Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 15

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 15
Vlsir. Mánudagur 23. desember 1974. 15 risotsm-- Er gaman að verzla i jólaösinni? Hallgrlmur Magnússon, múrara- meistari: — Nei, þaö er mjög leiöinlegt. Þetta er mesta leiö- indaös. Sem betur fer þarf ég ekki mikiö að vera I búðum núna. Hulda Sigur jónsdóttir, af- greiöslustúlka: Ég er nú aö afgreiða, svo ég kemst minnst I verzlun sjálf. En mér finnst jóla- ösin alveg draumur. Það kemur manni I svo mikla jólastemmn- ingu. Bjarni Þóröarson, sjómaður: — Ég hef nú litið af því aö segja. Ég verzla mest úti á landi þar sem ég á heima. Bragi Jóhannsson landmællnga- maöur: — Ég er ekkert farinn aö verzla ennþá. Ég geymi þaö af ýmsum ástæöum fram I mestu önnina. Sigurður Skarphéöinsson, nemi: — Já, já. Það er gaman að verzla i kringum jólin. Enda er maöur orðinn vanur I umferöinni. Jónfna Waller: — Frekar er þaö nú leiöinlegt. Þaö er allt of mikiö af fólki i verzlunum. Ég hef bara verið að vinna, svo ég hef ekki komizt til áð verzla fyrr. Kuldaboli minnti rœkilega á sig Allt hjálpaöist að viö að gera gærdaginn aö kaldasta degi vetr- arins um allt land. Hæð myndaðist yfir austan- verðu landinu. Landið er snævi þakið, og loftið þvi kalt fyrir. Þessi hæð lækkaði hitastigið held- ur betur, og kom þvi i 24 gráða frost á Hveravöllum I gærmorg- un, og 21 gráðu frost á Þingvöll- um á sama tima. Reykvikingar fengu sinn skerf af kuldanum. 1 gærmorgun mæld- ist þar 14 stiga frost. Það minnk- STAL JOLASKONUM ÚR FORSTGFUNNI Einhver óráðvandur maöur — eöa kona — sem óttast jólakött- inn meira en samvizkuna, stal I fyrrinótt þrem pörum af kulda- skóm úr forstofu húss viö Hóla- braut I Hafnarfirði. Voru þaö nýir skór, sem kostuðu ekki minna en 20 þúsund krónur. Var skónum stoliö um eða eftir klukkan hálf tvö um nóttina og átti þjófurinn greiðan aðgang að skópörunum þar sem útidyr hússins voru opnar. Lét rannsóknarlögreglan í Firðinum þess getið, að það væri ekki óalgengt, að stolið væri úr húsum þar sem útidyrnar stæðu þannig opnar nátthröfnunum. —ÞJM aði þó óðum er leið á daginn, og var ekki „nema” 5 stig kl. 18 i gær, og fór hitastigið hækkándi. Austfirðingar fengu mest af kuldanum, og reikaði mælirinn kringum 20 stiga frost á Austur- landi. A Vesturlandi snjóaði viðast hvar i gærdag, og þar var frostið mildara en viðast annars staðar. Veðurstofan spáir litlum breyt- ingum i dag. Mega menn þvi halda áfram að búa sig vel. -óH Flug- vélar brunnu Tveggja sæta Piper Colt flugvél eyöilagöist, og sex sæta Piper Aztec vél skemmdist mikiö, þegar eldur kom upp I flugskýlinu á isafiröi á föstudagskvöld. Jeppabifreiö eyðilagðist einnig. t skýlinu voru auk þess dráttarvél og tvær bifreiðar. Slökkviliöið á ísafirði réö niöurlögum eldsins um hálfri klukkustund eftir aö hann brauzt út. —HH MEÐVITUNDARLAUS EFTIR UMFERÐARSLYS Attræður maöur liggur meö- vitundarlaus á gjörgæzludeild Borgarspitalans eftir umferöar- slys siðastliðinn laugardag. Varö slysiö klukkan aö veröa hálf sjö um kvöldið á Hringbraut vestan viö Laufásveg. Var bllnum ekiö vestur Hringbraut á vinstri akrein.er gamli maðurinn gekk I veg fyrir hann meö fyrrgreindum afleiöingum. —ÞJM Danskurinn lætur ekki að sér hæða Hvert mannsbarn veit, að ísland er land mikillar verðbólgu, svo mikillar, að síðustu tólf mánuði hef- ur engin þjóð á vestur hveli jarðar komist með tærnar, þar sem við höfum hælana, í þessum efn- um. Flestir vita líka, að þetta er okkur til heldur lítillar sæmdar. Við höfum því stundum verið að hugga okkur við það, að frændur okkar, Danir, séu litlu betri (að visu eru þeir næstum helmingi skárri, greyin, en hvað um það). — Sú samstæða, sem hér er boðin, kemur að mestu leyti frá Dan- mörku, en eins og kunnugt er, eru SCANDYNA verksmiðjurnar i því ágæta verðbólgulandi. Það eina, sem ekki kemur þaðan, er plötuspilarinn, en hann er frá BSR í Englandi, en það er reyndar líka nokkuð gott verðbólguland. — Það undarlega við þetta allt saman er það, að þrátt fyrir alla þessa verðbólgu, er verðið á þessari samstæðu með ólíkindum lágt. Með tveimur stóru hátölurunum kostar hún kr. 114.400,00 og kr. 132.400,00 með fjórum hátölurum og fullkomnum fjórviddarbúnaði, og ber þá að hafa i huga, að útvarpsmagnarinn, SCANDYNA 2000, er 2 x 25 sinus/RMS wött, plötu- spilarinn, BSR HT-70, er vandaður og fullkominn í öllu tilliti og með Shure M75-6S segulþreif og, að hátalararnir stóru, SCANDYNA HT-35F, flytja allt að 80 wöttum og hafa tónsvið frá 35 upp í 20.000 rið. — Já, Danskurinn (og þá kannske um leið Eng- lendingurinn) lætur ekki að sér hæða. NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.