Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Síða 20
BETLARAR Á HVERJU STRÁI vekur á sér athygli almennings, er skipt er um heiðursvörðinn með mdklu til- standi. SUNDURSKOTNAR KIRKJUR Nokkru eftir að við yfirgáfum minn- ismerkið gengum við framhjá kirkju einni veglegri, sem greinilega hefur ver- ið mjög fögur bygging og glæst á sín- um tíma. En ömurleg var nú aðkoman; turnarnir að mestu í rústum, kúlna- og sprengjugöt um alla veggi, og neglt fyrir glugga og dyr. En kommúnisminn mun ekki telja sig þurfa á guðshúsum að halda, jafnvel þótt fögur séu, og er með öllu óvíst að kirkja þessi, og raunar margar fleiri, séu með í þeim áform- um Ulbrichts „sem gestir okkar erlend- is frá“ eiga aðeins að fá að sjá „stig af stigi“, þ. e. a. s. aðeins á pappírnum. STAUU ÖLLU STEINI LÉTTARA í áróðursbaeklingum þeim, sem við höfðum milli handa, var mikið látið af söfnum í A-Berlín. „Fjársjóðirnir, sem hermenn Rauða hersins björguðu frá tortímingu (sic) 1845, og voru endur nýjaðir af mikilli kostgæfni í Sovét- ríkjunum, gegna nú enn mikilvægu hlut verki í safnaheiminum", segir í áróðurs- bæklingi varðandi listást Ulbrichtsstjórn arinnar. Sannleikurinn er raunar sá, að Kússar höfðu á sínum tíma að fyrirmynd feril Görings í hinum hernumdu lönd- um Þjóðverja á stríðsárunum. Stálu þeir öllu steini léttara í Berlín og annars staðar í Þýzkalandi, og fluttu heim. Meðal ótal hluta má nefna listaverk, vélar, heilar verksmiðjur, mót af bílum o. fl. Einn árangur þessa hafa íslending- ar daglega fyrir augum í mynd „Mosk- vitsj“ bílana rússnesku. Er það raunar þýzkur Opel Kadet-bíll, sem Rússar stálu á sínum tíma. Er Rússar vildu reyna að tryggja leppa sína í A-Þýzkalandi betur í sessi fyrir nokkrum árum, tóku þeir það m. a. til ráðs að skila ýmsu af þýfinu til lepp- stjórnar Ulbrichts, sem í staðinn básún- aði út stórlyndi Rússa og velvilja. Sem betur fer lentu flest meiriháttar listaverk og minjar í Þýzkalandi á her- námssvæði Vesturveldanna, og eru flest söfn í A-Berlín heldur ómerkileg, ef frá er talið Pergamon-safnið, sem hefur að geyma frábærar fornminjar, sem á sínum tíma voru fluttar víðsvegar að til Þýzkalands. INNGANGUR LISTASAFNSINS FULLUR AF RUSLI Eftir að hafa gengið um Pergamon- safnið og skoðað fornminjar, lá leiðin næst í Listasafn ríkisins. Var það ekki ófróðlegt. Fyrst komum við að inngangi, sem að vísu var ekki aðalinngangurinn í safnið. Stóð þar þó Nationalgalerie á veglegu skilti og ör benti inn í húsagarð, en á öðru klúðurslegu handmáluðu skilti stóð að fótgangendum væri ráð- lagt að nota aðra innganga fremur. Var það raunar ekki að undra því að við inngang þennan ægði saman allskyns rusli; ryðguðu bárujárni, gömlum kassa- fjölum, vír og öðru dóti, sem ekki tekur að nefna. Bar draslið þess merki að það hefði þar lengi legið, en í fljótu bragði virtist það varla dagsverk að hreinsa til. En þegar vinnuaflið gengur til þess að reisa múra og gaddavírsgirðingar utan um þrælakistuna, verður eitthvað að gjalda þess, og því þá ekki um- gengnin við söfnin eins og flest annað? Eftir að hafa gengið umhverfis bygg- inguna fundum við loks aðalinnganginn í safnið og eyddum nálega klukkustund þar. Ekki verður sagt að hægt sé að kynna sér slíkt safn til nokkurrar hlít- ar á svo stuttum tíma, en svo virtist sem eini gimsteinn safnsins væri smá- mynd eftir Goya og dvaldist túlkum og leiðsögumönnum mjög við hana með 20 LESBÓK MORGUNELAÐSINS ferðamannahópana, en í skyndingu var |. gengið gegnum aðra sali. H BETLARAR A NOKKURRA METRA FRESTI Það vakti athygli okkar bæði við inn- gönguna í safnið og útgöngu, að fyrir utan varð ekki komizt nema nokkra metra í senn fyrir betlurum. Betlarar þessir voru ekki af þeirri tegund, sem maður kynnist yfirleitt í borgum er- lendis; róna og fatlaða menn má víðast kenna. En hugsað verður manni til ástandsins þegar ungir menn og konur, blátt áfram og venjulegt