Helgarpósturinn - 23.05.1996, Side 31
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996
31
m:
fnutímakvenprófið
Prá áramótum hefur HP staðið fyrir dauðaleit að hinum sanna karlmanni og hinum
sanna íslendingi. Fyrir tveimur vikum hófst svo leitin að hinni einu sönnu nútímakonu
á íslandi; hver er hún og hvaða hugmyndir hefur hún um sjálfa sig? HP hefur tekið upp
vörn gegn kynjamisrétti og segir þvert nei við skúringum, þvotti og kúgun karla. HP
átelur þær konur sem fela sig bak við frakka eiginmannsins. Ufi kvenfrelsið! í þessari
viku leiða saman hesta sína nöfnurnar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, kvenfrelsishetja
og borgarfulltrúi, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og kyntákn.
Steinunn lagði Steinunni
1. Hvort finnst þér meira um vert að fá karl eða konu í
embætti forseta íslands?
2. Hvaða kynslóð karlmanna heillar þig mest; yngri en þú,
jafnaldrar eða karlmenn eldri en þú?
3. Hvort finnst þér skemmtiiegra að skúra eða þvo þvott?
4. Kaupirðu þér að minnsta kosti eina flík í mánuði?
5. Hvað ferðu oft — karimannslaus — út að skemmta
þér í mánuði?
6. Hvemig finnst þér ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hafa staðið sig?
7. Leyfirðu þér oft að sofa út?
8. Hefur karlmaður „farið illa með þig“ — hefur þú
„farið illa með karlmann"?
9. Ferðu í kvennaferðir til útlanda eða hér innanlands?
10. Saknarðu mannsins í lífi þínu þegar þú ert í
burtu frá honum meira en tvo daga?
SVÓ; „Ég vil auövitaö fá Konu til aö komandi kynslóöir venjist þeirri
hugsun aö konur séu forsetar, borgarstjórar og í öörum slíkum stöð-
um.“ 0
SVÓ:„Aldurinn skiptir ekki máli.“ 1/2
SVÓ:„Ég geri hvorugt þessara verka.“ 1
SVÓ: „Já, svona frá einni upp í þrjár, eftir efnahag hverju sinni.“ 1
SVÓ: „Ég fer oftar karlmannslaus en meö karlmanni." 1
SVÓ: „Davíö Oddsson og hans félagar hafa sýnt þaö — sem kom
svosem engum á óvart — aö þeir hafa engan áhuga á aö laga launa-
mál kvenna eöa taka á málum sem snúa aö jafnrétti kynjanna, þrátt
fyrir fagurgala þeirra og Sjálfstæðra kvenna fyrir kosningar." 1
SVÓ. lájájá I
SVÓ: „Ég held aö allir sem komnir eru yfir fermingaraldur hafi einhvern
tímann lent í aö hryggbrjóta einhvern eöa veriö hryggbrotnir." 1/2
SVÓ: „Ég fer oft í kvenrembuferðir." 1
SÓÞ: „Fyrst viö þurfum aö vera aö kjósa forseta á annað borö vil ég
bara fá almennilega manneskju í það. Alveg sama hvort þaö er kall
eða kelling." 1
SÓÞ: „Ég held að karlmenn sem ungböm séu hvaö eftirsóknarverö-
astir." 11/2
SÓÞ: „Mér finnst skemmtilegra aö þvo þvott." 0
SÓÞ: „Já, þaö geri ég og jafnvel fleiri ef ég er kærulaus." 1
SÓÞ: „Ég fer iöulega karlmannslaus út aö skemmta mér." 1
SÓÞ: „Þessum ósköpum hlýtur aö fara aö linna." 1
SÓÞ: „Ef ég má þaö. En ég hef nú ekki oft tækifæri til þess.“ 1/2
SÓÞ: „Ég held aö samskipti karla og kvenna byggist á því aö fólk fari
vel og illa hvaö meö annaö.-' 1/2
SÓÞ: „Nei. Þaö geri ég ekki." 0
SÓÞ: „Ég hef saknaö hans stanslaust frá því ég kynntist honum." 0
SVÓ: „Þegar ég hef tíma til þess." 1/2
ÚRSLIT: Steinunn Óskarsdóttir lagði nöfnu sína Þorsteinsdóttur með 7 stigum gegn 6 1/2. En báðar bera þær nafnbótina nútímakona með rentu.
Nútímakonur HP: Jólianna Vilhjálmsdóttir, Sigrún Guöný
Markúsdóttir og Steinunn Valdis Óskarsdóttir.
