Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Síða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1953, Síða 23
^ LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 309 Nöín d árstíðum eftir veðráttu FYH á öldum höíðu n:t:nn b;:nn siö að gefa ársliðum nöfn. eftir því hvern- i£l þær höfðu reynzt um veðráttu. og hafa mörg nöfnin geymzt í heimiidum annálaritara. En þau eru öll á sömu bókina la?i ö, þau lýsa eingöngu harð- indum, enda hafa harðindin orðið niönnum minnisstæðari heldur en ár- gæzkan. Nafngiftir þessar bera með sér kuldagust aftan úr öldum og lýsa því, sem þjóðin átti við að stríða. Ekki eru það þó mestu hörmungaárin, sem fengið hafa sérstök heiti. Þau koma jafnan á eftir harðindunum. Þá hófst mannfellirinn. Líklega er þetta alíslezkur siður, að gefa árstíðum eiginnöfn og kenna þær til tíðarfarsins. Og þar sem slík nöfn eru nú flestum ókunn, eru nokkur þeirra tínd til hér og bætt við frásögn- um, er sýna hver ástæða var til hvers nafns. Frá seinni öldum eru ekki til heimildir um slíkar nafngiftir, nema þá af mjög skornum skammti. „ísavor“ eru að vísu mörg, og „Frostaveturinn mikli'* var fyrir rúmum 70 árum. 976. Óaldarvetur í heiðui. Um hann segir svo í Hauksbók: „Óaldarvet- ur varð mikill á íslandi í lieiðni, í þann tíma er Haraldur konungur gráfeldur feli, en Hákon jarl tók ríki í Noregi. Sá hefur mestur ver- ið á íslandi. Þá átu menn hrafna og melrakka og mörg óáran ill var etin, en samir létu drepa garrial- menn og ómaga og hrinda fyrir hamra. Þá sultu niargir menn til björninn komst að því að þetta var prettur einn, seildist hann út úr búrinu og sló til mannsins með hramminum svo að klærnar höíðu nær svift öllu höfuðleðrinu af honum. Þess eru líka dæmi að birnir hafa tryllzt svo af reiði ef þeir voru ginntir, að þeir hafa brot- ið búr sín. Skógarbirninum verður aldrei aflfátt. bana, en sumir lögöust út að stela“. 1 Fiateyarannál er þetta nefnt „Óöid hin fyrri" og þar segir að um sötnu munriir „var svo mikill sult.ur í Noregi, að konungar fengu varla fætt lið sitt. Þá fekk fjörð- urinn það nafn, er konungar sátu oítast, að hann hét Harðangur". J056. Oöld í kristni. Hauksbók segír: „Áttatíu vetrum síðar var annað óáran, var manndauði sem mestur á íslandi af sulti; þá var allt það etið, sem tönn festi á; þá var svo snæmikið hvarvetna, að menn gengu flestir til Alþingis". Flatey- arannáll kallar þetta ár „Óöld í kristni". Snorri Sturluson segir að þá hafi Haraldur konungur Sig- urðarson sent út-' til íslands fjóra knörra hlaðna með mjöl, sinn í hvern fjórðung, en látið flytja burt fátæka menn sem flesta. 1078. Vetur hinn mikli. í annálum er hann og ýmist nefndur Snævet- ur eða Snævetur hinn mikli. 1105. Sandfallsvetur. Þá gaus Hekla, í fyrsta sinn eftir landnám, að tal- ið er. 1118. Roðavetur eða Undra-ár, segir í Flateyarannál. Upp úr því hófst manndauði á næstu árum. 1153. Sóttarvetur. Árið áður var eld- ur uppi í Trölladyngjum, „húsrið og’ manndauði“. 1186. Fellivetur og vorið „Hið illa vor“. 1187. Nautadauðavetur. 1226. Sandvetur. Þá var eldur uppi úti fyrir Reykjanesi. 1227 segir Sturlunga að nefndur hafi verið Sandvetur og var fellivetur mikill. Þá dóu fyrir Snorra Sturlu- syni hundrað nauta í Svignaskarði. 1233. Jökulvetur liinn mikli. Voru þá hafísar allt sumarið. 1291. Eymuni hinn mikli. Þá var sótt mannskæð, hvergi sá jörð að sumri og hafísar fyrir norðan land allt sumar, nær 15 alna þykkir. 1313. Hrossafailsvetur. Hallæri og fjárfellir um allt land; frostavetur að varla heíur slíkur verið, því að fraus fætur undan nautum og hest- um, þó fullfeitir væri að holdum. 1320. ísavor. 1330. Fellivctur hinn inikli. Gerði stórhríð um land allt i fardögurn. Þá „fell peningur unnvörpum, það er í hrúgum, eins og hrannir liggja með fjöru.“ 1375. Ilvalavetur. „Vetur svo harður og vor, að engi munrii slíkt, gras- vöxtur enginn, en hafísar fram til 24. ágúst.“ 1381. Sláturshaust. 1406. Snjóvetur hinn mikli. „Varð svo mikill fjárfellir hrossa og sauð- fjár fyrir sunnan land, að trautt mundu menn þvílíkan". 1423. Kynjavetur. „Vetur harður og langur fyrir veðráttusakir, svo all- víða var fellir á hrossum og sauð- fé“. Þá gekk krefðusótt og aðrar kynjasóttir. Þá lánaði Kvæða-Anna Þingeyrarklaustri 6 vættir smjörs. 1525. Áttadagsvetur. Hann var kall- aður svo af því að hann kom á áttadag jóla (1. jan.) og helzt við til sumars. „Peningafellir mikill. Þeir, sem áttu 300 fjár um haustið eða meir, heldu eftir um vorið hið næsta 20 eða 30 sauða“. 1552. Harðivetur, kom á Magnús- messu fyrir jól (13. des.) og linaði ei fyr en á páskadaginn (4. apríl). Fell þá mikill kvikfénaður, einkum íyrir. Skálholtsstóli, svo Vatnmúli í Flóa var seldur undan dómkirkj- unni fyrir lifandi pening. 1601. Lurkur. Aftaka harður vet- ur frá jólum um allt landið, hafis- ar og grasleysi og fyrsti sauðgróð- ur um Jónsmessu. 1602. Púringur (eða Púringsvetur). Var þá mannfall bæði af sóttum og harðæri. Komu þá engir lögréttu- menn til Alþingis að norðan og austan, vegna harðinda. 1625. Svellavetur. Veðráttufar með spilliblotum, dó allt kvikfé manna, serh ekki hafði hey. „Forleikar átu veggi og velli, hræ og hauga, stoð- ir og stokka.“ Hafís kom á góu og lá til Alþingis. 1627. Frostharðindavetur eða Frosti. 1630. Jökulvetur, var sá harður með áfreðum og fellu þá peningar. 1634. Hvítivetur, aftakaharður um allt land, gerði spilliblota og jarð- leysur. „Ekkert fólk komst að sjónum suðaustan fyrir snjóa ó- færðum. ís varð mikill á miðjum vetri og varaði ailt til miðsumars.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.