Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 18
ooo LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞEGAR jökulþakið yfir dalnum fell niður, myndaðist stórkcstleg gjá í jök- ulinn. Jökulbrotin á miðri myndinni eru um 15 metrar á þykt. Snjór hefir fall- ið þarna yfir eftir að hrunið var. jaka fram á sandinn, alt fram á móts við Skaftafellsbæi. — NOKKUR VAFI hefir þótt leika á því áður, hvort hin miklu Skeiðarár- hlaup kæmu úr Grímsvötnum í Vatna jökli, eður eigi. En nú var gengið al- gjörlega úr skugga um þetta og sann- aðist að hlaupið var komið alla leið norðan 4r Grímsvötnum. Var flogið þrisvar sinnum yfir vötnin og tekn- ar af þeim myndir, sem sanna þetta, og hægt er að gera mælingar eftir. En auk þess fór Jóhannes Áskelsson við fjórða mann inn yfir jökulinn og í Grímsvötn og athugaði staðinn ná- kvæmlega. Fyrst var flogið inn yfir jökulinn og Grímsvötn hinn 22. september, eða áður en hlaupið náði hámarki sínu. Sást þá, að botn Grímsvatnadalsins var ekki tekinn að síga, en komnar sprungur í jökulinn alt um kring meðfram hlíðunum. í öðru sinni var flogið yfir Gríms- vötn 26. sept. Þá sást, að dalbotninn hafði sigið alt að 100 metra. Þá var hlaupið í rjenun. I þriðja sinn var flogið yfir Gríms- vötn miðvikudaginn 4. október. Þá sást, að dalbotninn hafði lítið eða ekkert sigið síðan 26. september, en állmikið hafði raskast um sprung- urnar meðfram hlíðum dalsins. Leiðangur Jóhannesar Áskelssonar leiddi hið sama í ljós, en auk þess fekst þá nákvæm vitneskja um það, hvernig umhorfs var í dalnum og þær byltingar, sem þar höfðu átt sjer stað. Af öllu þessu er nú ljóst, að þetta jökulhlaup hefir átt upptök sín í Grímsvötnum, og sennilega öll önn- ur Skeiðarárhlaup. Meðal annars sást í jöklinum greinilega fyrir und- irgöngum þeim, sem vatnið fer um úr dalnum niður undir Skeiðarár- jökul. Þá sáust og enn fremur ein- kennilegir sigkatlar í jökulinn þar um kring, alt að 80 metra djúpir, og virðast þeir stafa af því, að jökull- inn hafi bráðnað stórkostlega að neðan á þessum stöðum. Enginn eldur kom upp samfara þessu hlaupi. Naumast verður þó dregið í efa, að það stafi frá stórkost- legum jarðhita. Hitt verður enn um sinn að liggja milli hluta, hvort sá jarðhiti á að teljast til brennisteins- hvera eða jarðelda. Vatnsmagn það, sem kom fram fram undan jöklinum í hlaupinu, telst okkur til að hafi numið 3—3 Vi ten- ingskílómetrum eða sem samsvarar 18.000 fermetrum á sekúndu. Til samanburðar má geta þess, að áætl- að vatnsmagn Skeiðarárhlaupsins 1934, sem stóð í sambandi við eld- gos, var áætlað 10—12 teningskíló- metrar. Og hlaupið 1938 var vafa- laust enn þá stærra. Sjest á þessu að hlaupið í haust hefir verið lítið á móts við þau hlaup.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.