Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Page 18
ár eftir heimifissjdnvarpi
- - V '
- OG LÖGREGLULEYFI ÞARF TIL ÞESS AÐ KAUPA ÖLGLAS
J»AB er furSulegt til fcess aS hugsa aS
sumir menn skuli vera af sama upplagi
og hestar þeir, sem draga bjórvagna
CarlsbergverksmiSjanna dönsku, og ís-
lenzkir ferSamenn mæta títt á götum
Kaupmannahafnar. Sem kunnugt er eru
dráttarhestar þessir búnir hlífum um
augu, þannig aS þeir sjá aSeins beint
framundan, í þá átt, sem ekiliinn beinir
þeim. Ekki get ég aS bví gert aS mér
detti tíðum augnaumbúnaður púlshest-
anna í hug, þegar litið er yfir lýsingar
íslenzkra kommúnista á þvi, sem fyrir
augu ber í Austur-Berlín, og verður mér
síðast hugsað til bréfs um ástandið þar
eftir kennara einn íslenzkan, sem birt-
ist í Þjóðviljanum 27. september sl., en
þar var trúuðum lesendum blaðsins m.a.
tjáð að „enginn gaddavírsumbúnaður
á landamæraverði Ulbrichts nema þegar
þeir hafa skotið á flóttamenn, sem komn-
ir hafa verið vestur fyrir, eða á V-þýzku
lögreglunna sjálfa. En hver hlutur
verður að sjálfsögðu að eiga sína skýr-
ingu til handa hinum rétttrúuðu.
Á þessum tíma héldu Rússar daglega
inn í V-Berlín með brynvagnalest, er
þeir skiptu um heiðursvörð við minnis-
merki sitt í Tiergarten, en síðar voru
þeir neyddir til þess að gera sér eigið
gat á múr Ulbrichts, nær minnismerk-
inu. Vatr því allra veðra von í Berlín
þessa dagana.
Áður en haldið var inn í A-Berlín
umræddan dag, stóð undirritaður í hópi
blaðamanna við Checkpoint Charlie,
hinn fræga stað á mörkum bandaríska
hernámssvæðisins. Ekkert gerðist þó að
Þar sem bíða þarf
varð séður ofan á múrnum". Þótt e. t. v.
þyki það ekki kristileg hugvekja á jóla-
hátíð datt mér í hug að lýsa því, sem
fyrir augu bar í Austur-Berlín dag
nokkurn sl. haust, skömmu áður en um-
ræddur kennari var þar á ferð „í stór-
um farþegabíl með leiðsögumanni og
fjórum túlkum“.
Þessa daga, um mánaðamótin ágúst—
september, var loft mjög lævi blandið
í Berlín. Peter Fechter hafði verið skot-
inn og látinn liggja blæðandi austan
múrsins á annan klukkutíma nokkrum
dögum áður. Skýringar Þjóðviljans eru
nú þær að VOPO-mennirnir, sem skutu
Fechter, hafi verið hræddir um að verða
skotnir af V-þýzkum lögreglumönnum,
þótt staðreyndin sé hinsvegar sú, að
V-þýzka lögreglan hefur aldrei skotið
þessu sinni, rússnesku bryndrekarnir
staðnæmdust andartak á mörkunum og
héldu síðan inn í borgina í fylgd V-
þýzkrar lögreglu og bandarískrar her-
lögreglu.
Þegar „Sovétsirkusinn“, eins og V-
Berlínarbúar kölluðu rússnesku lestina,
var kominn framhjá hófst hálftíma
ganga í gegnum 100 metra svæði búið
skriðdrekavörnum, gaddavír og varð-
skúrum, áður en endanlega var gengið
inn í sæluríki Ulbrichts.
VEGABRÉFEÐ HVARF
Eftir að hafa verið tjáð af herlögregl-
unni vestan megin að færi ég inn í
A-Berlín væri það á eigin ábyrgð, var
haldið að fyrsta vegartálmanum. Við
hlið á múrnum stóð tollvörður (að ég
held; annars var ómögulegt að átta sig
á því hver var hvað í öllum þeim mý-
grút einkennisbúninga, sem þarna var)
og krafðizt vegabréfs. Álengdar stóð
Vopo-maður vopnaður vélbyssu og fylgd
ist með því, sem fram fór.
Ekki gat ég séð vestan múrsins áróð-
ursskilti þau hin bandarísku, sem kenn-
arinn íslenzki „sá“ nokkru síðar, en hins
vegar var þar uppi, og hafði verið
lengi, tilkynning frá lögreglustjóranum í
V-Berlín, þar sem heitið var háum vetrð-
launum fyrir upplýsingar um atvik, sem
þarna gerðist við múrinn er flóttamaður
var murkaður niður af vélbyssu Vopo-
manns.
