Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 639 „En þegar jeg er ekki hjá þjer?“ „Þá er jeg með Katrínu og þá langar mig heldur ekki heim!“ „Gæturðu hugsað jijer að ílend- ast hjer í Eyjum?“ „Nei!“ svaraði hann ertnislega. „Þegar jeg er búinn að fá mjer konu, ])á fer jeg með hana heim undir Eyjafjöll; því hvergi er eins fallegt og ]>ar!“ Guðrún varð hugsi. Hún minnt- ist þess að Katrín var líka ættuð undan Eyjafjöllum og hafði verið þar til tíu ára aldurs. Hún myndi fús að fylgja Ormari þangað. En lenginn, sem fæddur var í Eyjum, gat unað lífi sínu annarsstaðar. Hún andvarpaði þungan. Því henni var ])egar ljóst að hún myndi áldrei geta elskað nokkurn annan mann en Ormar frænda sinn. Svo hafði Jþað jafnan verið með konur af Hagaætt: Einum gáfu þær hjarta sitt og fengju þær hann ekki, þá var lifshamingja þeirra þrotin. Þannig bar það til, að Guðrún í Ilaga, hin stolta og styrka mær, varð draumhneygð og þunglyhd er hallaði að liausti. Ástin gerði hana veiklynda. — Aftur á móti varð Katrín æ hroshýrari og bjartari á svip. Hún i’ar eins og sólargeisli, sagði fólkið. — Það unni þeim háð- um að fá ókunna piltinn; en aðeins önnur þeirra gat fengið hann og guð hjálpi þeirri sem missir, sagði það. — Ormar var allra eftirlæti og menn óskuðu þess að hann stað- festi ráð sitt í Eyjum. En sá á kvöl- ina sem á völina og honum virtist ganga erfiðlega að taka ákvörðun. Þá frjettist það alt í einu að Guð- búp hefði orðið fyrir valinu. Heim- ilisfólkið varð þess fyrst vart og gladdist yfir því. Ilúsmóðirin unga þafði verið eitthvað svo utan við sig og sorgbitin undanfarið, en nú Ijek hún við hvern sinn fingur. Það unni henni gleðinnar og hugði gott til að Ormar yrði húsbóndi á Ilaga. — En það kendi líka sárt í hrjósti pm Katrínu litlu. fallega, góða barnið; þetta myndi verða henni hörð reynsla. , Já, það v^rð henni hörð reynsla. Brosið visnaði á vörum hennar og hún varð döpur og niðurlút. Það var eins og þegar Ijós er dregið niður í lampa og aðeins týrir eftir á skarinu, sagði fólkið. En einmitt um þetta leyti bauð prestkona ein undir Eyjafjöllum henni til sín, í því skyni að hún kendi dóttur hennar hannyrðir. —> Boðinu var tekið með þökkum af fósturföður hennar; sjálfri virtist henni á sarna standa. Henni virtist vera sama um alt. öllUm á heimilinu fanst það dap- urlegur dagur er hi'm bjóst af stað. Það var sem hún gengi í svefni og sæi engan mann, ekki einu sinni Ormar. En þegar hún kvaddi Guð- ríinu grjetu þær báðar, eins og þetta væri hinsta kveðja þeirra. Hún fór laust eftir hádegi. Það var óskabyr til lands. — En allur suðurhimininn var rauður sem blóð og yfir jöklunum grúfðu svartir skýjaklakkar. Um kvöldið gekk Ormar einn upp í hlíðina og sat þar langt fram á nótt. Hann horfði inn til lands, þar sem hár og hvítúr Eyjafjalla- skallinn ljómaði í tunglskininu. Um hvað var hann að hugsa? —• Ef til vill frjettirnar uggvænlegu, sem enn höfðu borist af strand- böggum tyrkneskra sjóræning.ja á Yesturlandinu Eða meyna björtu og fögru, sem unni honum, en var horfin á braut? — Ilann sagði það engum. En dagana næstu á eftir var honum bersýnilega brugðið. — Iþótt hann reymdi að láta ■ eins og ekkert væri, var öllum það ljóst. Oft hætti hann vinnu sinni og virt- ist gleyma stað og stund. Þá stóð hann og horfði til lands eins og í leiðslu . Eina manneskjan, sem ekki fann neina breytingu á háttum hans var Guðrún. Hún var svo hamingjusöm að hún gáði einskis annars. Að vísu böfðu þau ekkert um það rætt, en hún hjelt eins og aðrir, að hann hefði valið. Upp á síðkastið hafði nann verið eingöngu með henni, eu sneitt hjá Katrínu. Og kossa hans fjekk hún, Guðrún, nú ein. ITún kendi sárt í brjósti um fóstursystur sína og blygðaðist sín fyrir að geta ekki tekið meiri þátt í harmi henn- ar. En h.jarta hennar var svo fult af hamingju, að henni var um megn að leyna því. Ilún ljómaði af gleði. Morgun einn voru þau bæði snemma á fótum og hittust úti á túni. Það var um sólaruppkomu. (Hún nam staðar og brosti við hon- um. Þau horfðust í augu. Ilenni fannst að nú yrði hann að segja orðin sem bundu örlög þeirra sam- an að eilífu. Einmitt þarna í ]>ögn- inni undir bláum hausthimninum, vildi hún verða brúður hans. Líf iþeirra átti að byrja eins og hinn nýfæddi morgunn. En hann var þögull og alvarlegur, augu hans döpur og gleðisnauð. — Hann var náfölur í framan og þeg- ar hann leit af henni tók hann að horfa í áttina til lands. „Ormar!“ sagði hún óttaslegin. „Ormar!“ „Já,“ ansaði hann í lágum hl.jóð- Um. Ilann hjelt áfram að stara í sömu átt. Alt í einu var sem ískuldi færi tim hana alla. Roðinn hvarf af vöng um hennar og hún laut höfði. Þau Stóðu þarna tvö í túni, en það var kalt haust í kringum þau, eyði og tóm. Hún sá fyrir sjer líf sitt, eins og það hlaut að verða: óendanlega löng og döpur ár, og hún vissi, að aldrei framar gæti hún orðið glöð. Sama dag skeði atburðurinn hræðilegi, sem enn er talað um með hryllingi í Eyjum. Svört skip komu siglandi inn í vörina og hópur ófrýnilegra, öskr- andi ræningja stökk á land!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.