Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 623 kvöld — en þó eigi skafheiðríku — þegar jeg horfi svo á himininn og skýin, sem læðast eitt og eitt um bládjúpið endalausa, þó get jeg eigi annað en orðið hrifinn, þá getur 'hjarta mitt glúpnað, því að þá sje jeg (eða mjer sýnist) að lífið er und urfagiírt. Þarna horfi jeg á mál- Verk það, er tekur fram öllu því er pensillinn sýnir, og allt af hreyfist toályerkið, nýar og nýar myndir ber fyrir augu mjer, alt til ]>ess að andi minn geti breyst og orðið hærri og betri. En hvað er þó alt þetta á móts við myndir þæi*, er ber fyrir augu mjer í ríki andanna! Hvað er þetta á móts við hrygð og gleði, hlátur og grátur, því að andinn er efninu meiri. — Leiðin til sælu er að þekkja sinn eigin vanmátt. / Reykjavík, 1. des. 1808. Jeg skal segja þjer eitt: Jeg het' jnikið verið að hugsa uni það nú langan tíma hvernig geti á því stað ið að stundum virðist eins og dýr- in. t. d. kettirnir, sje miklu sælli en mennirnir, og þykist nú vera bú- inn að finna ástæðuna. Kettirnir hafa aðeins örfáar nautnir, en ]>ess- um nautnum geta þeir oft og einatt fullnægt. Maðurinn þar á móti hef- ir margar, það er að segja, hann hefir löngitn til þess að sjá, heyra og skynja margt, sem honum gei'st eigi kostur á. En fagnið og veriö' glaðir, þið menn, sem þegar hafið fengið augun opin fyrir mörgum fögrum nautnum, þið, sem boenuið af löngun til þess að gagnskoða náttúrunnar dýrð og rannsaka leyndardóma lífsins. Verið vissir um að liinum megin, einhvern tíma síðar, mun náttúran hafa gætt ykk- ur skilningarvitum þeim, er þið get ið greint þetta með, er mest liggur ykkur nú á hjarta og þó að þá komi nýar hvatir þá munuð þið þó altaf verða sælli og sælli eftir því sem þið getið orðið varir við um- heiminn í fleiri myndum. En kett- irnir eða hugsanalausir menn munu eigi fá ný skilningarvit fyrstu hríð- ina, því. að fyrsta skilyrðið íyrir .því að geta fengið fullkomnun, er að æskja hennar. Það hefir reynd- ar ávalt óróa í för með sjer, en sá órói er það meðal, er leiðir andann að fullkominni sælu .... Þess vegna segi jeg, fagnið og verið glað ir, þið, sem sjáið hversu mikið ykk ur vantar. Það er vegurinn til þess að ])jer öðlist meiri sælu en þá, sem þegar er fengin. Vináttubönd ná heimsendanna á milli. Reykjavík, o. jan. 18!)!). Engan furðar þótt eikin háa af elli l)uguð til jarðar htiigi, og þótt höfuðið hærugráa hljótt og |)ögult að moldu sigi. Hitt er meira, er á vordag vænum * veslings smáblóm í frosti kala, ]>egar nepjan frá svala sænum svæfir gróðann a votum bala. Já, vinur minn, það er eðlilegt þótt maðurinn deyi á gamals aldri, en hitt er þungskildara .... Engu tið síður er víst, að vinirnir hafa áhrif á malin og þau mikil, jafn- vel eftir dauðann, því rjett eins og stjarna sendir stjörnu geisla, þótt. inikið djúp sje á milli þeirra, þann- ig eru fornar minningar líkt eins og geislar, er líða milli vinanna, og jeins og hver st.jarna dregur aðra að s.jer, þannig di'aga vinirnir ósjálf- rátt hver anuan að sjer jafnvel ]>ótt, jnikili fjarlægö eða gröfin sjált' skilji. Þetta er sigur lífsins, áhrit' nóttúrunnar. Því hvað væri lífið án ljúfra vina. einungis tómleikur, auðn og kvíði. „Seinustu blómin fr j%, landinu i ljúfa“. lvaupmannahöfn, 5. sept. 189'J. --------Þegar jeg ljet frá landi á Djúpavogi var mjer undarlega heitt um hjartaræturnar. Gufuvjel- in stundi hægt og reglulega af erf- iðinu, öldurnar gjálfruðu magn- þrota á skipshliðinni. Það var næst um rjómalogn og blessuð blíða sól- in sendi hlýja geisla á heitar kinn- ar mínar. Jeg helt á dálitlum blóm- vendi í hendinni. Það voru blóm, seni jeg hafði tínt á Djúpavogi, sein ustu blómin frá landinu Ijúfa.------- „Fjarlægðin gerir fjöllin blá“. Kaupmannahöfri, 15. febr. 1900. -----Nú skil jeg til fulls það sem þú sagðir svo oft: „Fjarlægðin fegrar“, og þegar þú sagðir að aldrei hefði þjer þótt jafn vænt um „gamla landið“ eius o'g þegar þú varst fjærst ströndum ])ess. Jeg veit svo ósköp vel, að : Það er ekki til rieins að óska sjer öflugra vængja, en þó geri jeg það sjálfur. Oftast í vökunni er hugur minn hálfur heima, þá finst mjer jeg vera sem ál fur, sitja við haíið og hlusta á þess gjálfur. og horí'a’ á það dansa við fætur mjer. Já, vinur minn, oft dreymir mig heim, bæði í vöku og svefni, og stundum dreymir mig ekki sem best, alt er í eyði eftir eld og brand. — Vináttan vekur menn til lífs. Kaupmannahöfn, 7, apríl 1900. — Já, vináttan, vinur minn, ]>að er það besta. Hvaða sönn farsæld væri í því fólgin að drotna yfir köldum skríl, er enga hugsun griþi, skildi enga tilfinningu; hvaða yndi að vera auðugur og frægur, ef enginn væri til þess að taka þátt í gleðinni, enginn til þess að gera glaðan^ með sjer. Lítil huggun væri það að finna fagrar lausnir á lífs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.