Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Síða 10
Hann málar í klæðaskápnum ÍSLENZKUR LISTAMAÐUR í WASHINGTON D,C. rltMKTAiiom rAMTMOS ItTTtKHfADJ AtNVCLOrE CtSISNi rui ucAToa COYIU HÖRDUR KARLSSON 30CO Spo*t rarh*aj.Ar[í«slon,XlrgMi. Ml.D-iM. JAS'QOIJ Vwut DL'Jlcy 1-3117 Nafnspjald Harðar Karlssonar. P5GAR einn blaðamanna Morg- unblaðsins var staddur vestur í Washingrton D.C. fyrir skömmu, komst hann að því, að tveir íslenzkir listmál- arar héldu sýningar þar í borg um þær mundir. Annar þeirra var frú Ragn- heiður Jónsdóttir Ream, sem er gift bandarískum manni. Hún hélt þriggja vikna sýningu í Washington Gallery of Art og hlaut mjög góða dóma í blöðum vestra. Hinn málarinn var Hörður Karls- son. Rétt er að geta þess þegar, að Washington D. C. er mikil listamanna- borg, og þykir það 'heiður út af fyrir sig að fá tækifæri til þess að halda sýningu þar. Þess vegna leitaði blaða- maður Mbl. Hörð Karlsson uppi einn góðan veðurdag og spurði hann fynst af öllu, eins og íslendingum er títt: — Hverjir eru foreldrar þínir, Hörð- ur ? — Karl Guðmundsson, lögregluþjónn, og Karlotta Eggertsdóttir. — Hvers vegna varstu nú að fara vestur um haf ? — Mig hafði alltaf 1-angað til þess, síðan ég var ungur drengur. Ég fór ungur að vinna í slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli, likaði vel við Banda- rikjamenn og langaði enn meira vestur í ævintýrið, en varð að bíða í þrjú ár, þangað til ég varð 2il árs. Þá fór ég líka beint v-estur. — Hvenær var það ? — í ágúst 1954. ------★------- — Varstu þá ákveðinn í að eyða sevidögum þínum í það að mála, ef ég má spyrja svo prósaískt ? — Ja, hvað skal segja. Ég hef nú málað látlaust í fimmtán ár, byrjaði ungur og fékk undirstöðumenntun í Handíðas-kólanum og Fristundamálara- skólanum. Svo hafði mig alltaf langað vestur til að litast þar um. Ekki má gleyma því, að í Bandaríkjunum eru nú einlhverjir mestu og beztu málarar heims. — Hvernig gekk þér nú að komast áfram hér vestra? — Nú, hér gengur öllum vel, sem hafa löngun og vilja. Ég kom hingað ungur og atvinnulaus, en fékk þeg-ar v-innu á sjúkrahúsi. — Hvar var það? ■— Hér í höfuðborginni, Washington D. C. — Hefurðu ekki unnið annars staðar? — Nei, hvergi. — Hvers konar starf var þetta í sjúkrahúsinu, varstu líkberi eða hvað? — Meðal annars, en það var bara eitt starf af mörgum. — Hvar fórstu næst að vinna ? — Það var frekar í áttin-a að mínum áihugamál-um. Ég fékk vtinnu á teikni- stofu hjá útgáfu- og þýðingafyrirtæki. Þar vann ég aðaliega að því að breyta evrópskum teikningum þannig, að þær yrðu aðgengilegar fyrir banda- ríska vísindamienn; breyta oentimetrum í þumlunga o. s. frv. — Nú, og hvert fórstu svo ? — Til Alþjóðabankans, þar sem ég hef starfað síðan. — Hvenær var það ? — Fyrir sex árum. ■— Hefurðu ekki lært eitthvað hér vestra ? — Jú, 1954—55 fór ég í Corcoran Sohool of Art, og árið 1959 fór ég suður til Mexíkó. — Hvar varstu þar ? — í Mexico City. — Er ekki sú borg að sökbva í sand og leir ? — Kannske borgin, en ekki fólkið. Það var gott að vera í Mexíkóborg. Þar voru góðir kennarar, og þar lærði ég mikið. Ég ók báðar leiðir sjálfur þang- að suður og norður aftur. Á þeirri leið sá ég margt skemmtilegt. ------¥------ — Hefurðu málað stöðugt ? — Já, alveg „non-stop“! Við erum staddir í íbúð Harðar Og konu hans, og sé ég engin merki um þjónustu hans við málaralistina nema nökkrar myndir á veggjum, svo að ég spyr: — Leigir þú þér vinnustofu úti í bæ? — Nei, littu hérna inn í klæðaskáp- inn, góði. Og mikið rétt, í innbyggðum klæða- skáp hefur þessi íslenzki listamaður í Vesturheimi sitt „ateliér". Þar ægir saman litakrukkum, penslum, uppköst- um að myndum og fullgerðum listaverk- um. — Hvar hélztu fyrstu sýningu þína? — Fyrstu sjálfstæðu sýninguna hélt ég hér árið 1959. Þar var mikið af íslenzkum. mótiívum. Þetta er önnur sjálfstæða sýningin mín, en ég hef E.uð- vitað sýnt með öðrum. — Hvað sýnirðu mikið núna? — Níu málverk. Sýningin stendur x mánuð. — Ég heyrði í fyrradag, að þú hefðir unnið frægan sigur í samke-ppni um frímerki fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn ? — Ja, það gladdi mig auðvitað, að ég komst í úrslit með tvær teikningar, og önnur var að lokum valin. Átti Dag Hammarskjöld þar m.a. hlut að máli, því að hann hrósaði teikningu minni sérstaklega. 