Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Mánudagur 23. desember 1974. ÞEIR KOMUST LÍFS AF — og hafa hver sína furðusöguna að segja ,,Ég hélt fyrst að það væri skafrenningur við gluggann hjá mér," sagði Eiríkur Ásmundsson, eia- andi Bifreiðaþjónustunn- ar. Hann býr i húsinu Bjargi rétt innan við innri skriðuna. ,,Svo fór rafmagnið og þegai ég sá hvers kyns var, hringdi ég út á verkstæði til sonar míns Asmundar,” sagði Eirikur. ,,Já, ég rétt náði að komast úl af verkstæðinu, áður en seinni skriðan féll,” hélt Asmundui áfram. ,,Ég tók til fótanna, en jaðar skriðunnar náði mér og færði loks á kaf. Ég vissi litið a) mér fyrr en allt var afstaðið og ég lá undir þunnu snjólagi, sem mér tókst að ýta ofan af mér Það er kraftaverk, að ég lifði þetta af,” sagði Asmundur. Ótrúleg björgun „Það hvarflaði fyrst að mér, aö þetta váeri ofsalegt rok,” sagöi Arni Þorsteinsson, sem fannst eftir að hafa verið graf- inn i 20 tima. „En þetta reyndist annað og meira. Snjórinn steyptist yfir mig, þar sem ég var i frystihús- inu, henti mér i gegnum vegg- inn, niður i þró fyrir utan. Veggurinn fylgdi svo á eftir mér og lokaði þrónni,” segir Arni um hina fádæma björgun. „Þróin er um 2 metrar á dýpt, en fallið að ofan er um 5 metrar. Ammoniakmengunin var gifur- leg og ég hélt á timabili, að ég kafnaði. Þó fann ég aldrei til virkilegrar hræðslu. Ég vissi, að ég fyndist.um leið og ég heyrði i björgunarmönnunum. Ég hróp- aði mig hásan, en þeir fundu mig þó ekki fyrr en eftir 20 tima,” sagði Árni og bætti við: „Jú, mér var alveg drullukalt.” í snjó í sex tíma „Ég var i vélasal frystihúss- ins, að ræða við Aðalstein Jóns- son vélstjóra, sem fórst, er ég heyrði það mikinn hávaða, að mér fannst hausinn vera að klofna”, segir Sigurjón Einars- son, sem lá i fönn i 6 tima. „Þegar ég sá snjóinn dembast inn, þá vissi ég að þetta væri bú- ið og ekkert við þvi að gera. Ég missti meðvitund fljótt, og fannst þannig eftir 6 tima”, sagöi Sigurjón. „Aðalsteinn vél- stjóri fannst látinn skammt frá mér”. Hélt um slönguna allan tímann „Ég hafði ekki tima til að fleygja slöngunni”, sagði Valur Pálsson, er bjargað var eftir 6 tima úr frystihúsinu. „Flóðiö kom mér algjörlega á óvart, þar sem ég stóð og var að sprauta”. Ég féll á fjóra fætur og streittist á móti i lengstu lög. En loks keyrði þunginn mig i gólfið. Ég missti fljótt meðvitund og vakn- aði ekki aftur fyrr en á sjúkra- húsinu”, sagði Valur. „Og þá var sko barið vel frá sér. Hjúkrunarkonurnar réðu ekkert við okkur Sigurjón, er við vorum að vakna”, sagði Valur. Barst 15 metra á haf út „Ég var að ljúka við að setja keðjur undir bilinn er ég frétti af fyrra flóðinu,” sagði Alfreð Alfreðsson, sem var við steypu- stöðina, er flóðið féll yfir hann. „Ég reis upp og sá þá 20 metra háa bylgju steypast i átt- ina að mér. Ég hafði ekki hlaup- ið nema 3-4 metra er flóðið náði mér”, sagði Alfreð. „Ég vissi litið af mér fyrr en ég var kominn á haf út og þá svamlaði ég i land. Ég hélt fyrst heim og dreif fjölskylduna niður á bryggju, siðan hélt ég á spital- ann. Ég hafði tognað á fæti og skorizt á hendi,” sagði Alfreð. í samfloti með tönkunum „Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið fyrst, en þegar ég sá oliu og lýsistankana koma i loft köstum niður hliðina, sá ég að þetta var snjóflóð,” segir Sæmundur Gislason, er var á ferð i bil sinum norðan við sildarverksmiðjuna er fyrra flóðiö féll. „Svo fór ég i samfloti með tönkunum niður að bræðslunni og hafnaði þar uppi á þró i biln- um. Ég var griðarlega hræddur, en reyndi að skorða mig eins og hægtvar i bilnum. Billinn stanz- aði á færibandi og bognaði i vinkil,” sagði Sæmundur. „Ég komst út úr bilnum og var að hjálpa til i tvo tima, áður en ég fór á spitalann. Þaö kom i ljós, að ég hafði fengið heila- hristing”, sagði Sæmundur. —JB— Alfreft Alfreftsson ásamt konu sinni, Hönnu Frederiksen og börnum þeirra þrem, Theódór, 2 ára, tris, 6 ára og Margréti 8 ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.