Er tollvörður þessi hafði rýnt vendi-
lega í vegabréfið var mér hleypt inn og
hófst þá annar áfangi, og hinn viða-
mesti.
Er inn í varðskúrinn kom var manni
gert að afhenda vegabréfið Vopomanni,
sem stakk því inn um litla rifu á veggn-
um og hvarf það síðan sjónum í 15
mínútuir. Ekki er vitað hvað gerist
þarna fyrir innan, en sagt er, og vafa-
laust með réttu, að þar sitji arftakar
Gestapo, öryggislögreglan, og athugi
hvort viðkomandi vegabréfshafi sé
„hættulegur alþýðulýðveldinu".
KÍKT AF „PALLI“
Á meðan beðið var eftir vegabréfinu
notaði ég tímann til þess að rýna í
áróðursbæklinga A-þýzku stj órnarinnar,
sem þarna var nóg af. Eru þeir hin furðu
legasta lesning venjulegu fólki. Þar má
t. d. lesa að „í miðjum ágúst 1961 hafi
stjóm Þýzka alþýðulýðveldisins séð sdg
tilneydda að beita ýmsum ráðum til
varnar gegn vandræðum þeim, sem
stöfuðu frá Vestur-Berlín“. Utan á bækl-
ingi þessum er mynd af þremur vel
klæddum blómaróeum á gangi í skrúð-
garði með Brandenborgarhliðið í bak-
sýn. Hinar raunverulegu „blómarósir“
þar nú, og jafnvel uppi á hliðinu líka,
em Vopomenn. Er það útaf fyrir sig
frábært afrek að vera svo af Guði gerð-
ur að geta rekið áróður á þennan máta,
svo ekki sé minnzt á upplag þeirra, sem
trúa honum eftir að hafa séð hvernig
umhorfs er nú við Brandenborgarhliðið
og kíkt yfir múrinn þar af ,,paiii“, líkt
og margumræddur kennari.
★ ★ ★
Loks kom vegabréfið út úr hinu leynd
ardómsfulla herbergi, og tók þá við næsti
þáttur. Vopomaðurinn, sem afhenti veg-
arbréfið, krafðist þess nú að fá að líta
í peningaveskið, og varð að telja fram
allt fé úr því, jafnt íslenzka hundrað
króna seðilinn sem V-þýzku mörkin.
Fékk maður síðan kvittun fyrir þvi að
inn í sæluríkið færi maður með ákveðna
peningaupphæð, og var um leið tjáð að
sýna yrði hana er út væri farið aftur.
Leizt mér þannig á embættismenn
Ulbrichts að ráðlegra væri að týna ekki
blaði þessu eða fara með minna af er-
lendum peningum út en inn.
GJALDEYRISVIÐSKIPTI
ULBRICHTS
Að þessu loknu var næsta skrefið að
fá v-þýzkum mörkum skipt í a-þýzk, en
það gerist í gegnum lúgu á veggnum.
Fyrir innan sat gamall maður og skipti
peningum. Gekk það seint, enda þurfti
hann í mörg horn að líta, fylla út ótal
eyðublöð og stimpla fyrir hvern ein-
stakan viðskiptavin. Fyrir hvert v-þýzkt
mark fékkst eitt a-þýzkt og eru það
vægast sagt léleg skipti, þar sem v-þýzka
markið hefur a. m. k. þrefaldan kaup-
mátt á við það a-þýzka. En ekki tjáði að
deila við dómarann. 20 mörlcum var
skipt, og fengin kvittun þar að lútandi.
Verður ekki annað sagt en Ulbricht
kunni að reka gjaldeyrisviðskipti sín
með góðum hagnaði, og voru raunar ekki
öll kurl til grafar komin i því sambandi,
svo seim síðar verður vikið að.
Á meðan á peningaviðskiptum þess-
um stóð gaf sig á tal við mig banda-
rískur læknastúdent, sem er við nám i
London, mjög hæglátur piltur. Var hanu
einn á ferð og varð það úr að við skyld-
um hafa samflot um sæluríkið þennau
dag. Að því búnu gengum við út úr varð-
skúr þessum og í áttina til sælunnar.
Enn var í gegnum einn farartálma að
fara. Stóð þar Vopomaður og varð nú
enn að sýna vegabréfið, — í þriðja sinn.
Austur-þýzk stríðshetja stendur heiðuvsvörð við minnismerkið um fórnar-
lömb nazista. Veitið athygli einkennisbúningnum; ekkert hefur breytzt
nema hjálmurinn.
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
33. tölublað 1962