Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 16
16 Vlsir. Mánudagur 23. desember 1974. Bob Latchford hefur skorað 1 hverjum leik sfðan hann byrjaöi að leika með Everton á ný eftir meiðsli. En tvö mörk hans á laugardaginn gegn Carlisle nægðu Everton ekki — liðið tapaði sinum fyrsta leik á heimaveili á keppnistlmabilinu. Það var óvænt — og úrslitin á leikjunum á laugardag voru yfirleitt skrýtin. Myndin tii hliðar er tekin fyrr á keppnis- timabilinu. Martröð efstu liðanna en botnliðin stóðu sig Það er eins og félögin á Englandi megi ekki komast i efsta sætið i 1. deildinni — þá fer allt úrskeiðis i næsta leik eða næstu leikjum. Everton, efsta liðið fyrir umferðina á laugardag, tapaði i fyrsta skipti á heima- velli á leiktimabilinu og það fyrir liði i næst neðsta sæti, Carlisle. Þó skoraði Everton tvö fyrstu mörk leiksins. Stoke, sem fyrir rúmri viku var i efsta sæti, er komið niður i sjöunda sæti— tapaði á heima- velli á laugardag i fyrsta skipti i 27 leikj- um. Það var Arsenal, sem varla hefur hlotið stig i Stoke siðasta áratuginn, er hlaut þar bæði stigin— fyrsta tap Stoke heima nokkuð á annað ár. Já, það var margt övænt á laugardag í ensku knatt- spyrnunni — einhver „vit- lausasta” umferð i áratugi, maöur man varla eftir öðru eins. Luton vann loks eftir þrjá mánuði án sigurs og það á kostnað Derby. Bikarmeistarar Liverpool steinlágu i Birmingham — Englandsmeist- arar Leeds i Newcastle. Manch.City missti I annað sinn stig á heimavelli á leiktima- bilinu — hinir miklu marka- skorarar West Ham áttu i hinum mestu erfiðleikum með slaka vörn Chelsea. Ipswich, sem lék á föstudagskvöld i Leicester og hlaut bæði stigin, fór óvænt úr fimmta sæti I það efsta. Vann loks eftir sjö tap- leiki i röðá útivöllum. Eitt mark nægði á Leicester og.þar skeði sá óvenjulegi atburður, að enski landsliðsmaðurinn Keith Weller, sem veriö hefur til skamms tima fyrirliði Lei- cester-liðsins, neitaði að fara aftur inn á leikvöllinn eftir leik- hléið. Varamaður kom I hans stab — og Weller heimtar nú sölu með meiri ákafa en áður. Ástandið er slæmt hjá Leicester — liði, sem svo miklu var búizt við af. En nóg um það. Litum á úrslitin „vitlausu”. 1. deild Birmingham-Liverpool 3-1 Burnley-Middlesbro 1-1 Chelsea-West Ham 1-1 Everton-Carlisle 2-3 Luton-Derby County 1-0 Manch.City-Wolves 0-0 Newcastle-Leeds 3-0 Stoke-Arsenal 0-2 Tottenham-QPR 1-2 A föstudag. Leicester-Ipswich 0-1 Sheff.Utd.-Coventry 1-0 2. deild Bolton-Oxford 3-1 Bristol Rov.-Portsmouth 0-1 Cardiff-Notts Co. 0-0 Millvall-Sheff.Wed. 2-1 Norwich-Bristol City 3-2 Nottm.For.-Blackpool 0-0 Oldham-Sunderland 0-0 Orient-Hull City 0-0 Southampton-Fulham 0-0 WBA-Aston Villa 2-0 York-Manch. Utd. 0-1 Everton virtist hafa leikinn gegn Carlisle i hendi sér - Bob Latchford skoraði tvivegis á 6. og 51.min. — en leikmenn liðsins gerðust þá kærulausir. Töldu að sigurinn kæmi af sjálfu sér. Á 10. min. leikkafla breyttist allt, Carlisle komst yfir. Laidlaw skoraði fyrsta markið á 54.min. með frábærum skalla og fimm min. siöar var hann aftur á ferð- inni og skoraði. 