Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Mánudagur 23. desember 1974. vísir tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson y Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannessón ' Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 AfgreiOsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuOi innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakiO. BlaOaprent hf. Ósk um frið og ró Við erum svo lánsöm þjóð að geta haldið okkar jól án uggs og ótta, meðan margar nágranna- þjóðirnar búa við ótrygga framtið vegna oliu- kreppu og atvinnuleysis. Við búum við frið og öryggi, meðan ýmsar aðrar auðugar þjóðir eru i efnahagslegri, félagslegri og. sálrænni spenni- treyju. Útlitið var ekki svona gott hjá okkur á miðju árinu, þegar verðbólga ársins stefndi i 60-70%, hrunið blasti við atvinnuvegunum og vofa al- menns atvinnuleysis var i uppsiglingu. Drá- ‘ konskar aðgerðir stjórnvalda hafa komið skút- unni okkar á flot. Það hefur kostað eyðingu launahækkananna frá 1. marz. En við höfum sloppið vel, að björgunin skuli ekki hafa kostað meira. Arangurinn er sá, að allt snýst um þessar mundir á fullu i atvinnulifinu. Skorturinn á vinnuafli eykst jafnvel á sama tima og atvinnu- leysi magnast um allan helming i nágrannalönd- unum. Og ekki er i bili sjáanleg nein kreppa, meðan friður helzt um núverandi ástand mála. Þetta mótar auðvitað jólahaldið og jólagleðina að nokkru. Kviði nagar menn siður og spillir siður hátiðinni. Verðhækkanir valda þvi að visu, að menn hafa um þessi jól minna handa milli en þeir höfðu gert sér vonir um fyrr á árinu. En kaupget- an i jólaverzluninni skiptir minna máli en tilfinn- ingin um, að þjóðfélagið muni verða i traustum skorðum og öruggum farvegi enn um sinn. Við megum lika gæta okkar á að láta ekki verzlunaræði jólanna rugla okkur i riminu og spilla hátiðinni sjálfri. Við látum jólaundir- búninginn kalla yfir okkur allt of mikla spennu og streitu. Við erum of upptekin af jólahrein- gerningum, jólabakstri, jólagjafa- og jólamatar- kaupum, jólaskreytingum og öðru jólavafstri. Þessi ytri umbúnaður jólanna er ágætur, meðan hann er i hófi og yfirgnæfir ekki gersam- lega innra eðli jólanna. 1 þetta sinn hafa flestir óvenjumikla möguleika á að hvilá sig urn jólin og öðlast frið i sál sinni. Fridagarnir eru með mesta móti að þessu sinni. Margir hafa ekki nema fimm vinnudaga á 16 daga timabilinu frá 21. desember til 5. janúar. Þessar óskir um friðsæl jól eru ef til vill dálitið út i hött á Þorláksmessu, annasamasta degi árs- ins hjá flestu fólki og ekki sizt verzlunárfólki. Margir verða orðnir sárþreyttir, áður en þessi i dagur er á enda. Og undir lokin þurfa sjálfsagt sumir að ljúka meira verki á skömmum tima en þeir komast yfir. Ef streita jólaundirbúningsins heldur svo áfram jóladagana, ef menn verða uppteknir af jólamat, jólapökkum, jólaboðum og jafnvel jóla- ) drykkju, er illa farið. Jólahaldið hlýtur að visu að \ endurspegla lifskjörin og þjóðlifshraðann. En svo ( sannarlega er óskandi, að sem fæstir fari á mis / við rósemi hugans og friðinn á jólunum sjálfum. \ 1 von um, að jólaandi megi sem viðast rikja ) næstu daga, óskar dagblaðið Visir lesendum sin- l um og landsmönnum öllum ( gleðilegra jóla. —JK ) liiiiiiiiin UMSJÖN: G. P. Það hefur verið dauft um að litast i Betlehem, þar sem Jesús kom i heiminn fyrir nær tvö þúsund árum. Tómlegt hefur verið á helztu stöðum ferðamanna siðustu vikur, og Betlehembúar daufir i dálkinn. Pflagrlmar I Jerúsalem krjúpa viö steininn, þar sem tallö er, aö Hkami Jesú hafi veriö iagöur eftir aö hann var tekinn niöur af krossinum, meöan Mariurnar lauguöu hann. Svört jól í Betlehem Bæjaryfirvöld segja, aö Betle- hem