Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 3
Bilar voru orðnir algeng sjón á götum Reykjavíkur 1918. Skip við bryggju í Viðey. Þar var vörum skipað á land. kistu, sem alltaf megi ausa úr takmarkalaust og án allrar for sjálni. En nú er tómahljóð kom ið í þá kistu. Aðal atvinnuveg- imir eru í kaldakoli svo þaðan er ekki auðs að vænta en út- gjöldin keyra úr hófi.“ Þessi pistill birtist nafnlaus í Morg- unblaðinu í maimánuðL Ekki hefur samt verið á- stæða að kvarta undanskemmt analifinu; Leikfélag Reykjavík- trr sýndi rnn þessar mundir leikritið Landafræði og ást í Iðnaðarmannahúsinu og aug- lýst er fjölbreytt skemmtun í Bárunni: „>ar verður Bern- burg með hljóðfærasveit sinni, Bem allir vita að hrífur hugi manna, Gunnar Gunnarsson skáld les upp sögu. Ennfrem- ur sýngur fröken Gunnþórunn Halldórsdóttir gamanvísur“. Nú er farið að síga á seinni hluta styrjaldarinnar og tekið að halla undan fæti hjá Þjóð- verjum. í opinberri tilkynningu frá London segir svo. „Óvinirnir standa þannig að vígi, að vér getum búist við að- alsókn þeirra á vígstöðvunum hjá Arras-Amíens. Nauðsyn krefst þess fyrir þá, að endur- bæta og tryggja stöðvar sínar hjá Lies. Bandamenn geta óhræddir beðið átekta. Tilgangur óvin- anna er sá, að reyna af fremsta megni að komast hjá ósigri, en það getur eigi gert annað en tefja sigur bandamanna. Or- ustur sem nú hef jast verða lík- lega endurtekning á því sem gerðist hjá Verdun, nema í stærri stíl, og þótt báðir verði örþreyttir, þá hafa þá banda- menn þó alltaf af nógu nýju að taka, Þjóðverjar hafa þegar þurrauisð allar hjálparlindir sínar.“ Em miðjan maí var frum- varpið um almenna hjálp vegna dýrtíðarinnar á dagskrá Neðri- deildar og stóðu umræðurlengi en þeim varð að fresta vegna þess að þingmenn höfðu tekið boði Leikfélags Reykjavíkur um að koma í leikhúsið að horfa á Landafræði og ást. Ef tíðarfar í Norður-Þing- eyjarsýslu hefur reynzt mönn- um þungt í skauti nú í vor þá er það tæpast nýmæli. Af Mel- rakkasléttu eru þessar fréttir í maimánuði 1918: „Héðan er ekk- ert að frétta nema harðindi, jarðlaust á flestum bæjum og hey mjög farin að ganga til þurrðar. Hafís er enginn hér en sjókuldi þó svo mikill, að allar víkur eru undir legís og krapi sé nokkurt frost til muna. Þessvegna er þarabeit stopul. Líklega bjargast þó flestir á sumarmálin, en batni þá eigi, þá má hamingjan hjálpa ef vei á að fara. Lengi mega Slétt- ungar muna þennan vetur, því fáum mun hann hafa klappað heldur ómjúklegar en þeim.“ fsland hefur verið nokkuð á dagskrá í erlendum blöðum og í þýzku dagblaði hafa verið svo- hljóðandi fréttir um ísland: „Danir óttast það, að ísland muni slíta sig úr ríkistengslum við Danmörku og gerast lýð- veldi. Áhrifa Breta gætir mjög á íslandi og menn ætla, að hið nýja lýðveldi muni síðar bind- ast tengslum við Breta. Eng- lendingar ganga duglega fram í því að útrýma öllum dönskum áhrifum á fslandi og þeir hafa með stórum fjárframlögum túlk að mál sitt þar og unnið sér hylli.