Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 27
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 645 sem glögt sjest til botns í. Þaðan er sprottin sú hjegilja að skúti j>essi væri dyr í afhelli nokkrum með járngrindum fyrir. Átti þar að byggja bjargbúi nokkur sem Skrúðs bóndi er kallaður, og fortelja gaml- ir menn að hann hafi eitt sinn til forna fleygt skriðu þeirri, er fyr getur, á 18 rnenn er hnýsast vildu um bygð hans, og heldu margir þá jeg hingað kom hættuspil mikið að ganga upp í skriðuna og hnýsast eftir um samkomu hennar við berg- ið. Þetta hefi jeg nú tvívegis gert með logandi Ijósum og sannfærst svo um að enginn afhellir gengur þar inn, því skúti sá, sem fyr var nefndur, gengur upp í hvelfinguna langt frá vegg hellisins, en skrið- an er alls staðar þjett upp undir svokallað Þórðarbjarg. Ýmsar skröksögur ganga enn af Skriiðsbóndanum, að von minni flestar upp spunnar af -Tóni lærða, sem eitt sinn bjó hjer á Berunesi, t. a. m. að kona hans sje prestsdótt- ir frá Iíólmum, er seidd af töfrum hans hafi siglt út til hans á fjöl, að hann eitt sinn hafi kallað til ver- manna er upplögðu í Skrúð og kváðu Maríurímur fram í hellinum og sagt: „Nú er skemt konu minni“ — og er hann var spurður hvað honum geðjaðist hafi verið svarað; „Andrarímur er gott að heyra“, — að hánn tœki alla hornótta hrúta, sem fluttir voru í Skrúð, til að bæta með fjárbragð sitt og svo í haga- toll, - og var það lengi siður Vattar nesbænda að offra honum þannig einum á ári, því satt er það, að þeir hverfa fremur en annað f.j? í Skrúðnnm, en — af þeirri náttúr- legu orsök. að horidti stjaka þeim frá berginu sT,o að beir hrana í •sjóinn þegar þeir tildra s.jer á hill- itrrar. Inn við stafn hellisins er lítil stöðutjörn með tæru, ísköldu, bragð lausu vatni. Á nokkrum stöðum í innra hellinum fann jeg manna fyrst ur árið 1838 meðfrain neðanverðu berginu, sunnan, töluvert af Glauber salti, bæði hreinu og aurblönduðu, bg líka vott til þess í skorum hjer og hvar upp um bergið. Það líktist bæði að útliti, smekk og læknis- krafti almennu Glaubersalti. Litla uppsprettulind fann jeg í sama sinn norðan megin hellisins skamt frá s.jómáli; vatn hennar er væmið bg saltkent að smekk, svipað því 'er Danir kalla Brakvand, eða sem bfandað væri frá halfum til heilurn fjórðungi lóðs af fyrnefndu salti í einn pott af algengu vatni. Ekki hefi jeg enn reynt það til lækninga, en líklegt þykir mjer það mundi í tíma brúkað vera gott til að leysa stíflu í þörmum og innýflum. Engar fágætar steina- eða grasa- tegundir ætla jeg að finnist í Skrúð ; nægð er þar rnikil af skarfakáli 'og er það vel fallið til að sýra með því drykk, sem nokkrir bnika hjer til búdrýginda (aðferðin er að hella sjóðandi vatni yfir mikið af kálinu, byrgja síðan og sía frá þegar kalt er orðið að geyma). 1 Skrúð er mikið varp svartfugla og skeglu en ekki rjett hagkvæmt þar bergið er víða ófært til að síga ér orðið og geyma). Útsýn frá Skrúðkollinum er mikil og fögur. Norðan við Skrúðinn er grasi vaxinn hólmi, er Arfaklettur beitir. Þar er nýfarið að tímgast æðarvarp. Báðar þessar evjar til- heyra Vattarnesi. Ut frá Arfakletti er Þursasker, mikil flös gradaus. Norður frá Skriiðnum veður unpi skerjaklasi nokkur, er Brökur heita. og er því ófært hafskipum að fara nálægt Skrúðmim að norðan. , < II,‘ sóknnrlvsingu r«vj> Jórts Vestmanns, Vpwómm. NES er austanvert við Se,,-o". Þar á stendur bær með sama nafni. Vestan til við voginn er annað nes, kallað Alnbogi, líkt bognum hand- legg hvar Ilerdísarvík t. a. m. skyldi vera í alnbogabótinni og bærinn með sama nafni við víkurbotninn. Á milli tjeðra nesja er breið s.jáv- arbugt, kölluð Selvogur, en stutt- leiks vegna má hún ei fjörður nefn- ast. Þau merkilegustu eldhraun eru: a) Stakkavíkurhraun gosið up>]> úr Kongsfelli (sem hefir nafn af [>ví, að fjallkóngur í Selvogi skifti' þar á haustum folki í fjárleitir); er Kongsfell kringótt eldborg, með háum börmum og djúpri g.jótu inn- an vqrt, samanluktri í botninn, svo þar er þó ekki gjá, en grjótið brunn ið í sand og vikur, sumt útlits sem sindur. Þaðan liggur hraun þetta þvert um fjallið til útsuðurs og pfan yfir Stakkavíkur landeign, bn stansaði rjett fyrir ofan sjálft tvinið; er þó upp gróið með góðum högum, smáskógi, beiti- og sortu- lyngi. Á fjallinu framarlega hefir hraunrenslið skift sjer við grjót- hæð nokkra og hlaupið fram af fjallsbrún þar sem heitir Mosaskarð tog lýsir nafnið þess útliti. Þessi tangi hraunsins er svartur og gróð- urlaus þegar frá fjalli dregst alt fram í sjó. b) Herdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteinsfjöllunum og fram af fjallsbrún beggja megin Lyngskjald ar. en hei'ir runnið saman aftur á láglendinu fyrir neðan. Þetta’hraun er sumsstaðar ui>]> gróið með lyng, litlum skóg. gras, og góða haga í Mgum og gjótum. Sums staðar er það svart og ávaxtarlaust, með g.jám og stöndum og grániosabreið- um. Engir eru þar hellar eða stór- gjár; þó er þar heliir kallaður Gængurkonuhellir, því kvenpersóna hafði einhvern tíma aiið bar barn. 11elli" be si er annars ekki stór. c) Krýsuvíkurhraun um gosið úr Eldborginni á* Deildarhálsi. austan til við Krýsuvík. Eldborg þessi er alt eins útlits og Kongsfell. ITraitn- ið er upp gróið með gras, lyng og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.