgarpósturinn - 23.05.1996, Side 18

Helgarpósturinn - 23.05.1996, Side 18
RMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 1. ÍÞRÓTTIRNAR. Nú byrja öll sumarhlaupin fyrir almenning, ^ kvennaknattspyman og akst- ursiþróttirnar — leiöindi. 2. SUNDIÐ. Nábleikur og skamm- degisfölur mætir maður í sund til aö uppgötva að allir hinir eru flottari — og sólbrúnni. 3. GARÐVINNAN. Hvenær lætur maöur veröa af því aö hellu- leggja eöa malbika yfir garö- nefnuna —- ó... hvenær? 4. VORFLENSAN. Stíflað nef, þungur hósti, beinverkir, hiti og ógleöi — þetta er náttúrlega ógeöslegt fyrir hvern mann. 5. FORSETAEFNIN. Væmin heilsa þau bláókunnugum, mæta í kirkju og á alla íþróttaleiki — óþolandi borgarastéttarpakk. 6. LIFIBRAUÐIÐ. Hver nennir þessum fjanda? Aö mæta í vinnuna á lágmarkslaunum alla daga — og hafa varla í sig og á. 7. FERÐALÖGIN. Einhverra hluta vegna eru allir aðrir en maöur sjálfur aö skipuleggja skemmti- legt suniarfrí — afhverju? 8. UMFERÐIN. Ökuníðingar skipt- ast í tvo hópa í sumarveörinu: hraöabrjálæöinga og dólara — hvorirtveggia eru vonlausir. 9. SKÓGRÆKTIN. Þaö er illþol- andi aö vera píndur í aö gróöur- setja skammlífar hríslur í þágu góös málstaðar — ömurlegt. 10. KYNLÍFIÐ. Líffræöin segir aö viö eigum aö vera í mestu fjöri á vorin — en viö búum á landi þar sem aldrei sumrar. Þú veist að líf þitt er aumkunar- vert þegar... 1.. .. þú hefur ekki misst af ein- um Guiding Light-þætti frá síö- ustu áramótum — en saknar þó Santa Barbara af heilum hug. 2.. .. vinir þínir hafa ekki sam- band viö þig nema til að spyrja hvort þeir geti fengið verkfæri eða peninga að láni. 3. ... allirí vinnunni nema þú eru búnir aö sjá skemmtilegustu kvikmynd sem komið hefur í bíóhúsin á árinu. 4.. .. brauöiö er myglaö, Seríósiö búiö, mjólkin útrunnin, bíllinn bilaður og þú finnur ekki pening fyrir strætó. 5. ... eina fólkiö sem hringir í þig er símasölufólk, foreldrar þínir og hálfvitar að hringja í vitlaust númer. 6.. .. þú ertfarin(n) aö nota allar lausar stundir til aö semja Ijóö og smásögur og ert sann- færð(ur) um hæfileikana. 7.. .. ýmiss konar námskeið og fýrirlestrar eru farin aö troöfylla svo dagbókina aö bókstaflega ekkert annaö kemst aö. 8.. .. þú ert farin aö spá í hvort viöskiptafræðin (eöa lögfræöin) hafi virkilega verið þaö eina sem til greina kom. 9.. .. meira aö segja fyrrverandi ástkonur/elskhugar eru farn- ar/farnir aö tala vel um þig — og gera þaö alltaf í þátíö. 10.. .. þaö eina sem þér dettur f hug á helgarkvöldi er aö spila, horfa á sjónvarp, tala viö mak- ann eöa fara f göngutúr. Aldrei, aldrei aftur Aandlausum og sólarsnauð- um miðvikudegi, þeim þriðja í röð andlausra „mið- viku-daga“, er fátt hægt að draga sísona rithæft upp úr dyngju sinni. Ég hef nefnilega átt við sama vanda að etja og þorri landsmanna það sem af er vikunnar; að þjást af ekki bara venjulegu heldur óvenju- lega miklu andleysi. Ég held að hundurinn liggi í því grafinn hve helgin á mínum bæ var hressileg. Hún var ekki síðri en hjá sólarþyrstum höfuðborgar- búum sem þyrptust á bari bæj- arins og létu öllum illum sem góðum látum. Að visu má vera að ekki hafi allir skemmt sér eins vel og ég. Hafi svo verið verð ég að segja að ég er fegin að hafa ekki blandast því geði. Helgin var ekki bara skemmtileg heldur var hún, eins og svo margar á undan- förnum vikum, óvenjulöng. Hófst