Sannleikurinn um „friðarsinnann“ Gandhi
að sofa nakinn með nöktum
ungmeyjum. Þegar betur er að
gáð er það kannski ekki svo
ýkja undarlegt. Gandhi út-
skýrði þetta háttalag sitt þann-
ig, að hann væri að láta reyna á
skírlífisheit sitt. Hann gaf aldr-
ei nokkurn tímann upp hvort
hann fengi einhverja ánægju út
úr þessu. Gandhi átti reyndar
eiginkonu og gat sofið hjá
henni nakinn hvenær sem er,
en þótti ekki nægilega mikil
þolraun. Hann var nefnilega
ekki tiltakanlega hrifinn af út-
liti hennar. „Eg get hreinlega
ekki afborið að líta á andlit
hennar,“ sagði hann eitt sinn.
„Svipbrigðin minna helst á
andlit auðmjúkrar belju.“
Taugaáfall við sáðfall
Gandhi var ekki mótfallinn
kynlífi, engan veginn. Það var
hans einlæga trú að gift pör
ættu að hafa kynmök þrisvar
til fjórum sinnum — á ævinni.
Hann sagði að það ættu að
gilda lög sem bönnuðu pörum
að hafa oftar kynmök en það.
Gandhi sjálfur naut hins vegar
kynlífs í ómældu magni. En
það var þegar hann var ungur.
Og Gandhi vildi ekki að nokkur
annar fremdi sömu hræðilegu
mistök. Skoðanir Gandhis á
sáðláti stefndu einkum að því
að slíkt skyldi forðast af
fremsta megni: „Hæfileikann til
að hemja og safna þessum dýr-
mæta vökva er aðeins hægt að
öðlast með linnulítilli þjálfun.
Þegar markinu hefur verið náð
mun uppsafnaður vökvinn
verða botnlaus uppspretta
orku og styrkleika." Þegar
Gandhi vaknaði eitt sinn á
miðjum aldri og uppgötvaði
sér til mikillar skelfingar að
hann hafði fengið sáðfall um
nóttina fékk hann alvarlegt
taugaáfall.
Hafði áhuga á hægðum
Gandhi hafði einnig mikinn
áhuga á hægðum. Samkvæmt
einum ævisöguritara hans
voru hægðir aðalumfjöllunar-
efni meirihluta sendibréfa
hans. Það sem vakti forvitni
hans einna mest var nýtileiki
stólpípna. Hann fékk sér sjálf-
ur að minnsta kosti eina slíka á
dag. Hann lét hinar ungu lags-
konur sínar gera slíkt hið sama
og dagleg kveðja til stúlknanna
var eitthvað á þessa leið:
„Systir góð, voru hægðir þínar
ekki góðar í morgun?"
Hélt aga á fjölskyldunni
Eins og svo mörg stórmenni
kom Gandhi ákaflega illa fram
við fjölskyldu sína. Honum var
sem fyrr greindi ekkert sér-
staklega vel við eiginkonuna
og því skal engan undra að
hann leyfði henni ekki að
mennta sig. Og hann leyfði
sonum þeirra heldur ekki að
ganga menntaveginn. Þar að
auki var hann ósáttur við
kvonfang elsta sonarins og
gerði piltunginn arflausan.
„Andvígur“
læknavisindum
Gandhi hataðist út í nútíma
læknavísindi. Hann hataði
læknavísindi reyndar svo af-
skaplega heitt að hann neitaði
breskum læknum um að gefa
eiginkonunni ófríðu pensilín-
sprautu þegar hún veiktist
heiftarlega af lungnabólgu.
Þetta var erfitt val sem Gandhi
stóð frammi fyrir: annaðhvort
að starida fastur á sannfæringu
sinni eða bjarga eiginkonunni.
Gandhi gat verið fastur fyrir
þegar nauðsyn krafði og eigin-
konan lét lífið með harmkvæl-
um eftir að hafa verið neitað
um pensilínið. Hann hélt sann-
færingunni í staðinn. Ég vil
samt ekki ganga svo langt að
segja að Gandhi hafi verið of-
stækisfullur andstæðingur nú-
tíma læknisvísinda. Stundum
gat hann séð notagildi þeirra.
Til dæmis þegar hann leyfði
læknum náðarsamlega að gefa
sér inn kínín eftir að hann
hafði veikst illilega af malaríu.
Svipað tilvik kom upp þegar
hann fékk lífshættulegt botn-
langakast og samþykkti að láta
skurðiækna fjarlægja meinið
úr kviðarholinu.
