Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Qupperneq 5
urðsson forseti um þetta, og segir Jiar:
„Hafi þessir tveir bæir (Skarð og
Tjaldastaðir) eyðzt 1390, þá má í fyrsta
áliti þykja kynlegt, að máldagarnir sé
óbreyttir sem áður, og er þá tvennt til:
annaðhvort er ritað í Wilchinsbók orð-
rétt eftir hinum eldri máldögum á þess-
um stöðum, eins og oftar, án þess sýnt
verði greinilega hvað sé frá tíma Wilc-
hins biskups og hvað er eldra; eða að
bæirnir hafi ekki eyðzt að fullu í eld-
gosinu 1390, heldur byggzt aftur
skömmu síðar.... Menn gæti ályktað
af samanburði frásagnar Jóns Egilsson-
ar, Wilchins-máldaga og annálanna, að
í brunanum 1390 hafi eyðzt Tjaldastaðir
og Eystra-Skarð, hafi Tjaldastaðir síðan
aldrei byggzt, en Eystra-Skarð hafi orð-
ið byggt upp aftur. En á árabilinu 1437—
1448 hafi verið annað Heklugos, og þá
hafi eyðzt Eystra-Skarð að fullu og öllu,
en Dagverðarnes um hríð, og hafi þá
orðið byggt aftur síðan“.
í Árbók fornleifafélagsins 1949—50 er
ritgerð eftir Vigfús Guðmundsson um
þetta efni. Heldur hann því þar fram að
Skarð muni ekki hafa tekið af fyr en
um 1440, eða í gosi því er Jón Egilsson
talar um. Það sé óhugsandi að þetta
hafi skeð 1390, vegna þess að til sé yngri
máldagar kirkjunnar, og þeir muni
ekki hafa verið gerðir hafi kirkjan ekld
verið uppi standandi.
Guðmundur Kjartansson jarð-
fræðingur ritaði bók um Heklu (Arb.
Ferðafélagsins 1945) og staldrar hann
þar auðvitað við þá spurningu hvaða
Heklugos hafi grandað Eystra-Skarði,
Telur hann nokkurn veginn víst að það
hafi verið gosið 1389—90, og raunar
alveg víst ef Skarð hafi staðið þar sem
munnmæli herma. Hann minnir á það,
sem stendur í Flateyjarannál, að 1389
hafi tekið að gjósa í skógunum skammt
fyrir ofan Skarð og þar myndast tvö
fjöll og gjá á milli. Síðan segir hann:
„Bæði staðsetning og lýsing fjallanna
tveggja í þessari klausu á vel við
Rauðubjalla, ef trúa skal munnmælun-
um um það hvar Skarð (eystra) hafi
staðið. Bjallarnir eru vissulega „tvö
fjöll með gjá í milli", þó að gjáin skilji
raunar ekki hvort fjallið frá öðru, held-
ur klýfur þau bæði að endilöngu, ásamt
spildunni á milli þeirra.... Þetta kem-
ur vel heim við það, að hraunið úr
Rauðubjöllum hafi runnið þar yfir, sem
menn ætla þessa bæi (Skarð og Tjalda-
staði) hafa verið. Aftur á móti telja
yngri heimildir Skarð og Tjaldastaði
hafa eyðzt í næsta Heklugosi á eftir,
sem var 1436, 1439 eða 1440, og brýtur
það í bág við frásögn eldri annálanna
og staðhætti, því að óhugsandi er, að
bæirnir hafi byggzt upp aftur, eftir að
hraunið úr Rauðubjöllum rann yfir þá
og mikið af landareignunum .... Varla
er að efa, að hraunið hefur runnið og
Rauðubjallar orpist upp í einu og sama
gosi“.
Hraun þetta hefur runnið fram í sí-
breikkandi straumi og þekur að mestu
sundið milli Geldingafella og Háafjalls.
