Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 23. desember 1974. 5 ap/UntbR ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNÍ Umsjón Guðmundur Pétursson Jólasöngvar björguðu Heath fró sprengju //Að öllu forfallalausu hefði ég átt að sitja þarna inni/" sagði Edward Heath, formaður Ihalds- flokksins brezka, þegar hann kom að heimili sínu fáum mínútum eftir, að sprengju hafði verið varpað inn um glugga á neðstu hæð og hún sprungið inni.' En Heath hafði tafizt vi6 jóla- söng, og var á leiðinni heim i bil sinum, þegar hann heyrði fréttirnar i útvarpinu. Heath flutti úr Downing stræti nr. 10, þegar flokkur hans tapaði i siðustu kosningum. En úr ráð- herrabústaðnum fór hann i einbýlishús i Belgraviu, þar sem sprengjutilræðið var reynt. Ráðskona Heaths var stödd i kjallara hússins, þegar sprengj- an sprakk. Þegar þeir, sem fyrstir komu að, spurðu, hvað fyrir hefði komið, svaraði hún aðeins: „Við fengum sprengju. bað var allt og sumt.” Þetta er i annað sinn á nokkr- um vikum, sem Heath er hætt kominn, vegna sprengjutilræða hryðjuverkamanna IRA. Fyrir nokkru snæddi hann kvöldverð I klúbbi einum i London miðri, þegar sprengja sprakk þar i næsta húsi. A laugardag var hann i jólainnkaupum, i Harrodsverzluninni, þegar sprengja kveikti i húsinu. Harold Wilson, forsætisráð- herra, hringdi til Heaths eftir" sprengjutilræðið i gærkvöldi. Sagði hann, að tilræðið „væri hneyksli, sem gengi fram af öll- um. Það mun einungis gera okkur staðráðnari i þvi að koma lögum yfir þessa glæpamenn.” Heath, sem ætlar i dag til Norður-Irlands til viðræðna við stjórnmálaleiðtoga og yfirmenn öryggissveitanna, kvaðst ekki mundu láta þetta aftra sér frá þeirri för. Samtimis þessari sprengju i London i gær, sprungu átta aðr- ar á Norður-írlandi, aðeins nokkrum stundum áður en vopnahléð, sem IRA hefur lofað yfir hátiðarnar, gekk i garð. Skömmu siðar var kona skotin til bana á samkomustað mót- mælenda. Þannig var komið að húsi Heaths i Belgravlu I London eftir sprenginguna. Heath kom sjálfur nokkrum minútum siðar og hafði tafizt við jólasöngva. lll Saka CIA um njósnir heima við Fast er lagt að Ford Banda- rikjaforseta þessa dagana, að hann láti rannsaka starfshætti CIA, leyniþjónustu Bandarikj- anna. — Þeir gerast æ fleiri, sem saka leyniþjónustuna um að hafa njósnað um menn og málefni heima fyrir i tið Nixonstjórnar- innar. CIA er einungis ætlað að safna upplýsingum erlendis, og liggur blátt bann við þvi, að hún stundi þvilik störf innanlands. New York Times bar CIA þess- um sökum i gær, en meðal þeirra, Hinzta kveðjan ,,Þakka þér allt gamalt og gott. Hittumst heilir hinum megin" sýnast þeir segja, hvor við ann- an vinirnir hér að ofan, sem sænski Ijósmyndar- inn rakst á í sláturhúsi í Svíþjóð. — Þeir lenda á jólaborðinu hjá ein- hverjum. Sprakk eftir flugtak 77 fórust með flugvél, sem var i innanlandsflugi frá Maturin til Caracas i Venezuela i gær. Fjöldi þeirra ætlaði að halda jólin i höf- uðborginni. Flugvélin sprakk fjórum min- útum eftir fiugtak, og dreifðist brakið úr henni yfir mikið svæði. — Er mönnum ókunnugt um, livað olli sprengingunni. Þetta er annað stóra flugslysið i Venezuela á nokkrum mánuðum. 