Herskár friðarsinni
Hið magnaða orðspor sem
fór af friðarvilja Gandhis er
vissulega verðskuldað, en það
kom til ögn seinna í lífi hans en
almenningur áttar sig á. Það
var ekki minnst á það í stór-
mynd Sir Richards Attenboro-
ugh, en allt fram á síðari ár var
Gandhi fremur hrifinn af
stríðsrekstri af ýmsu tagi. Sam-
anlagt gerðist hann sjálfboða-
liði í þremur styrjöldum: Búa-
stríðinu, Zúlú-stríðinu og fyrri
heimsstyrjöldinni. Hann missti
að vísu af tækifærinu til að
þjóna Bretum í fyrri heims-
styrjöldinni, því hann fékk
slæma brjósthimnubólgu áður
en til þess kom og var sjálf-
krafa dæmdur úr leik. Það var
kannski eins gott, því það
sparaði honum fullt af
heimskulegum útskýringum
tveimur árum síðar þegar
hann lýsti fyrir umheiminum
þeirri bjargföstu vissu sinni að
breska heimsveldið væri eitt af
frumöflum djöflatrúar á jörð-
inni.
1 hindúi = 10 múslimar
Gandhi var sem sagt ekki
þessi hreinræktaði friðarsinni
sem flestir standa í meining-
unni um. Hann var ætíð sam-
þykkur beitingu ofbeldis sem
neyðarúrræðis. Það kom
glögglega í ljós þegar hindúar
og múslimar bárust einu sinni
sem oftar á banaspjót og
Gandhi veitti því úrræði bless-
un sína að skjóta tíu múslima
fyrir hvern einn hindúa sem
félli. Eftir þessum línum var
ennfremur ein af frægustu yfir-
lýsingum Gandhis um sjálf-
stæði Indlands: „Ég myndi ekki
hika við að fórna milljón
mannslífum fyrir sjálfstæði
Indlands."
„Hitler er ekki slæmur“
Yfirleitt mælti Gandhi þó
gegn ofbeldisbeitingu. Er Hltl-
er tók sig til og réðst inn í
Tékkóslóvakíu ráðlagði Gand-
hi Tékkum að fremja frekar
hópsjálfsmorð en að berjast
og veita mótspyrnu. Svipuð
heilræði gaf hann gyðingum
síðar. Ráðgjafar Gandhis
reyndu hvað þeir gátu að sann-
færa hann um að nasistar
væru ólíkir Bretum að því leyt-
inu til að ofbeldislaus and-
staða virkaði ekki gegn þeim.
Gandhi bandaði þessu frá sér
eins og hverri annarri vitleysu.
Einn daginn — skömmu eftir
að Hitler hafði gjörsigrað Pól-
land, Frakkland og meirihlut-
ann af meginlandi Evrópu —
ákvað Gandhi að heillavænleg-
ast væri að höfða til samvisku
Hitlers. Eftir að hafa lagst und-
ir feld og hugsað stíft um
hvernig skyldi höfða til sam-
visku sem allir aðrir voru sann-
færðir um að fyrirfyndist ekki,
þá datt Gandhi niður á svarið:
opið bréf. „Hitler er ekki slæm-
ur maður,“ sagði Gandhi við
vini sína. „Hann mun leggja
eyrun við og hlusta.“ En hann
gerði það ekki.
Steinarr
Davíðs-
son rakst
nýverið á
stór-
skemmti-
legt sagn-
fræðirit
sem ber
titilinn „Legends, Lies
& Cherished Myths of
World History“ („Þjóð-
sagnir, lygar og vinsæl-
ar goðsagnir í mann-
kynssögunni“) og er
eftir Richard nokkurn
Shenkman. Þarna eru
teknar fyrir á einu
bretti nokkrar helstu
sögufalsanir og goð-
sagnir mannkynssög-
unnar og afhjúpaðar
sem helber þvættingur
á óvæntan hátt. Öllu
gamni fylgir fúlasta al-
vara og bókin er þann-
ig byggð á ítarlegri
rannsóknavinnu. Stein-
arr veltir fyrir sér:
Hvenær verður ís-
landssagan skoðun á
viðlíka hátt? Lítum á
kaflann um hálfguðinn
Mahatma Gandhi...
Gandhi var vanur að reigsa
um og segja við hvern sem
heyra vildi: „Ég er sannarlega
mahatma." (Mahatma þýðir
stórbrotin sál.) Og ég er viss
um að hann var það. En jafnvel
sannarlega stórbrotnar sálir
geta hagað sér undarlega. Einn
af furðulegustu hlutunum í fari
Gandhis var til dæmis að sem
gamall maður kaus hann helst