Þar sem það nær lengst til suðvesturs
heitir það Fálssteinshraun, en beygir
þar þvert til norðurs, allt norður að
Selsundslæk. Þar sem þetta hraun fór
yfir, voru bæirnir Eystra-Skarð og
hafa þeir síðan verið huldir margra
metra þykkri hraunhellu.
G. K. segir ennfremur á öðrum stað,
að fjöllin tvö í skógunum skammt fyrir
ofan Skarð, geti vart verið önnur en
Rauðubjallar, enda Ijóst af staðháttum,
að þaðan hefur hraun flætt um þær
slóðir, er bæirnir Skarð eystra og
Tjaldastaðir hafa verið.
Engan vafa tel ég á því að hann hafi
rétt að mæla. Jarðfræðiþekking hans
hefur skorið úr, þar sem annálum ber á
milli. Og Jón Sigurðsson segir í athuga-
semdum þeim, sem áður er getið, að
frásögn séra Jóns Egilssonar um Heklu-
i S3. tölublað 1962 --------------------
gos í tíð Gottsvins biskups, „beri vott
um að hún sé afbreyting sögunnar um
gosið 1390, eftir munnlegum frásögn-
um“. Hann treystir því frásögninni var-
lega, en segir að samkvæmt henni hafi
Skarð hlotið að vera byggt upp aftur
eftir 1390. En nú hefur Guðmundur
Kjartansson kveðið upp þann endanlega
úrskurð, að Skarð eystra hafi aldrei
getað byggzt aftur eftir að Rauðubjallar
gusu og allt fór þarna undir hraun.
E n hvað er þá að segja um mál-
daga kirkjunnar í Eystra-Skarði í
Wilchinsbók, sem talin er rituð 1397?
Þar eru rækilega taldar eignir kirkj-
unnar og gripir, þar á meðal krossarnir.
Og í máldögum Oddakirkju og Breiða-
gamlan og osthleif", en frá Eystra-
SkarSi „gelding gamlan og annan tvæ-
vetran og osthleif“; ennfremur að
Breiðabólstaðarkirkja eigi að fá frá
Tjaldastöðum „gelding gamlan“ og frá
Eystra-Skarði „2 geldinga tvævetra“.
Þetta sýnir, að klerkastéttin var ekki að
flýta sér að því að afskrifa ítök kirkn-
anna.
0 nnur munnmælasaga en sú, er
birtist hér að upphafi, er einnig til um
eyðing byggðarinnar hjá Heklu, og er
hún birt í Sögusafni fsafoldar. Varla
mun hún geta átt við um Eystra-Skarð,
en hún gæti átt við um Tjaldastaði.
Hún er á þessa leið:
— í fyrndinni var fögur sveit, þar
bólsstaðarkirkju í sömu bók, eru líka
taldar kvaðir þær, er þessar kirkjur
eigi í Skarði. Og menn hljóta að spyrja:
Hvernig stendur á því að slíkt skuli tal-
ið fram, ef kirkjan í Eystra-Skarði, bær-
inn og mestur hluti lands hefur farið
undir hraun 7—8 árum áður?
Þar mun það réttast er Jón Sigurðs-
son segir, að máldagi kirkjunnar í
Eystra-Skarði hefur verið skráður í
Wilchinsbók orðréttur eins og hann var
í eldri máldögum, án tillits til þess
hvernig komið var fyrir staðnum. Þetta
virðist nú undarlegt, en þeir, sem halda
því fram, að máldaginn sanni að Skarð
hafi verið endurreist þegar hann var
gerður, virðast ekki hafa komið auga á,
að slíkt væri þó enn undarlegra. Enginn
ber brigður á að Skarð hafi tekið af í
eldgosinu 1389—90 og kirkjan haf-i farið
í þeim „bruna“ ásamt bænum. Ef stað-
ur og kirkja hefði svo verið endurreist
skömmu síðar, hefði orðið að vígja hina
nýju kirkju og þá hefði eflaust verið
skráður máldagi hennar um leið, og
mjög ólíklegt að hann hei'ði orðið sam-
hljóða máldaga Jóns biskups Halldórs-
sonar 1332. Eitthvað mundi hafa farið
forgörðum af gripum kirkjunnar í
„brunanum", og annaðhvort átt að
vanta í hinum nýja máldaga, eða aðrir
gripir komnir í staðinn.
