Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 633 ikveðnar niður. Útfrá þessari stað- j-eynd, verður það að skiljast, seni gert er og gert verður af minni kynslóð. Iíenni er í blóðið borin skilningur Picassos, Miros, Kan- diuskys og Klee, svo nokkrir sjeu nefndir hinna mestu, sem skapað þafa hin nýju viðhorf. Með reynslu þeirra leggjum við af stað. Þó jeg kíeri mig lítið um spádóma um það, hvernig listin verði í framtíðinni, ])á er jeg sannfærður um, að það sem var áður en þessir menn komu fram, tilheyrir eingöngu fortíðinni og kemur aldrei aftur. List framtíð arinnar byggist á starfi ])eirra.. Allt sem skapast í listum, ef það ér einlægt, verður til fvrir áhrif, áhrif frá náttúrunni, lífiim, um- hverfinu og ])á líka fyrir áhrif frá Jistavorkum, er verða á vegi manns og snerta mann. Að vilja ekki kann ast við áhrif frá öðrum listamönn- um eða loka sig úti frá miklum andans mönnum í listinni, eða hverju því, sem býr yfir sannleiks Jeit, er hugleysi og sjálfsblekking. IMenn nleð ,,pósitívan“ ])ersónuleik ])ola og vei’ða að brjótast gegnum viðhorf og reynslu margra annara til viðbótar og einbeitingar á sínu eigin efni. „Impressionistamir“ og Picasso. Menn hafa oft verið að fimbul- famba um það, að nýtísku listin Siafði orðið til 1 umróti heimsstyrj aldarinnar fyrri. En slíkt er full- kominn misskilningur. Styrjöldin hafði ekki áhrif á framþróun mynd listarinnar. Nútímalistin á rætur sínar að rekja til ára, sem löngu voru liðin, áður en styrjöld sú braust út. • Impressionistarnir á síðari hluta, |19. aldar, vöknuðir til meðvitundar um það, að þeir voru að gefa ljer- eftinu líf, sem þeir voru að mála á. Næstu kynslóðir á undan „Tmpress- jonistunum“ höfðu haft það eitt í huga, að mála mynd af einhverju sjerstöku á ljereft og pappír. En munurinn á Cesanné og sam- tíðarmönnum hans, m. a. Van Gogh t. d. og svo Picasso hinsveg- ar er ])að, að eldri mennirnir spurðu alltaf náttúruna ráða, við hvert verk sitt. En Picasso óg samtíðar- menn hans, leggja áherslu á, að 'þeir sjeu sjálfir hluti af hinni lif- andi náttúru og það, sem þeir láta frá s.jer fara í verlíum sínuin, sje sá hluti af náttúrunni, sem endur- speglast í þeim. Þetta er kannske ófullnægjandi, að orði komist hjá |mjer, en jeg á stundum erfitt með að finna orð yfir það, sem jeg hef á tilfinningunni. Báðir láta þeir hrífast af náttúr- unni, umhverfinu, dauðu eða lif- andi, sem þeir hafa fyrir augun- um. Og, eins og Picasso eitt sinn komst að orði: „Af því að náttúr- an er sterkari en sá sterkasti mað- ur, verða menn alltaf að koma sjer vel við hana“. Náttúrutilfinning listamannsins, segir honum alltaf til um það, hvort myndin er nokkurs virði eða ekki. Ef mynd, sem jeg mála, svar- '.. ».i, , , ar ekki til náttúrutilfinnipgæf’ minn ar, þá finnst mjer hún vera and- styggileg. Þá mála jeg yfir hana. íslendingar aldrei nema íslenskir. Sumir menn leggja mikið upp úrj. þjóðlegum einkenniun málara og telja að hafa þurfi hin mismunandi þjóðerni fyrir augum í dómum sín- um um listaverk. Mjer finnst eng- um orðum eða hugsunum þurfi í það að eyða. Því sje maður. ís- lendingur, þá verður maður aldrei annað, og málar sem slíkur. Þegar það á annað l)orð er einhvers virði, sem íslenskur listamaður gerir, þá ber verk hans í sjer hin íslensku einkenni, hyort sém hann hefir þjóðleg sjónarmið fyrir augum eð- ur eigi. Ýmsir málarar hafa þá trú að þeir komist nær því, sem þeir eru að mála, með því að horfa sífellt á „mótívið". En ef peir hafa ekki svo fullkomna tilfinningu fyrir ;,motivinu“, að þeir beri það í sjer sjálfum, þá ná þeir aldrei sannri jmynd af því, vegna þess, að hin Frh. á bls. 637. l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.