Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 12
Veitekki.of V, iyrjað! seinn Gefðu betur i Bommi, hvað eraðþér? Bommi!' mikill fótbolti og mörg . vandamál.... Vfsir. Mánudagur 23. desember 1974. Visir. Mánudagur 23. desember 1974. Skellur þeirra austurrisku Austurriska körfuknattleiks- liðið UBSC, sem tók KR i svo eftirminnilega kennslustund i fyrri leiknum I Evrópukeppninni á dögunum, fékk heldur betur skell I leiknum gegn Ignis Varese frá Italiu i Evrópukeppninni á laugardaginn. Leikurinn fór fram i Varese á itaiiu og var fyrri leikur liðanna i 12-liða úrslitum. En þar er liðunum skipt I tvo riðla og eru 6 lið i hvorum riöli. Komast tvö lið úr hvorum riðli i undanúrslit. italarnir höfðu mikla yfirburöi yfir Austurrikismennina og sigruðu þá með 109 stigum gegn 66. i hálfleik voru þeir 20 stigum yfir 52:32. i italska liðinu eru tveir Banda- rikjamenn eins og þvi austurriska og voru þeir aðalmenn liðsins. Skoraði annar þeirra, Morés flest stigin, eða 43 talsins. Fyrir UMSC skoruðu: Tacka 19, Taylor 14, Bilek 14, Marennaux 10, Nasalbachar 5, og Pawalka 2. Fyrir Ignis Varese: Mores 42, Yalvarton 30, Zahatta 20, Bison 13 og Oscila 4. —klp— Þrir i framlinunni, Lolli Polli og Bommi þið aðstoðið Bomma við að leika upp á mörkin. Allir aðrir V eingöngu i vörn Umsjón: Hallur Símonarson Heimsmeistarar Rúmena steinlógu Austur-Þjóöverjar léku sér að heimsrn eisturum Rúmena I úrslitaleik handknattleiksmótsins I Austur-Berlin i gær. Sigruðu með 26-19 eftir að hafa haft yfir 13-5 i leikhléi. Þar með sigruðu Austur-Þjóðverjar i mótinu, hlutu niu stig. Rúmenia hlaut sjö stig og Sovétrikin, þrátt fyrir tap gegn Noregi i gær, 18-19, urðu i 3ja sæti með 6 stig. Danir sem sigruðu Tékka 23-20 i gær, voru i fjórða sæti með 4 stig. Norðmenn hlutu sama stigafjölda, en voru með lakara markahlutfall. Tékkar hlutu ekki stig. Austur-Þjóðverjar áttu i erfiðleikum með Dani á laugar- dag — unnu þó 16-15 eftir 9-7 i hálfleik. Lackenmacher og Böhme skoruðu fimm mörk hvor i hinum litla sigri, en Dahl-Nielsen, Boch og Holste þrjú mörk hver fyrir Dani. Rúmenia og Sovétrikin gerðu jafntefli og Norðmenn unnu Tékka 17-16. —hsim. Bandarískur sígur Cindy Nelson, Bandarikjunum, sigraði I bruni i keppninni um heimsbikarinn I Saalbach I Austurriki á laugardag — og kom það á óvart á heimavelli þeirra austurrisku. Cindy, 19 ára stúlka frá Lutsen I Minnesota, fór braut- ina, 2700 metra, á 1:36.26 min. Hún var rétt á undan svissneska Olympiumeistaranum, Mariu- Theresu Nadig, sem lengi vel stóð . I þeirri meiningu að hún hefði unnið. Slakur árangur austurrisku stúlknanna kom mjög á óvart. Hin yngsta þeirra, Elfi Deufl, 16 ára, sem nú tekur i fyrsta skipti þátt i keppninni um heimsbikar- inn, var bezt i sjötta sæti — rétt á undan önnu-Mariu Pröll Moser. Urslit urðu þessi: 1. C. Nelson, USA, 1:36.26 2. M-T. Nadig, Sviss, 1:36.49 3. Mittermaier, V-Þ. 1:37.00 4.1. Epple, V-Þýzkal. 1:37.11 5. Treichl, V-Þýzkal. 1:37.16 -6. E. Deufl, Aust. 1:37.32 7. A.M. Pröll, Aust. 1:37.43 8. Wenzel, Lichtenst. 