Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 23. desember 1974. 7 ÖLLUM OFAR JpGudíonsson hf. Skúlagötu 26 KALKUN.. og það sem honum tilheyrir IIMIM IM fyllinguna. Sjóðið i nokkrar min. Þegar hún er köld er hún sett inn i kalkúninn hálsmegin. Það tilheyrir að bera fram eplasultu með kalkún. Við getum t.d. haft sveppasúpu á undan og i eftirmat jarðarber, aprikósur og appelsinur eða góða súkkulaðiköku handa börnunum. Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Flest okkar eru nokkuð vanaföst i sam- bandi við jólamatinn. Einum finnst ekki vera jól nema á borðum séu rjúpur. Annar segir: „Nei, rjúpur. Ég skil ekkert i fólki, sem sæk- ir i þann mat. Ekki legg ég þær að líku við að hafa aliönd, hvað þá aligæs, en það er nú lið- in tið. Þær fást vist hvergi nú orðið.” ,,Hvað eruð þið að segja?” heldur sá þriðji áfram, þá vil ég heldur svinabóg eða hamborgarhrygg soð- inn i rauðvini.” Og svo eru það þeir sem vilja sviðin. Eigum við ekki að segja að það eina, sem allir eru sammála um, er, aö hangikjöt megi ekki vanta um jólin, og margir borða skötu með mörfloti á Þorláks- messu, kannske einmitt til þess að kunna enn betur að meta jólamatinn. En hvernig væri nú að breyta aðeins út af venjunni og borða kalkún á jólunum eða þá að enda árið með kalkúnsveizlu ásamt okkar, auðvitað, ómiss- andi hangikjöti. í því tilefni ætl- um við hérna á Innsiöunni að gefa uppskrift af, hvernig á að steikja kalkún og hvað er bezt að hafa með. Steiktur kalkún 7 kg kalkún (fylling vigtuð með), 1/2 kg medisterpuísur eöa kokkteil-pulsur, nokkrar sneiðar flesk (bacon) og eitt- hvað grænt til skreytingar. I sósuna 1/2 1 soð af innyflum, sem soðin hafa verið i 1 klst ásamt 1/2 meðalstórum lauk og 1 gulrót. Salt og pipar. Setjið kalkúninn i meðalheit- an ofn, hafið alúminiumpappir yfir. Áður hefur hann verið kryddaður og sett inn i hann fylling. Mjög gott er að setja svinaflesk yfir brjóstið eða þræða það hér og þar inn I kjöt- ið. Þegar hann hefur verið steiktur i 3 klst., er alúminium- pappirinn tekinn af og kraftin- um hellt i könnu til að nota i sós- una. Nú setjum viö medister pulsurnar með i ofninn og steikjum i 45 min. og gætum þess að pensla með feiti öðru hvoru, svo að hann þorni ekki. Til þess aö vera viss um að kalkúninn sé steiktur, stingum við prjóni inn i hann, þar sem hann er þykkastur, ef kraftur- inn sem kemur, er ljós og ekkert rauðleitur, er kalkúninn steikt- ur. Ef hann er steiktur of lengi verður hann þurr. Sósan: Helliö kraftinum sem eftir er I ofnskúffunni, i könn- una. Veiöið ofan af 1—2 msk. feiti, setjiö i pott og hveiti sam- an viö. Setjið smám saman kraftinn og soðið frá innyflunum saman við, kryddiö eftir smekk og bætið út i 1 msk. af sérrl. Kartöflur i ofni 2 kg kartöflur, salt 100 gr plöntufeiti eða matarolia,(fyrir 6—8). Kartöflurnar skrældar og skornar I jafna bita, settar i sjóðandi saltvatn i 5 min. Vatn- inu hellt af og þær settar á þurrku. Saltið aðeins. Hitið feit- ina og dýfið kartöflunum i. Setj- ið i eldfast fat ofarlega i ofn og steikið 11—11/2 klst. Snúiö þeim og penslið, ef þörf krefur. Gulrætur og sveppir i potti 1 kg gulrætur, 2—3 sneiðar reykt flesk (bacon), 1/4 kg sveppir, salt, örlitill sykur, 30 gr smjörllki, pipar og söxuð stein- selja (parsley) ný eða þurrkuð (fyrir 6—8). Skrælið gulræturnar og skerið niður, skerið niður beikonið. Þurrkið sveppina með deigum klút, hafið litlu sveppina heila, hina skorna i 4 hluta. Setjið gul- ræturnar I pott og látið vatn rétt hylja þær, bætið salt og sykri út i. Látið sjóða i 15 min. Bræðið smjörið i potti, setjið beikoniö og sigtaðar gulræturnar út I og sjóðið 110 min. á lágum straum. Hristið pottinn öðru hvoru, svo að ekki festist við botninn. Bætið sveppunum út I og pipar eftir smekk. Látið sjóða áfram i 5—7 min. Setjið á disk og stráið steinselju yfir. Rósakál i smjöri (Brussel sprouts) 1 1/2 kg rósakál (Brussel sprouts), 30 gr smjör, 1/2 tsk. múskat, (fyrir 6-8). Rósakálið soðið I söltuðu vatni u.þ.b. 10 min. Siið og setjið aftur i pottinn ásamt smjöri og múskati. Hitiö við hægan hita. Setjið i skál. Fyllingin i kalkúninn 1 laukur, 60-90 gr smjör, 120 gr tvibökur, 2 msk. brauðmolar, 1/2 kg medisterpulsur (deigið tekið úr plastinu), 1 1/2 dl mjólk, 1 msk. sérri, salt og pip- ar, 2 msk. söxuð steinselja (parsley). Saxið laukinn smátt, steikið i smjöri eða smjörliki, þangaö til hann er ljósbrúnn. Merjið tvi- bökurnar og bætið I pottinn ásamt þvi, sem á eftir að fara i Suðutimi kalkúna 3-5 kg 40 min hvert kg. 5-7 kg 40 min. hvert kg. 7-10 kg 30 min. hvert kg. 3 kg áætlaðfyrir 6-8 manns 5 kg " ” 10-12 ” 6 kg ” ” 12-16 ” 8 kg ” ” 20-24 ” 10 kg ” ” 30-34 ” —EVI-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.