2-2.og á 64. mfn. lék Chris Balderstone laglega á vörn Everton — gaf knöttinn á Les O’Neil, sem skallaði i mark. Eftir þessi ósköp gerði Everton örvæntingarfullar tilraunir til að bjarga leiknum, en allt kom fyrir ekki. Ahorfendur 33.489. Stoke sóttimjög gegn Arsenal i fyrri hálfleiknum, en Arsenal skoraði tvivegis. Það var Brian Kidd, sem skoraði bæði mörkin mjög gegn gangi leiksins, og hefur hann nú skorað 13 mörk á leiktimabilinu. Hið fyrra kom á sjöttu min. en hið siðara á 39. min. Vörn Arsenal stóð sig mjög vel, einkum þeirra Macini og Simpson, og Jimmy Rimmer átti enn einn snilldarleikinn i marki. 1 siðari hálfleiknum jafnaðist leikurinn, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Stoke var með alla sinu beztu menn — Jimmy Greenhoff lék með aftur, þrátt fyrir nefbrotið. 1 siðari hálfleiknum var Denis Smith settur i framlinuna til að auka sóknarþungann, en allt kom fyrir ekki. Ahorfendur 23.292 og einn þeirra, sem komst mjög vel frá leiknum var Alex Cropley, nýi leikmaðurinn i Arsenal-liðinu. Meistarar Leeds léku mjög vel framan af gegn Newcastle. en knötturinn vildi ekki i markið. Til dæmis átti Petei Lorimer skot i þverslá. Svc hrundi allthjá Leeds um miðjar siðari hálfleikinn. Alan Kennedy skoraði með þrumu fleyg á 68. min. og fjórum min siðar skallaði Joyn Tudor i mark — kastaði sér fram eins og tundurskeyti. Nokkru siðai skoraði hann annað mark sitt og þriðja mark Newcastle i leiknum- — einnig með skalla Eftir leikinn urðu nokkur átök meðal leikmanna — og þar bar mest á fyrirliða Leeds, Billy Bremner, sem átti erfitt með að sætta sig við tapið. Ahorfendur 32,535. Liverpool er ekki sama lið og undanfarin ár, sögðu frétta- menn BBC eftir tap liðsins i Birmingham. Mestu munar að fyrirliðinn Emlyn Hughes er nú aðeins svipur fyrri ára. Liðið hafði enga möguleika gegn Birmingham, sem meira segja hafði „efni” á þvi að misnota vítaspyrnu i leiknum. Gordon Taylor skoraði fyrsta mark Birmingham á 30. min. Liver- pool jafnaði fljótt með marki Joyn Toshack — en áður hafði Campell misnotað viti fyrir Birmingham. Liðið fékk annað vlti rétt fyrir hlé og þá skoraði annar sigur liðsins I 1. deild. Derby hafði alla möguleika til að nálgast efstu lið deildar- innar, en fór illa með tækifærin. Og svo á 81,min. var dæmd vita- spyrna á Derby og Jim Ryan, fyrrum leikmaður Manch.Utd., skoraði örugglega úr henni. Stan Bowles kom á ný inn I lið QPR — hefur verið tekinn af sölulista félagsins — og hann skoraði bæði mörk liðs sins gegn Tottenham. Hið fyrra eftir mikið einstaklingsframtak, en hið siðara á 18. min. úr vita- spyrnu. John Duncan skoraði fyrir Tottenham I siðari hálfleik og er það fimmta mark hans I átta leikjum frá þvi hann var keyptur frá Skotlandi. í 2. deild jók Manch.Utd. forustu sina eftir sigur I York. Stuart Pearson skoraði eina mark leiksins á 18. min. Manchester-liðið hafði mikla yfirburði i leiknum, en mark- vörður York átti frábæran leik. Arnold Sidebottom, sem leikið hefur miðvörð með Martin Buchan siðan Jim Holton fót- brotnaði,meiddist illa i leiknum og greinilegt, að Manch.Utd. þarf að fá nýjan varnarmann. Sunderland náði aðeins jafntefli i Oidham — útborg Manchester — en Norwich náði báðum stig- unum gegn Bristol City eftir að hafa verið marki undir, 1-2, i leikhléi. Phil Boyer skoraði tvö mörk á