Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 643 saman og drífa allan sel til hafs, svo hann kemur ei aftur, 'eður i'f kennir verður hann svo æðaudi, að ómögulegt er að fanga hann. Uin fiskgöngur vita menn lítið utan þetta, að með vortímanum ná- lægist alslags fiskur landið. Strax ineð messum á vorin gengur stein- híturinn burt í haf; hrognkelsi enn }>á fyrri; þorskur og ýsa gengur iei burtu fyr en vetrarfar og snjóar byrja fyrir alvöru; kemur þá líka vöðuselurinn, sem fælir fiskinn á burtu og til hafs. Seint á sumri fer jhákarlinn aftur að ganga undir landið og er ekki ólíklegt hann sæki eftir vöðuselnum á fjörðinn; Iþó verður mikið lítið vart við hann, nema utarlega í firðinum, og þar brúka menn hákarlalóðir fyrir hann og legur líka, og afla menn þar töluvert á milli. Geta má og þess hjer á Arnar- firði að menn skutla, eða sem kall- að er járna, hvalkalfa undan horn- reiðar-, geirreiðar-, langreiðar-hvöl- um þá inn koma og nema staðar hjer á firðinum. Vinna menn þá á 3 dögum, alt að viku. Þessi afli er framar fólki háskasamur en til á- bata eður útsölu, því svo er raðað niður, að flestir bændur hreppsins fá lítinn hlut úr veiðinni, og geng- ur þó þriðjungur hvalsins til Suð- urfjarða. Þessar reiðar koma helst inn vor- eður hausttíma. Ber og líka stundum við að þessir hvalkálfar missast, þá þeim verður ei sint’ vegna storma, þvi þeir eru ei streng járnaðir fyr en aðkomnir dauða. — Bæi kalla jeg enga reisulega, en flestir þeirra eru nógu góðir að búa í. Rekaviður enginn til og raft- ar eða hrís er helst brúkað til áreft- is í peningshús, eða miður vönduð hús, þó ei nema máttarviðir sje und- ir, þtfí stórir skógar fást hjer ekki. Jarðrækt, túngarðahleðsla, þúfna- sljettun etc. getur hjer ekki stund- ast eins og þyrfti, því mannfólk er ekki þar til og bjargræðis útvegir sýnast ekki að leyfa það. Kálgarða- brúkun hnignar aftur, því þrjú ár samfeld hefir lítill arður af henni komið, og fræ hefir ekki fengist. Kartöfluafli er heldur ekki borinn, við. Til eldneytis er búkað tað og hrís úr skógi, og þá meðfram harða- torf, hvað ekki má kalla að finnist í þessari sókn. Útlent kyn af nauta- eður sauð- f.jenaði hefir hjer ekki stað, og ekki hafa menn hælt því, sem einhvern’ tíma fyrir nokkrum árum fengu fáar skepnur af því í Barðastrand- arsýslu, svo jeg vil meina það fje sje þar að öllu leyti útdautt. Vinnubrögðum er svoleiðis hátt- gð: karlmenn stunda öll útistörf, slátt, sjúferðir, hirðing á heyum, torfristu og húsabyggingu og skóg- arverk; kvenfólk stundar rakstur og rifjun, smalamensku vor og sumar, þrífur á heimilum og býr til allan mat; að veturnóttum sest það að ullarvinnu, AÚnnur fatnað1 upp á heimilisfólkið og til hvílu- voða, þjónar karlmönnum, sem eru við útistörf og vöðuferðir og gæta fjár og nauta. Lítið er unnið af ull til útsölu utan eiiispinnules; karl- mönnum er þá ætlað á vökum að kemba ull og vefa. Iþóttir eru engar iðkaðar utan skot með byssum og skutlun með rá er iðkuð hjá ungum drengjum. Af hljóðfærum vita menn lítið hjer að segja, og nótnasöng ekki heldur; er það máske fáeinir, sem bera við sóng á langspil. Á vetrum eru lesn- ar sögur stundum og rímur bera menn við að kveða. Ekki má kalla. að margir sje skrifandi, en þó eru fleiri sem geta klórað seðil ef þeim liggur á, sem þeir hafa af dálítilli sjalfsiðkun; kvenfolk getur það líka. Aldur og kyn þeirra, sem ei eru skrifandi, get jeg ekki úr leyst, því fólkið er langt fleira, sem ekki ber við að draga til stafs, á öllum aldri, bæði karl og kona. Siðferðið titvortis er ekki vont yfir höfuð að tala meðal fólksins, þö engan veg- ánn sje hrósunarvert hjá öllurn, ó- breinlyndi, kuldi við aðra, siðprýði í orðfæri og viðmóti, þetta væri ósk andi að lagfærðist til hins betra. Jeg er því heldur ekki neitandi að siðgæði útvortis hafi yfir höfuð tekið heldur lagfæringu til stiltari umgengni eður greiðasemi o. s. frv. Um trúrækni veit jeg ei hvað segja skal. Fólkið yfir höfuð er trúrækið, það stundar kristilega útvortis siðu, guðsorðalestur og heyrn, meðtekur sakramenti, en^ hvort þetta skeður af sannri trúrækni, eftir þekking og sannfæringu, eður af fastheldni, sem þjóðinni má vera eiginleg, og þá líka af fólksins stundarlausa lífi, sem heyrir fátt um það er trúnni eiginlega hnekkir, má eftirlátast öðrum að dæma, en ekki held jeg trúrækni fari fram eður þekking trú arbragðanna, þó mætti þekkingin á sumum sannindum orðin auðsegj- ánlegri. Læknar eru hjer ekki neinir utan, idistriktisinns Chirurgus til hvers leitað er uip hjálp í mest áliggjandi nauðsynjum. Engar eru h.jer heldur yfirsetukonur yfirheyrðar; mörgum laghentum kvendum tekst betur oft í því en kunnátta er til. Ríkjandi sjúkdómar eru hjer ei að jeg kttnni að segja, þó mætti það helst vera gigt sem margan þvingar í mjöðm- úm, baki o. s* frv., en hvorki gin- klirfi nje holdsveiki, þó kemur holds veiki h.jer fyrir á stöku mannes'kju. Ekki kann maður að segja að innl. meðul sje hjer fyrir alvöru brúkuð eða þekt almenningi, einkum tilb. af grösum, en ekki má því heldur neita, að mörg *tilraun, svo sem stól- þípusetning, vatnsböð, dreifarblóð, spánsflugu, eður í hennar stað sól- eyjarbrúkun, lina þó oft þjáningar rnanna heldur en á fyrri tíðum þá engin tilraun var gerð. Sjúkdóma á fjenaði getur enginn læknað, þelst er það vankur svokallað, sent

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.