fólk, gefur sig að manni á götum úti og biður um pen- inga, tóbak eða annað, aðeins útaf hreinni eymd og hörðum lífskjörum, sem kommúnistar hafa þrengt uppá þetta fólk. En svo vill fara þegar kenn- ingin situr í fyrirrúmi fyrir hagsmunum fólksins. Leið okkar lá næst að Brandenborg- arhliðinu, þekktasta kennileiti Berlínar- borgar, sem stendur rétt austan múrsins. Ekki komumst við í skrúðgarð þann framan við hliðið, sem glaðværð æska gengur um á myndum í áróðursbæki- ingunum. Þar er nú einskismannsland, múrinn frægi og einu sálirnar Vopo- menn Ulbrichts. Ekki var hægt að kom- ast nær hliðinu en ca. 100 metra, og engan „útkíkspall" var þar að sjá. Sjálf- sagt fá ekki aðrir aðgöngu að pöllum þessum en „prívilegeraðir" boðsgestir herra Ulbrichts, svo sem kennarinn ís- lenzki. „GJÖRA SVO VEL OG SÝNA KVITTUNINA“ Áður en við héldum út úr „sæiurík- inu“ var ákveðið að eftir tæplega 9 klst. göngu væri rétt að drekka eitt glas af A-þýzku öli. Varð leitin að bjórstofunni raunar nokkuð löng, enda Ferðamaður gengur síðasta spölinn í gegnum farartálma kommúnista á horgarmörkunum. Vopomaðurinn í hliðinu á múrnum á eftir að rýna í vega- hréfið, sem maðurinn heldur á, í þriðja og síðasta sinn. Hér kemst enginn út, sem ekki á að fara. — Myndin er ekki í „fókus“, þar sem henni var „stolið“, þ.e.a.s. miðað lauslega í laumi og smellt af. Kommúnistar eru lítiö hrifnir af myndatökum við múrinn austan megin. (Ljósm. Mbl.) til þessa, yppti þjónninn öxlum, og sagði að þetta væru fyrirskipanir frá lög- reglunni. Ölið fengum við loks gegn ærnu gjaldi eftir að hafa sýnt umrædda kvittun. Er það ekki á 'hverjum degi sem maður drekkur öl með leynilög- regluleyfi. „10% FYRIR ÞJÓNUSTU, TAKK“. Frá veitingahúsinu héldum við aftur að Cheekpoint Oharlie, og tók þá við eftirlit öllu strangara en þegar inn FRAMKVÆMDIR, SEM SJÁST EIGA ,STIG AF STIGI' I// //‘ lítið um þær stofnanir likt og flestar aðrar lífsins lystisemdir í þessari borg. Staðinn fundum við loks ca. 10 min- útna gang frá Oheokpoint Oharlie, en svo brá við er við pöntuðum ölglasið, að þjónninn krafðist þess að við sýndum kvittun frá öryggislögreglunni, þess efnis að við hefðum skipt peningum á réttmæt an máta. Er við spurðum um ástæðuna var komið, enda mun aðalatriðið vera að komast út úr „sæluríkinu“ ekki í það. Vegabréfið var á sama hátt athugað á þremur stöðuim, en nú lengur rýnt í það og því velt fyrir sér á hverjum stað áður en lengra varð haldið. Að þessu sinni var haldið út í gegn- um varðskúr og hlið hinu megin varð- stöðvarinnar. Átti ég þá fjögur A.-þýzik mörk eftir, og hafði greitt hvert þeirra með einu v-þýzku. Fannst mér ástæðu- laust að fara vestur yfir með þessa verðlausu peninga í vasanum, og fór fram á að fá þeim skipt aftur á sama gengi. Var mér þá bent á það af Vopo- manni, að bankinn væri lokaður. Ég spurði hann hvort hann væri ekki op- inn hinu megin, þar sem fólk fór inn í A.-Berlín og eftir nokkurt þóf viður- kenndi hann að svo væri. Er þetta enn eitt dæmið um hin hagkvæmu gjald- eyrisviðskipti, sem Ulbriohit rekur fyrir sjálfan sig, hafa bankann opinn þegar fólk fer inn, þar sem peningum er skipt fyrir þriðja hluta verðgildis þeirra, en loikaðan, þegar farið er út, ef eitt- hvað kynni að vera eftir. Eftir talsvert stapp féllst Vopo-mað- urinn á að ég mætti fara yfir í hinn bankann og skipta þessum fjórum mörk- um, en tilkynnti jafnframt að vegabréfið mundi hann geyma á meðan. Fór ég síðan yfir og bað um að fá mörkunum skipt. Bankamaðurinn krafðist þá kvittunarinnar um að ég hefði skipt peningum, þegar ég fór inn ! Austux-Berlín og varð ég þá að fara aftur til fyrrnefnds Vopo-manns, og ná Framh. á bls. 22 spjaldinu á súlunni til vinstri stendur „NationaIgalerie“, en á hvita spjaldinusvo og allri byggingunni. Á dökka aðra innganga fremur. Þarf sú ráðlegging ekki skýringa við. 33. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.