Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 2
iiiHiiiMMmimiMiimmimiiii 111111111111 Miiiinimniiiini imimmimmiiiiiiiiiimiiimiiimiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi 620 LESBOK MORGUNBLAÐSINS „Friður á jörðu“ Enn koma jólin til vor kyrlát og helg. Jeg á við jólin sjálf, en ekki umstangið, sem fylgir þeim. Þau eru í eðli sínu boðskapur um frið. Þau eru boðskapurinn um Jesúm Krist og frið hans. Það má tala um tvennskonar „frið á jörðu“ — Frið á milli þjóða og ríkja, og annan enn þá dýpri og skírri frið, friðinn hið innra með mönn- unum sem einstaklingum, friðinn í mannshjart- anu. Sá er friður jólanna, friður Jesú Krists og hann er uppspretta friðarins á milli ríkja og þjóða, — alls friðar á jörðu. Það má einfaldlega skýra það, hvers eðlis friður Jesú Krists er. Hann er friður kærleikans — ekki þess kærleika, sem aðeins er hafður á vör- unum — heldur hins sanna kærieika, sem sækir þrótt sinn og kraft til himinsins. Menn eiga ekki kraft kærleikans af sjálfu sjer, frekar en menn eiga nokkurn hlut af sjálfu sjer. Jólin eru fagnaðarhátíð í tilefni þess, að sá fæddist á jörð, sem daglega vill, og er þess megn- ugur, að endumýja og styrkja kærleikann í hjörtum vorum með krafti sínum. Jólin eru tákn þess og játning þess af vorri hálfu, að kærleikurinn sje gjöf af himni, eins og Jesús Kristur var gjöf af himni. Nú rejmir sannarlega á, hvort sú gjöf verð- ur þegin, því áð í krafti kærleikans eins fær friðurinn þróast, Blessaða jörð, — já, blessuð skyldi hún vera. Jólin eru tákn þess, að henni var ætluð sjálf blessun Guðs heilaga sannleika. Þaraa hefir hún hringsnúist öld eftir öld með hverja kynslóðina á fætur annari á baki sjer. Og það hefir hvorki linnt sáning nje upp- skeru, degi nje nótt. Og sól Guðs hefir skinið þolinmóð og laug- að ásjónur hverrar kynslóðar birtu og yl. 0g fæðing bamsins í Betlehem táknar að Guð vildi einnig lauga hjörtun í brjóstum mann- anna birtu og yl, kærleika og blessunar og friðar. Og hveraig hitta nú þessi jól þessa bless- uðu jörð, sem nú ber vora kynslóð á baki sjer? Jú, þau hitta hana í sárum. Ekki einu sinni börmmum, sem voru að byrja að skoða dásemdir þessarar jarðar — og þeldu að þau væru svo velkomin — ekki einu sinni þeim var hlíft. 0g nú kváðu þúsundir þeirra deyja. Verða hungurmorða, farast úr pestum og vosbúð víða um álfuna. Og þetta er allt afsakað, og menn hrista höfuðin og segja aðeins eitt orð, sem á að út- skýra þetta allt: STRS). En hvað er stríð? Er ekki stríð sama sem hatur og hatur er hvergi til, nema í hjörtum mannanna, — þar sem kærleikurinn átti að búa. „Ljósið skein í myrkrinu, en myrkrið með- tók það ekki“. Jeg held, að það geti ekki leikið vafi á því, að þetta er böl jarðarinnar: — að ljósi Guðs kærleika var ekki veitt viðtaka, birtu Drottins Jesú, hans, sem svo er lýst af þeim, sem sáu hann: „Og vjer sáum dýrð hans, dýrð sem ein- getins sonar frá föður". Ógnir stríðsins fóru að mestu leyti fram hjá oss, ef miðað er við þjóðimar, sem harðast urðu úti. Vjer höfum flest börn vor og ástvini hjá oss, heil og glöð. Þakkimar fyrir þá hlífð skyldu hljóma í jólasöng vorum í ár, og einnig samúð- in með hinum, sem urðu fýrir sorgum. Nú er friður kominn á. Það er þakkað, — en samtímis er rætt um ennþá stórkostlegri heraaðartækni, en nokkru sinni áður hefir þekkst. Það er því víst, að nú er staðið á stórfeng- _ \ legum vegamótum. Bíða nýjar ógnir kynslóð- anna? Nýjar hörmungar, sárari en svo að orð nái yfir, — eða verður snúið við og gengið fram í birtunni, sem allir virðast fagna svo einlæglega á þessari hátíð — birtunni frá Betlehems-völlum — birtu Guðs eilífa kærleika? I þeirri von hlustum vjer með lotningu og þökk á dýrðarboðskap engilsins forðum: „Sjá jeg boða yður mikinn fögmuð, sem veitast mun öllum lýðiun, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“. Gleðileg jól! IMMIMIMIMIMIIIIIIMMMMMMMIIIMMMMMIMMiMMIIMMIIIIIIIMMMMMIMMIIMMMMIIIMIMIHIMIMMiMIIMIMMIM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.