með öðrum orðum á mið- vikudegi, um miðjan dag, að minnsta kosti hvað mig varðar. Eins og ég greini frá á öðrum stað í blaðinu brá ég mér út fyr- ir landsteinana til Vestmanna- eyja upp úr hádegi á miðviku- dag — sem ég hef ekki gert síð- an ég keppti þar í íþróttum á unglingsárunum. í Eyjum and- aði ég ekki bara að mér gras- ilminum og fékk saltan sjóinn í andlitið (og sá að auki Heima- klett og háhyrninga) heldur upplifði ég það að vera fegurð- ardrottning í einn dag. Að vísu eiginlega bara sem áhorfandi. Alltént gerði ég á miðvikudag- inn nánast allt það sama og dís- Örún Stjánsdóttir imar sem keppa um nafnbótina fegurðardrottning !slands á föstudaginn. Fór með þeim í bátsferð, borðaði snittur, bragðaði á gellum, sá furðufisk- ana á náttúrugripasafninu og endaði á Mánabar, svo fátt eitt sé talið. Eftir lendingu á Reykja- víkurflugvelli þusti ég heim á leið, beinustu leið í sturtu og svo í sparifötin. Afmælismatar- boð iá í loftinu. Ég varð að hafa hraðan á, enda orðin ansi hreint sein. Hitti ég þar fyrir einhverjar skemmtilegustu konur í bænum í bland við ansi gerðarlega karlmenn. í boðinu var skrafað fram eftir nóttu; um pólitík meðal annars (út af strákunum) og drukkið enda- laust af Grand og Calvados og heil býsn af kaffi. En eins og ætíð þegar líða tekur á nóttina kemur fiðringur í fólkið og allir vilja á næsta bar. Flest enduð- um við á einum þeim besta, en jafnframt minnsta, í bænum, „þar sem ævintýrin enn ger- ast“. Timburmennin voru ekkert svo ógurleg á uppstigningar- dag, reyndar svo þolanleg að hláturinn var aldrei langt und- an. Það er nefnilega oft svo að sé maður ekki illa fyrirkallaður eftir létt fyllerí getur „the day after“ orðið ekki síðri en kvöld- ið áður. Á föstudaginn rann svo upp hefðbundinn vinnudagur. Vit- andi það að helgin var fullbók- uð vann maður eins og skepna f5afflh.úsið • Mirabelle í Kringlunni Brilljant, en undir rúllustiga... Fyrir nokkrum mánuöum var opnaö nýtt kaffihús í verslun- armiðstööinni Kringlunni. Þessi yngsta viöbót í núorðið skrautlega veitingahúsflóruna á þessum slóðum nefnist Mirabelle-og er staðsett útí horni undir rúllustig- anum við hliö matvöruverslunar Hagkaups. Mirabelle er áberandi merkt sem „brasserie" og „café" og vegna fyrrnefnda orösins býö- ur staðurinn uppá létta rétti sem spanna allt frá skemmtilega mat- reiddri rauösprettu, kjúklinga- og sjávarréttasúpum til brauömetis með ýmiskonar meðlæti. Sérstök áhersla viröist lögð á sjávarrétti því þeir eru oftast nokkrir á mat- seðlinum. Ljómandi flottheit og taktar eru á matreiðslunni allri saman. Staðurinn er innréttaður á dökkan og nokkuö hlýlegan hátt þar sem þægindi gesta eru höfð í fyrirrúmi — lítillega á kostnað út- litsins. Vert er að geta skemmti- legra málverka sem þekja veggi og minna helst á stílinn í París og Ítalíu kringum annan og þriðja áratug aldarinnar— eðajafnvel hina skondnu stefnu sósíalreal- ismans sem var uppá sitt besta f Sovétríkjunum sálugu um svipaö leyti. Ætli þetta kallist ekki póst- módernismi af einhverju tagi; svipar bæöi til líkamlegrar hetju- dýrkunar Fom-Grikkja og munúð- arfullrar líkamsdýrkunar í mynd- skreytingum nútímans. Því miður láöist höfundinum að merkja sér verkin og undirritaöur kaffihúsa- rýnir nennti ekki aö spyrja um hann. Mirabelle er tiltölulega rúm- góður staöur og sjálfsagt pláss í sæti fyrir