Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 23. desember 1974. 3 ÖRLÖGIN LÉKU FÓLKIÐ Á MISJAFNA VFGU - 12 létu lífið en fjölmargir lifðu flóðið af — atburða- rósin rakin Þaö sannaftist i snjöflóftinu aft oft er skammt miili lifs og daufta og aö iifiö er tilviljunum háö. Billinn, sem grillir i á myndinni (sjá ör), hentist eina 150 metra af veginum niftur á þró hjá síldarverksmiðjunni. ökumanninn sakafti litt. Á annað hundraft manns hélt heim frá fiskverkun i Frysti- hásinu i Neskaupstað á fimmtu- dagskvöldið, eftir aö búiö var aö gera að öllum þeim afla er landaft hafði verið. Þessi hópur mætti þvi ekki til vinnu á föstudaginn. Rétt fyrir klukkan 2, er griðarleg snjó- skriða féll á húsið, voru þvi aðeins 5 manns við störf I húsinu. Fyrir utan er vitað um tvo menn og niðri i móttökunni voru nokkrir piltar að mála. Þeirra á meðal var 19 ára piltur Arni Þorsteinsson. Rétt fyrir tvö brá Arni sér upp á hæðina fyrir ofan og inn á verkstæði i viðbyggingu i vesturendanum. Þar var hann að hreinsa pensil með þynni, er hann hrökk upp við hávaða er hann taldi vera af völdum roks. Siðan sá hann veggina norðan megin rifna og snjó æða inn. Ami barst yfir að suðurveggn- um og hentist annað hvort gegnum vegginn sjálfan eða glugga á honum. Fyrir utan er þró, sem notuð er til að blanda saman vatni og klór. Árni féll þar niður og suðurveggurinn á viðbygging- unni á hæla honum. Hann lokaði gryfjunni og hindraði að snjór félli ofan á Arna. Skömmu áður var Valur Páls- son staddur I tækjaklefa frysti- hússins á annarri hæð hússins norðan megin. Hjá honum var staddur Sigurjón Einarsson. Valur var með vatnsslöngu I hendinni og beindi bununni að frystitækjunum. Sigurjón brá sér nú niður i vélasalinn. Hann er i viðbyggingunni, undir verk- stæðinu, sem Arni var staddur i. Sigurjón hitti þar Aðalstein Jónsson vélstjóra og var að ræða við hann, er rafmagnið fór af. ABalsteinn gekk þá frá og i þann mund steyptist snjóflóðið gegnum vegginn. í tækjaklefann á hæðinni fyrir ofan, þar sem Valur var staddur með vatnsslöngu i hendi, steyptist flóðið inn á sama tima. Valur varð einskis var, fyrr en snjórinn brauzt i gegnum vegginn og hafði ekki tima til að fleygja slöngunni frá sér, áður en hann grófst i snjóinn. í tækjaklefanum hjá Val hafði Hermann Daviðsson verkstjóri veriðstaddur. Er ósköpin dundu yfir hafði hann brugðið sér inn i frystiklefa og lokaðist þar inni er snjórinn ruddist inn. Sunnan við frystihúsið var Hrólfur Hraundal staddur og barst hann með flóðinu til sjávar. Hann var kominn til að taka þátt i björgunarstörfunum klukkustund siöar. Hallgrimur Þórarinsson yfir- vélstjóri var staddur hjá bil sinum austan við frystihúsið, er flóöið skall yfir. Rútubill, sem hafði verið lagt þarna skammt frá kom skyndilega á fleygiferð i áttina að Hallgrimi. Hann reyndi undankomu, en jaðar flóðsins greip hann og bar hann upp á nærliggjandi hús. Hann slapp ómeiddur. Aðrir við frystihúsið áttu fótum fjör að Iauna. Þegar snjóflóöið skall yfir voru 3 menn, þeir ölafur Eiriks- son, vélstjóri, Guðmundur Helgason, vélstjóri og Högni Jónasson, skipstjóri, aðstörfum á verkstæði sildarbræðslunnar, sem stendur vestan við frysti- húsið. Þeir grófust allir i snjó og fundust látnir á föstudags- kvöldið. Á sama stað var Stefán Sæmundsson trésmiðameistari á ferð og fannst hann einnig lát- inn. 17 ára piltur, Sæmundur Gislason, var á ferö i bil