19öl vann ég svo í íslenzkri samkeppni um Evróp-ufrímerkið. Ég tek þátt í alls konar samkeppni hér vestra, bæði til þess að vekj-a athygli á nafni mínu og græða mér fé. — Hvernig er að vera listamaður hér vestra ? — Gott, en samkeppnin er mjög hörð. Washington D. C. er mikil listaborg. Hér er sandur af listamönnum oig mjög góð söfn til að læra af. Ég hef selt mikið af alls konar teikningum og lista- verkum. Ég vinn enn í Alþjóðabank- an-um, en með starfi mínu þar teikna ég og mála mikið. Auk þess eyði ég öllum frístundum mínum í málaralist- ina og sendi málverk á sýningar. T.t. var verið að vígja nýtt ráðhús í Alex- andríu í Virginíu. Þá var haldin lista- sýning, og voru um 50 málverk valin á hana úr rúmlega 360 málverkum. Ég var svo heppinn að vera einn af hinum útvöldu. Núna er ég með tvö málver-k á sýningu, þar sem 60 málverk voru valin úr tæplega 700, svo að ég tel hlut minn sæmilegan eins oig stend- ur. Ég tek eins oft þátt í samke-ppni, og hægt er. —■ Dómarnir ? — Sem betur fer alltaf góðir. — Langar þig ekki til þess að sýna heima, þótt enginn sé spámaður í sínu föðurlandi ? — Þú getur nærri! Mig lanigar til þess að koma heim næsta sumar og sýna. — Setjast að hei-ma ? — Því ekki það ? ------*------- Hér verður að skjóta því inn í, að maðurinn er ekki einn, því að hann er kvæntur spáns-kri stúlku, og eiga þau eitt barn. Hún heitir Rosábel Massip, og var faðir hennar einn þekktasti blaðamaður á Spáni milli heimsstríð- anna og í borgarstjórn Barcelónar um tíma. Eftir borgarastyrjöldina flýði fjölskyldan til Filippseyja. Þar geymdu Japanir hana í stofufangelsi, unz Banda ríkjamenn frelsuðu eyjarnar undan oki Hörður Karlsson, listmálari í Washington D. C., ásamt konu sinni, Rosabel Massip, og dóttur. Dóttirin heitir Tana Freyja. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS recent paintings Mötdur Karlsson Forsíða sýningarskrár Harðar Karlssonar. keisarans í Tokíó. Er Rosabel fædd í Manila, þar sem beztu kaðlarnir eru snúnir. Til Washington kom fjölskyldan árið 1952. Rosabel er danslistarkona og nemandi frægustu flamenco-danskonu heims, zígunakonunnar Oarmen Amaya, sem kölluð er Tana. V-ar Rosabel m.a. í danslistarflokkinum fræga, sem fór til Puert-o Rico á dögunum. Meðan ég rabbaði við Hörð og konu hans, lék ung dóttir sér þeirra á gólf- inu. Saigt er, að þegar tvö ky-n blandist, vinni hið dökkhærða og brúneyga jafn- an. Svo er þó ek-ki um dótiur þeirra Rosabel og Harðar. Hún er bæði ljós- hærð og bláeyg, þótt móðir hennar sverji sig í hið íberska kyn. Nafn hennar er þó beggja blands: Tana Freyja. Magnús Þórðarson ----<-★------ „Það er miklu a-uðveldara að skjóta upp eldflaug í Rússlandi en Ameríku“, sagði pólskur vísindamaður, sem var nýkominn úr heimsókn til Rússlands. „Hvers vegna segið þér það?“ spurði einihver. „Vegna þess að Rússland hefur miklu minna aðdráttarafl ea Amerika", í réttarhöldum yfir sextugum Austur- Berlínanbúa, sem ákærður var fyrir að hafa hjálpað 2 vinum sínum við að flýj-a vestur yfir múrinn, spurði dómarinn: „Hafið þér nokkurntima v-erið í fangelsi?“ „Já, 1938 var ég daamdur í 10 ára fangelsi“. „Nú jó, gamall glæpa- m-aður. Hvað gerð-uð þér af ýður í það skiptið?" „Ég hjálpaði tveimur Gyðingum yfir landamærin“. 33. tölublað 1862

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.