sextíu til sjötíu manns. frekar þröngt er milli borða og mætti fækka þeim aö ósekju. Húsgögnin eru hönnuö og smíðuö að Miðjarðarhafshætti þar sem fólk er ansi smágert og þannig hálfbjánalega lág; þetta er þó ekki til tiltakanlegs ama nema fyr- ir fólk af yfirstærð. Þjónustan er ágætlega lipur, fyrirferöarlítil, heimilislega fumlaus og hraövirk, en þó er kannski ekki alveg aö marka undirritaöan í þeim efnum því alltaf þegar hann héfur brugð- iö sér þarna inn má telja kúnnana á báöum höndum. Kaffiö er alveg sérstaklega gott á Mirabelle og einsog veitingarnar framreitt í gerðarlegu leirtaui sem framleitt er fyrir fullorðiö fólk — kærkomin tilbreyting frá húsgögnunum. Hugsunin bakviö Mirabelle geng- ur ágætlega upp; staöurinn er til dæmis galopinn í annan endann að hætti götukaffihúsa og ef menn horfa framhjá rúllustigan- um má sjá alla leiö útí bíla- geymslu... Mirabelle líður sem- sagt mjög fyrir staösetninguna, sem er með ólíkindum útnáraleg. Flutningur á kaffihúsavænni slóð- ir hlýtur að vera framarlega á dag- skrá eigendanna. Sérstakt hrós fær Mirabelle fyrir framúrskarandi úrval af bjór frá flestum heims- hornum. Aö öllu samanlögðu er Mirabelle alveg hreint Ijómandi brasserie og gefur erlendum sam- svörunum sínum ekkert eftir. Þarna á maöur yfirleitt þægilegar stundir og sökum þess aö gestir eru frekar fáir og tónlistin lágt stillt eru þessar stundir gjarnan hljóölátar og viðbrigði frá ysnum og niöursoðnum Kringluþysnum. Sem er vitaskuld brilljant. Staö- setningin dregur Mirabelle góöan slatta niöur; aö minnsta kosti um eina stjörnu. til þess að losna við enn frekari timburmenni á mánudeginum. Um kvöldið var framundan annað matarboð „helgarinnar" (og úff, ef til vill það þriðja á laugardeginum). Nú var komið að því að hitta gömlu klíkuna úr Hafnarfirði, sem ákveðið hafði verið með dágóðum fyrir- vara. Sumbl og át í bland við samræður í gleði og sorg. Eftir fáein rauðvínsglös leystist ein- kennileg orka úr læðingi og fyrr en varði vorum við komnar í DFB-tímabilið (djamm fyrir barneignir). Af stemmningunni að dæma þarna um kvöldið má ætla að DEB-tímabil (djamm eftir börn) sé í uppsiglingu, en það verður tíminn að leiða í ljós. Það sem við þurftum að tala! Þrátt fyrir að nokkuð væri um liðið síðan við þær „gömlu“ höfðum hist urðu löngu grafnar minningar svo ljóslifandi, að það var eins og „gerst hefði í gær“. Og jafnvel þótt við vær- um að skemmta okkur rétt hjá nóbelskáldinu var ferðinni heit- ið á litla dimma barinn þar sem ævintýrin héldu áfram að ger- ast. Laugardagurinn var framan af erfiður, en þó raunverulega ekki. Eiginlega þvert á móti. Matarboðinu var hins vegar af- lýst en þess í stað haldið frá- bært Evróvisjónpartí á Brá- vallagötunni; partí sem mörg- um líður seint úr minni. Svo var einu sinni sem oftar endað á litla ævintýrabarnum. Helginni þar með lokið. Skyldi nokkurn undra þetta með andlega grafhýsið. Aldrei, aldrei aftur... fyrr en á föstu- dag.