Hinn óbreytti máldagi hjá Wilchin
virðist því fremur benda til þess að
kirkjan hafi ekki verið endurreist. En
hún stóð enn á kirkjuskránni og þess
vegna hefur þótt sjálfsagt að taka upp
máldaga hennar óbreyttan eins og hann
var áður.
Þetta skýrist jafnvel betur þegar þess
er gætt, að í máldagabók Magnúsar
Eyjólfssonar biskups 1480 — eða 90 ár-
um eftir að Skarð tók af — eru enn
talin þau ítök er Breiðabólstaðarkirkja
og Oddakirkja töldu sér í Eystra-Skarði.
Þar segir berum orðum að Oddakirkja
eigi að fá frá Tjaldastöðum „gelding
sem nú er hraun við rætur Heklu. Þar
bjó bóndi á bæ, og er ekki getið um
hvað hann hét né bær hans. Hann var
góður bóndi, þjóðhagasmiður, söngmað-
ur mikill og maður guðrækinn. Húsa-
skipan var sú á bænum, að innangengt
var úr bæjarhúsum í skemmu og þaðan
í smiðju.
Það var eitt kvöld, að bóndi sat í
smiðju sinni og var eitthvað að vinna
þar að smíðum. Þá stóð yfir Heklugos
eitt og var nýlega byrjað. Heyrir bóndi
þá drunur miklar og dynki, nær bæn-
um miklu en áður, og veit eigi fyr til,
en hraunflóð kemur yfir bæinn og brýt-
ur hann allan nema skemmuna og
smiðjuna; þau tvö hús voru óbrotin,
þótt flóðið gengi yfir þau líka, með því
þau lentu í hraunjaðrinum, þar sem það
var grynnzt. Lézt þar hvert mannsbarn,
er á bænum var, nema bóndi.
Matföng voru geymd í skemmunni,
eldiviður og ljósmeti. Hafði hann því
nægar vistir fyrir sig að leggja og
þurfti eigi að vera í myrkri. Það þóttist
hann vita þegar, að langt mundi þess að
bíða, að sér yrði auðið undankomu, ef
þess yrði kostur nokkurn tíma. Hraunið
þurfti að kólna svo vel og storkna, að
fært yrði yfir það. Loft barst nægilegt
inn í húsin, með því að sprungur komu
brótt í hraunið og loftsmugur. En dauf-
leg þótti honum vistin, sem vonlegt var,
og eiga þar á ofan öllum sínum nánustu
vandamönnum á bak að sjá. Hann hafði
um hríð sér til dægrastyttingar, að smíða
hitt og þetta, er honum hugkvæmdist og
gagn var í, úr smíðaefni því, er hann
átti þar inni. En er það var á þrotum og
hann sá eigi annað fyrir, en að hann
yrði að halda að sér höndum eða leggj-
ast fyrir, hugkvæmdist honum að reyna
að búa til leikfang handa sér, er honum
gæti orðið dægradvöl að. Hann settist
við og leitaði fyrir sér á marga vegu,
unz hann fékk upphugsað leikfang það,
er siðan nefnist dægradvöl og algengt
hefur verið hér á landi til skamms
tíma, þótt í fárra manna höndum sé nú
orðið.
Svo er sagt, að bóndi hefði þann sið í
einverunni, að hann söng sálm kvöld og
morgun, eftir því sem hann ímyndaði
sér dægraskipti, því að aldrei sá glætu
af degi, og fór hann mest eftir því
hvernig svefni hans háttaði.