sínum vestur eftir Strönd. Hann var kominn á móts við sildarbræðsl- una og var á veginum, sem liggur um 150 metra norður af henni. Þá skall 20 metra há skriðan á bilnum og bar hann eins og leið lá upp á þró, sem stendur austan við sildar- bræösluna 150 metrum neðar. Þar lenti billinn á færibandi og fór i vinkil. Gisli fékk heila- hristing, en komst af sjálfs- dáðum út úr bilnum. Að sjálfsögðu fóru þessar náttúruhamfarir ekki fram hjá þeim, sem staddir voru austar i bænum. Simar íóru að hringja og þeír,.sem hlaupið höfðu af stað til að leita að hjálp.báru fréttirnar. Austar i bænum var steypu- stöö og verkstæði I sambandi við hana. Er ljóst var, hvað skeö hafði, hlupu þeir, er þar voru staddir, af stað inneftir. Ólafur Sigurðsson var staddur hjá jarðýtu, sem hann vann á. Hann sagöist ætla að dæla oliu á hana og koma svo á henni til hjálpar. Hann komst aldrei. Skömmu eftir að innra flóðið féll, kom annað, sem hreif með sér steypustöðina og jafnframt ýtuna og Ólaf. Ýtan fannst niðri i fjöru 200 metrum neðar.en Ólafur hefur ekki fundizt enn. Neðan við steypustöðina var Bifreiðaþjónusta Eiriks Asmundssonar. Asmundur, sonur Eiriks, var þar við vinnu, er ljósin slokknuðu snögglega. Faðir hans, sem aldrei þessu vant var heima við úti á Bjargi, sem stendur rétt vestan við innri skriðuna,hringdi i Ásmund og sagði honum frá fyrri skrið- unni. Mátti ekki tæpara standa, að Asmundi tækist að forða sér út áöur en seinna flóðið greip hann. Hann barst upp með flóðinu og varð að grafa ofan af sér þunnt lag, áður en hann varö laus. Fyrir utan verkstæðið var Alfreð Alfreðsson að setja keöjur undir vörubil sinn. Hann ætlaði að ljúka þvi af, svo hægt yrði að nota bilinn við björgunarstörfin. 1 þann mund sem hann tók eftir seinna flóð- inu ók litil rúta hjá. Alfreð fékk rútuna til að stöðva en var I sömu mund gripinn af flóöinu. Hann barst hálf meðvitundarlaus til sjávar. Hann rankaði við sér um 15 metra undan landi og náði að svamla i land. Hann skarst á hendi og tognaði á fæti. Alfreð sýndistsem Karl Lárus Waldorffsem i rútunni var.næði að komast úr henni áður en flóöið skall yfir. Lik Karls fannst á reki við land skömmu siðar. Annar maður Sveinn Daviðsson, svili Karls var einnig I rútunni. Rútan fannst ekki fyrr en i gærkvöldi. Sveins Daviðssonar er enn saknað. Húsið Máni er yzt af þeim húsum, er i flóðunum lentu. Þar voru Rósa Sigursteinsdóttir og dóttir hennar Sigrún Eva Karlsdóttir staddar í risinu. A hæðinni fyrir neðan voru Þórstina Bjarnadóttir og tvö börn hennar, þau Agúst 8 ára og Björn Hrannar 3 ára. Þau bjuggu þar á hæðinni, en einnig var þar stödd Elsa Gisladóttir, við vinnu á skrifstofu steypu- stöðvarinnar. 1 kjallaranum var staddur Hákon Jónsson. Er flóðið skall yfir rifnaði húsið af grunni og brotnaði i spón að undanteknu risinu. Flóðið skildi risiö eftir um 80 metrum neðan við grunninn og komust Rósa og dóttir hennar ómeiddar úr hamförunum. Skammt frá risinu fannst Þórstina ásamt börnum sinum. Þau voru öll látin. Sömu sögu er að segja um Elsu Maðurinn i kjallaranum skreið þaöan út, er flóðið var farið hjá. Skammt frá Mánahúsinu á Gunnar Jósepsson fjárhús. Var hann á leið þangað er snjóflóðið reið yfir. Hann átti fótum f jör að launa. —JB Asmundur Eiriksson komst naumlega lifs af er hann var aft vinna I verkstefti föftur sins Eiriks Amsundssonar t.h.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.