1:37.63 9. Clifford, Kanada, 1:37.65 10. Drexel, Austurr. 1:37.74 Eftir þessa keppni er Anna- Maria Pröll efst i stigakeppninni um heimsbikarinn með 69 stig. Cindy Nelson er i öðru sæti með 56 stig (öll fyrir brun). Þá koma Mittermaier 46, Drexel 42, Serrat, Frakklandi, 38, Kaserer, Austur- riki, 32, Debernard, Frakklandi, 29, Maria-Theresa Nadig 28, Zechmeister, V-Þýzkalandi, 26 og Zurbriggen, Sviss, 20 stig. —hsim. AÍjjllt and oj straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í.saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 Þessar myndir eru teknar á landsliðsæfingunni á laugardaginn. A myndinni til vinstri eru þeir Bjarni Jónsson og Geir Hallsteinsson, sem nú eru aftur komnir i landsliðshópinn eftir langa fjarveru. Á hinni myndinni er ólafur Einarsson að æfa langskotin, og fyrir aftan hann biða Valsmennirnir Jón Karlsson og Bjarni Guðmundsson. Ljósm. Bj.Bj. Markakóngurínn - Geir og Bjarni landsliðsœfingu Enginn úr 26 manna hópnum hefur boðað forföll og einvaldurinn ónœgður ,,Ég er ánægður með útkomuna og hvernig strákarnir hafa tekið þessu” sagði Birgir Björnsson, er við töluðum við hann I gær, en þá var að Ijúka fyrstu lotunni af þrem i æfingarundirbúningi landsliðsins I handknattleik karla. „Að visu hafa ekki verið margir á hverri æfingu, enda er þetta mjög slæmur timi svona rétt fyrir jól, og höfum við tekið fullt tillit til þess. Enginn af þessum 26 mönnum, sem ég valdi til æfinga, hefur hætt við, og allir mætt sem ekki hafa verið með lögleg forföll. Meðal þeirra, sem hafa mætt eru þeir fjórir sem bætt var við hópinn frá i haust, Geir Hallsteinsson, Bjarni Jónsson, Ólafur Einarsson og Hörður Sigmarsson. Met í sundi Ungverski sundmaðurinn Andras Hargitay setti á laugar- daginn nýtt Evrópumet i 800 m. skriðsundi — synti á 8:31.3 min. Eldra metið átti Sviinn Gingjoe og var það 8:32.8 min. Næsti áfangi I æfingaprógramm- inu hefst þann 27. desember og stendur i fjóra daga. Við gerum svo hlé um áramótin og byrjum aftur 2 janúar. Þá verður hópnum skipt i þrjú lið og svo kemur unglingalandsliðið með okkur, og munu þessi fjögur lið leika æfingaleiki fram að þvi að keppnin i 1. deild hefst aftur 5. janúar. Þegar þessu er lokið vel ég sextán manna hópinn, sem tekur þátt i Norðurlandamótinu, og reyni svo að fá æfingaleiki fyrir hann fram að þeim tima er keppnin hefst, i byrjun febrúar” —klp Só 5ti í röð hjó Standard Standard Liege, liðið, sem Asgeir Sigurvinsson leikur með i Belgiu, vann sinn fimmta sigur I röð, þegar það vann Waregem 2-0 á heimavelli I gær. En langt er I efsta sætið — Molenbeek vann Montignies 4-1. Önnur helztu úrslit. Charleroi- Anderlecht 2-2, Winterslag-Antwerp- en 1-4, og Burges-Lierse 4-0. I Hollandi vann meistaraliðið Fejenoord — sigraði Telstar á úti- velli 4-0. Er efst með 26 stig úr 15 leikjum. Eindhoven hefur 25 stig úr 141eikjum — vann Amsterdam á úti- velli 2-1. Hins vegar tapaði Ajax fyrir Haag 1-0 á útivelli og er i 3ja sæti með 20 stig eftir 14 leiki, einu stigi á undan Twente, sem vann Roda 3-0 í gær. 1 V-Þýzkalandi