Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 301 jafnvægi geti l>akliz.t í ofnaiiagsstarf- íeini landsins, sein er undirrttða frjálsrar verzlunar og eðlilegrar sam- keppni. Skattantá* Landsfundurinn lítur svo á. að ’niðn beri skatthsimtu ríkis og svoitarfélaga við það. aö ekki sé hindruð stofnuA og starfscmi nytsamra atvinnufyrirtsekja eða dregið úr sjáifsbjargnrviðieitni ein- staklinganna með óhseíiiegum skatta- álögum. Fundurinn telur skattalöggjöf eiga að stuðla að eðlilegri og heilbrigðiá efnahagsþróun, en núgildandi skatta- löggjöf hafi í meginatriðum gagnstæ'ð áhrjf. Hin óhæfilega skattlagning og margvíslegt ranglæti í skatta- og út- svarslögum hefur valdið mjög skað- legri afstöðu almennings til þessarar löggjafar. Landsfundurinn harmar það að ekki tókst að ljúka fyrir síðasta þing heild- arendurskoðun skattalaga, sem hafin var að tiliögu Sjálfstæðismanna. Telur fundurinn það hijóta að vera eitt meginskilyrði Sjálfstæðisflokksins fyr- ir samvinnu við aðra flokka, að sam- komulag náist um viðunandi lausn þessa mikilvæga máls. Er það skoðun fundarins, að með engu móti megi lengur skjóta á frest að gera víðtæk- ar breytingar á gildandi skatta- og út- svarslögum, sem m. a. feli i sér eftir- talin grundvallaratriði: 1. Þá meginstefnu, sem felzt í frum- varpi Jóhanns Hafstein og Magnús- ar Jónssonar á síðasta þingi, um lækkun skatta á fjölskyldufólki, skattlagningu hjóna, aukinn per- sónufrádrátt, skattfrelsi á lágtekj- um, skattfríðindi við stofnun heim- ilis og nýjan skattstiga, sem breyt- ist eftir dýrtíðarvísitölu. 2. Að skattar af nytsömum atvinnu- rekstri, hvort heldur hann er á vegum samvinnufélaga, sameignar- félaga, hlutafélaga eða einstaklinga séu miðaðir við það, að starfsemi fyrirtækjanna sé ekki torvelduð af þeim sökum. Samanlagðir skattar til ríkis og sveitarfélaga af tekj- um fyrirtækja fari ekki yfir vissa hlutfallstölu, og sé hlutfallstala skattanna annaðhvort jöfn eða þá mjög lítið stighækkandi og stig- Skattamálanefnd hækkunin bundið við ákveðið tekju hámark. 3. Að framkvæmdaraðiljum skatta- laga verði fækkað til þess að tryggja samræmdari og öruggari framkvæmd laganna. Jafnframt afnumdar yfirskattaneíndir og ríkis- skattanefnd, en í þeirra stað kæmi skattadómstóll. 4. Að tekin verði upp innheimta skatta og útsvara af tekjum jafnóðum og þær myndast, eftir því sem fram- kvæmanlegt er. 5. Að útsvarsstigar á tekjum og eign- um verði bundnari en nú er. Einnig' verði ákveðið hámark fyr- ir álagningu veltu-útsvars og það jafnframt gert frádráttarbært, sem rekstrargjald við skatt- og útsvars- álagningu. Þá lýsir fundurinn eindregnum stuðninigi við þá stefnu, að sparifé sé gert skattfrjálst, svo sem Jón Pálmason hefir beitt sér fyrir á Alþingi. Þessar tillögur eru byggðar á þeirri forsendu, að tekju- og eignaskattur og útsvör verði áfram sjálfstæðir tekju- Stofnar fyrir riki og sveitarfélög. Fund- urinn telur hins vegar sjálfsagt, að milliþinganefndin í skattamálum at- hugi, hvort heppilegt sé að sameina alla þessa skatta að einhverju eða öllu leyti. Jafnframt telur fundurinn rétt, að milliþinganefndinni verði fal- ið að rannsaka, hver áhrif það myndi hafa, ef farin væri sú leið í skattamál- um, sem Gísli Jónsson hefir bent á, en það er að afnema alveg tekjuskatt og eignarskatt. Landsfundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að Sjálfstæðisflokkurinn í bæjarstjórn Reykjavíkur hefur riðið á vaðið og lækkað útsvarsstigann þannig, að persónufrádrátturinn er hækkaður um 50% og tekjur allt að 15 þús. kr. útsvarefrjálsar í stað 7 þús. kr. áður. Tollamál Landsfundurinn ítrekar ályktun síð- asta landsfundar, að tollaálögum sé jafnan stillt svo í hóf, að þær of- þyngi ekki atvinnulífi landsmanna og greiðslugetu almennings. . Fundurinn vekur athygli á því, að tollalöggjöf hefur mjög mikil áhrif á þróun iðnaðarins í landinu og með hliðsjón af því leggur fundurinn á- herzlu á eftirfarandi atriði: 1. Að vegna þeirra stórstígu fram- fara, sem íslenzkur iðnaður hefur tek- ið á síðari árum, og þeirrar stöðugt vaxandi þýðingar, sem þessi atyinnu- vegur hefur fyrir afkomu þjóðarinn- ar, sé nú orðin óhjákvæmileg nauð- syn, að endurskoða tollalöggjöf lands- ins og breyta henni í það horf að tollarnir leggi ekki hömlur á eðlilega þróun iðnaðarins. 2. Landsfundurinn fagnar því að iðnaðarmálaráðherra hefur orðið við þeim tilmælum iðnaðarsamtakanna að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.