tveimur min. i siðari hálfleik og honum er nú spáð stöðu I enska landsliðinu. Lék á dögunum i enska landsliðinu, leikmenn 23ja ára og yngri. Millvall vann I fyrsta skipti undir stjórn Gordon Jago, en niu leikir eru siðan. Millvall keypti tvo leikmenn I vikunni, Hazell frá QPR og Moore frá Bristol City. Þá má geta þess, að Jimmy Melia, áður kunnur landsliðsmaður hjá Liverpool, var rekinn frá Creve i siðustu viku, en liöið hefur leikið 16 leiki án vinnings. Þá er það staðan i 1. deild. fyrirliðinn, Howard Kendall, án Ipswich 23 13 2 8 33-18 28 , þess Ray Clemence hefði Everton 22 8 12 2 32-22 28 nokkra mögleika á að verja. Manch.City 23 11 5 7 29-27 28 , Liverpool reyndi mjög að jafna i Liverpool 22 11 5 6 30-19 27 siðari hálfleiknum en tókst ekki. West Ham 23 10 7 6 40-30 27 , Rétt fyrir leikslok skoraði svo Middlesbro 23 10 7 6 35-27 27 Bob Hatton þriðja Stoke 23 10 7 6 37-30 27 , mark Birmingham. Ahorfendur Burnley 23 10 5 8 41-37 25 26.608. Newcastle 22 9 6 7 31-30 24 , Middlesbro sótti meira Derby 22 8 7 7 34-31 23 framan af leiknum i Burnley, en Wolves 22 7 9 6 28-27 23 | þaö var heimaliðið, sem náði Sheff.Utd. 22 9 5 8 30-34 23 forustu á 15. min. með marki Leeds 23 9 4 10 31-28 22 | Paul Fletcher. Þannig stóð þar Birmingh. 23 9 4 10 34-36 22 til þremur min. fyrir leikslok, QPR 23 8 5 10 25-31 21 | að Dave Armstrong jafnaði Coventry 23 6 8 9 30-40 20 . verðskuldað fyrir Middlesbro — Arsenal 22 7 5 10 26-27 19 1 eftir mikinn einleik David Mills. Tottenham 23 7 5 11 28-33 19 Ahorfendur 17.592. Ian Hutchin- Chelsea 22 5 9 8 24-37 19 1 son ná.ði forustu fyrir Chelsea á Carlisle 23 7 3 13 23-29 17 60. min. gegn nágrannaliðinu i Leicester 22 5 6 11 20-31 16 1 Lundúnaborg, West Ham. Markiö kom eftir að Mervvn Luton 22 2 7 13 18-35 11 Day hafði varið snilldarlega, en 2. deild knötturinn hafnað I þverslá og Manch.Utd. 23 15 5 3 39-17 35 i þaöan hrokkið til Hutchinson. Sunderland 22 12 6 4 40-16 30 Sjö mlnútum siðar jafnaöi Norwich 22 10 8 4 31-19 28 i Bobby Gould fyrir West Ham. WBA 23 10 7 6 27-16 27 Chelsea-liðið var heldur betra i Hull City 23 8 9 6 27-36 25 i grófum leik, en greinilegt, að Oxford 23 10 5 8 23-32 25 West Ham saknaði Billyanna Aston Villa 22 9 6 7 32-18 24 sinna — Bonds og Jennings, BristolCity 22 9 6 7 20-15 24 sem ekki gátu leikið vegna Blackpool 23 8 8 7 23-18 24 1 meiðsla. Ahorfendur tæplega 40 Notts Co. 23 7 9 7 29-34 23 þúsund, sem þykir gott hjá Fulham 23 7 8 8 24-19 22 | Chelsea nú og i fyrsta sinn, sem Bristol Rov.23 8 6 9 24-29 22 nýja stúkan á Stamford Bridge Nottm.For. 23 8 6 9 24-29 22 \ hefur verið þéttskipuð áhorf- Bolton 22 8 5 9 24-24 21 endum. Orient 22 4 12 6 15-23 20 \ Manch.City og Úlfarnir deildu Southamp 21 6 7 8 27-30 19 , stigunum i slökum leik á Maine York City 23 7 5 11 26-33 19 1 Road I Manchester og hvorugt Portsmouth 23 5 8 10 18-30 18 liðið verðskuldaði sigur. Ahorf- Oldham 21 5 7 9 22-27 17 endur aðeins 29.326. 1 Luton sáu Cardiff 22 5 7 10 21-31 17 12.326 áhorfendur heimaliðið Sheff.Wed. 23 4 8 11 26-36 16 vinna I fyrsta sinn i þrjá mánuði Millvall 22 5 6 11 22-32 , — og reyndar var þetta aðeins —hsim 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.