voru aðeins þrir leikir vegna landsleiksins á Möltu. Bremen-Hamborg 1-0, Wuppertaler- Borussia, Berlin 2-0, og Hertha-Ess- en 4-2. Á Möltu lentu þýzku heims- meistararnir i hinum mestu erfið- leikum. Unnu þó sigur 1-0 i 8. riðli Evrópukeppni landsliða. Cullmann skoraði eina mark leiksins eftir að Holzenbein hafði skallað knöttinn i þverslá. Það var á 43. min. Staðan i riðlinum er nú. Grikkland 3 1 2 0 7-6 4 V-Þýzkaland 2 110 3-23 Búlgaria 2 0 114-51 Malta Á Spáni jók Real Madrid forskot sitt — vann Real Zaragoza 1-0 i Madrid i gær, en á sama tima tapaði Barcelona fyrir Elche á útivelli, 1-0. Espanol vann Hercules 2-0, en Las Palmas og Salamanca gerðu jafn- tefli 1-1. I Frakklandi gerðu Nimes og St. Etienne jafntefli 0-0, Lyon vann Metz 2-0, og Bordeaux vann Rheims 2-0, og Monaco vann Strassborg 1-0. 1 Aust- ur-Þýzkalandi vann Magdeburg Dynamo Dresden 3-0, og Karl Marx- stadt vann Carl Zeizz Jena 3-1. —hsim. ísland í riðli með Svíþjóð og Fœreyjum ó Norðurlandamóti! island er i riðli með Sviþjóð og Færeyjum i Norðurlandamótinu i handknattleik karla, sem fram fer I Danmörku dagana 2. til 5. fcbrúar n.k. Niðurröðun liðanna er sú sama og átti að vera I Norðurlandamótinu s.l. vetur, en þá varð að hætta viö það vegna oliuskorts I Danmörku. En nú hafa Danir næga oliu til að hita upp þær fjórar hallir, sem mótið á að fara fram i, og búið er að ákveða leikina og leikdagana i báðum riðlunum. Eins og fyrr segir, er island i riðli með Sviþjóð og Færeyjum. Fyrsti leikurinn i riðlinum verður á milli Færeyja og Sviþjóðar sunnudaginn 2. febrúar. Daginn eftir fer fram leikur íslands og Sviþjóðar og siðasti leikurinn i riölinum er á milli íslands og Færeyja og fer hann fram þriðju- daginn 4. febrúar. Úrslitaleikirnir fara svo fram daginn eftir. Sá fyrsti verður um 5.-6. sætið, annar um 3.-4. sætið og sá þriðji um 1.-2. sætið og sigurlaunin, sem eru m.a. veglegur bikar gefinn af Flugfélagi islands. Allir leikirnir fara fram i Kaup- mannahöfn og nágrenni og hafa fjórar hallir verið valdar fyrir þá, þar á meðal er Bröndbyhallen, sem að flestra áliti er talin eitt glæsi- legasta iþróttahús i Evrópu. Það var tekið I notkun fyrir nokkrum vikum. Hinar hallirnar eru: Grevehallen i Greve, Helsingörhallen i Helsingör og Storebeltshallen i Korsör. Ekki er okkur kunnugt um hvar ísland mun leika sina leiki, en það verður ákveðið i næsta mánuði. öll löndin—sex að tölu — senda tvo dómara á mótið, og hefur verið ákveðið að þeir Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson fari héðan. Island á að hafa góða möguleika á að komast i úrslit i keppninni. Sigur . yfir Færeyjum á að vera nokkuð viss, en aftur á móti verða Sviarnir erfiðari viðfangs. Þeir eru þó ekki taldir sérstaklega sterkir um þessar mundir — a.m .k. sögðu norsku blöðin eftir jafnteflið á milli Noregs og Svi- þjóðar á dögunum að þar hefðu Sviar komið fram með sitt lélegasta lands- lið i mörg ár, og voru þeir mjög óánægðir að ná ekki nema jafntefli á móti þeim. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.