hafi orðiö fyrir barðinu á samdrætti orkukreppunnar, spennunni i Austurlöndum nær og efnahagsvandræöum hernáms- manna sinna, Israela. „Betlehem er fátækur bær, og þaö verður þrengri kostur um þess jól en nokkru sinni fyrr”, sagöi bæjarstjórinn Elias Freij, sem er nýkominn heim úr fjár- söfnunarferö um Bandarikin. I Nazareth hafa þeir svipaða sögu aö segja af feröamönnum, sem hafa vart látið sjá sig á þessum helgu slóðum. Þessi kristni bær, þar sem Kristur ól manninn mestan part ævi sinnar, er byggöur Aröbum að mestu. Abu Nasr heitir veitingamaður einn, sem hýst hefur pilagrima i nær 30 ár. Hann sagði frétta- manni Reuters, dapur I bragöi meðan hann leit yfir auö borðin I matsölu sinni: ,,Ég hef aldrei upplifaö jafnslæman desember. Segja má að við horfum fram á svört jól að þessu sinni”. Þrátt fyrir barlóm þeirra I Betlehem og Nazaret var ferða- mannaráð Israels bjartsýnt á, að ferðamannastraumurinn mundi aukast núna slðustu dagana fyrir jól. Talsmaður þess hélt þvl fram, að fjöldi ferðamanna til landsins að þessu sinni væri mjög svipaður þvi og í fyrra. Jólin I hittiðfyrra komu 44.000 pflagrimar til Gyðingalands, en það dróst siðan saman 1973 vegna októberstrlðsins, sem lauk aðeins tveim mánuðum fyrir jól. Fólk kynokar sér eðlilega við að fara á vlgaslóbir. Búizt er við þvl, að tala ferða- manna verði um 40 þúsund bara I desember þetta árið. Kaupahéðnar, sem byggja af- komu sina að mestu á jólaösinni, eru ekki eins bjartsýnir. Steinum lögð strætin I Jerúsalem voru nær auð I siöustu Vopnaöur vöröur var hofður viö Jómfrúarkirkjuna I Betlehem um jólin i fyrra. viku. t Betlehem var naumast nokkra hræðu að sjá fyrir framan búðargluggana. Jafnvel kirkjan, sem reist var á fæðingarstað Jesú, — og venjulega er troðin af fólki þessa dagana fyrir jól — var tómleg. Betlehembúar hafa samt mannað sig upp I að hengja jóla- skraut á framhliðar verzlana og yfir strætin Freij bæjarstjóri kom úr fjár- söfnunarferðinni um Bandaríkin með loforð Bandarlkjamanna um einnar milljón dollara aðstoð á næsta ári. Meðal þeirra, sem vinna að þvi að safna fé til styrktar Betlehem, er dægurlagasöngvarinn, Pat Boone, sem er formaður fjár- söfnunarnefndar I Kalifornlu. Hann getur lagt fram bréf frá stéttarfélögum, borgarstjórum Los Angeles, Jacksonville, Baltimore, Louisville og Birmingham, þar sem heitið er stuðningi við málstaðinn. „Þessi borg heyrir öllu mann- kyninu til”, segir Freij bæjar- stjóri. „Fólk ætti að hugsa um, biöja og gréiða fyrir Betlehem til þess að viðhalda kristilegu yfirbragði hennar”. Bæjarstjórn þessa 30 þúsund manna bæjar hefur á prjónunum ýmsar áætlanir um endurbætur á borginni. Ætlunin er að breyta bllastæðunum á Brauðtorgi I gos- brunna, fyrirhuguö eru kaup á slökkvibifreið og sjúkrabifreið. Byggja þarf bókasafn og hljóm- leikasal, þar sem jólasálmar eiga að óma I desember. Efnahagur Israels á i erfið- leikum. Kostnaður af vörnum landsins er yfirþyrmandi og ætlar allt að drepa. Nýlega neyddist stjórnin til að fella gengi Israelska pundsins um 43%, sem leiddi af sér helmingshækkun á matvöru, rafmagni og ollu. Þetta bitnar jafnt á hernumdu svæöunum sem hernámsliðinu. tbúarnir hafa umborið her- námið sjálft, en þrengingarnar á efnahagssviðinu hafa komið af stað óánægju. Við það bætist svo yfirvofandi styrjaldarhættan, sem aldrei sýnist veröa bægt frá. Auk þessa eru grlsk-kaþólskir gramir því, að erkibiskup þeirra, Capucci, er I fangelsi. Hilarion Capucci var dæmdur I 12 ára fangelsi fyrir vopnasmygl á vegum arabiskra skæruliða. A meðan kristnir menn um allan heim kirja „1 Betlehem er barn oss fætt”, munu Betlehembúar sjálfir halda jólin meö döpru bragði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.