______________________________ Höfundur er ritstjómarfulltrúi HP. Alþjóðafréttir á Veraldarvefnum Fréttatengdum heimasíöum fjölg- ar gríöarlega ört á Veraldarvefn- um þessar vikurnar: aö blessuðu kláminu undanskildu er vöxturinn sennilega einna mestur á þessu sviöi. Síðurnar eru hinsvegar einsog gefur aö skilja ákaflega misjafnar aö gæöum og til aö greina kjarnann frá hisminu mælir .netið með nokkr- um framúrskarandi góö- um. Meira um fréttir á Vefnum í næstu viku... ■ USA Today á slóöinni http://www. usa today.com/ er frábært uppá bæöi bandariskar og alþjóðlegar fréttir aö gera. Hérer þó ekkert leitartæki aö finna, en íþróttir, fjármál, menn- ing, veður og tíska fá yf- irdrifiö pláss og lesenda- könnun og vel unnir list- ar yfir heita staöi á Vefn- um eru til fyrirmyndar... ■ CNN er sömuleiðis meö fjandi magnaða heimasíöu meö flottri myndrænu og áhuga- veröum vídeóbútum auk allra efnisþáttanna sem fjallaö er um á sjón- varpsstöðinni. Smelli menn sér inná http://www.cnn. com/ koma sterkustu punktar CNN á Vefnum í Ijós: kröftugt leitartæki og stööug uppfærsla... ■ US News £ind World Report blandar saman fréttum og nýjasta slúðrinu á Capitol Hill. Afbragösgóö [rannsóknarjblaöamennska, skemmtileg viötöl, fjölmiölaumfjöllun og fleira nammigott aögreina síöuna á http://www.agtnet.com/us news/textmenu.htm/ frá restinni... ■ Crayon’s News Sources er yndis- leg heimasiöa meö slóöina http://crayon.net/using/links. html og troöfull af tenglurri yfirá uppsprettur alþjóöafrétta víösvegar um heiminn. Þar á meöal má nefna útvarpsfréttastöð ABC á Vefnum, The Jerusalem Post, St. Pétursborg- ar-Póstinn, China News Digest, Daily News frá Islandi (!) og Post í Zambíu. Enn fleiri tengla er þarna aö finna á frábærar heima- síöur um stjórnmál, veö- ur, viöskipti, upplýsinga- tækni, heilsu, hreysti, listir, dægradvöl, teikni- myndir, iþróttir og auövit- aö slúöur. Jafnframt er þarna aö finna ítarlegar leiöbeiningar svo net- hausar fái smíöaö eigin netrit... ■ NandoNet heimasíö- an á http://www2. nando.net/nt/nando. cgi er staðsett í Raleigh í Noröur-Karólínu og inni- heldur efnisflokkana al- þjóðafréttir, innanlands- fréttir, iþróttir, stjórnmál, viöskipti, upplýsinga- tækni, heilsu, vísindi og dægradvöl... ■ Media Information á slóðinni http://www. mediainfo. com/ed pub/e-papers.home. page.html er heimasíöa meö griöar- lega nákvæmum og yfirgripsmiklum upplýsingum um allar þær fjölmörgu heimasiöur dagblaöa sem fýrirfinn- ast á Vefnum.... ■ Links to other media sources er einsog nafniö gefur til aö kynna heimsíða sem inniheldur upplýsingar um allt mögulegt og ómögulegt fréttatengt á Veraldarvefnum. Smell- iö ykkur inná http://www.ping.at/ gugerell/media/ezindx.htm — en þó því aöeins aö þiö hafið nægan tíma fyrir höndum... Elma Lísa & Marlon Brando Það er ekki alltaf jafn þakklátt aö starfa á svo umdeildu blaöi sem HP er, en stundum uppskera menn sannarlega laun erfiöis síns. Þaö var til dæmis í þessari viku sem blaðiö komst aö þeim stórtíöindum aö súper- sjarmörinn Marlon Brando á laundóttur á Islandi. Og hefur ekki þóst vita af henni í aldarfjóröung; ekki eitt bréf eöa smávegis jólapakki. Þetta er pott- þétt næsti forsíöuuppsláttur National Enquirer. Þaö gat svo sem veriö aö dóttirin væri í fremstu röö fyrirsæta okkar þótt hún liafi kannski aldrei náö almennilega að slá í gegn: sjálf Elma Lísa Gunnarsdóttir — Brando. í hættulega glettnislegu augnaráöinu vottar fýrir þunglyndistaumum, munúö- arfullar varirnar æpa á ögrun, sígild fegurðin lamar leikmenn og ávalar andlitslínurnar eru til aö teyga meö augunum af áfergju... þetta er allt nákvæmlega eins. Brando neyöist til aö gangast viö hinni íslensku dóttur!

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.