Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Mánudagur 23. desember 1974. — 260. tbl. ÞEIR KOMUST AF — heimsókn á sjúkra- húsið í Neskaupstað — sjá bls. 2 FYRST ELDGOS - Hú , SNJOFLOÐ — sjá bls. 9 Leitað að sœnskri flugvél — baksíða Þessa krafðist snjóflóðið í Neskaupstað: TÓLF MANNSLÍF - OG Eftir hildarleik föstu- dagsins/ gera íbúar Nes- kaupstaðar sér nú fyrst grein fyrir hvilikum verð- mætum þeir hafa séð é bak. Níu menn hafa verið grafnir andvana úr snjón- um og einn fundizt i sjón- um. Litil sem engin von er til, að þeir tveir, sem enn er saknað hafi lifað af. Við lauslega athugun virðist fjárhagstjón losa milljarð a.m.k. Mesta tjónið hefur orðið á sildar- bræðslunni, sem teljast má gjör- ónýt. Frystihúsið er lamað vegna tjóns á vélum, þótt sjálft standi húsið að miklu leyti óskemmt. Af þjónustufyrirtækjunum, Bif- reiðaþjónustunni og steypustöð- inni, sést hvorki tangur né tetur. Sem dæmi um tjónið, sem varð á þeim fyrirtækjum, má nefna grlðarlegan lager Bifreiöaþjón- ustunnar, sem metinn var á 6 milljónir. Aðeins fátt eitt af lagernum hefur endurheimzt úr snjónum. Af samtölum við íbúa i Nes- kaupstað er ljóst, að hugsunin um snjóflóð var þeim öllum fjarlæg. Er skriðan féll, var snjóþungi ekki meiri en gerist á venjulegum vetrardegi og helmingi minni en hann mest getur orðið. Fjallið fyrir öfan kaupstaðinn er oft á vetrum alhulið snjó, en á degi þegar viða skein I berar klappir, datt engum snjóflóð i hug. Afstaða séra Páls Þórðarsonar, sóknarprests i Neskaupstað, er einkennandi fyrir ibúana. „Þegar ég kom á slysstaðinn, datt mér snjóflóð sizt i hug. Fyrst hélt ég, að ketilsprenging hefði orðið, eða tankur fuðrað upp”, sagði séra Páll. Þeir er búa i efstu húsum bæjarins verða oft á tiðum varir við drunur i f jallinu að næturlagi. Rósa Sigursteinsdóttir með dóttar gfna SlgrAnn Evu 15 mánaða gamla. Þær mæðgur sluppu ómeiddar er snjóskriða féll á heimili þeirra. Ljósm. Bragi. i kvistinum var komið að mæðgunum, er sluppu ómeiddar frá hamförunum. Undir brakinu fannst lik móður með tvö látin börn sin og lik konu, er verib hafði við vinnu I húsinu er ósköpin dundu yfir. Ljósm. Bragi. Hingað til hefur þó engum dottiö i hug að taka það sem hættumerki. 1 hliðum fjallsins má oftlega sjá merki eftir minni háttar snjó- ruðninga. Einu sinni áður hefur þó snjóflóð fallið á byggð i Nes- kaupstað. Það átti sér stað seint á siðustu öld og féll það innar en bæði þau snjóflóð er nú féllu. Greinilegt var að innra flóðið er féll á föstudaginn hefur átt upptök sin við tinda fjallsins. Siðan eykst það smám saman, þar til það rif- ur upp og vöðlar saman öllum þeim mannanna verkum, er á vegi þess urðu. Ytra flóðið áttiupptök sin neðar i fjallinu. Rafmagnsstaurar standa óhaggaðir eftir að það flóð fór um. Er komið var að Ibúðar- húsinu Mána nokkru neðar, stóð- ust þó engin mannvirki krafta flóðsins. —JB ÖRLÖGIN LÉKU MENN MISJAFNLEGA Aldrei þessu vant var Eirikur Asmundsson (t.h. á mynd) eigandi Bifreiðaþjón- ustunnar á Neskaupstað heima við. Þá skall á fyrra snjófióðið. Hringdi hann i son sinn, Ásmund, (t.v.) og sagði honum hvað gerzt hafði. Verkstæðismenn héidu strax á vettvang, en Ásmundur varð aðeins seinni en þeir, en var kominn út þegar siðara snjóflóðið skall á honum. Hann sakaði ekki, né félaga þeirra. Ekki var urmull eftir af verkstæðinu, jafnvel grunnurinn fannst ekki i gær. örlögin léku menn mis- jafnlega eins og endranær. — SJA NANAR ATBURÐA- RÖÐINA — BLS. 3 GLAPRÆÐI AÐ DREPA ## A DISILVELINNI ## baksíða Enginn bjóst við þeim á lífi — móðir og barn lifðu snjóflóðið af „Við mæðgurnar vorum sofandi, er ósköpin dundu yfir”, sagði Rósa Sigursteinsdóttir, sem stödd var með dóttur sinni I Mánahúsinu á Neskaupstað, er snjóflóðið lagði þaö I rúst. „Dóttirin Sigrún Eva var i litíu herbergi inn af minu og lá upp við vegginn, er snjóflóðið skall á. Hún hefur bjargazt fyrir algjört kraftaverk. Sigrún Eva hentist fram úr rúmi sinu, sem brotnaði i spón i látunum. Svo lá hún háskælandi á brakinu, er komið var að henni”, segir Rósa. „Ég sjálf var gjörsamlega klemmd af með fæturna i splitti. Milliveggurinn hefði fallið á mig, ef litil fjöl hefði ekki skorðað hann af”. Karl, maður Rósu, var staddur á verkstæði steypu- stöðvarinnar, er innri skriðan féll. Hann hljóp þegar af stað inneftir, en sá þá hvar annað flóð lagði heimili hans i rúst. „Hann bjóst svo sannarlega ekki við þvi að sjá okkur mæögurnar meira”, sagði Rósa. —JB I.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.