Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 24

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 24
 Sœnskrar flugvélar leit- að ó vesturströndinni Var ó leið fró Grœnlandi Mikil leit stóö yfir I morgun að sænskri flugvél, sem átti að koma hingað i gærkvöidi. Talið er, að flugmaðurinn hafi verið einn i flugvélinni. Flugvélar leituðu með vesturströndinni. t nótt klukkan tvö heyrðist radió- merki, að þvi er virtist frá Skarðsströnd, en ekki hafði komið i ljós i morgun, hvort það kynni að hafa veriö sænski flug- maöurinn eða frá islenzkri leitarflugvél. Flugvélin fór frá suðurodda Grænlands og átti að lenda hér um miðnættið. Siðast heyrðist i henni um ellefuleytið. Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélaginu sagði i morgun, að björgunarsveitum á Snæfellsnesi, i Ólafsvik og á Hellissandi, hefði verið gert viðvart strax i gærkvöldi, og væru þær viðbúnar að leggja af stað i leit, þegar frekari upplýsingar bærust. Enn sem komið væri, vantaði þó upplýsingar, sem styðjast mætti við i leit á landi. Ekki væri unnt að henda reiður á, hvert leitar- flokkar ættu helzt að fara, fyrr en meira kæmi i ljós. —HH EINS OG PAPPIR — gagnvart ógnarvaldi snjóflóðsins vísm ___:__ Mánudagur 23. desember 1974. Þingmenn og róðherrar fóru til Nes- kaupstaðar Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra og Austurlandsþing- mennirnir Lúðvik Jósepsson, Tómas Arnason, Sverrir Hermannsson, Vilhjálmur Hjáimarsson, Halldór Asgrimsson og Helgi Seljan skoðuðu verksum merki á Neskaupstað i gær. Flogið var austur til Egils- staða með flugvél Landhelgis- gæzlunnar, ekið til Reyðar fjarðar og siglt þaðan með varðskipinu Ægi. Alþingismennirnir komu til Neskaupstaðar um tvöleytið og héldu þegar á þá staði, sem orðið höfðu fyrir snjóflóð- unum. Ýmsar hliðar ástandsins voru siðan ræddar við heima- menn. Voru alþingismennirnir á eitt sáttir um að veita byggðarlaginualla hugsanlega hjálp vegna þessa áfalls. Þegar útskipun á freðfiski lýkur, væntanlega'i kvöld, verður aðaláherzla lögð á að koma frystihúsinu aftur I starfshæftástand. Ástand véla þar hefur enn ekki verið kannað ýtarlega. —JB Logi Kristjánsson bcjaritjóri á Neskaupstað (til vinstri) Halldór Asgrimsson alþingis- maður (I miðju) og Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra (til hægri) ræddu við björgunarmenn á hamfara- slóöunum I gær. Fé safnað til aðstoðar ó Neskaupstað Norðfirðingafélagið hefur ákveðið að* gangast fyrir al- mennri fjársöfnun til styrktar þeim, sem eiga um sárt að binda vegna hinna hörmulegu náttúru- hamfara, sem átt hafa sér stað i Neskaupstað. Fjárframlögum er veitt mót- taka á eftirtöldum stöðum: A ávisanareikning 11959 i Sam- vinnubankanum i Reykjavik, en leggja má inn á giró i öljum bönk- um og sparisjóðum. Þá verður fjárframlögum einnig veitt mót- taka á afgreiðslu Visis, Morgun- blaðsins, Þjóðviljans og Timans. Sömuleiðis veita stjórnarmeðlim- ir Norðfirðingafélagsins fjár- framlögum móttöku. Ennfremur tekur Norðfirðingafélagið þátt i sameiginlegri söfnun Rauða krossins og Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hefur þegar verið skipuð nefnd heimamanna á Nes- kaupstað, sem ráðstafa mun fénu. —ÞJM Tankar vöðluðst saman eins og pappir og hús hrundu eins og spilaborgir. Þessi mynd lýsir vel því ógnarafli, sem réði i hamförunum á Neskaupstað. „Það er allt i bezta standi hjá islcnzka skiðafólkinu i Austurriki. Það er þarna ágætis skiöasnjór og ágætis veöur var um helgina,” sagði Guðni Þórðarson, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunn- ar Sunnu, þegar Visir innti hann frétta af nær 60 tslendingum, sem munu dvelja fram yfir áramót i Austurriki. Kviða haföi sett að fólki hér heima, þegar fréttist að niu Húsnæði sildarbræðslunnar er gjörónýtt og litlar vonir eru taldar á að vélarhlutir finnist heillegir. Frystihúsið, sem sést lengst til vinstri á myndinni, manns hefðu farizt i snjóskriöu i skiðabænum Kitsbiiehel á laugar- dag. Hafði hópur skiðamanna farið inn á svæði, sem merkt hafði verið