Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
291
Landbúnaðarnefnd
vrg fyrir of mikla sameiningu stjorn-
valdsins á einn stað.
Landsfundurinn telur rétt, i því
skyni að efla lýðiæðið og auka beina
þátttöku ahnennings i löggjafarstarf-
inu, að athugaðir verði möguleikar á
þvi að setja í stjórnarskrána ákvæði
um þjóðaratkvæðagreiðslur um ýmis
tnikilsverð mál, ýmist bindandi eða til
leiðbeiningar löggjafanum, eftir þvi
sem nánara yrði ákveðið í sérstökum
lögum.
Landbúnaðar-
mál
Landxfundurinn telur það höfuðskil-
yrði fyrir menningu og efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar, að gæði lands-
ins séu nýtt sem bezt. Það verður því
aðeins gert, að fleira fólk en nú, starfi
að framleiðslu i sveitum landsins. Land-
búnaðinn ber þvi að efla svo að fram-
leiðsla hans fuilnægi innanlandsmark-
aði og verði auk þess veigamikiil þáttur
i útflutningi þjóðarinnar.
Fundurinn vísar til og ítrekar sam-
þykktir siðasta landsfundar um marg-
visiega fyrirgreiðslu við landbúnaðinn.
Lýsir hann ánægju sinni yfir því, sem
áunnist hefir síðan með forgöngu
stjórnar og þings um iánsfé til Bvgg-
ingarsjóðs og Ræktunarsjóðs og sam-
þykkt á tillögu Péturs Ottesen um að
minnsta kosti heUningi mótvirðissjóðs
verði varið ti'l framkvæmda í þagu
landbúnaðarins.
Einnig lýsir fundurinn ánægju sinni
yfir þvi hve langt er kornið byggingu
áburðarverksmiðjunnar og væntir þess,
að því fyrirtæki verið stjórnað þannig
að mikilsverðir hagsmunir landbúnað-
arins verði þar með tryggðir.
Sérstaka áherzlu leggur fundurinn á
þessi framtíðarmál:
Ti 1 raunastarf se mi.
Að efla rannsóknir, tilraunir, fræðslu
og leiðbeiningastarfsemi, er tryggi
aukna og bætta ræktun lands og búfjár
og notkun fullkominnar tækni og starfs
hátta við framleiðsluna, allt með það
fyrir augum, að hægt verði að halda
framleiðslukostnaðinum í skefjum,
stækka búin, fjölga þeim og veita fleira
fólki aðgengilega aðstöðu við sveita-
búskap, til jafns við önnur framleiðsiu-
störf. •
Fjármál
Að nægilegt lánsfé verði framvegis
tryggt til að fullnægja ákvræðum laga
frá 29. apríl 1946 um landnám, ný-
byggðir og endurbyggingar í sveitum
og laga frá 5. júní 1947 um Ræktunar-
sjóð íslands.
Að næsta Alþingi afgreiði frumvarp
Jons Pálmasonar og Jóns Sigurðssonar
um Stofnlánadeild landbúnaðarins og
tryggi einnig að Veðdeild Búnaðar-
bankans geti fullnægt sínum tilgangi
með lánum til jarðakaupa o. fl.
Verðlagning.
Að verðlag landbúnaðaralurða verði
ákveðið af Framleiðsluráði landbúnað-
arins, og gerðardómsákvæðið fellt nið-
ur, nema því aðeins að aðrar stéttir
þjóðfélagsins sætti sig við hliðstæðar
hömlur af hálfu löggjafarváldsins."
Afurðasala.
Að unnið verði að því að draga úr
þeim sölu- og dreifingarkostnaði' 'áém
nú er á landbúnaðarafurðum og tryggja
það, að framleiðendur fár útbórgað
meira af verði afurðanna en nú er úm
leið og þær eru lagðar inn til sölfí.
Einnig verði unnið að því, að fóðúr-
bætir og fleiri nauðsynjar framléiðsl-
unnar séu seldar með hóflegri álágn-
ingu en verið hefur um skeið. ” 'w
Að leitað sé hagstæðra markaða 'ér-
lendis fyrir þær landbúnaðarafurðir
sem ætla má, að iramleiddar verði
unrfram það sem selst á innlendum
markaði.
Raforka í sveitirnar.
Að markvíst sé unnið að því 'eftir
itrustu getu, að sveitirnar fái aðgáng
að raforku á sama hátt og kaupstaðir
og kauptún.
Búfjársjukdómar.
Að haldið verði áfrarp rannsoknum
á búfjársjúkdómum og heílbrigðisliatt-
um búfjárins. Verði sem tryggijegasl
unnið að útrýmingu þeirra sjúkdpma
sem eru i landinu, og vörnurh gégp því
að nýir búfjársjúkdómar 'bérísjt 'til
landsins.