Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Síða 4
290
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Stjórnarskrárnefnd
fViður er kominn á í heiminum þarf
að hafa löggæzlu á helztu flugvöllum
landsins með svipuðum hætti og nú
er haldið uppi landhelgisgæzlu á haf-
ihu umhverfis landið. Slik gæzla ís-
tendinga sjálfra á landi sinu á ekkert
Skylt við almenna hervæðingu lands-
tnanna eða herskyldu, heldur verður
fmin framkvæmd á stefnu Jóns for-
seta Sigurðssoaai', er hann markaði
fyrir meira en hundrað árum, og er
í fullu samræmi við allar gerðir ís-
lenzkra stjórnarvalda í varnamálun-
um, sem miðað hafa að því að efla
friðinn og tryggja sjálfstæði fslands.
Landhelgismál
Landsfundurinn lýsir eindregnum
stuðningi sínum við stefnu ríkisstjórn-
arinnar í landhelgismálinu og vottar
atvinnumálaráðherra og utanríkisráð-
herra sérstakar þakkir fyrir það,
hversu afdráttarlaust þeir hafa hald-
ið á rétti íslendinga í þessu mikla
hagsmunamáli þjóðarinnar.
Fundurinn telur augljóst, að eigi
verði kvikað í nokkru frá þeirri stefnu,
er mörkuð hefur verið og leggur á-
herzlu á nauðsyn þess, að íslendingum
verði tryggður sem víðtækastur réttur
til fiskveiða á landgrunninu umhverf-
is ísland.
Fundurinn leggur áherzlu á það, að
jafnan sé haldið uppi sem traustastri
landhelgisgæzlu, þannig að hin nýja
friðun fiskimiðanna komi að því gagni,
sem til er ætlazt. Lýsir fundurinn á-
nægju sinni yfir þeirri ráðstöfun
dómsmálaráðherra að gera landhelgis-
gæzluna sjálfstæða og fá sérfróðum
manni yfirstjórn hennar, eins og sam-
þykkt hefir verið á fyrri landsfund-
um og samtök sjómanna, útvegsmanna
og slysavarnafélaganna lögðu á-
herzlu á.
Fundurinn fagnar því að hafin skuli
vera undirbúningur að byggingu
björgunar- og varðskips fyrir Norð-
urland og væntir þess, að fram-
kvæmdum í þessu nauðsynjamáli verði
hraðað svo sem föng eru á.
Stjómarskrár-
málið
Landsfundurinn fagnar því, að full-
trúar Sjálfstæðisflokksins skyldu
verða fyrstir til þess að leggja fram
ákveðnar tillögur í stjórnarskrárnefnd-
inni og lýsir fylgi sínu við þær.
Fundurinn telur tvær leiðir koma
til greina við setningu nýrrar stjórn-
arskrár: Annaöhvort samþykkt tveggja
þinga með þingrofi í milli eins og nú-
gildandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir,
eða að málið sé falið sérstökum þjóð-
fundi til afgreiðslu, og ákvarðanir hans
síðan bornar undir þjóðaratkvæði til
samþykktar eða synjunar.
Varðandi einstök atriði stjórnar-
skrármálsins vill fundurinn taka fram:
Fundurinn vill viðhalda þingræðis-
skipulaginu, en telur nauðsynlegt að
Alþingi fái aukið aðhald um að hraða
stjórnarmyndunum.
Fundurinn álítur endurbætur nauð-
synlegar á núverandi kjördæmaskipun
og telur þá einkum koma til greina
einmenningskjördæmi um land allt eða
nokkur stór kjördæmi með hlutfalls-
kosningum.
Fundurinn telur samstjórnir flokka
um langan tíma mjög varhugaverðar
fyrir heilbrigða og lýðræðislega stjórn-
arhætti, og sé því mikilvægt, að
stjórnarskráin stuðli að meiri hluta
stjórn eins flokks.
Fundurinn leggur áherzlu á, að
tryggð séu sem bezt almenn mannrétt-
indi borgaranna, en þau eru undirstaða
lýðræðisskipulags.
Fundurinn telur nauðsynlegt, að í
stjórnarskránni sé Alþingi og ríkis-
stjórn veitt aðhald um gsetilega af-
greiðslu fjárlaga og meðferð opinbers
fjár.
Fundurinn telur nauðsynlegt, að
héruðin fái aukna sjálfstjórn í ýmsum
sérmálum sínum og komið verði í