Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Blaðsíða 11
FREGrNMIÐI FRÁ DAGBLÖDUNUM Vopnahlé komið á! Uppreist í Þýskalandi! ÞaS er opinbcrlega tilkynt aS vopnahlé niilli bandamanna og ÞjóSverja hafi komist á [kl. 11 i morgun (11. nóv.) og var |)aS til- kynt i Parísarborg meS mörgum fallbyssuskotum og afskaplegum fagnaSarlátum. I Þýskalandi er alt i uppnámi. I skeyti frá Khöfn, er hingaS kom i dag, segir svo: — Kiel ásamt. flotanum og borgirnar Flensborg, Aabenraa, Ro- stock, Ltlbeck, Tönder, Sönderborg, Altona, Bremerhafen, Wilhelms- hafen, Cuxhafen og Warnemtlnde er i höndum uppreistarmanna. Þýsku varSmennirnir viS landamæri Jótlands hafa strokiS yfir til dönsku varSmannanna. ÁukiS herliS heldur enn reglu i Berlín. Uppreisnin i algleymingi. Loptskeyta'stöSin í Nauen tilkynnnir i morgun, aS stöSin sé á valdi „hermanna og verkamannaráðsins ]>ýskau og bendir paS til pess aS Berlín sé nú einnig á valdi 'uppreistarmanna. Khöfn 8. nóv. Sambandslögin verSa tekin til umræSu i rikispinginu á miS- vikudaginn (13. nóv.) Influensan i Kaupmannahöfn er i rjenun en öllum varúSar- ráðstöfunum er ]>ó enn haldiS áfram. í' élagsprentaœiðjan. Þegar spánska veikin hafði lamað allt athafnalíf og m. a. dag- blöðin, kom þessi fregnmiði út. ar en jafr.an verið og í sjúkra- vitjunum mestan hluta dagsins. Því er auðsvarað hvar um- ferðin hafi verið mest sóttardag- ana. Mikið höfðu lækr.arnir að gera. En meðul þurftu eigi að- eins beir sem lækna var vitjað til, heldur einnig hinir lítið veiku. Meðalatrúin er svo mögnuð og vaninn sá að brúka meðul svo rikur, að eiigi þarf nema títinn lasleika til þess að fólk vilji hafa meðul við hon- um. Strax í byrjun fvrri viku var aðsókn orðin svo miki'l að lyfja búðin var troðfull út úr dyr- um af meðalagestum. Framan af vikunni var mest beðið um hita lyf og hóstasaft, og þraut brátt allt kínin, sem lyfjabúðin hafði. Þegar á leið vikuna tóku lyf- seðlar fyrir lungnabólgumeðul- um að streyma inn og voru eng in meðul afgreidd eftir seðli í marga daga, önnur en lungna- bólgu meðul, eða aðalega kam- fórublanda Mest bagaði þó skortur á fólki sem gæti blandað lyfin eft- ir seðlum, því að lyfjafræðing- arnir voru nálega allir veikir. Voru læknanemar af háskólan- um fengnir til þess starfa, en svo seint gekk afgreiðslan samt að oft þurfti fóik að bíða eftir áríðandi lyfjum : heilan sólar- hring.“ I blaðinu 17. nóv. byrjar það sem síðar var daglegt brauð í nokkarn tíma og hefur aldrei síðan sést- Langir listar jafn- vel heilar síður með nöfnum fólks, sem hefur látizt úr pest- inni. Og um ieið er auglýst vara sem eftirspurn hefur stór- lega aukist eftir: ólafur Ólafs- son á Vegamótastíg vekur at- hygli á, að hann smíði líkkist- ur. LÖGREGLAN I LÍKFLUXNINGUM Daginn eftir, mánudaginn 18. nóvember segir svo: „í dag verður sett á stofn í barnaskólanum barnahseli. Er ætlunin að veita þar viðtöku umhirðulausum börnum, hjúkra þeim og gæta þeirra á meðan foreldrarnir eru sjúkir. Er megn þörf á þessari deild. Fjölda mörg börn eru í van- hirðu vegna þess að enginn er til að gæta þeirra' heima. Sum hafa bæði misst *öður og móð- ur og eiga engan að. Menn geta ef til vill best sannfærzt um þörfina er þ?ir heyra, að á einu heimili eru sjö börn hjá sjúkri móður. Sumstaðar vildu foreldrarnir ekki láta flytja sig á spítala nema^ bömin fengju að koma með. í einu húsi var komið að konu látinni í rúmi sínu, en tvö ung börn lágu fyr- ir ofan hana í rúminu. Og fað- irinn dauðveikur með óráði í öðru rúmi í herberginu. Engin orð fá lýst þeirri eymd sem rík ir á mörgum heimilum bæjarins þessa dagana.