Það var á áliðnu sumri, er eldflóðið
kom á bæinn og var bóndi þarna í dýfl-
issu þessari vetrarlangt og fram á
næsta sumar. Þá bar það til einhverju
sinni, er hraunið var kólnað fyrir löngu
og storknað til hlítar, að smalamanni úr
næsta byggðarlagi varð gengið upp á
hraunjaðarinn til að skyggnast þaðan
eftir kindum. Heyrir hann þá einhvern
hljóm í jörðu niðri undir fótum sér og
þekkir, að það var mannsrödd, er hann
hugði betur að. Hann hleður vörðubrot
til merkis, þar sem hann heyrði hljóðið,
hraðar sér heimleiðis og segir tíðindin.
Var þegar brugðið við og rofið harunið
og húsin. Fannst bóndi þar heill á húfi
og lofaði guð fyrir lífgjöf sína.-—
S aga þessi styðst við sanna atburði,
eins og flestar munnmælasögur. Lýsing
hennar á eyðing byggðarinnar á við
Heklugosið 1389—90, eins og annálar
segja frá því. Annálar segja að fyrst
hafi Hekla gosið, en síðan hafi eldgosið
færzt úr sjálfu fjallinu í skógana litlu
fyrir ofan Skarð og komið þar upp með
býsnum. En munnmælasagan hermir, að
bóndi hafi verið að vinna í smiðju sinni
og ekki skeytt um Heklugosið, sem var
nýlega byrjað, en tók allt í einu eftir
því, að gosdrunurnar höfðu færzt miklu
nær og rétt á eftir kom hraunflóðið á
bæinn. Það hefur því ekki runnið langt
áður en það skall á bænum. Hér getur
ekki verið um neitt annað gos að ræða
en gosið 1389—90, sem myndaði Rauðu-
bjalla og sendi hraunflóð það í byggð-
ina, er eyddi „Skarð og Tjaldastaði af
bruna“. Sennilega er það einnig rétt, að
þetta hafi gerzt um haustið. Og bærinn
sem bjóndi bjó á, hefur ekki verið langt
frá Skarði, en eldgosið hefur komið upp
um 5 km fyrir ofan Skarð. Hér getur þá
varla verið um annan bæ að ræða en
Tjaldastaði, sem voru örskammt frá
Skarði, og annálar segja líka að þessa
tvo bæi hafi hraunflóðið tekið af.
Hér lýkur þá sögu Eystra-Skarðs
á Rangárvöllum. Að öllu athuguðu
verður að telja að það hafi grafizt und-
ir hraunflóð 1389—90. Þar sem áður
voru miklir skógar og fagrar graslend-
ur, er nú síðan auðnin ein. Þar sem áður
var blómleg byggð, sjást nú engar
mannaferðir. En einhvers staðar undir
þessu þykka hrauni er gamli kirkju-
staðurinn Eystra-Skarð og krossarnir
tveir, sem hafðir voru við helgun hins
fyrsta kristna þings á íslandi.
Tveir litlir strákar komu til skurð-
læknis á stofu hans.
„í guðanna bænum hjálpið okkur,
læknir. Ég gleypti glerkúlu. Getið þér
náð henni út.“
„Já, en hinn. Hvað er að honum?“
„Hann bíður. Hann á kúluna".
------★-------
„Ég skil ekkert í yður að segja okkui
þetta ekki fyrr,“ sagði dómari við
ákærða. „Þér hefðuð verið dæmdir í
fimm ára fangelsi, ef það hefði ekki
álpazt út úr yður á síðustu stundu, að
þér gátuð ekki hafa framið glæpinn,
þar sem þér voruð í fangelsi, er hann
var framinn. Hvers vegna sögðuð þér
þetta ekki?“
„Það er nú þannig, herra dóimari, að
ég vildi ekki að kviðdómurinn fengi
illan bifur á mér.“
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5