hættulegt og ferðir um það bannaðar. Við það vaknaði illur grunur hér heima um, að tslendingar kynnu að hafa misfarið sig á merkjum. En islenzka skiðafólkið er i skiðabænum Zell am See, sem er um 100 km frá þessum slóðum. stóðst heljarafl snjóflóðsins betur en slldarvinnslan, en útveggir viðbyggingar hrundu. i frystihúsinu þrengdi snjórinn sér inn um allar lúgur og op og náði að skemma vélakost hússins. Ljósm. Bragi. — JB. Það voru þrettán Austurrikis- menn og Þjóðverjar, sem lentu i snjóskriðunni. Var fjórum þeirra bjargað úr snjónum. „islendingarnir fóru utan á fimmtudag. Það var i fyrsta sinn, sem flogið er beint með skiðahóp héðan til Austurrikis,” sagöi Guðni framkvæmdastjóri. „Við fengum fréttir af þeim um helg- ina, og þá lét fóik vel af ferðinni.” —G P (SLENZKT SKÍÐAFÓLK í AUSTUR- RÍKI FJARRI SNJÓSKRIÐUM ■ T- — voru 100 km fró slysstaðnum ÞAU FÓRUST Þórstina Bjartmarsdóttir, Urðarstig 52. 26 ára. Lætur eftir sig eiginmann. Ágúst Svcinbjörnsson, 8 ára Björn Hrannar Sigurðsson, 3 ára, börn Þórstinu. Elsa Gisladóttir, Strandgötu 58. 38 ára. Lætur eftir sig eiginmann og tvö ung börn. Karl Lárus Waldorff, bilstjóri, Þiljuvöllum 22. 47 ára. Lætur eftir sig konu og 6 börn 3-16 ára. Aöalsteinn Jónsson, vélstjóri, Asgarði 12. 60 ára. Lætur eftir sig konu og 5 uppkomin börn. Ólafur Eiriksson, vélstjóri, Mýrargötu 9. 58 ára. Lætur eftir sig konu og 3 uppkomin börn. Guðmundur Helgason, vélstjóri, Miðstræti 23. 61 árs. Lætur eftir sig konu og uppkomið barn. Stefán Sæmundsson, trésmíðameistari, Þiljuvöllum 10. 52ára. Lætur eftir sig konu og 3 börn, þar af 2 uppkomin. Högni Jónasson, skipstjóri, Viðimýri 5. 41. árs. Lætur eftir sig konu og 8 börn á aldrinum frá 1 árs til 21 árs. Saknað er og taldir af: Sveinn Daviösson, 49 ára. Kvæntur og fjögurra barna faðir. Ólafur Sigurðsson, Urðarstíg 37,19ára, ættaöur úr Keflavík. Hann á unnustu og barn. „GLAPRÆÐI AÐ DREPA ÁDÍSILVÉLINNI", — segja íbúar í Axarfirði — „Vil ekki munnhöggvast ó Þorlóksmessu" segir rafveitustjóri Norðurlands „Þetta er algert glápræði hjá rafmagnsveitunum á kaldasta og dimmasta tima ársins. Hér eru um 600 manns á þessu svæði, og við höfum rafmagn nú I tvo tima af hverjum sex. Hér er tólf stiga frost og kalt i húsum. Fólk reynir að halda hlýju á sér, sumir eru meö gas. „Þetta sagði Þórarinn Björns- son, bóndi Austurgörðum I Kelduneshreppi, I morgun. „Þetta er gjörsamlega óþol- andi ástand”, sagði annar bóndi I hreppnum, Þórarinn á Laufási, i morgun. „Stjórnvöld verða að láta okkur sitja viö sama borð og ykkur fyrir sunnan. Annars flytjum við öll suður”. Fólk á þessu svæði kennir raf- magnsveitunum um, hvernig komið er. „Þetta var fyrir afglapahátt”, sagði Þórarinn i Austurgörðum. „Litla disilstöð- in hér hafði verið keyrð til að létta á spenninum, en i fyrra- kvöld var drepið á henni að skipun yfirvalda.í gær var 14-18 stiga frost og öskrandi bylur. Þegar drepið var á stöðinni, brann spennirinn yfir og varð rafmagnslaus i gærmorgun og allan gærdag, allt til um klukkan átta I gærkvöldi”. „Þriðji spennirinn”, sagði Þórarinn I Austurgörðum, er á leiðinni, svo að það er að rofa til. „Hann mun nú vera kominn til Blönduóss og kemur vonandi austur I kvöld”. Þessi spennir kemur frá Vestmannaeyjum „Nú er vararafstöðin i gangi, og það dugir til að rafmagn er i tvo tima af hverjum sex. Þetta gildir um allt svæðið, lika Kópasker”. „Ég vil ekki munnhöggvast við menn á Þorláksmessu”, sagði Ingólfur Arnason raf- veitustjóri á Akureyri i morgun, þegar hann var spurður, hverju hann vildi svara gagnrýni fólks i Kelduneshreppi. Hreppsnefnd Kelduneshrepps gerði I gær harðorða ályktun um málið, þar sem yfirvöld voru átalin. 500 kilóvat.ta spennir, sem hafði séð svæðinu fyrir rafmagni, bilaði fyrir skömmu. Var þá notazt við 200 kilóvatta disilstöð, sem fengin var frá Akureyri, og siðan 300 kilóvatta spenni frá Reykjavik að auki. Drepið var á disilstöðinni frá Akureyri I fyrrakvöld með framangreindum afleiðingum. —HH á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.