Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 9
Vfair. Mánudagur 23. desember 1974. t r AMMONÍAK- MENGUNí VÉLASAL Már Lárusson, verkstjóri i frystihúsinu sýnir staöinn i véla - salnum, þar sem Sigurjón Einarsson og Aöalsteinn Jónsson fundust. Aöalsteinn var andvana en Sigurjóni tókst aö bjarga. Gifurleg a m moniakmengun var I frystihúsinu strax eftir óhappiö og var þvl mjög erfitt um björgunarstörf. Björgunarmenn uröu aö skiptast á um aö moka á meöan þeir héidu niöri i sér andanum. Már Lárusson verkstjóri var áöur verkstjóri hjá Eyjabergi I Vestmannaeyjum, en flúöi hörmungarnar þar og hélt til Nes- kaupstaöar. Nú má hann sjá af ööru frystihúsi af vöidum náttúruhamfara. „Jú, fjölskyldan min er farin aö vera langþreytt á þessum ham- förum i kringum mig”, sagöi Már. — JB Ljósm. Bragi. FISK- BIRGÐUM BJARGAÐ Unniö er af fulium krafti aö þvi aö skipa út i Selfoss 23-24 þúsund kössum af freöfiski, sem voru i frystigeymsium i Neskaupstaö, er snjóflóöiö skall á. Menn úr nágranna- byggðum unnu aö þvi i gær aö rýma klefana og var reiknað með að þetta verk tæki 2 sólar- hringa. Fiskurinn, sem fara átti til Ameriku, 8-9 þús. kassar fer beint utan, en Rússlandsfiskurinn, 15 þúsund kassar fer i geymslu sunnan- lands. A myndinni eru tveir piltar frá Fáskrúösfiröi aö vinna I frystiklefanum i gær. llúsmóöirin Sigurbjörg Bjarnadóttir lengst til vinstri meö Hjörvar Hjálmarsson I fanginu, slöan koma dætur hennar Gyöa Marla og Lára Hjartardætur, þá Óiafur Hjálmarsson og Hrönn Hjálmarsdóttir I fangi móöur sinnar Birnu Bjarnadóttur. Lengst til hægri er Arni Daníelsson. Ljósm. Bragi. Ótti greip um sig: Flúið úr 40 húsum Þegar hver martrööin rak aöra á Neskaupstað á föstudag- inn, þótti rétt, aö þeir, sem byggju efst I bænum og næst flóöasvæðunum fengju inni á ör- uggari stööum. Nær 40 íbúöarhús I Neskaup- stað voru þvi yfirgefin. Flestar fjölskyldurnar fengu inni hjá kunningjum, en einnig var hafzt við i gagnfræðaskólanum og fé- lagsheimilinu Egilsbúð. „Hér er sofið I hverju her- bergi og eiginlega um allt,,” var Vísismönnum sagt, er þeir litu inn hjá fjölskyldunni Hliðargötu 15. Þótt allir karlmenn væru úti að vinna var margt barna heima við. „Við fréttum um flóðið strax um hálf þrjú. Þá var svo margt manna við björgun, sem ekki höfðu látið vita af sér, að allir biðu milli vonar og ótta”, segir húsmóðirin Sigurbjörg Bjarna- dóttir. „Systur minni þótti réttara að flytja hingað niður eftir til okk- ar. Við erum þvi 12 hér stöðugt heima, auk karlanna, sem eru við björgunina. Þeir koma og fara á öllum timum og við reyn- um að gefa þeim eitthvað heitt að borða, þegar þeir koma að hvila sig,” sagði Sigurbjörg. A hádegi i gær var þeim, sem ráðlagt hafði verið að yfirgefa heimili sin leyft að snúa heim á ný. — JB NESCO NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Símar: 19150-19192-27788 Hér sýnum við samstæðu, sem mundi sóma sér vel, hvar sem væri, GRUNDIG Studio 1600 ásamttveim- ur SCANDYNA M-5 hátölurum. Studio 1600 er hvorttveggja í senn útvarpsmagnari og plötuspilari. Útvarpið er vandað og næmt, og er það með FM- stereobylgju, langbylgju, miðbylgju og stuttbylgju. Magnarinn er 2x12,5 sínus/RMS wött, og býður hann upp á hvort heldur er stereo- eða fjórviddar (4 — D = Four Dimensions) notkun. Fékk þessi magnari hæstu einkunnir, sem gefnar voru, í próf- un, sem fram fóru í fyrra á 26 útvarpsmögnurum á vegum norsku neytendasamtakanna (sjá Forbruker- Rapporten nr. 8 1973 — RTV 800). Plötuspilarinn er 2ja hraða og gerður fyrir hand- eða sjálfvirka notk- un. Er hann með Shure M75-D segulþreif. SCAN- DYNA M-5 hátalararnir standa einnig vel fyrir sínu. Er flutningsgeta hvors þeirra allt að 25 wöttum og tónsvið 60—20.000 rið. — Verðið á þessari glæsi- legu samstæðu er kr. 113.600,00, og er þá fótur fyrir Studio 1600 ekki reiknaður, en hann kostar kr. 7.400,00. Sambærilega fætur er líka hægt að fá fyrir hátalarana á kr. 6.600,00 (stk.). — Er þetta ekki einmitt samstæðan, sem þú hefur verið á hnotskóm eftirl?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.