Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 28
646 LESBOK MORGUNBLAÐSINS smáskóg í lautum og brekkum, eu grámosaskóm, gjám og stöndum yf- ir alt þar sem hærra liggur. d) Ögmundarhraun lítið fyrir vestan Krýsuvík runnið vestan úr tAImenningi, sem allur er líka hraun en þó grasi og skógi vaxið — er hvnn stórt óskift landspláss hvar Krýsuvík á líka skógarítak. Ög- mundarhraim er ekki upp gróið, Jieldur svart og ljótt litlits; gengur l>að heilt fram í sjó rjett fyrir aust- an Selatanga. Austan til við hraun þetta er kallaður Hríshólmi. Þar 'ei'u stórar húsatóftir niður sokkn- ar og ein þeirra snýr eins og kirkj- ur vanalega; hefir )>að verið vel stórt hús; þó sjást ei tóftirnar allar |>ví hraunið hefir hlaupið yfir þær að vestanverðu, hvað mikið veit piaður ekki, þó til að geta eftir sjón á því sjáanlega, yfir fullan helming, því þar hefir vafalaust verið stórbygging. Þar eru 2 tún- garðshringar; og hjer um bil 20 faðmar milli þeirra. Meina menn að Krýsuvík hafi þar verið áður hraunið hljóp þar yfir, en við það tilfelli verið flutt uj>p í íjallavikið, sem þar er pó töluvert langt frá. Við sjóinn er vík, sem bærinn gat nafn af tekið, nl. llælsvík nú nefnd. í hrauni þessu, spölkorn hjer frá, er og óbrunninn hólmi og ófært hraun alt um kring nema einn lítill stígpr, sem síðar hefir verið rudd- ur. Ilólmi ]>essi nefnist Óbrennis- hólmi. Þar er sagt smalinn hafi ver- ið með heimilisfjeð meðan hraunið hljóp fram yfir heila ]>Iássið (þar jeru og 2 misstórar fjárborga rúfstir) pg að hann hafi ekki getað komist undan því annað en á hól þennan, sem hraunið umkringdi. Vestan undir Krýsuvíkur hrauni er stór hellir og )>esta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víð-1 ar út uni heiðina, svo alltíð rná, ]>eita fje undir vind at' hverri átt sem hann er. Hellir þessi er langt írá bæjum, er því erfitt að uota ihann í vetrar]>arðindum. Fyrir hjer •um bil 100 árum, eða máske nokk- uð meir, var bóndi í Krýsuvík að nafni Arngrímur, mig minnir Jóns- son. llann tíundaði jafnan 50 hundr uð. Hann hafði fje sitt við helli þenna, en skyldi hat'a átt 99 ær grá kollóttar. Systir hans átti eina á eins lita, og hætti hann ei fyr a<T fala hana af systur sinnL en hún yfirljet honum ána sárnauðug. Sama veturinn Seijit gerði áhlaupabýl, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá alt hans íje fram af Krýsuvíkurbergi hjer og þar til dauðs og algjörs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið en vindurinn rak til hafs. 1 hengis- fönninni frainau í bergsbrúninni stóð grákolla alein er hann fjekk hjá systur siijni, þegar hann eftir ]>ylinn fór að leita að fjenu. Tekur hann ána þá og reynir í •igang að kasta henni fram af berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún færi niður fyrir. Og jafn ótt og hún losnaði í hvert sinn við jhendur hans, brölti hún upp að knjám honiun. Loksins gaf hann frá sjer, og skal hafa sagt löngu seinna, að út af þessari á hefði hann eignast 100 fjár. Þetta hef jeg af sögusögn og gef það ei út sem á- reiðanlegan sannleik. Ævilok Arn- gríms urðu þau, að steinn datt á þann úr Krýsuvíkutbergi og marði hann í sundur og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.* *) Arngrímur þessi var Bjarnason, sonarsonur Arngríms lærða, og haíði lengi verið ráðsmaður í Skálholti. Hinn 9. ágúst 1724 fór hann á báti í sölvafjöru undir Krýsuvíkurbergi „og með honum karlmaður einn og kven- menn tveir. Og er þau voru farin til að taka sölin, sprakk hella mikil fram úr berginu og kom á þau, svo að hún laust Arngrím í höfuðið tit bana, og undir henni varð karlmaðurinn er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan; tók hellan Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkut^óknar, Guðmundur Bjarnason, bygði nýbýlið Læk al- deilis að stofni, átti margt fje, helt því við áðurnefndan hel i. En þar honum þótti langt að liirða það þar, bygði hann þar annan bæ dá- snotran sem hinn, með glergiugg- um, sængurhúsi afþiljuðu með 2 rúinum ; í hinum karminum geymslu hús. Bygði hann hús þetta framan við hellisdyrnar og rak fjeð gegn um göngin út úr og inn í hellinn, hlóð af honurn þvervegg, bjó til lambastíu, gaf þeim þar þá henta þótti, l>jó til jötur úr tiifengnum hellum alt í kring. í stærra partl hellisins gaf hann fullorðna fjenu í innistöðum (sem verið mun hat'a alt að 200 eftir ágiskun manna). ílutti þangað talsvert hev og smiðju sína, og mun hafa starfað ]>etta að niestu, e'f ei öllu leyti, aleinn á einu ári. Þarna var hann 10 vetur sam- felt yfir kindúm sínum aleinn, eu á sumrurn heima. Loks gat'st hann U]>p yfir sjötugt og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði C ár á baki. Frá landnánlatíð hafa menn eng- ar sögur um breytingar á landslagi alt til 1067 að Oddgeir biskup í Skálholti visiteraði kirkjuna á Strönd. Telst hún þar eiga 30 hndr. í heimalandi. Þaðan frá hafa menn ettga vissu hjer utn fyrri en um daga Erlends lögmanns Þorvarðs- sonar, sem eftir Árbókum Esphólíns bjó mektarbúi á Strönd í full 30 ár fyrir um og eftir trúarbragða- iendurbótina. En hjer um l>il 1700 þó hælinn'af öðrum fæti hennar, og skaðaði hana ekki að öðru. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðma breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er ljet- ust“ (Vallaannáll). Öðrum annálum ber saman um hve margir hafi farist þarna, en Hitardalsannáll segir: — „Vlnnukona hans mjög lömuð komst af og aðrir tveir sem af ofboði hlupu fram í sjó og náðu til skipsinsV

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.