48 manns fórust með flugvél, sem stromur feykti á fjallshllð á Margaritaeyju um miðjan ágúst. Bandarískum pílagrímum sýnt tilrœði í ísrael Hópur bandariskra piiagrima, sem sætti handsprengjuárás skæruliða i gær, hélt I dag áfram skoðunarferð sinni um landið helga, en skildi eftir á sjúkrahúsi 16 ára stúlku, sem særzt hafði i árásinni. Pilagrimarnir efndu til bæna- samkomu eftir árásina og greiddu siðan atkvæði um að halda áfram ferðinni eins og ekk- ert hefði i skorizt. Arásin á áætlunarbil þeirra var gerð i Arabaþorpinu Aizariya, sem er aðeins um 2 km frá Jerú- salem. — Var sprengjunni varpað fyrirbilinn, en tilræðismanninum mistókst kastið og sluppu allir nema stúlkan. A meðan hafa borizt þær frétt- ir, að ísraelar og Libanonmenn hafi gert með sér samkomulag um að halda friðinn, meðan ólivu- uppskera bænda i Libanon stend- ur yfir. Frá skrifstofum Samein- uðu þjóðanna hefur kvisazt, að tsraelsmenn muni leggja niður hefndarárásir á Libanon i staðinn fyrir, að Libanonstjórn láti ara- biska skæruliða flytja burt af Hasbaye-svæðinu hjá landamær- unum. Israelsstjórn hefur ekkert um þetta viljað segja, en tiðindin vöktu nokkra gremju almenn- ings, sem segir að libanonskir bændur geti þá óhultir stundað sin uppskerustörf, meðan starfs- bræður þeirra i Israel séu myrtir af hryðjuverkamönnum. Samtimis þessu er haft eftir Ariel Sharon, hershöfðingjanum, sem réðst yfir Súezskurðinn með Israelsher i októberstriðinu, að óhjákvæmilegt sé að stofna Palestinuriki i stað Hashemite- konungsrikisins i Jórdaniu. sem leggja til að starfshættir leyniþjónustunnar verði rannsak- aðir, er John McCone, fyrrver- andi yfirmaður hennar (á árun- um 1961-’65). Ford forseti, sem staddur er i skiðabænum Vail i Kólorado (þar sem hann verður með fjölskyld- una yfir hátiðarnar), viöurkenndi i gær, að honum væri kunnugt um, að CIA hefði njósnað á heimavelli. Hann sagði, að hann hefði þó verið fullvissaður um, að ekkert væri það i neitt svipuðum mæli, eins og haldið væri fram i New York Times. — Ford hafði lýst þvi yfir, þegar hann var tekinn við embætti, að hann mundi ekki liða neitt slikt. Times heldur þvi fram, að CIA hafi njósnaskýrslur um 10 þúsund Bandarikjamenn og að njósnir hennar hafi beinzt að andstæðing- um Vietnamstriðsins og öðrum fyrrum stjórnarandstæðingum. 1 greininni er sagt, að sérstök leynideild innan CIA hafi starfað. að þessum njósnum og skilaö skýrslum sinum beint til forstjóra CIA, sem þá var Richard Helms. Helms er nú ambassador USA i Iran og hefur hann látið þessum ásökunum ósvarað. — CIA hefur ekkert viljað láta frá sér fara um málið. LITIL SAMNINGSVON MEÐAN PLO VILL EYÐA ÍSRAELSRÍKI segir Kissinger utanríkisráðherra Henry Kissinger, utanrikisráð- herra og mannasættir i niilli- rikjadeilum, segir i viðtali, sem birtist i dag, að honum sé ómögu- legt að mælast til þess viö tsraela, að þeir semji við Palestinuaraba, mcðan PLO-samtök hinna siðar- nefndu stefni að þvi að eyða israelsrlki. „Ég sé enga von til samninga við PLO (þjóðfrelsishreyfingu Palestinu), meðan þeir einblina á að eyða lsrael,” segir Kissinger i viðtali við Newsweek. Hann segist samt vongóður um að friður verði saminn endanlega einhvern tima, þótt það hafi tor- veldað samningana, að Arabar viðurkenndu PLO sem samnings- aðila fyrir Palestinuaraba. „Ef ég ber það saman, hvernig nú er komiö málum, og hvernig samningaviðræðurnar gengu við Sýrlendinga (um vopnahléslin- una yfir Golanhæðir), þá finnst mér staðan núna ólikt meira uppörvandi. Ég er frómt frá sagt mjög vongóður,” sagði Kissinger.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.