“ Því er bætt við að brezki ræðismaðurinn ráði lög- um og lofum á íslandL TUNGUMAL, SEM ENGINN SKILUR í dönskum blöðum er eink- um rætt um ísland í ljósi þeirr- ar tilvonandi breytingar, sem búizt er við á sambandi þjóð- anna. Vorið 1918 birtist íKristi lig Dagblad grein, sem bar heitið „Hvað vilja íslending- ar“? Þar sagði meðal annars svo: „Hvað er það þá, sem ís- lendingar vilja? Skilnað við Dani? Ríkissjálfstæði? Að vera óháðir í menningartilliti ... Vér skulum nú virða fyrir oss hvernig íslendingar væru staddir ef þeir ættu algjörlega með sjálfa sig. Þjóðin er rúm- lega 85 þúsund manns og menn ing hennar hvílir nær öll á þeirri menntun sem hún hefur sótt til Danmerkur. Hún talar það tungumál, er enginn önn- ur þjóð skilur, og jafnvel skóla- gengnir Færeyingar geta eigi lesið íslenzku nema með hinni mestu fyrirhöfn. Hér í Kaup- mannahöfn er miðstöð menning ar íslendinga. Þeir stunda nám hér, verða prófessorar, verzl- unarmenn og iðnaðarmenn hér og til þess að fá lesendur að bókum sínum og áhorfendur að leikritum sínum, verða íslenzk- ir rithöfundar að rita á Dönsku.“ Fyrripart júnímánaðar er auglýst uppboð á málverkum, 60 talsins eftir Magnús Á. Árna- son og mun það vera í fyrsta sinn að listmálari selji málverk sín á uppboði á Íslandi. Ástæð an til þessa var sú, að Magnús ætlaði sér til Vesturheims með Lagarfossi. Sagt er með til- kynningunni að Magnús ætli á listmálaraskóla í Santiago í Chile í Suður-Ameríku og muni dveljast þar um nokkra ára skeið. Enda þótt vorannirnar standi sem hæst í júní hefur skáldið á Sandi, Guðmundur bóndi Frið- jónsson, brugðið sér til Reykja- víkur og í blöðunum stendur, að hann muni flytja erindi í Bárubúð. „Þykir oss líklegt að bæjarbúar sleppi ekki tækifær- inu til þess að hlusta á þennan rammíslenzka og málsnjalla bragasmið, sem kunnur er hverju mannsbarni á íslandi, þótt löngum hafi hann heima setið." Inngangseyririnn var 50 aurar. Aftur á móti dvel- ur Jóhannes Jósepsson, glímu- kappi, í New York um þessar mundir og getur sér þar góðan orðstír fyrir sj álfsvörn sína og íslenzku glímuna. Um það leyti er sólargangur verður sem lengstur á vori er verið að vinna að því að setja upp byggingu á horni Hverfis- götu og Kalkofnsvegar. Sú bygging er bæjarbúum harla kunnug, því hún stendur enn: Söluturninn gamli og alkunni. í Morgunblaðinu segir svo um þessa framkvæmd: „Það má teljast misráðið að flytja turn- inn á þennan stað og naumast völ á neinum óheppilegri. Fyr- ir þeim sem kemur á Lækjar- torg blasir nú við í réttri röð að kalla: Jón Sigurðsson, Krist ján X og söluturninn, eins og einhver samstæð þrenning. M ITiiklar hömlur hafa verið settar á pappírsinnflutning og getur Morgunblaðið ekki kom- ið út í meira en fjórum síðum á sunnudögum af þeim ástæðum. En síðasta dag júnímánaðar eru stórtíðindi: íslands Falk hefur lagst að uppfyllingunni og merkir gestir hafa stigið á land: Danska sendinefndin. Klukkan 10 að morgni 1. júlí hófu nefndirnar umræður, „sem binda eiga enda á hinar löngu þrætur á milli Dana og íslendinga.“ Steindór Einarsson auglýsir fyrsta flokks bifreiðar ávallt til leigu en austur við Þjórsárbrú er hið árlega íþróttamót haldið og í þetta sinn er rigningar- 1. desember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.