“ Jafnframt er þess getið að innflúenzan sé komin austur um allar sveitir. Samkvæmt skeyti að austan dagsettu 17. nóvember er veikin mikið út- breidd í Flóanum, er komin á nokkra bæi í Grímsnesinu, á Skeiðum, í Hreppum og í Tung- um. Ekkert hefur enn frétzt um manndauða þar. Lögreglan hafði nóg að starfa þessa ðaga, enda var hún fáliðuð. Hún reyndi að flytja sjúkt fólk í sjúkrahús samkvæmt fyrirmælum lækna, starf hennar var þó ekki síður fólgið í að flytja líkin úr heima húsum i líkhús. Lenti það oft- ast á Iögreglunni að sjá nm það. Líkhúsin urðu brátt full en reynt var að bæta úr þeim húsnæðisskorti með því að setja upp vegavinnuskúr vestur í kirkjugarði og hann siðan not- aður sem líkhús. T A alsvert var tekið að bera á matvælaskorti um það leyti sem draga tók úr veikinni. Því var það að bæjarstjórnin fékk útgerðarfélagið Kveldúlf til að senda togara á veiðar, en þeim fiski var síðan ekið um bæinn og bætti það úr brýnni þörf. Nokkrar matvælaverzlanir gáfu einnig mat af birgðum sínum meðan þær entust. En það var ekki fyrr en 20. nóvember að svo fór að draga úr veikinni, að dauðsföllum færi að fækka verulega. Og 25. nóv. fluttu læknar þau gleðitíðindi, að eng inn myndi hafa dáið í barna- skólanum þá nótt. Ástandið og dauðsföllin verða tilefni að um- ræðum um heilbrigðismálin í höfuðstaðnum og margir eru á þeirri skoðun, að þar sé að finna skýringuna á hvers- vegna svo margir dóu. ÍSLENDINGAR HAFA LENGI VERIÐ SÓÐAR „Hvernig eru reglurnar um kjallaraíbúðirnar? Og hvernig er framkvæmdin? Hvernig eru reglurnar um ákveðið andrúms- loft í svefnherbergjum? Það stendur nú hverjum manni skýrt fyrir augum, sem að vísu hlaut áður að vera flestum kunnugt, að þessum fyrirmæl- um hefur alls eigi verið hlítt eða reynt til að hlíða. Það er komið á daginn að sumstaðar liggja allt að 12 manns í sömu herbergiskytrunni, að rakir og dimmir kjallarar eru fullir af fólki, að loftrásin í herbergj- um er látin afskiptalaus og sumstaðar þar er alls ekki unnt að opna glugga. Fólkið verður að elda og jafnvel að þvo þvott í íbúðarherberginu, verður svo samdauna ódauninum að það veit ekki af honum og lifir og elur börn sín upp í pestnæmu og eitruðu andrúmslofti." Það er rætt um þann leiða á- vana íslendinga að hrækja á gólfin heima hjá sér, einnig ganga menn um hrækjandi á götum úti. Síðan er bætt við: „Óþrifnaðardæmin í borginni eru svo mörg, að þau rúmast ekki í einni biaðagrein og sum svo Ijót að maður liliðrar sér hjá að nefna þau. íslendingar hafa lengi verið sóðar og eru það ennþá. En jafnframt hefur það verið siðurinn, að neita því eindregið að sóðaskapur væri til í þessu landi. Það þarf engan speking til þess að sjá, að ef menn væru vandir af að hrækja á göturn- ar, þá mundu þeir hætta að hrækja á gólfið. Og svo er um flest annað. íslendingar eru . ekki svo heimskir að þeir geti ekki lært af góðu fordæmi og ekki svo vanafastir að þeir geti ekki yfirgefið gamla siði, ef þeim er gert skiljanlegt að kröfur tímans líða þá ekki. En með þeirri stefnu sem nú ríkir hér, vinnur bærinn sér ekki frægðarorð, hitt gæti frem ur hugsast að með tíð og tíma gæti hann orðið alræmdur sem „skítugasta höfuðborgin í Ev- rópu“ því að það nafn á hann áreiðanlega skilið.“ -A. pieðan ástandið var se)n verst var ekki hægt að koma þeim í gröfina sem dóu og hlóð ust líkin upp í líkhúsunum. Þegar jarðarfarirnar hófust vildi það fólk sem uppistand- andi var, fýlgja ættingjum ög vinum til grafar, en heiísa sumra var ekki á marga fiska. Urðu þá nokkur brögð að þyí að menn ofkældust og slægi - niður aftur. Læknar hvöttu fólk ákaflega til að fara ekki til jarðarfara nema brýna nauð- syn bæri til og bati væri orð- inn góður. Fjársöfnun hófst í Fullveldisárið opnaði Landsbankinn tvö ný útibú — á Eskifirði 2. janúar og á Sel- fossi 4. október 1918 — og voru útibú bankans þar með orðin fjögur. Nú, á hálfrar aldar afmæli fullveldisins, eru útibú og afgreiðsluskrifstofur bankans alls 18 — 6 í Reykjavík og 12 víðsvegar um landið. Frá stofnun Landansbankans árið 1885, hefur íslenzka þjóðin alloft horfst í augu við fjárhagsörðugleika, en ætíð hefur bankinn reynzt hlutverki sínu vaxinn. Landsbankinn — banki allra landsmanna — hefur, jafnt í góðæri sem í harðæri, reynzt hinn traustasti hornsteinn fjár- málalífs þjóöarinnar. 1. desember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.